Entries by Halla Gunnarsdóttir

,

Gerum betur – Landsfundur VG settur

„Gerum betur er slagorð okkar Vinstri grænna í þessum kosningum; því það þarf að gera svo miklu betur á svo mörgum sviðum og við treystum okkur til þess,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í setningarræðu landsfundar. Á fjórða hundrað eru saman komin á landsfundinum sem haldin eru um helgina á Grand hóteli í Reykjavík. […]

Ársreikningur VG fyrir árið 2016

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur skilað ársreikningi 2016 til Ríkisendurskoðanda, degi fyrir síðasta skilafrest. Tap varð af rekstri flokksins á árinu 2016 nam 19,5 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi. Árið 2016 var kosningaár, en þá var kosið til Alþingis og skýrist neikvæð staða í árslok af því. Skuldir vegna kosninganna voru greiddar upp að fullu í febrúar. […]

Nú leggjumst við öll á eitt!

Kosningabaráttan er komin á fullt skrið og nú á laugardag ætlum við að ganga í hús og ræða við kjósendur. Þetta verður stór liður í þessari snörpu kosningabaráttu og við hvetjum alla félaga sem vettlingi geta valdið til að taka þátt. Við hefjum leika í Reykjavík, á Akureyri, á Selfossi og í Hafnarfirði. Smelltu hér […]

Uppstilling á framboðslista í Reykjavík

Kosningar til Alþingis fara fram þann 28. október næstkomandi. Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík ákvað fimmtudaginn 21. september að fela fimm manna kjörnefnd að gera tillögu að uppstillingu á framboðslista hreyfingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur og leggja fyrir félagsfund sem haldinn verður í byrjun október. Skila þarf framboðslistum til yfirkjörstjórnar 13. október. Í samræmi við reglur […]

Af hverju þurfum við að kjósa núna?

Ég held að það sé mik­il­vægt að við spyrjum okk­ur: Af hverju kjósum við núna? Ástandið er ekki eðli­legt og að sjálf­sögðu á ekki að þurfa að kjósa hér árlega á þing. Ástæða þess að við kjósum nú, er ein­fald­lega að enn einu sinni er fólki nóg boð­ið. Enn einu sinni fær fólk nóg af […]

Kosningar augljósasti kosturinn

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði í samtali við Ríkisútvarpið að kosningar séu augljósasti kosturinn í stöðunni eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sprakk í gærkvöldi. Þetta er þriðja ríkisstjórnin sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild undanfarinn áratug en þær hafa allar sprungið áður en kjörtímabilið er úti. „Það sem ég held að sé mikilvægast að […]

Ræða Steingríms J. Sigfússonar: lýðveldismet í leti?

Ræða Steingríms í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra, 13. september 2017. Frú forseti. Góðir landsmenn. Nú hallar ágætu sumri og land og þjóð kemur að flestu leyti vel undan því, með einni augljósri undantekningu þó: Ríkisstjórnin mætir hvorki samstillt né í góðu skapi til leiks og hefur henni þó tekist að slá tvö Íslandsmet í sumar, […]

Stjórnarliðar, ábyrgðin er ykkar

Það hefur um margt verið sérkennilegt að fylgjast með stjórnmálum, þessi misserin, hvað þá að taka þátt í þeim. Sumir virðast telja að hlutverk Alþingis, og okkar sem þar sitjum, sé fyrst og fremst að vera einhver afgreiðslustofnun fyrir ríkisstjórn og agnúast jafnvel út í miklar umræður. Þetta er sérkennilegt viðhorf, því staðreyndin er sú […]

Hættum að vera meðvirk með rasisma

Við lifum á hættu­legum tím­um. Tímum þar sem stað­reyndir skipta æ minna máli, tölur eru kokk­aðar upp til að gefa mál­flutn­ingnum vægi, andúð í garð útlend­inga er falin undir samúð með fátæku fólki og spilað er á ótta og örygg­is­leysi. Ísland er ekk­ert öðru­vísi en önnur lönd og það er raun­veru­leg hætta á því að […]