,

Baráttudagur kvenna

Baráttudagur kvenna er í dag  – Baráttufundur Vinstri grænna í kvöld –

 

Kvennafrí í dag. Konur ganga út þegar vinnu lýkur klukkan 14.38.  Konur í VG mæta allar sem mögulega og næstum ómögulega geta, á Austurvöll klukkan 15:15!

VG konur verða með  borð og gefa súpu og dreifa málefnablaði um kvenfrelsi.

Á meðan munu karlkyns frambjóðendurnir okkar manna vinnustaðafundi og kosningamiðstöðina á Laugavegi.

 Baráttu- og gleðifundur í Kosningamiðstöðinni Laugavegi 170 – klukkan 20.00

Frambjóðendur og félagar í VG halda svo áfram um kvöldið og hittast á Laugavegi á baráttu- og gleðifundi.  Frambjóðendur ræða við gesti.   Björgvin Gíslason, Gunnar Þórðarson, Þórður Högnason og Sigríður Thorlacius, sjá um tónlistina. Allir velkomnir.