Berglind á þingi í fyrsta sinn

Berglind Häsler, ferðaþjónustubóndi og blaðamaður á Karlsstöðum í Berufirði tók í dag sæti á Alþingi í fyrsta sinn, sem varamaður Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, þingmanns Norðausturkjördæmis. Þessa viku situr Álfheiður Ingadóttir einnig á þingi, sem varamaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra sem er erlendis. Berglind sagðist fyrir fyrsta þingflokksfund sinn í dag, fagna þeirri óvæntu áskorun að hafa verið kölluð inn á Alþingi og segir það spennandi eins og flestar ögranir.