Bjarki Þór Grönfeldt kominn aftur

Bjarki Þór Grönfeldt hóf störf að nýju hjá VG í dag 15. ágúst, en hann lauk nýverið meistaranámi í stjórnmálasálfræði frá Háskólanum í Kent á Bretlandi. Stór verkefni Bjarka framundan eru að starfa með Ungum vinstri grænum að því að efla ungliðastarfið og vinna sem tengliður við nýlega kjörið sveitarstjórnarráð VG, en það hefur hingað til ekki notið aðstoðar sérstaks starfsmanns VG.  Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði er formaður sveitarstjórnarráðs og fyrrverandi formaður, Sóley Björk Stefánsdóttir bæjarfulltrúi á Akureyri er varaformaður.  Framundan er fjöldi funda og viðburða sem Bjarki og aðrir starfsmenn hreyfingarinnar eru vinna nú að. Þar ber hæst flokksráðsfund sem haldinn verður í Kópavogi 12. – 13. október, en þá kemur sveitarstjórnarráðið einnig saman.