,

Bjarni Jónsson kjörinn í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Bjarni Jónsson var um helgina kjörinn í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir varamaður. Bjarni er sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði og Halldóra Lóa í Borgarbyggð.  “Þetta er mikilvægur vettvangur sveitarfélaganna bæði fyrir þeirra eigið samstarf og stefnumörkun, en líka fyrir samstarf við ríkið. Ég hlakka til að láta að mér kveða á þessum mikilvæga vettvangi.” segir Bjarni.   Sveitarstjórnarráð VG nýtti einnig tækifærið og hittist á þinginu til skrafs og ráðagerða (sjá mynd að neðan). Á myndina vantar Líf Magneudóttur, Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur og Ingvar Arnarson.