Björn Valur tekur sæti á Alþingi

Björn Valur Gíslason,varaformaður VG og varaþingmaður í Reykjavík tók sæti á þingi í gær í fjarveru Steinunnar Þóru Árnadóttur.

Björn Valur tók til máls í störfum þingsins og talaði um tilfærslu á Íslandsbanka til ríkisins í tengslum við afnám hafta. Lagði Björn Valur m.a áherslu á skýrari upplýsingagjöf til almennings í ferlinu.
Bjóðum Björn Val velkomin!