,

Breyting á dagskrá flokksráðsfundar

Jafnréttismál í stað alþjóðastjórnmála

Áður boðaður gestur flokksráðsfundar Guðmundur Hálfdánarson, sem ætlaði að ræða alþjóðastjórnmálin í erindi á fundinum, er  forfallaður af óviðráðanlegum ástæðum.
Jafnréttismál og jafnlaunavottun er eitt af heitu málunum í umræðu dagsins  sem ákveðið hefur verið að taka til umræðu á flokksráðsfundi í staðin. Sérstakir gestir fundarins, verða Maríanna Traustadóttir, fulltrúi ASÍ í aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hannes G. Sigurðsson, fulltrúi atvinnurekenda í sama hópi. Þau nálgast málin frá ólíku sjónarhorni og munu svara fyrirspurnum  í lok erinda þeirra.

Flokksráðsfundargestum er bent á að alþjóðamálin verða tekin fyrir á vegum VG á opnum fundi í Norræna húsinu 28. mars.  Jafnframt er bent á að eftir sem áður verður starfshópur um alþjóðastjórnmál, eins og áður var boðað.