Kveðja á landsfund frá Birni Val Gíslasyni

Kveðja frá Birni Val Gíslasyni.

Ágætu landsfundargestir.

Ég þakka formanni og fráfarandi stjórn samstarfið á liðnum árum og óska jafnframt nýrri stjórn og framvarðasveit Vinstri grænna alls hins besta í sínum störfum.

Ég vænti þess að Vinstri græn fái góða kosningu síðar í mánuðinum. Það mun hinsvegar ekki gerast af sjálfu sér. Stjórnmál mega aldrei verða að notalegu hjali milli pólitískra andstæðinga, heldur verða alltaf að eiga sér stað átök um stefnur og pólitískar áherslur. Því hvet ég ykkur öll, sem og félaga okkar um land allt til að vera föst fyrir og órög að efna til pólitískra átaka um stefnumál Vinstri grænna á þeim fáu dögum sem eftir eru til kosninga og skerpa þannig á valkostunum sem kjósendur standa frammi fyrir.

Þjóðin á það skilið að Vinstrihreyfingin – grænt framboð verði í forsæti nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum.

Ég bið ekki um meira – í bili.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Niður með íhaldið.

Björn Valur Gíslason

 

 

 

 

Edward Huijbens kjörinn varaformaður

„Það mikilvægasta sem stjórnmálamaðurinn býr að er traust, og þið hafið sýnt mér mikið traust hér í dag kæru félagar og það umboð mun ég fara vel með,“ sagði Edward Hákon Huijbens nýkjörinn varformaður Vinstri grænna í þakkarræðu sinni á landsfundi í dag. „Ég er kominn til þess að vinna fyrir hreyfinguna, málstaðinn og framtíðina.“

Edward, sem er 41 árs prófessor við Háskólann á Akureyri, hlaut 148 atkvæði en Óli Halldórsson 70 og fimm atkvæði voru auð. Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörin formaður Vinstri grænna rétt eins og Elín Oddný Sigurðardóttir í stöðu ritara og Una Hildardóttir í stöðu gjaldkera.

Einnig voru kjörnir sjö meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna og fjórir til vara.  Þau Ingibjörg Þórðardóttir (200 atkvæði), Óli Halldórsson (199), Rúnar Gíslason (161), Daníel E Arnarson (158), Álfheiður Ingadóttir (156), Anna Guðrún Þórhallsdóttir (135) og Margrét Pétursdóttir (129) voru kjörnir meðstjórnendur. Þeir Bjarni Jónsson (103), Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson (92), Ingvar Arnarson (90) og Ragnar Karl Jóhannsson (63) og voru kjörnir varamenn.

Ný stjórn Vinstri grænna er því eftirfarandi:

 • Katrín Jakobsdóttir formaður.
 • Edward Hákon Huijbens varaformaður.
 • Elín Oddný Sigurðardóttir ritari.
 • Una Hildardóttir gjaldkeri.
 • Ingibjörg Þórðardóttir.
 • Óli Halldórsson.
 • Rúnar Gíslason.
 • Daníel E Arnarson.
 • Álfheiður Ingadóttir.
 • Anna Guðrún Þórhallsdóttir.
 • Margrét Pétursdóttir.

Varmenn í stjórn:

 • Bjarni Jónsson.
 • Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson.
 • Ingvar Arnarson.
 • Ragnar Karl Jóhannsson.

Heimur án kjarnorkuvopna: ræða Fabians Hamilton

Hinn sögulegi samningur um bann við kjarnorkuvopnum, sem var samþykktur á vettvangi Sameinuðu þjóðanna sl. sumar, mun þegar fram líða stundir breyta því hvaða augum heimurinn lítur kjarnorkuvopn. Þetta sagði Fabian Hamilton, skuggamálaráðherra í friðar- og afvopnunarmálum frá Bretlandi, á landsfundi VG í dag. Hamilton bar fundinum kveðju frá Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, en Corbyn og Hamilton hafa verið virkir í friðarbaráttunni í Bretlandi um áratuga skeið.

Embætti skuggaráðherra í friðar- og afvopnunarmálum var komið á fót af Corbyn, formanni Verkamannaflokksins, en sambærilegt embætti er ekki innan bresku ríkisstjórnarinnar. Hamilton er falið að að leita leiða til að draga úr ofbeldi, stríðum og átökum á heimsvísu og tala fyrir ábyrgri utanríkisstefnu Breta í þessum efnum, en Bretland er eitt af stærstu herveldum heims.

Hamilton áréttaði á landsfundi VG í dag að mannkynið yrði að stöðva sjálfstortímingarhvötina sem fælist í því að þróa og viðhalda kjarnorkuvopnum. Skref hafi verið tekin fram á við í banni á kjarnorkuvopnum og efnavopnum og að heimur án þeirra væri vel mögulegur.

Óttastjórnmál víki: erindi Prögnu Patel á landsfundi VG

„Fasismi sem er byggður á þjóðernishyggju og trúarbrögðum er að festa rætur að nýju víða um heim. Þess sér ekki  eingöngu merki í Bandaríkjunum eða Póllandi eða Ungverjalandi, heldur líka í Indlandi, Tyrklandi, Myanmar og öðrum svæðum heimsins. Hann fer hönd í hönd við stjórnmál niðurskurðar og nýfrjálshyggju, sem leiðir til banvænnar blöndu kynþátta- og kynjahyggjuofbeldis, þar sem óumburðarlyndi, hatur, ójöfnuður og þröngsýni fá að þrífast.“

Þetta sagði Pragna Patel, forstöðukona grasrótarsamtakanna Southall Black Sisters í Lundúnum, á landsfundi Vinstri grænna á Grand hóteli í morgun. Patel varaði við uppsveiflu bókstafstrúar – þar sem trú er misnotuð í pólitískum tilgangi – og tilhneigingunni til að rugla saman framsækinni fjölmenningarstefnu við afturhaldssama trúarbragðastefnu, þar sem réttindi kvenna ættu undir högg að sækja.

Patel sagði Brexit hafa ýtt undir rasisma og innflytjendaandúð, sem aftur hafi ýtt undir hatursglæpi. Innflytjendakonur séu í sérstaklega viðkvæmri stöðu og geti ekki alltaf leitað til yfirvalda eftir þjónustu og aðstoð, þar á meðal til að flýja ofbeldi.

„Rasísk innflytjendaandúð hefur ekki aðeins verið normaliseruð meðal almennings, heldur líka innan samfélaga innflytjenda, þar sem mismunandi hópar taka stöðu hver gegn öðrum.“

Patel fagnaði góðu gengi VG í skoðanakönnunum. Fengi VG brautargengi til að leiða ríkisstjórn að loknum kosningum hefði það ekki eingöngu áhrif á Íslandi, heldur víðar, þar sem óttastjórnmál vikju fyrir stjórnmálum vonar.

Framboð til stjórnar Vinstri grænna

Kjör til stjórnar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fer fram á landsfundi í dag klukkan 14:00. Það hefst með kynningu frambjóðenda og síðan verður gengið til atkvæða. Kosið er sérstaklega í embætti formanns, varaformanns, ritara og gjaldkera. Síðan eru kosnir sjö meðstjórnendur og fjórir til vara.

Eftirfarandi framboð bárust:

Til formanns:

 • Katrín Jakobsdóttir

Til varaformanns:

 • Edward H. Hujibens
 • Óli Halldórsson

Til ritara:

 • Elín Oddný Sigurðardóttir

Til gjaldkera:

 • Una Hildardóttir

Til stjórnarsetu:

 • Anna Guðrún Þórhallsdóttir
 • Bjarni Jónsson
 • Daníel E. Arnarson
 • Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson
 • Ingibjörg Þórðardóttir
 • Ingvar Arnarson
 • Jakob S. Jónsson
 • Margrét Pétursdóttir
 • Ragnar Karl Jóhannesson
 • Rúnar Gíslason
,

Gerum betur – Landsfundur VG settur

„Gerum betur er slagorð okkar Vinstri grænna í þessum kosningum; því það þarf að gera svo miklu betur á svo mörgum sviðum og við treystum okkur til þess,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í setningarræðu landsfundar. Á fjórða hundrað eru saman komin á landsfundinum sem haldin eru um helgina á Grand hóteli í Reykjavík.

Katrín sagði  stóra verkefni næstu ríkisstjórnar vera að koma á alvöru stöðugleika fyrir fólkið í landinu. „Og þegar ég segi alvöru stöðugleiki, þá á ég við öfluga uppbyggingu fyrir atvinnulífið og byggðirnar, menntakerfið og heilbrigðisþjónustuna, aldraða og öryrkja og svo mætti lengi telja. Það er enginn stöðugleiki fólginn í því að láta innviði landsins mæta afgangi í miðju góðæri. En það er nú samt einmitt það sem síðustu tvær ríkisstjórnir hafa gert.

Gerum betur.“

Katrín minnti á að flokkarnir þrír sem mynda fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt fyrirætlanir sínar í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram þremur dögum áður en stjórnin sprakk. Þar hafi stjórnarflokkarnir ekki staðið við loforð um að stórauka framlög til heilbrigðismála, sýnt algjört metnaðarleysi í menntamálum og boðað þá eina lausn í samgöngumálum að leggja á vegtolla.

Þá áréttaði Katrín að Ísland geti tekið á móti miklu fleira flóttafólki og innflytjendum. „Við getum gert miklu betur og leyfum engum að stilla upp innflytjendum og flóttafólki sem andstæðingum einhverra annarra sem eiga undir högg að sækja. Við erum öll saman í þessu samfélagi.”

Smelltu hér til að nálgast ræðu Katrínar Jakobsdóttur í heild sinni.

Listi SV samþykktur, eftir forval í 6 efstu sætin.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir leiðir lista VG í Suðvesturkjördæmi, en kosið var í sex efstu sætin á mánudag.  Uppstillingarnefnd raðaði í önnur sæti listans og var allur listinn samþykktur á fundi kjördæmisráðs í kvöld og lítur svona út:

 1. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, alþingismaður.
 2. Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir.
 3. Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi.
 4. Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi.
 5. Esther Bíbí Ásgeirsdóttir, starfsmaður Kvikmyndasafns Íslands.
 6. Margrét Pétursdóttir, aðstoðarmaður tannlæknis.
 7. Amid Derayat, líffræðingur.
 8. Gunnar Árnason, framkvæmdastjóri.
 9. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur í framhaldsskólamálum.
 10. Kristján Ketill Stefánsson, framkvæmdastjóri.
 11. Þórdís Dröfn Andrésdóttir, háskólanemi og ritstýra UVG.
 12. Helgi Hrafn Ólafsson, íþróttafræðingur.
 13. Kristín Helga Gunnarsdóttir, rithöfundur.
 14. Kristbjörn Gunnarsson, tölvunarfræðingur,
 15. Guðbjörg Sveinsdóttir, geðhjúkrunarfræðingur.
 16. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.
 17. Bryndís Brynjarsdóttir, myndlistarmaður.
 18. Sigurbjörn Hjaltason, bóndi.
 19. Ragnheiður Gestsdóttir, rithöfundur.
 20. Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla.
 21. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi og lögmaður.
 22. Magnús Jóel Jónsson, háskólanemi.
 23. Þóra Elfa Björnsson, setjari.
 24. Grímur Hákonarson, leikstjóri.
 25. Þuríður Backman, fyrrverandi Alþingismaður.
 26. Ögmundur Jónasson, fyrrverandi Alþingismaður.

Framboðslisti VG í Reykjavík Suður

Framboðslistar Reykjavíkurkjördæmanna voru samþykktir samhljóða á félagsfundi í nýrri kosningamiðstöð VG í Þingholtsstræti 27 í kvöld.  Þetta er listinn í Reykjavík Suður:  Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs leiðir hann.

Reykjavík Suður:
1. Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður
2. Kolbeinn Óttarsson Proppé, alþingismaður
3. Orri Páll Jóhannsson, landvörður
4. Eydís Blöndal, ljóðskáld og heimspekinemi
5. Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir, trans aðgerðasinni
6. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun
7. Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS
8. Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi
9. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, tónlistarfræðingur
10. Sveinn Runar Hauksson, læknir
11. Edda Björnsdóttir, kennari
12. Karl Olgeirsson, tónlistarmaður
13. Dora Svavarsdottir, matreiðslumeistari
14. Kött Grá Pje Atli Sigþórsson, skáld
15. Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur
16. Óli Gneisti Sóleyjarson, bókasafns og upplýsingartæknifræðingur
17. Indriði H. Þorláksson, hagfræðing
18. Þórhildur Elísabet Þórsdóttir, framhaldsskólanemi
19. Jón Axel Sellgren, mannfræðinemi
20. Halldóra Björt Ewen, kennari
21. Úlfar Þormóðsson, rithöfundur
22. Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur

Framboðslisti Reykjavíkur Norður

Framboðslistar Reykjavíkurkjördæmanna voru samþykktir samhljóða á félagsfundi í nýrri kosningamiðstöð VG í Þingholtsstræti 27 í kvöld.  Þetta er listinn í Reykjavík Norður: Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs leiðir listann.

1. Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður VG
2. Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður
3. Andrés Ingi Jónsson, alþingismaður
4. Halla Gunnarsdóttir, blaðamaður og alþjóðastjórnmálafræðingur
5. Álfheiður Ingadóttir, ritstjóri
6. Gísli Garðarsson, fornfræðingur
7. Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð
8. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur
9. Ragnar Kjartansson, listamaður
10. Jovana Pavlović, stjórnmála- og mannfræðingur
11. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona og flugfreyja
12. Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og menntunarfræðingur
13. Guðrún Ágústsdóttir, form. öldungaráðs RVK
14.Níels Alvin Níelsson, sjómaður
15. Lára Björg Björnsdóttir, ráðgjafi
16. Torfi H. Tulinius, prófessor
17. Brynhildur Björnsdóttir, leiksstjóri
18.Valgeir Jónasson, rafeindavirki
19. Sigríður Thorlacius, söngkona
20. Erling Ólafsson, kennari
21. Birna Þórðardóttir, ferðaskipuleggjandi
22. Sjöfn Ingólfsdóttir, fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur