Viðræðum um ríkisstjórn slitið

Undanfarna daga hafa Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin átt í formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að þeim hafa komið komið yfir þrjátíu manns fyrir hönd flokkanna sem lagt hafa fram mikla vinnu við að skapa grundvöll fyrir samstarfi þeirra í ríkisstjórn. Góður andi var í viðræðunum og fyrir lá að víða var ágætur samhljómur um málefni.

 

Frá upphafi var þó ljóst að töluvert langt var á milli flokkanna í ýmsum málefnum, ekki síst hvað varðar fjármögnun nauðsynlegrar uppbyggingar í heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Í dag kom í ljós að ekki voru allir flokkarnir með sannfæringu fyrir því að halda viðræðunum áfram og það var því niðurstaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna að viðræðum yrði ekki fram haldið.

 

Málefnin rædd fyrir stjórnarmyndun

Formleg vinna málefnahópa flokkanna í ríkisstjórnarviðræðum Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG,  hefjst í dag kl.13.00 á nefndarsviði Alþingis.

Hóparnir eru fjórir og í hverjum þeirra verður einn fulltrúi frá frá hverjum úr fimm flokka sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, verður Steingrímur J. Sigfússon í hópi um efnahagsmál. Í hópi um heilbrigðis- og menntamál verður Rósa Björk Brynjólfsdóttir, í hópi um atvinnumál Lilja Rafney Magnúsdóttir og í málefnahópnum sem fjallar um stjórnarskrá og utanríkismál situr Steinunn Þóra Árnadóttir fyrir hönd VG.

Undir kvöld hittist þingflokkur VG og fer yfir vinnu dagsins.

 

 

 

Stjórnarmyndunarviðræður

Katrín Jakobsdóttir,  formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ræðir við formenn allra hinna flokkanna í Alþingishúsinu á dag, fimmtudaginn 17. nóvember;

 

09.30 Samfylkingin

11.30 Björt framtíð og Viðreisn

14.00 Framsóknarflokkur

15.30 Píratar

17.00 Sjálfstæðisflokkur

 

Fundirnir fara fram í forsetaherbergi Alþingis.  Katrín Jakobsdóttir svarar fyrirspurninum blaðamanna að öllum fundum loknum.

Framhaldsaðalfundur VGR

Framhaldsaðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember n.k. á Vesturgötu 7 og hefst kl. 20.

 

Dagskrá skv. samþykkt aðalfundar 26. september s.l.:

 

 1. Lokaskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár kynnt og afgreidd.
 2. Ársreikningar VGR fyrir árið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.
 3. Kosning formanns til eins árs.
 4. Kosning 3ja stjórnarmanna til tveggja ára í stað þeirra sem ganga úr stjórn.
 5. Kosning 2ja varamanna til eins árs.

 

Að loknum aðalfundarstörfum verður rætt um pólitík! Framsögumenn verða auglýstir síðar.

 

Viltu vinna með VGR?

 

Stjórn VGR auglýsir eftir áhugasömum félögum sem vilja bjóða sig fram til setu í stjórn eða vinna á annan hátt með félaginu á næsta starfsári.

 

Sendu okkur póst á vgr@vgr.is

 

 

Með bestu kveðju,

 

stjórn VGR

,

Baráttudagur kvenna

Baráttudagur kvenna er í dag  – Baráttufundur Vinstri grænna í kvöld –

 

Kvennafrí í dag. Konur ganga út þegar vinnu lýkur klukkan 14.38.  Konur í VG mæta allar sem mögulega og næstum ómögulega geta, á Austurvöll klukkan 15:15!

VG konur verða með  borð og gefa súpu og dreifa málefnablaði um kvenfrelsi.

Á meðan munu karlkyns frambjóðendurnir okkar manna vinnustaðafundi og kosningamiðstöðina á Laugavegi.

 Baráttu- og gleðifundur í Kosningamiðstöðinni Laugavegi 170 – klukkan 20.00

Frambjóðendur og félagar í VG halda svo áfram um kvöldið og hittast á Laugavegi á baráttu- og gleðifundi.  Frambjóðendur ræða við gesti.   Björgvin Gíslason, Gunnar Þórðarson, Þórður Högnason og Sigríður Thorlacius, sjá um tónlistina. Allir velkomnir.

Opnun skrifstofu á Ísafirði

Vinstri græn opna kosningaskrifstofu í Hafnarstræti 6 Ísafirði, í hjarta bæjarins á kvennafrídaginn kl 16:00


– Lilja Rafney Magnúsdóttir alþingiskona og Rúnar Gíslason, 4. sæti lista VG í Norðvesturkjördæmi verða við opnunina.
– Herdís M. Hübner les úr nýútkominni bók sinni „Átthagar – Ísfirðingar margra landa segja frá.“ Í bókinni ræðir Herdís við níu konur sem allar hafa verið búsettar á Ísafirði í langan tíma, en eiga rætur sínar í fjarlægum heimkynnum.
– Listmálarinn, sjómaðurinn og sósíalistinn Reynir Torfason hefur góðfúslega lánað nokkur málverk sem munu lyfta andanum og lýsa upp skrifstofuna. 
– Happdrættismiðar í kosningahappdrætti VG til sölu.
– Heitt á könnunni og með því. 

Verið öll velkomin!

Kosningamiðstöð í Reykjanesbæ

 • Kosningamiðstöð Vinstrigrænna á Suðurnesjum, Hafnargötu 31, Keflavík
 • Opið virka daga kl. 17-19.
 • Samræðufundir við kaffiborð:

Föstudag 21. okt. kl. 18 – 19  Ísland fyrir alla! Jöfnuður – gegn fátækt og neyð.

Umræðustjóri:Daníel Haukur Arason, háskólanemi og frambóðandi í 3. sæti.

Frummælendur auk hans Drífa Snædal frá ASÍ; Ketill Jósefsson frá Vinnumálastofnun og fleiri.

Sunnud 23. okt. kl. 15:  Málefni flóttamanna, hælisleitenda og innflytjenda

 • Hvað er málið? – Hvað gerum við nú?
 • Hvers er að vænta í framtíðinni? Loftslagsbreytingar, stríð, friðsamleg sambúð …
 • Hvað er hægt að gera til að hindra að fólk þurfi að leggja á flótta?

Umræðustjóri: Ari Trausti Guðmundsson, frambjóðandi í 1. sæti.

Frummælandi auk hans: Sveinn Kristinsson, formaður Rauðakross Íslands.

Tónlistaratriði, kaffi og bakkelsi.

Þriðjudag 25. okt. kl. 18. Heilbrigðismál

 • Heilbrigðisstofnun Suðurnesja – hvernig eflum við hana?
 • Bið eftir viðtölum við lækna og eftir aðgerðum – hvernig breytum við því?
 • Skurðstofa, fæðingadeild, heimahjúkrun, öldrunarþjónusta ….
 • Sjúkrahús og fæðingardeild -hvað gerum við?

Umræðustjóri: Þorvaldur Örn Árnason, frambjóðandi í 6. sæti.

Frummælandi: Elín Jakobsdóttir hjúkrunarfr. ásamt fleirum frá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

 

Fim. 27. okt. kl. 18. Ferðaþjónusta, nýsköpun, náttúruvernd  – atvinna á Suðurnesjum

Umræðustjóri: Dagný Alda Steinsdóttir, frambjóðandi í 4. sæti.

Frummælandi: Ari Trausti Guðmundsson, frambjóðandi í 1. sæti,

og ……

Föstudag 28. okt. kl. 18. Menning – í ýmsum myndum

Gunnhildur Þórðardóttir stýrir umræðu um sjónlstir. Gunnhildur er myndlistarmaður og listfræðingur og skipar 10. sæti framboðslista Vinstri grænna í kjördæminu.

Síðan verður söngdagskrá fram á kvöldið í umsjón Þorvaldar Arnar Árnasonar, sem skipar 6. sæti framboðslistans. Allir geta tekið þátt.

 

Um stefnu Vinstri grænna í ólíkum málaflokkum má lesa hér:  http://vg.is/stefnan/

Á öllum samræðufundunum mun stefna Vinstri grænna í viðkomandi málaflokkum liggja frammi og hægt að taka mið af henni og líka gagnrýna hana og gera tillögur að endurbótum.

Kosningaáherslur á pólsku og ensku

Kosningaáherslur VG eru nú aðgengilegar á pólsku og ensku, auk þess að vera aðgengilegar í upplestri á íslensku. Táknmálsútgáfa er væntanleg!

Smelltu hér til að lesa kosningaáherslurnar.

Þrjár kosningamiðstöðvar opna í Norðausturkjördæmi

Þrjár kosningamiðstöðvar Vinstri grænna verða opnaðar í Norðausturkjördæmi í vikunni. Á Húsavík, Neskaupstað og á Djúpavogi.

Sú fyrsta á Garðarsbraut 26 á Húsavík fimmtudaginn 20. október, klukkan 17.30. Frambjóðendur verða á staðnum. Kosningamiðstöð verður opnuð á Djúpavogi á föstudagskvöldið 21. okóber, klukan 20.30. Miðstöðin verður í Þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu.

Þriðja kosningamiðstöðin VG á Norðausturlandi verður opnuð í Neskaupstað, laugardaginn 22. október, klukkan 15.00 á efri hæðinni í Sigfúsarhúsi. Frambjóðendur verða á staðnum.

Kosningamiðstöð VG á Akureyri var opnuð síðastliðinn laugardag í Brekkukoti á Akureyri. Þar var fjölmennt í stjórnmálakaffi og rjómavöfflum. Hér má sjá opnunartíma kosningamiðstöðva í NA-kjördæmi.

 

Akureyri

Brekkukot (Brekkugata 7)

Opnunartímar:

Mánudaga til föstudaga, kl. 15-18.

Laugardag (22. okt.), kl. 11-14.

 

Húsavík

Garðarsbraut 26

Opnunarhátíð verður fimmtudaginn 20. október kl. 17:30. Frambjóðendur verða á staðnum.

Opið virka daga frá kl. 17:00-19:00.

Laugardag (22. okt.), kl. 11:00-13:00.

 

Neskaupstaður

Sigfúsarhúsi (efri hæð) Opnunarhátíð verður laugardaginn 22. október kl. 15:00. Frambjóðendur verða á staðnum. 

Annars opið. 24.-28. október frá kl. 17-18.

 

Djúpivogur 

Þjónustuhúsið á tjaldstæðinu. Opnunarhátíð föstudagskvöldið 21. október kl. 20:30. Léttar veitingar og Prins Póló spilar.

Opið 26.-28. október, nánar auglýst síðar.