V-listi, fjölskyldu og umhverfis, í Norðurþingi

 

V-listi Vinstri-grænna og óháðra í Norðurþingi hefur kynnt framboðslista til sveitarstjórnarkosninga árið 2018.

V-listinn hefur verið leiðandi í sveitarstjórn Norðurþings á líðandi kjörtímabili. V-listinn hefur átt stóran þátt í þeim mikla viðsnúningi sem náðst hefur í rekstri Norðurþings og komið mikilvægum málum í framkvæmd á tímabilinu.  Listinn býður nú fram með bæði reyndu og nýju fólki sem kemur víða frá  hinu víðfema svæði Norðurþings. Óli Halldórsson, formaður byggðarráðs Norðurþings á líðandi kjörtímabili leiðir listann. Annað sæti listans skipar Kolbrún Ada Gunnarsdóttur kennari og deildarstjóri, Berglind Hauksdóttir leikskólakennari í þriðja sæti og Sif Jóhannesdóttir þjóðfræðingur og sveitarstjórnarmaður í fjórða sæti. Guðmundur H. Halldórsson málarameistari skipar fimmta sætið og Röðull Reyr Kárason þjónustufulltrúi sjötta sætið.

V-listinn hefur nokkra sérstöðu meðal annarra framboða í Norðurþingi og víðar að því leyti að konur eru í afgerandi meirihluta á listanum. Auk þess að konur skipi þrjú af fjórum efstu sætunum þá eru þær 11 talsins á móti 7 körlum á listanum í heild. Með þessu vill V-listi Vinstri-grænna og óháðra sýna í verki að tími sé kominn til að auka hlut kvenna í sveitarstjórnarmálum á Íslandi og draga fram þau áherslumál sem konum eru hugleikin í almannaþjónustu og forgangsröðun almennt.

FJÖLSKYLDAN og UMHVERFIÐ eru megináherslumál V-listans í Norðurþingi árið 2018. Málefnaskrá listans verður kynnt á Húsavík laugardaginn 28. apríl í tilefni af heimsókn Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra.

V- listi Vinstri græn og óháðir í Norðurþing fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 er eftirfarandi:

 

 1. Óli Halldórsson, Forstöðumaður, Húsavík
 2. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir. Grunnskólakennari                          Húsavík
 3. Berglind Hauksdóttir. Leikskólakennari, Húsavík
 4. Sif Jóhannesdóttir. Þjóðfræðingur, Húsavík
 5. Guðmundur H. Halldórsson.  Málarameistari                                      Húsavík
 6. Röðull Reyr Kárason. Þjónustufulltrúi, Húsavík
 7. Nanna Steina Höskuldsdóttir. Verkefnastjóri og bóndi                  Raufarhöfn
 8. Stefán L. Rögnvaldsson.  Bóndi, Öxarfirði
 9. Aldey Traustadóttir. Hjúkrunarfræðingur, Húsavík
 10. Guðrún Sædís Harðardóttir.  Grunnskólakennari                            Reykjahverfi
 11. Selmdís Þráinsdóttir. Ìþròtta-og heilsufræðingur                           Húsavík
 12. Silja Rún Stefánsdóttir. Bústjóri, Öxarfirði
 13. Aðalbjörn Jóhannsson.  Verkamaður, Reykjahverfi
 14. Jóna Birna Óskarsdóttir. Leikskólaleiðbeinandi, Húsavík
 15. Aðalsteinn Örn Snæþórsson. Líffræðingur, Kelduhverfi
 16. Sólveig Mikaelsdóttir. Sérkennsluráðgjafi, Húsavík
 17. Trausti Aðalsteinsson. Afgreiðslustjóri, Húsavík
 18. Þórhildur Sigurðardóttir.  Kennari, Húsavík

Anna Lísa Björnsdóttir er kosningastjóri VG í Reykjavík

Anna Lísa Björnsdóttir hef­ur hafið störf sem kosningastjóri Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykja­vík fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar í vor.  Anna Lísa, sem annars stjórnar skrifstofu og samskiptamiðlum fyrir VG,  fær tímabundið leyfi frá störfum sínum þar fram yfir kosningarnar.

Anna Lísa hefur unnið fyrir bókaútgáfu hérlendis sem og erlendis undanfarin ár og sem skipuleggjandi fyrir BBC á Íslandi.

Anna Lísa er ein af stofnendum Gleym-mér-ei styrktarfélags, auk þess sem hún sat í stjórn Hlaðvarpans og stýrði ritnefnd á vegum Styrktarfélagsins LÍF um bæklinga um missi á meðgöngu.

Anna Lísa hefur verið félagi í VG frá stofnun hreyfingarinnar.

 

1. maí

Vinstri græn í Reykjavík bjóða öllum félögum með fjölskyldum að fagna með sér á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí, að Vesturgötu 7. 

Húsið opnar eftir að kröfugöngunni lýkur eða um kl. 15:00. Boðið verður upp á molakaffi, djús og bakkelsi með rjóma.

Fundinn ávarpar Líf Magneudóttir oddviti okkar í Reykjavík.
Hún ræðir um kosningabaráttuna í borginni og hvernig baráttumál Vinstri grænna í borgarstjórnarkosningunum 26. maí skipta okkur öll máli.

Við lofum góðum félagsskap og fjörugu spjalli.

Baráttudagskveðjur,
VGR

,

Saman gegn falsfréttum og nafnlausum óhróðri

Sam­eig­in­leg yfir­lýs­ing fram­kvæmda­stjóra flokk­anna gegn óhróðri og nafn­lausum áróð­urs­her­ferðum í kosn­inga­bar­áttu fær fall­ein­kunn í leið­ara Kjarn­ans. „Að­för að lýð­ræð­inu fær upp­reist æru,“ segir leið­ara­höf­undur sem segir yfir­lýs­ing­una óboð­lega og merki um sam­trygg­ingu flokk­anna. Með henni séu allir stjórn­mála­flokk­arnir að sam­þykkja að fyrri and­lýð­ræð­is­leg myrkra­verk verði gleymd og graf­in.

En svo er ekki, sem betur fer. Yfir­lýs­ingin er áfangi í vinnu nefndar for­sæt­is­ráð­herra að betri lög­gjöf, sem eykur gagn­sæi og hindrar and­lýð­ræð­is­leg öfl í að reka kosn­inga­bar­áttu án þess að bera á henni ábyrgð. Í yfir­lýs­ing­unni er bent á að stjórn­mála­flokkar bera ábyrgð í kosn­inga­bar­áttu og lúti ströngum lögum um styrki og með­ferð fjár­muna. Sem er gott, en marklaust, ef hægt er að fara fram hjá lög­unum með því að reka ábyrgð­ar­lausa kosn­inga­bar­áttu gegnum þriðja aðila.

Framkvæmdastjórar flokk­anna hafa nú heitið því að vinna gegn and­lýð­ræð­is­legri kosn­inga­bar­áttu. Í því felst engin við­ur­kenn­ing á myrkra­verkum for­tíð­ar. Eins og rétti­lega er bent á í leið­ara Kjarn­ans heyra þau undir lög­reglu og ætti að rann­saka. En það þarf líka betri lög­gjöf. Um það eru fram­kvæmda­stjór­arnir sam­mála.Og næsta skref er að vinna til­lögur að laga­breyt­ing­um, til þess að „girða fyrir að „áróður og óhróð­­­ur, sem eng­inn veit hver hefur í frammi eða kostar, birt­ist um alla sam­­­fé­lags- fjöl­miðla- og mynd­­­banda­veit­­­ur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgð­­­ar.“

Upp­lýs­ingar frá öðrum löndum sýna að við erum að réttri leið. Í Frakk­landi er til­búið laga­frum­varp sem á að hindra dreif­ingu áróð­urs og fals­frétta í aðdrag­anda kosn­inga. Í Sví­þjóð, þar sem kosið verður til þings í haust, ræða stjórn­mála­flokk­arnir nú um að setja sér sam­eig­in­legar reglur um aug­lýs­ingar á sam­fé­lags­miðlum fyrir kosn­ing­ar. Allir flokk­ar, nema Sví­þjóð­ar­demókrat­arnir lýsa yfir vilja til að vera með.

Fram­kvæmda­stjórar flokka á Íslandi eru ánægðir með að hafa náð saman um að vinna að þessu mik­il­væga og tíma­bæra verki. Sum­arið verður nýtt til að gera til­lögur að laga­breyt­ingum um víð­tæka ábyrgð á orðum og áróðri í kosn­inga­bar­áttu. Og það þurfa fleiri en flokk­arnir að taka ábyrgð á því að stjórn­mála­um­ræða stand­ist kröfur um lýð­ræði og sann­girni og að fals­fréttir vaði ekki uppi. Þáttur og ábyrgð fjöl­miðla er þar einna stærst­ur. Það er mik­il­vægt að stjórn­mála­flokk­ar, fjöl­miðl­ar, félög, efn­isveit­ur, fyr­ir­tæki, stofn­anir og ein­stak­lingar taki höndum saman um að stöðva þá aðför að lýð­ræð­inu sem birt­ist í fals­fréttum og hat­ursá­róðri.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Vinstri grænna.

Bjarni Jónsson, leiðir VG og óháða í Skagafirði

Framboðslisti VG og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018

 1. Bjarni Jónsson, fiskifræðingur og sveitarstjórnarfulltrúi, Sauðárkróki
 2. Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, Sauðárkróki
 3. Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, sölumaður Atlantic leather, Sauðárkróki
 4. Valdimar Óskar Sigmarsson, bóndi, Sólheimum
 5. Auður Björk Birgisdóttir, hárgreiðslumeistari og eigandi Infinity Blue, Grindum
 6. Inga Katrín D. Magnúsdóttir, starfsmaður Byggðasafns Skagfirðinga, Varmahlíð
 7. Úlfar Sveinsson, bóndi, Ingveldarstöðum
 8. Hildur Þóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Pure natura og Álfakletts ehf., Ríp
 9. Ingvar Daði Jóhannsson, húsasmíðameistari og eigandi Haf og Land ehf., Hofsósi
 10. Helga Rós Indriðadóttir, óperusöngkona og söngstjóri, Varmahlíð
 11. Sigurjón Þórðarson, líffræðingur, Sauðárkróki
 12. Jónas Þór Einarsson, sjómaður, Hofsósi
 13. Björg Baldursdóttir, fv. kennari, Hátúni
 14. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, ráðgjafi, Sauðárkróki
 15. Ingibjörg H. Hafstað, bóndi, Vík
 16. Steinar Skarphéðinsson, vélstjóri, Sauðárkróki
 17. Sigurlaug Kristín Konráðsdóttir, grunnskólakennari, Sauðárkróki
 18. Heiðbjört Kristmundsdóttir, lífeindafræðingur, Sjávarborg
,

Ávarp forsætisráðherra á ársfundi samtaka atvinnulífsins.

Miklu skipti að stjórnvöld, atvinnurekendur og verkalýðshreyfing leiti leiða til að auka stöðugleika. „Þar sem efnahagsleg hagsæld er sem mest er líka mest áhersla á félagsleg gæði og jöfnuð. Þannig að ég legg áherslu á að við nýtum þá mánuði sem eru framundan til þess að ná saman um það hvert við viljum stefna í þessum málum þannig að við tryggjum áfram hagsæld en líka félagslegar framfarir,“ sagði Katrín á ársfundi samtaka atvinnulífsins.

Framboðslisti VG og óháðra í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018.

Framboðslisti VG og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ var samþykktur á félagsfundi í Keflavík í gærkvöld.

 1. Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt
 2. Áslaug Bára Loftsdóttir, verkefnastjóri
 3. Þórarinn Steinsson, yfirverkstjóri
 4. Ragnhildur Guðmundsdóttir, kennari og námsráðgjafi
 5. Karl Hermann Gunnarsson, tæknifræðinemi
 6. Linda Björk Kvaran, líffræðingur
 7. Pálmi Sturluson, öryrki
 8. Oddný Svava Steinarsdóttir, nemi listaháskólinn
 9. Þorvarður Brynjólfsson, læknir
 10. Júlíus Júlíusson, félagsliði
 11. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður
 12. Gunnar Marel Eggertsson, skipasmíðameistari
 13. Ása Rakel Ólafsdóttir, þjónustufulltrúi
 14. Guðbjörg Skjaldardóttir, sérfræðingur
 15. Sigurður Guðjón Sigurðsson, verkefnastjóri
 16. Ægir Sigurðsson, jarðfræðingur
 17. Þórunn Friðriksdóttir, félagsfræðingur
 18. Hólmar Tryggvason, húsasmíðameistari
 19. Ragnar Þór Ágústson, kennari á eftirlaunum
 20. Agnar Sigurbjörnsson, verkamaður
 21. Gunnar Sigurbjörn Auðunsson verkamaður og bóndi

Allir velkomnir að ræða fjármálaáætlun.

Vinstri græn í Reykjavík boða til opins fundar um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar nk. fimmtudagskvöld (12. apríl) klukkan 19:30. Fundurinn, sem er öllum opinn, verður haldinn í Kosningamiðstöð VG í Þingholtsstræti 27.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur kynnti nýlega fjármálaáætlun fyrir 2019-2023. Í henni felst að ríkisstjórnin áformar að auka árleg ríkisútgjöld um 85 milljarða króna fram til ársins 2023 til viðbótar við þá 47 milljarða aukningu sem varð með fyrstu fjárlögum ríkisstjórnarinnar.

Á fundinum nk. fimmtudag mun Katrín Jakobsdóttir ásamt Kolbeini Óttarssyni Proppé, þingmanni VG, fara yfir helstu áherslupunkta áætlunarinnar og rökstuðning.

 

Fundinum verður streymt á facebook síðu VG.

Stjórn VG í Reykjavík

Frambjóðendur VG í Víkingaheimum

Framboðslistar VG víða um land og blandaðir listar með öflugri þátttöku VG enn víðar hafa litið dagsins ljós síðustu vikurnar. Og í kvöld verður listi lagður fram til samþykktar í Reykjanesbæ.

Um helgina hittast frambjóðendur VG í Víkingaheimum í Reykjanesbæ og skipuleggja sóknina í kosningabaráttunni framundan. Sveitarstjórnarráðstefnan er ætluð frambjóðendum VG,  til að efla baráttuna. Þeim til halds og trausts verða á staðnum, forsætisráðherra, þingmenn, formenn félaga og kosningastjórar.  Dagskrá sveitarstjórnarráðstefnunnar miðar að því að varpa ljósi á mál sem varða sveitarstjórnarstigið og þá sem starfa við stjórn þess.

 

SVEITARSTJÓRNARRÁÐSTEFNA 14. APRÍL 2018

VÍKINGAHEIMUM, REYKJANESBÆ

 

 

AÐALDAGSKRÁ

 

         10.00          Fundarstjóri setur fundinn

        

10:05          ,,Alþjóðavæðing, markaðsvæðing menntunar og félagslegt réttlæti“ – Auður Magndís Auðardóttir og Eva Harðardóttir, aðjúnktar og doktorsnemar á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

 

10:45          ,,Að mynda meirihluta“ – Guðrún  Ágústa Guðmundsdóttir

 

10:55          ,,Að starfa í meirihluta“ – Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti lista VG í Reykjavík

 

11:05 – 15 mínútna kaffihlé

 

11:20          ,,Erindi frá grunnskólakennurum“ – Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, nýkjörinn formaður Félags grunnskólakennara

 

11:50          ,,Áskoranir leikskólastigsins“ – Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara

 

12:20 – HÁDEGISMATUR

Í hádeginu verður hægt að kaupa súpu á staðnum. Eftir hádegismat er opinn tími sem er tilvalið að nýta til að funda með og kynnast sveitarstjórnarfólki víða af landinu, klára frambjóðendamyndatöku og annað.

        

14:00          Sveitarstjórnir fyrir láglaunafólk – Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR

 

14:20          ,,Blái herinn“ – Tómas J. Knútsson segir frá verkefninu

 

14:40          Fulltrúar VG í sveitarstjórnum halda nokkur 5 mínútna erindi um verkefni í okkar anda sem vel hafa tekist.

 

         15:00          Kynning frá sveitarstjórnarráði

 

15:10          Umræður um sameiginlegar áherslur