Svandís Svavarsdóttir, heilbirgðisráðherra skipar forstjóra Sjúkratrygginga frá 1. nóvember.

Ellefu sóttu um embætti forstjóra Sjúkratrygginga Íslands sem auglýst var laust til umsóknar 18. maí síðastliðinn. Heilbrigðisráðherra mun skipa í stöðuna frá 1. nóvember 2018 til fimm ára að fenginni tillögu stjórnar Sjúkratrygginga Íslands, líkt og kveðið er á um í lögum um sjúkratryggingar.

Í 7. gr. laganna er kveðið á um skipun forstjóra, verkefni og ábyrgð. Forstjóri skal hafa lokið námi á háskólastigi og búa yfir reynslu af rekstri og stjórnun sem  nýtist í starfi. Forstjóri ræður aðra starfsmenn stofnunarinnar og annast daglegan rekstur hennar. Forstjóri ber ábyrgð á því að sjúkratryggingastofnunin starfi í samræmi við lög, stjórnvaldsfyrirmæli og erindisbréf. Forstjóri ber ábyrgð á starfsemi stofnunarinnar og á því að rekstrarútgjöld og rekstrarafkoma sé í samræmi við fjárlög og að fjármunir séu nýttir á árangursríkan hátt.

Frestur til að sækja um embættið rann út 10. júní. Umsækjendur um embættið eru eftirtaldir:

 • Berglind Ólafsdóttir, áfengis- og fíkniefnaráðgjafi
 • Guðrún Ingibjörg Gylfadóttir, formaður
 • Hrannar Björn Arnarsson, framkvæmdastjóri
 • Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri
 • Ingunn Björnsdóttir, dósent
 • María Heimisdóttir, framkvæmdastjóri
 • Ragnar Magnús Gunnarsson, sviðsstjóri
 • Sigríður Haraldsdóttir, sviðsstjóri
 • Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir, dósent
 • Þorvaldur Ingi Jónsson, þróunarstjóri
 • Þröstur Óskarsson, deildarstjóri

VG í meirihluta sveitarstjórn Norðurþings.

Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, Vinstri­hreyf­ing­in – grænt fram­boð og óháðir og Sam­fylk­ing­in og annað fé­lags­hyggju­fólk hafa gert með sér sam­komu­lag um mynd­un meiri­hluta í sveit­ar­stjórn Norðurþings kjör­tíma­bilið 2018-2022.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá flokk­un­um þrem­ur í Norðurþingi, en sam­komu­lag flokk­anna bygg­ist á mál­efna­samn­ingi sem er sam­kvæmt stefnu­skrám fram­boðanna fyr­ir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arn­ar.

Í til­kynn­ingu meiri­hlut­ans seg­ir að í þessu sam­starfi fel­ist rík­ur vilji til að ákv­arðana­taka sveit­ar­stjórn­ar miði að því að fjöl­skyld­an verði sett í fyrsta sæti og þjón­ust­an við hana einnig.

Óli Halldórsson, stjórnarmaður í VG er sveitarstjórnarfulltrúi hreyfingarinnar í Norðurþingi.

,

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður

Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Sigríður er fædd og uppalin á Akranesi. Hún er með BA-próf í heimspeki frá Háskóla Íslands, með mannfræði sem aukagrein, og meistarapróf í þróunar- og átakafræðum frá University of East Anglia í Bretlandi.

Sigríður hefur síðastliðin ár stýrt kynningarmálum hjá UNICEF á Íslandi en hún hóf þar störf sem upplýsingafulltrúi árið 2011.

Á árunum 2000-2011 vann Sigríður sem blaðamaður, ýmist í lausamennsku, í fullu starfi eða meðfram námi. Hún vann fréttaskýringar, viðtöl, pistla og ferðasögur víðs vegar frá í heiminum og skrifaði einnig verðlaunabókina „Ríkisfang: Ekkert“ um hóp palestínskra kvenna og barna sem flúðu Írak og enduðu á Akranesi. Bókin var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og Fjöruverðlaunanna og hlaut verðlaun Hagþenkis.
Maki Sigríðar er Leó Alexander Guðmundsson, líffræðingur, og eiga þau tvö börn saman, Hauk 4 ára og Laufeyju 8 mánaða.

Sigríður mun hefja störf í áföngum í sumar, samhliða því að klára fæðingarorlof, og koma síðan alfarið til vinnu 1. september.

,

Heyrnarfræðingar löggiltir sem heilbrigðisstétt

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur sett reglugerð sem kveður á um menntun, réttindi og skyldur  heyrnarfræðinga og skilyrði til að hljóta starfsleyfi. Reglugerðin felur í sér löggildingu stéttarinnar og hefur sá einn rétt til að kalla sig heyrnarfræðing og starfa sem slíkur hér á landi sem hefur fengið til þess leyfi landlæknis.

Ákvörðun ráðherra um að löggildingu heyrnarfræðinga er í samræmi við tillögu starfshóps sem þáverandi heilbrigðisráðherra skipaði í ágúst 2017 til að fara yfir þjónustu við einstaklinga með heyrnarskerðingu og talmein með það að markmiði að hún verði sem best.Heyrnarfræðingar sjá um heyrnarmælingar, fræðslu og endurhæfingu heyrnarskertra. Eins og fram kemur í umfjöllun starfshópsins er mikilvægt að við greiningu á heyrnarskerðingu sé unnið samkvæmt viðurkenndri þekkingu, fræðum og fagmennsku. Því var það mat hópsins að brýnt væri að gera heyrnarfræðinga að löggiltri heilbrigðisstétt til að tryggja gæði þjónustunnar sem þeir veita.

Í samanburði við nágrannalöndin er skortur á heyrnarfræðingum hér á landi. Taldar eru líkur til þess að löggilding muni fjölga nemendum í heyrnarfræði og að íslenskar menntastofnanir taki upp menntunarbraut í heyrnarfræði.

Reglugerðin er sett með stoð í lögum um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012. Hún hefur nú verið send Stjórnartíðindum og öðlast gildi við birtingu.

 

,

Afkomutengd veiðigjöld

Meiri­hluti atvinnu­vega­nefndar Alþingis lagði í síð­ustu viku fram frum­varp um end­ur­út­reikn­ing veiði­gjalda.

Þrí­þættur til­gangur

Til­gangur frum­varps­ins er þrí­þætt­ur:

 • Í fyrsta lagi er frum­varpið lagt fram vegna þess að núver­andi lög renna út 31. ágúst og ef ekk­ert er að gert verða engin veiði­gjöld inn­heimt síð­ustu fjóra mán­uði árs­ins.
 • Í öðru lagi felur frum­varpið i sér þá breyt­ingu að í stað þess að afkomu­tengd veiði­gjöld mið­ist við afkomu sjáv­ar­út­vegs­ins þremur árum aftur í tím­ann þá verði þau miðuð við afkom­una árið á und­an.
 • Í þriðja lagi felur frum­varpið í sér að tekin verður upp skýr­ari afkomu­teng­ing, og afslættir fyrir litlar og með­al­stórar útgerð­ir. Hún byggir á nið­ur­stöðu veiði­gjalds­nefndar á grund­velli nýrrar úttektar á rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, en það er nefnd sér­fræð­inga sem var skipuð árið 2012 og er ætlað að hafa við­var­andi könnun á afkomu sjáv­ar­út­vegs.

Nýjar upp­lýs­ingar lagðar til grund­vallar

Þegar sér­stök veiði­gjöld voru lögð á af vinstri­st­jórn­inni árið 2012 var hugs­unin að þau yrðu afkomu­tengd. Um þessa afkomu­teng­ingu veiði­gjalda hefur verið góð sam­staða.

Frumvarpið sem nú hefur verið lagt fram byggir á nýjum úttektum og rann­sókn­um. Þar er veiga­mest úttekt á rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja sem Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, þáver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra, og Páll Magn­ús­son, þáver­andi for­maður atvinnu­veg­ar­nefnd­ar, settu af stað í fyrra. Nið­ur­staða hennar var kynnt í mars á þessu ári og sýnir að tekjur í sjáv­ar­út­vegi hafi dreg­ist veru­lega sam­an. Það rímar við skýrslu Íslenska sjáv­ar­kla­s­ans frá í fyrra. Hagur veiða og vinnslu, sem Hag­stofan gefur út, sem sýnir einnig verri stöðu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja.

Sam­dráttur í sjáv­ar­út­vegi hefur verið umtals­verður und­an­farin ár og sjálf­stæðum atvinnu­rek­endum hefur fækkað í grein­inni. Á tólf árum, frá 2006, hefur þeim fækkað um 60%, sem er áhyggju­efni og merki um aukna sam­þjöppun í grein­inni. Á örfáum árum hefur gengi krón­unnar styrkst um tugi pró­senta sem aftur hefur áhrif á afkomu sjáv­ar­út­vegs­ins. Og þetta er mik­il­vægt atriði sem gleym­ist oft í umræð­unni. Versn­andi afkoma í sjáv­ar­út­vegi kemur verst niður á minni sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækjum og þess vegna er lögð sér­stök áhersla á það í frum­varp­inu að koma til móts við þau með sér­stökum afslátt­um.

Inn­heimt veiði­gjöld árs­ins 2017 voru 8,4 millj­arðar króna. Frum­varp um end­ur­út­reikn­ing gerir ráð fyrir því að inn­heimt veiði­gjöld árs­ins 2018 verði 8,6 millj­arðar króna, en að teknu til­liti til sér­staks afsláttar fyrir minni sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki verða þau 8,3 millj­arðar króna.

Mynd 1: Innheimt veiðigjöld 2005-2018. Myndin sýnir annars vegar veiðigjöld á verðlagi hvers árs og hins vegar á föstu verðlagi miðað við maí 2018. Tölurnar fyrir 2018 miðast við frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um endurútreikning veiðigjalda.

Mynd 1: Innheimt veiðigjöld 2005-2018. Myndin sýnir annars vegar veiðigjöld á verðlagi hvers árs og hins vegar á föstu verðlagi miðað við maí 2018. Tölurnar fyrir 2018 miðast við frumvarp meirihluta atvinnuveganefndar um endurútreikning veiðigjalda.

Frum­varpið nú þýðir 1,7 millj­arði króna lægri veiði­gjöld en gert var ráð fyrir í fjár­laga­frum­varp­inu sem sam­þykkt var fyrir sex mán­uð­um, en 1,3 millj­örðum hærri en gert er ráð fyrir í fjár­mála­á­ætlun sem kom fram í apr­íl.

Afkomu­tengd veiði­gjöld mið­ist við nýj­ustu upp­lýs­ingar

Veiði­gjöld hafa fram til þessa verið byggð á afkomu sjáv­ar­út­vegs­ins tvö til þrjú ár aftur í tím­ann. Frá árinu 2012 hefur það verið mark­miðið að færa þessa útreikn­inga nær raun­tíma enda er óheppi­legt að miða afkomu­tengd veiði­gjöld við afkomu nokkur ár aftur í tím­ann.

Sam­staða hefur ríkt um það í stjórn­mál­unum að mik­il­vægt sé að breyta þessu og færa útreikn­ing­inn eins nálægt raun­tíma og hægt er. Með frum­varp­inu er það lagt til. Slík breyt­ing mun þó alltaf og óhjá­kvæmi­lega fela í sér breyt­ingu á inn­heimtri upp­hæð. Þau sem vilja raun­tíma­út­reikn­ing, en enga lækk­un, verða því að svara því til hvort þau vilji bíða með kerf­is­breyt­ing­arnar þar til þannig árar að þær skili hækkun en ekki lækk­un. Og þá hvenær þau telja að af því verði. Það væri heið­ar­legt.

Fyrir mér eru mark­miðin skýr, þegar að sjáv­ar­út­vegi kem­ur. Ég vil sjálf­bæra umgengni um auð­lind­ina, sjálf­bæran rekst­ur, að sjáv­ar­út­vegur geti gegnt mik­il­vægu hlut­verki í atvinnu­lífi í byggðum lands­ins, að hann geti haldið áfram að þró­ast í átt til umhverf­is­vænni veiða og vinnslu með auknum fjár­fest­ingum og verið þannig hluti af aðgerðum okkar til kolefn­is­jöfn­un­ar. Á sama tíma vil ég sem hæst gjald til rík­is­sjóðs fyrir afnot af sam­eig­in­legri auð­lind þjóð­ar­inn­ar. Um þetta á umræðan að snúast, að mínu vitu; hvaða fyr­ir­komu­lag er best til að tryggja allt þetta.

Höf­undur er þing­maður Vinstri grænna og einn flutn­ings­manna frum­varps um breyt­ingar á veiði­gjöld­um.

Tóbaksvarnarstefna til næstu ára

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að fullvinna stefnu í tóbaksvörnum til næstu ára og stefnir að því að drög henni verði birt til umsagnar innan fárra vikna. Ráðherra segir ánægjulegt að geta kynnt þessa ákvörðun á alþjóðlega tóbaksvarnardeginum sem er í dag.

Stefnan verður unnin á grundvelli fyrirliggjandi vinnu starfshóps sem skipaður var af þáverandi heilbrigðisráðherra í janúar 2013. Hlutverk hópsins var að leggja fram tillögur að stefnu og meginmarkmiðum í tóbaksvörnum, meðal annars á grundvelli þingsályktunartillögu um velferðarstefnu – heilbrigðisáætlun til ársins 2020, Rammasamnings Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um tóbaksvarnir, gildandi laga og stjórnvaldsfyrirmæla og nýjustu þekkingar. Drög að skýrslu starfshópsins um stefnumótun í tóbaksvörnum lágu fyrir í byrjun árs 2015 en vinnunni var ekki lokið til fulls og skýrslan því aldrei birt.

Í skýrsludrögunum eru birtar ýmsar tölfræðilegar upplýsingar um tóbaksnotkun hérlendis og þróunina hvað það varðar ásamt samanburði við aðrar þjóðir, fjallað um skaðsemi reykinga, um meðferð við tóbaksfíkn og fleira sem er mikilvægur grunnur að stefnumótun á þessu sviði. Heilbrigðisráðherra hefur falið Embætti landlæknis að uppfæra tölfræði og annað efni skýrslunnar í samræmi við nýjustu gögn og þekkingu. Í því ljósi munu sérfræðingar velferðarráðuneytisins í samvinnu við Embætti landlæknis endurskoða tillögur starfshópsins um sýn og stefnu í málaflokknum.

Stefnt er að því að birta drög að stefnu í tóbaksvörnum í byrjun október á þessu ári.

Alþjóðlegur tóbaksvarnardagur 31. maí

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) stendur að vanda fyrir alþjóðlegum tóbaksvarnardegi í dag, 31. maí. Að þessu sinni beinir stofnunin sjónum að skaðlegum áhrifum tóbaks á heilsu fólks um allan heim. Sérstaklega er bent á tóbaksreykingar sem áhættuþátt hjarta- og æðasjúkdóma.

Áætlað er að á heimsvísu dragi tóbaksreykingar meira en sjö milljónir manna til dauða á hverju ári, þar af um 900.000 manns sem ekki reykja heldur látast af völdum óbeinna reykinga.

Formlegar meirihlutaviðræður í borgarstjórn hafnar

Þreifingar um meirihlutamyndin í borgarstjórn milli oddvita Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna um málefnagrunn leiddu í gær niðurstöðu um að hefja formlegar meirihlutaviðræður. Þær eru hafnar í dag fimmtudag, en tveir fulltrúar frá hverjum flokki taka þátt í þeim. Líf Magneudóttir og Elín Sigurðardóttir taka þátt í viðræðunum af hálfu VG. Markmiðið er að samstarfssáttmáli nýs meirihluta liggi fyrir í góðum tíma fyrir fyrsta borgarstjórnarfund nýrrar borgarstjórnar 19. júní nk. Um viðræðurnar segir Líf Magneudóttir:

 

“Við ákváðum í baklandi Vinstri grænna rétt fyrir klukkan hálf sjö í kvöld að ganga til viðræðna um myndun meirihluta í borgarstjórn á næsta kjörtímabili. Það hefði vissulega verið frábært að mynda rúman meirihluta með fjölbreyttum flokkum en ég hef trú á að viðræður þessara fjögurra flokka geti leitt til góðs.

Við Vinstri græn teljum mikivægt að sjónarmið umhverfisverndar, kvenfrelsis og félagshyggju vegi þungt við stjórnun borgarinnar og við förum í þessar viðræður með það að leiðarljósi. Þetta er nýtt upphaf og ég er spennt.

Áfram Vinstri græn borg.”

Gæfumunurinn: – Samið við ljósmæður.

Ljósmæður sömdu við ríkið í dag um nýjan kjarasamning.

Áslaug Valsdóttir, formaður Ljós­mæðrafé­lags Íslands sagði í sam­tali við mbl.is að aðkoma Svandís­ar hafi gert gæfumun­inn í að höggva á hnút­inn sem hafið mynd­ast í viðræðunum.

„Það er fagnaðarefni að hér sé kom­in lausn á þess­ari erfiðu deilu,“ seg­ir Svandís Svavars­dótt­ir heil­brigðisráðherra um sam­komu­lagið sem náðist á fundi full­trúa ljós­mæðra og rík­is­ins í dag.

 

Persónuvernd og verndun upplýsinga

 

Nú hafa tekið í gildi nýjar reglur um verndun persónuupplýsinga í Evrópu. Frumvarp um ný persónuverndarlög á Íslandi sem innleiða þær reglur, er þessa dag rætt á Alþingi. Hér er lýst hvaða upplýsingar um félaga  Vinstrihreyfingin – grænt framboð geymir í sínum skrám og hvernig unnið er með þær.

Hvaða upplýsingar geymum við:

VG geymir aðeins þær upplýsingar sem félagsmenn sjálfir gefa upp þegar þeir skrá sig í hreyfinguna. Þessar upplýsingar eru: Nafn, kennitala, heimilisfang, tölvupóstfang og símanúmer.

Félagatal:

Félagatal er vistað hjá skrifstofu og hafa einungis starfsmenn (framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri) aðgang að því. Félagatalið er samkeyrt við heimilisfangaskrá Þjóðskrár einu sinni á mánuði.

VG ábyrgist að gæta upplýsinga um félaga sína vandlega og fara með þær sem trúnaðarupplýsingar, líkt og lög félagsins kveða á um

VG afhendir ekki samskiptaupplýsingar félaga til þriðja aðila og notar sjálft upplýsingarnar aðeins til nauðsynlegra samskipta við félaga. Formenn/gjaldkerar svæðisfélaga hafa aðgang að upplýsingum um sitt svæði.

Frambjóðendur í forvali geta fengið útprentað félagatal með nöfnum, heimilisfangi og símanúmerum. Það er afhent við undirritun drengskaparheits, og er skilað að forvali loknu aftur á skrifstofu.

Tölvupóstlisti:

Félagar sjálfir ákveða hvort þeir vilji fara á tölvupóstlista félagsins, en það er sérlisti ótengdur félagatalinu sjálfu. Á póstlista VG eru þeir sem hafa skráð sig á listann og eru nöfn ykkar og netföng geymd í skrá sem alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki heldur utan um. Fyrirtækið heitir MailChimp og sér um póstsendingar fyrir ófá íslensk fyrirtæki og er mjög stórt á alþjóðavísu. Þar hafa menn unnið hart að því að því að standa vörð um allar upplýsingar. Póstlistann notum við einungis til þess að senda upplýsingar til okkar félaga.

Í póstsendingum er alltaf hlekkur neðst þar sem hægt er að afskrá sig og þannig verður það áfram. Þannig að ef þú vilt ekki lengur fá fréttabréfin þá einfaldlega afskráir þú þig hér.

Þú getur sent okkur tölvupóst á vg@vg.is og við látum þig vita hvaða upplýsingar eru skráðar og þá hvar. Við kappkostum að svara þessum beiðnum innan tveggja vikna.