Kosningaskrifstofur um allt land

Mikill fjöldi kosningaskrifstofa VG er opinn víða um land, þessa síðustu daga fyrir kosningar.  Opnunartími þeirra og viðburðir á vegum þeirra eru auglýstir hér á síðunni og á samfélagsmiðlum. Nánari upplýsingar er að finna bæði í viðburðadagatalinu neðst á þessar síðunni og á Kosningasíðu VG, sem opnuð var í síðustu viku, með sömu mynd og fylgir fréttinni.

Hér eru viðburðir í Suðvesturkjördæmi, fram að kosningum:

Kosningamiðstöðvar okkar að Strandgötu 11 og Auðbrekku 16 verða opnar frá 16 – 21 virka daga og 14-17 á kjördag.

Á morgun, fimmtudag verða efstu frambjóðendur á Strandgötu 11 frá 17-19 og gefst kostur á því að spyrja þau spjörunum úr.

Viðburðurinn er hér:

https://www.facebook.com/events/527270114292693

Á föstudag verður pöbbagisk á Strandgötunni klukkan 20. 

Björn Teitsson, spurningahöfundur Gettu betur stýrir og verður formið með hefðbundnu Drekktu betur sniði að hans sögn. 

Viðburður hér:

https://www.facebook.com/events/218008132070304

Á laugardag kemur Katrín Jakobsdóttir í heimsókn til okkar í Auðbrekku og Strandgötu milli 15 og 16.

 Við vonumst til að sjá sem flesta félaga á þessum viðburðum.

 

 

Vöfflur og viðburðir

Á morgun, sunnudag verður opið hús og vöfflukaffi í kosningamiðstöðinni VG í Reykjavík í Þingholtsstræti 27, á milli 14:30 og 16:30. Upplestur, tónlist og góður félagsskapur – öll velkomin!
Við minnum svo á að það er heitt á könnunni hjá okkur alla virka daga. Frá mánudegi til miðvikudags er opnunartíminn 15-18, og fimmtudag og föstudag 15-17. Lítið endilega við.

Suðvesturkjördæmi lætur ekki sitt eftir liggja og opnaði tvær kosningamiðstöðvar í dag. Aðra í Kópavogi og hina í Hafnarfirði. Og þar verður áfram opið, ALLA daga fram að kosningum.  Verið hjartanlega velkomin í kaffi og spjall! Opið verður í kosningaskrifstofum okkar að Strandgötu 11 Hafnarfirði og Auðbrekku 16 Kópavogi frá 14-17 helgardaga en 16-21 virka daga.

Síðustu þrjá dagana fyrir kosningar verður opin kosningavaka í Fischersetrinu á Austurvegi á Selfossi.

Og allt saman endar þetta með firnasterkri kosningavöku í Iðnó í Reykjavík. En allt um það síðar.

Stjórnmálin, #metoo og aðrar femínískar byltingar

Femínismi hefur smám saman rutt sér til rúms innan stjórnmálanna og sífellt fleiri stjórnmálaflokkar taka upp málefni kvenna.

Frá stofnun hefur Vinstrihreyfingin – grænt framboð verið femínískur flokkur og sett kvenfrelsismál á dagskrá sem þóttu oft öfgafull en þykja í dag sjálfsögð.

Þegar femínismi er orðinn “mainstream”, hvert er þá hlutverk femínískrar stjórnmálahreyfingar?

Og hvernig eiga stjórnmálahreyfingar að bregðast við femínískum grasrótarbyltingum á borð við #höfumhátt#metoo og #freethenipple: fylgjast með og læra eða taka þátt?

Hver eru næstu vígi til að brjóta niður?

Örerindi flytja:
Zahra Meshba, stjórnarkona í Samtökum kvenna af erlendum uppruna
Sólveig Anna Jónsdóttir, verkakona
Kristín Pálsdóttir, talskonar Rótarinnar
Anna María Karlsdóttir, talskona WIFT
Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, frá Stígamótum
Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG í Reykjavík suður
(fleiri boð hafa verið send út og upplýsingar verða birtar jafnóðum)

Eftir erindin verða umræður með öllum þátttakendum.

Fundarstjóri er Halla Gunnarsdóttir, frambjóðandi VG í Reykjavík norður.

Fundurinn verður sendur út á Facebook. Boðið verður upp á grænmetissúpu.

Kosningahristingur UVG

Föstudaginn 20.október efnir ungliðahreyfing Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs til kosningahristings.

Hristingurinn verður haldinn á Oddsson, Hringbraut 121, og byrjar í kringum 21.
Veigar verða á staðnum fyrir þá sem koma snemma og hafa náð tilskyldum aldri en klukkan 23 verður haldið í Karaoke herbergi staðarins þar sem hægt verður að taka lagið.
Félagsmenn á aldrinum 18-30 ára eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.

Hlökkum til að sjá ykkur!

Má banna fréttir? Opinn fundur um fjölmiðla og almannahagsmuni

Frjálsir fjölmiðlar sem veita valdhöfum virkt aðhald og tryggja almenningi aðgang að upplýsingum eru ein mikilvægasta forsenda heilbrigðs lýðræðissamfélags. Því er mikilvægt að öllum tilraunum til að tarkmarka frelsi þeirra, hvort sem er með hótunum, lögsóknum, takmörkunum á fjárveitingum eða annarri valdbeitingu, sé mætt af hörku.

Lögbann sýslumanns á umfjöllun Stundarinnar um fjármál forsætisráðherra vekja alvarlegar spurningar um tjáningarfrelsi og frelsi fjölmiðla á Íslandi. Til að greina þessa stöðu og fara yfir hvernig hægt sé að verja frelsi fjölmiðla betur boða Vinstri græn til hádegisfundar 19. október. Fundurinn fer fram á kosningaskrifstofu VG í Reykjavík að Þingholtsstraæti 27.

Fundarstjóri verður Katrín Jakobsdóttir og málefnið ræða þau Svandís Svavarsdóttir þingflokksformaður VG, Jón Ólafsson prófessor í heimspeki og Halldóra Þorsteinsdóttir sérfræðingur við lagadeild HR.

Vinstri græn vilja standa vörð um sterka og sjálfstæða fjölmiðla. Gerum betur!

 

Greiða atkvæði utan kjörfundar

Ýmsar upplýsingar – leitarleiðir

Hafið samband við Birnu Þórðar hjá Vinstrigrænum:

birna@birna.is – s. 862 8031

 

Hjá Dómsmálaráðuneytinu – einfaldasta uppfletting á netinu:

slærð inn: www.kosning.is

 

Hvar ertu á kjörskrá:

Finna einstaklinga á kjörskrá, hvar, hvernig

https://new.skra.is/einstaklingar/kjorskra-og-kosningarettur/

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla:

Höfuðborgarsvæðið: Utankjörfundaratkvæðagreiðsla við embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu fer eingöngu fram í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi á 2. hæð, vesturenda, frá og með laugardeginum 7. október 2017. Þar verður opið alla daga milli kl. 10:00 og 22:00.

Á kjördag laugardaginn 28. október verður opið milli kl. 10:00 og 17:00 fyrir kjósendur sem eru á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins.

Símar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu hjá embætti Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu eru:
860-3380 og 860-3381. Neyðarsími kjörstjóra er 860-3382.

Sýslumenn utan höfuðborgarsvæðis

https://www.syslumenn.is/thjonusta/atkvaedagreidsla-utan-kjorfundar

 

Hér er hægt að fletta upp atkvæðagreiðslu utan kjörfundar

Símanúmer og afgreiðsla hjá einstökum embættum

Hvernig hægt er að hafa samband

 

Sjúkrahús, fangelsi og dvalarheimili aldraðra:

Á höfuðborgarsvæðinu – sjá sérlista

 

Kosning í heimahúsi:

Ósk um að fá að greiða atkvæði í heimahúsi verður að bera fram við hlutaðeigandi kjörstjóra eigi síðar en fjórum dögum fyrir kjördag, 24. október, fyrir kl. 16.

Birna Þórðar með umsóknareyðublað: s. 862 8031; birna@birna.is

Kosningastjórar VG um allt land.

Kosningastjórar VG í öllum kjördæmum landsins eru til viðtals alla daga fram að kosningum.  Hægt er að ná í þá bæði í síma. Kosningastjórar eru:

Bergþóra Benediktsdóttir, Reykjavíkurkjördæmin.   S.  698 4376

Dagný Alda Steinsdóttir og Þorsteinn Ólafsson, Suður-kjördæmi. S. 662 0463 og 853 8376

Berglind Häsler, Norðaustur-kjördæmi.  S. 663 5520

Bjarki Hjörleifsson Norðvestur-kjördæmi.  S. 821 4265

Ragnheiður Pálsdóttir, Suðvesturkjördæmi.  S. 847 7140

 

Kosningaskrifstofur eru opnar alla daga í Reykjavík og á Akureyri, víða um land er VG með húsnæði sem opið er í skemmri tíma og eftir samkomulagi. Kosningastjórar veita nánari upplýsingar. Eins er hægt að senda fyrirspurnir á vg@vg.is um hvaðeina í starfi kjördæmanna fyrir kosningar og erindið verður sent áfram á kosningastjórana.

 

VinstraGrænt grill á Messanum

Vinstri græn hittast í grillveislu á morgun, laugardag 14. október, kl. 14.30-16.00 úti á Granda, nánar tiltekið á Messanum, þar verður skemmtun, stjórnmál, pulsur og gleði. Birna Þórðardóttir skipuleggur skemmtunina sem nánar má fræðast um hér.

 

 

Vinstrigræn í Reykjavík veifa grillgræjum á Messanum, Grandagarði 8 – við hliðina á Sjóminjasafninu.

 

Frambjóðendur mæta og fá örtíma – hámark tvær mínútur – til sjálfvalinnar framsagnar:

Katrín, Svandís, Kolbeinn, Eydís, Halla og Andrés Ingi sýna færni í tímamarkaðri tjáningu. Verða á staðnum til skrafs og ráðagerða, þannig að – um að gera að mæta og veita frambjóðendum stuðning og gefa góð ráð!

 

Beinar tilbúnar spurningar – tveggja mínútna svar – spurningum svara:

Indriði H. Þorláksson: Hvernig skutla menn peningum í skattaskjól?

Drífa Snædal: Hvernig er fólk flutt til landsins í þrældóm?

Úlfar Þormóðsson: Hvernig lifir maður lífið af?

 

Tónlistin á sinn sess

 

Boðið verður upp á pylsur, sætar kartöflur, gulrætur & tilheyrandi

 

Öll drykkjarföng – að undanskildu vatninu – seld á barnum

 

“Ætlarðu að nenna að gefast upp? Ekki? Fínt – þá er bara að halda áfram.”

 

Flokksráð kosið á landsfundi 2017

Talningu frambjóðenda í Flokksráð úr kosningum á Landsfundi nú um helgina lauk í gærkvöld. Eftirtaldir 40 aðalmenn og 10 varamenn voru kosnir í flokksráðið og skipa það fram að næsta landsfundi, ásamt kjörnum fulltrúum hreyfingarinnar.

 

Stefán Pálsson                                           RVK

Kristín Sigfúsdóttir                                    NA

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir                NV

Silja Snædal Drífudóttir                           UVG

Auður Lilja Erlingsdóttir                          RVK

Berglind Häsler                                          NA

Hildur Traustadóttir                                 NV

Orri Páll Jóhannsson                               RVK

Þóra Elfa Björnsson                                 SV

Þóra Magnea Magnúsdóttir                   RVK

Einar Ólafsson                                          SV

Anna Sigríður Valdimarsdóttir             S

Bjarki Þór Grönfeldt                               UVG

Indriði Þorláksson                                  RVK

Þorvaldur Örn Árnason                         S

Hreindís Ylva Garðarsdóttir                UVG

Torfi Hjartarson                                     RVK

Dagný Alda Steinsdóttir                        S

Cecil Haraldsson                                    NA

Rósa Björg Þorsteinsdóttir                  SV

Ragnar Auðun Árnason                        UVG

Amid Derayat                                          SV

Gísli Garðarson                                      UVG

Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir     UVG

Björg Baldursdóttir                              NV

Guðný Hildur Magnúsdóttir              NV

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir                   NA

Þórveig Traustadóttir                         NA

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir      NV

Iðunn Garðardóttir                             RVK

Gyða Dröfn Hjaltadóttir                    UVG

Gunnhildur Þórðardóttir                   S

Sigurbjörg Gísladóttir                        RVK

Margrét Júlía Rafnsdóttir                SV

Sigrún Fossberg Arnardóttir           NV

Ásrún  Ýr Gestsdóttir                        NA

Steinar Harðarson                             RVK

Friðrik Aspelund                                NV

Bjarni Þóroddsson                             UVG

Sigmundur Sigfússon                        NA

….

Edda Björnsdóttir                              RVK

Dagrún Jónsdóttir                             UVG

Kristján Ketill Stefánsson                SV

Helgi Hrafn Ólafsson                        SV

Jakob S. Jónsson                               RVK

Ingi Hans Jónsson                             NV

Vilhelm Mikael Vestmann               UVG

Svava Hrönn Guðmundsdóttir       SV

Egill Thorlacius                                  NA

Ragnar Karl Jóhannsson                 RVK