Sveitarstjórnarfulltrúar VG af V-listum.

Við kynnum sveitarstjórnarfulltrúa VG af listum V eða V og óháðra. Þeir eru átta talsins. Þrisvar sinnum fleiri félagar í VG eiga sæti í sveitarstjórnum eftir kosningarnar 26. maí, alls 24.   Nánar verður gerð grein fyrir þeim fulltrúum síðar, en þeir náðu kjöri á blönduðum listum, í persónukjöri eða af listum sem ekki vilja kenna sig við stjórnmálaflokka þótt einstaklingar á listunum geti verið félagar  ýmissa flokka. Fulltrúar V framboða sem kjöri náðu eru.

Reykjavík: Líf Magneudóttir.

Mosfellsbær: Bjarki Bjarnason.

Borgarbyggð: Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Skagafjörður: Bjarni Jónsson og Álfhildur Leifsdóttir.

Akureyri: Sóley Björk Stefánsdóttir.

Norðurþing: Óli Halldórsson.

 

 

 

Kjördagur 26. maí 2018

                                                                                                                        

 

Helstu upplýsingar fyrir VG félaga á kjördag 26. maí 2018.

 

Starfsfólk VG og tengiliðir:

Björg Eva Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri – s. 896 1222

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, miðlægur kosningastjóri – s. 893 7861

 

 

 

 

KOSNINGAKAFFI, KOSNINGAVÖKUR OG AKSTUR Á KJÖRSTAÐ

 

AKUREYRI                     Kosningastjóri: Ester Ósk Árnadóttir s. 866 8454

Kosningaskrifstofa: Brekkugötu 7b

Upplýsingar og akstur á kjörstað í síma 860 4913

Opnunartími á kjördag: 10:00 – 18:00

Kosningavaka á kosningaskrifstofu, hefst kl. 21:00.

 

ÁRBORG                        Kosningastjóri: Eva Guðbjartsdóttir s. 695 9168

Kosningaskrifstofa: Austurvegi 21, Selfossi

Upplýsingar í síma 695 9168

Opnunartími á kjördag: 13:00 og fram eftir nóttu. Kosningavaka á kosningaskrifstofu. Kosningakaffi um daginn og léttar veitingar þegar líður á kvöldið.

Græn Árborg, láttu sjá þig!

 

BORGARBYGGР         Kosningastjóri:

Kosningaskrifstofa: Egilsgötu 10, neðri hæð

Upplýsingar í síma 8654232

Opnunartími á kjördag: 12:00 – 18:00

Kosningavaka í Arinstofu á Landnámssetri hefst, kl. 20:00.

 

HAFNARFJÖRÐUR      Kosningastjóri: Arndís Pétursdóttir s. 865 8935

Kosningaskrifstofa: Strandgötu 11, 220 Hafnarfirði

Upplýsingar og akstur á kjörstað í síma 783 1649

Opnunartími á kjördag: 10.00 – 18.00

Kosningavaka á kosningaskrifstofu, hefst kl. 20.00.

 

KÓPAVOGUR                Kosningastjóri: Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir s. 865 4232

Kosningaskrifstofa: Auðbrekku 16, Kópavogi

Upplýsingar og akstur á kjörstað í síma 832 5383 og 832 5382

Opnunartími á kjördag: 13:00 – 18:00

Kosningavaka á Karolínustofu, Hótel Borg, 21:30 – 01:00.

 

MOSFELLSBÆR           Kosningastjóri: Björk Ingadóttir s. 697 4804

Kosningaskrifstofa: Kjarninn, Þverholti 2

Upplýsingar og akstur á kjörstað í síma 820 0320 og 697 4804

Opnunartími á kjördag: 10.00 – 16.00

Kosningavaka á Hvíta riddaranum, Háholti 13, Mosfellsbæ, 21.00-01.00.

 

NORÐURÞING               Kosningastjóri: Röðull Reyr Kárason s. 691 8301

Kosningaskrifstofa: Garðarsbraut 64, Húsavík

Upplýsingar og akstur á kjörstað í síma 691 8301

Opnunartími á kjördag: 14:00 – 18:00

Kosningavaka á kosningamiðstöð frá kl. 21:00.

 

 

REYKJANESBÆR         Kosningastjóri: Dagný Alda Steinsdóttir s. 662 0463

Kosningaskrifstofa: Hafnargötu 6, Reykjanesbæ

Upplýsingar og akstur á kjörstað í síma 662 0463

Opnunartími á kjördag: 12:00 – 17:00

 

REYKJAVÍK                    Kosningastjóri: Anna Lísa Björnsdóttir s. 659 3804

Kosningaskrifstofa: Þingholtsstræti 27, 101 Reykjavík

Upplýsingar og akstur á kjörstað í síma 775 9243

Opnunartími á kjördag: 12:00 – 17:00

Kosningavaka á Karolínustofu, Hótel Borg, 21:30 – 01:00.

 

SKAGAFJÖRÐUR         Kosningastjóri: Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir s. 618 7601

Kosningaskrifstofa: Aðalgötu 20b, Sauðárkróki

Upplýsingar og akstur á kjörstað í síma 855-1414 eða á netfangið vg.ohad2018@gmail.com

Opnunartími á kjördag: Kosningakaffi 14:00-19:00 og kosningavaka frá 20:00 fram á nótt.

 

Hvar kjósa oddvitar?

 

Akureyri:                          Sóley Björk Stefánsdóttir              Verkmenntaskólinn                      12:00

Árborg:                             Halldór Pétur Þorsteinsson         Staður, Eyrarbakka                      10:00

Borgarbyggð:                  Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir        GBF Kleppjárnsreykjum                       10:00

Hafnarfjörður:                 Elva Dögg Ásu- Kristinsdóttir      Lækjarskóli                                         14:00

Kópavogur:                      Margrét Júlía Rafnsdóttir            Smárinn                                         10:00

Mosfellsbær:                   Bjarki Bjarnason                           Lágafellsskóli                                10:00

Norðurþing:                     Óli Halldórsson                             Borgarhólsskóli                            10:00

Reykjanesbær:               Dagný Alda Steinsdóttir               Fjölbraut Suðurnesja                      14:00

Reykjavík:                       Líf Magneudóttir                           Hagaskóli, kjördeild 3                        10:00

Skagafjörður:                  Bjarni Jónsson                             FNV                                               10 – 10:30

 

Hvenær eru þau á kosningamiðstöðvum?

 

Akureyri:                          Sóley Björk Stefánsdóttir                           10:00 – 18:00

Árborg:                             Halldór Pétur Þorsteinsson                       13:00 – 16:00

Borgarbyggð:                  Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir                      12:00 – 18:00

Hafnarfjörður:                 Elva Dögg Ásu- Kristinsdóttir                    10:00 – 18:00

Kópavogur:                      Margrét Júlía Rafnsdóttir                          13:00 – 18:00

Mosfellsbær:                   Bjarki Bjarnason                                         11:00 – 16:00

Norðurþing:                     Óli Halldórsson                                           14:00 – 18:00

Reykjanesbær:               Dagný Alda Steinsdóttir                             12:00 – 17:00

Reykjavík:                       Líf Magneudóttir                                         12:00 – 15:00

Skagafjörður:                  Bjarni Jónsson                                           14:00 – 19:00

 

 

Katrín í kosningakaffi

Kosningaskrifstofur Vinstri grænna verða opnar víðsvegar um landið á kjördag og má lesa um opnunartíma þeirra og skipulag í annarri frétt hér á síðunni.

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG verður gestur í kosningakaffi framboða á höfuðborgarsvæðinu  á morgun og verður hún í Reykjavík klukkan 13.00 – 14.00. Hún heimsækir Mosfellsbæ upp úr klukkan 14.00. Hafnarfjörð klukkan 15.00 og Kópavog klukkan 16.00.

Svo minnum við á kosningavökuna á Hótel Borg um kvöldið. Vakan hefst  klukkan 21.30

Katrín og Árni Heimir á útvarpi Stam

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fór í gær í viðtal á útvarpsstöðina Radíó Stam, við Árna Heimi Ingimundarson, fyrrverandi formann Málbjargar, félags um stam á Íslandi. Árni Heimir rekur útvarpsstöðina á tíðninni FM 98,3, nú í vor, en hann hefur tekið stöðina áður og rætt við fjölda fólks um stjórnmál og samfélagsmál.

Tilgangur Radíó Stam er að vekja athygli á stami í samfélaginu. Katrín og Árni Heimir ræddu m.a. um íslensku þjóðarsálina, stöðu drengja í skólakerfinu og hvaða ráð hún myndi gefa sínum eigin sonum í ástarsorg.

Útvarpsverkefnið stendur til maíloka og þættina má einnig nálgast hér: https://www.mixcloud.com/radiostam/ og á Facebook síðu Radíó Stam þar sem viðtalið við forsætisráðherra er að finna: https://www.facebook.com/radiostam/

Eftir 140 daga

Á þeim 140 dögum sem ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur verið starfandi hefur ríkisstjórnin unnið hörðum höndum að því að koma aðgerðum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar í framkvæmd. Heilbrigðismálin eru í forgangi í stjórnarsáttmálanum. Fyrsti kafli stjórnarsáttmálans er helgaður þeim og þar er að finna fjölmargar mikilvægar aðgerðir og markmið, sem öll miða að því að bæta íslenska […]

,

Aukin samvinna ríkis og sveitarfélaga í öldrunarþjónustu – allra hagur!

Aukin samvinna ríkis og sveitarfélaga í öldrunarþjónustu – allra hagur!

Reykjavíkurborg samþykkti á dögunum nýja stefnu í málefnum eldri borgara til ársins 2022. Þar er kveðið á um nauðsyn þess að efla samstarf við ríkið í þessum mikilvæga málaflokki meðal annars með því að fjölga hjúkrunarrýmum. Þessi áform borgarinnar ríma vel við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar þar sem boðuð er stórsókn í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Skortur hefur verið á hjúkrunarrýmum í alltof langan tíma og nú er svo komið að biðtími eftir hjúkrunarrýmum er óásættanlega langur. Bara á höfuðborgarsvæðinu vantar um 130 rými til þess að uppfylla þörf fyrir þjónustu. Stjórnvöld þurfa að bregðast hratt og vel við þessu ákalli. Það skiptir ekki aðeins máli fyrir lífsgæði aldraðra, heldur hefur fjölgun hjúkrunarrýma áhrif á heilbrigðiskerfið allt. Skort á legurýmum á Landspítala má að stórum hluta skýra með því að alltof margir eldri borgarar fá ekki viðeigandi þjónustu, þ.e. pláss á hjúkrunarheimili. Fjölgun hjúkrunarrýma hefur auk þess þau áhrif að heilbrigðisþjónusta verður markvissari og Landspítala, heilsugæslu og öðrum heilbrigðisstofnunum er gert kleift að sinna öllum þeim brýnu verkefnum sem fyrir liggja enn betur en nú er raunin.

 

Fjölgun hjúkrunarrýma

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er tekið á þessum vanda með afgerandi hætti. Hjúkrunarrýmum verður fjölgað á landinu öllu um 300 frá fjármálaætlun síðastliðins árs auk þess sem dagdvalarrýmum verður fjölgað um allt land. Uppbygging er þegar hafin á nýju hjúkrunarheimili við Sléttuveg í Reykjavík með um 100 rýmum en þar verður auk þess byggð dagdeild með um 30 dagdvalarrýmum. Þegar eldri borgarar þurfa á meiri stuðningi að halda, en hægt er að veita í heimahúsum, getur dagdvöl nýst til að rjúfa félagslega einangrun og styðja við áframhaldandi sjálfstæða búsetu. Mikilvægt er að tryggja aðgengi eldra fólks að dagdvalarrýmum og þá þarf að þróa frekari sérhæfingu í dagdvölum, sem geta komið til móts við mismunandi þarfir aldraðra.

 

Fjölbreyttur hópur

Þegar þjónusta við aldraða er annars vegar þarf að hafa í huga að aldraðir eru fjölbreyttur hópur. Engin ein lausn hentar öllum og því þarf að tryggja að í boði séu úrræði sem henta hverjum og einum einstaklingi. Hluti af því er að veita fólki sem enn getur búið heima viðeigandi stuðning. Öflug og fjölbreytt stuðningsþjónusta heim er þar vegamikill þáttur. Þá skiptir einnig máli að allir þeir sem koma að þjónustu við aldraða, ríki og sveitarfélög, vinni vel saman. Reykjavíkurborg hefur undanfarin ár veitt samþætta heimahjúkrun og heimaþjónustu til íbúa Reykjavíkur gegn samningi við ríkið. Ljóst er eftir innleiðingu verkefnisins að samþættingin veitir notendum heildstæðari þjónustu en áður. Nú hefur samningurinn verið endurnýjaður og sérstakt fjármagn sett í að sinna endurhæfingu í heimahúsi.

Hugmyndafræði endurhæfingar í heimahúsum stuðlar að sjálfstæði, auknu öryggi og sjálfsbjargargetu, betri lífsgæðum og meiri virkni eldra fólks. Með þeirri nálgun fá eldri borgarar, sem vegna færniskerðingar eða í kjölfar slysa og veikinda upplifa erfiðleika við athafnir daglegs lífs, aðstoð á eigin heimili. Aðstoðin felst í því að virkja notendur og styrkja þá til að vera virkir þátttakendur í eigin lífi eins lengi og mögulegt er. Endurhæfingin er veitt af fagaðilum og fer þjónustan öll fram inni á heimili viðkomandi og í hans daglega umhverfi.

 

Mikilvægt samstarf

Samstarf ríkis og sveitarfélaga er mikilvægur hlekkur í því að tryggja öldruðum samfellda gæðaþjónustu. Núverandi fyrirkomulag samþættrar heimaþjónustu og heimahjúkrunar hjá Reykjavíkurborg er til fyrirmyndar og því vert að efla það fyrirkomulag enn frekar. Í því skyni að stuðla að enn markvissara samstarfi ríkisins og Reykjavíkurborgar í þessum málaflokki boðaði heilbrigðisráðherra, í samvinnu við Landspítala og formann velferðarráðs Reykjavíkurborgar, til vinnustofu í lok apríl. Þar ræddu saman aðilar, sem koma að öldrunarþjónustu, um áskoranir í þjónustu við aldraða. Lögð verður áhersla á að vinna úr þeim tillögum, sem vinnustofan skilaði, með það að markmiði að gera þjónustu við aldraða enn heildstæðari og markvissari.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Elín Oddný Sigurðardóttir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar

 

Vinstri græn framboð víða um land taka þátt í hreinsun stranda í átaki Landverndar á norræna strandhreinsideginum 5. maí.  Hugmynd að þátttöku VG-lista í þessum atburði kviknaði á  sveitarstjórnarráðstefnu Vinstri grænna fyrr í vor, þegar Tómas J. Knútsson frá Bláa hernum sagði frá strandhreinsátakinu, en það var Dagný Alda Steinsdóttir oddviti, VG og óháðra í Reykjanesbæ sem hvatti til þess að Vinstri græn gerðu þetta saman.   Úr varð að nokkur VG framboð taka þátt í Hreinsum Ísland átakinu 5. maí 2018.  Oddvitar VG-lista hvetja alla VG-félaga og Íslendinga almennt til að mæta og hreinsa landið. Oddvitarnir og/eða kosningastjórar stýra verki. Hér að neðan má sjá hvar og hvenær hóparnir ætla að hittast:

Akureyri:

Leirunesti kl. 10.30

Árborg:

Höfnin á Stokkseyri og Barnaskólinn á Eyrarbakka kl. 13

Mosfellsbær:

Bílastæðið við Harðarból kl. 13

Norðurþing:

Kosningastjórainn Röðull Reyr Kárason stýrir viðburði.

Reykjanesbær:

Mæting við Garðskagavita klukkan 13.00

Reykjavík:

Bílastæðið við Grafarvogskirkju kl. 10

Skagafjörður:

Fjaran á móti gamla tónlistarskólanum á Sauðárkróki kl. 17 eða Vesturfarasetrið í Hofsósi kl. 17.

Kópavogur:

Hreinsar bæinn en ekki ströndina í þetta sinn og Gísli Baldvinsson, kosningastjóri stýrir verki.

 

Hægt er að finna facebook viðburði tengda átakinu á hverjum stað

,

Breyting á lista í Borgarbyggð

Félagsfundur í VG í Borgarbyggð hefur samþykkt var að Guðmundur Freyr Kristbergsson, ferðaþjónustubóndi á Háafelli í Hvítársíðu, verði í 3. sæti á framboðslista hreyfingarinnar í komandi sveitarstjórnarkosningum. Þessi breyting kemur til í kjölfar þess að Eiríkur Þór Theódórsson, sem hafði áður skipað 3. sætið, óskaði eftir því að draga framboð sitt til baka af persónulegum ástæðum. Listinn er að öðru leyti óbreyttur, og lítur nú svona út:

 

 • Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, bóndi og náms- og starfsráðgjafi
 • Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri auðlindasviðs Skógræktarinnar
 • Guðmundur Freyr Kristbergsson, ferðaþjónustubóndi
 • Friðrik Aspelund, skógfræðingur og leiðsögumaður
 • Brynja Þorsteinsdóttir, leiðbeinandi á leikskóla
 • Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, líffræðingur og kennari
 • Stefán Ingi Ólafsson, rafvirki og veiðimaður
 • Ása Erlingsdóttir, grunnskólakennari
 • Rúnar Gíslason, lögreglumaður
 • Unnur Jónsdóttir, íþróttafræðingur
 • Flemming Jessen, frv. skólastjóri
 • Eyrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðinemi
 • Sigurður Helgason, eldri borgari og frv. bóndi
 • Hildur Traustadóttir, framkvæmdastjóri
 • Kristberg Jónsson, frv. verslunarmaður
 • Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson, sálfræðinemi
 • Vigdís Kristjánsdóttir, eftirlaunaþegi
 • Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi

 

Fjölmenni og 1. maí

Vinstri græn fjölmenntu víða um land í kröfugöngur og á opnun kosningamiðstöðva og í 1. maí kaffi víða. Fjölmenni var á Vesturgötu 7 þar sem VG í Reykjavík hélt hefðbundna kaffisamkomu. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í borginni ávarpaði samkomuna. 1. maí blaði VG, fullu af efni stjórnmál og samfélag,  sem Þóra Magnea Magnúsdóttir ritstýrði var dreift í göngunni. Í 1. maí ritinu eru greinar eftir Katrínu Jakobsdóttur, Líf Magneudóttur, Þóru Magneu Magnúsdóttur, Svandísi Svavarsdóttur, , Guðrúnu Ágústsdóttur, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, Guðmund Inga Guðbrandsson og René Biasone. Vinstri Græn í Reykjavík gefa blaðið út. Og hægt er að nálgast eintak í kosningamiðstöð VG í Reykjavík í Þingholtsstræti 27.