,

Öflugra heilbrigðiskerfi

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verður rædd í þinginu í dag og á morgun. Tillaga til þingsályktunar um fjármálaáætlun til næstu fimm ára er nú lögð fram á alþingi í þriðja sinn á grundvelli laga nr. 123/2015 um opinber fjármál. Áætlunin endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Í áætluninni er brugðist við ákalli samfélagsins um að fjármagna betur mikilvæga samfélagsþjónustu og innviði velferðarkerfisins.

Útgjöld til reksturs heilbrigðismála aukast umtalsvert samkvæmt nýju fjármálaætluninni. Miðað við fjárlög yfirstandandi árs aukast útgjöld til heilbrigðismála um 79 milljarða króna alls á næstu fimm árum. Stofnkostnaður, m.a. vegna byggingaframkvæmda, verður 101 milljarður á tímabilinu. Stefnt er að því að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga á tímabili fjármálaáætlunar, þannig að hlutdeild sjúklinga hérlendis verði sambærileg því sem gerist á Norðurlöndunum.

Meðal verkefna tímabilsins er gerð heilbrigðisstefnu, að skapa aðstæður fyrir aukna göngudeildarþjónustu á Landspítala auk áframhaldandi framkvæmda við spítalann. Þar á meðal eru byggingaframkvæmdir við nýjan meðferðarkjarna við Hringbraut sem hefjast á þessu ári.

Framlög til geðheilbrigðismála verða aukin á tímabilinu og komið verður upp geðheilsuteymum um allt land í samræmi við aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum.

Þá verður unnið á markvissan hátt að því að fjölga fagstéttum innan heilsugæslunnar og efla hana sem fyrsta viðkomustað. Fyrirkomulag sjúkraflutninga verður tekið til endurskoðunar í samræmi við þarfagreiningar, og áhersla lögð á öryggi og gæði þjónustunnar.

Hjúkrunarrýmum verður fjölgað um 300 frá fjármálaáætlun síðastliðins árs.
Skimun vegna ristilskrabbameins mun hefjast á tímabilinu og áfram verður stutt við heilsueflandi samfélög. Unnið verður að því að bæta aðgang almennings að nauðsynlegum lyfjum. Þá verður aðgangur þeirra er nota vímuefni í æð að hreinum sprautubúnaði tryggður og ráðist í aðgerðir til að sporna við misnotkun á geð- og verkjalyfjum. Neyslurými fyrir langt leidda fíkniefnaneytendur verður opnað. Stefnt verður að því að bæta aðgengi að hormónatengdum getnaðarvörnum og að dreifa smokkum gjaldfrjálst til tiltekinna hópa. Kynfræðsla verður aukin og fjarheilbrigðisþjónusta efld.

Rauður þráður í þeim köflum fjármálaáætlunar sem varða heilbrigðisþjónustu er styrking hins opinbera heilbrigðiskerfis. Öflugt opinbert heilbrigðiskerfi er ein af grunnstoðum velferðarkerfisins og við munum leggja ríka áherslu á að efla hið opinbera kerfi, með það að markmiði að auka jafnan aðgang allra að heilbrigðisþjónustu.

Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra

Greinin birtist 11 apríl í Morgunblaðinu

Það á að vera gott að búa í Hafnarfirði

Undanfarið hefur mátt lesa um trausta fjárhagsstöðu bæjarins, viðsnúning í rekstri og því er haldið sérstaklega á lofti að álögur bæjarins hafi verið lækkaðar. Það sem hér hefur verið nefnt tengist fyrst og fremst hagvexti, sem einskorðast ekki við Hafnarfjörð, og allir en ekki aðeins útvaldir eiga að geta notið.

En hvað er það sem skiptir máli fyrir íbúa Hafnarfjarðar?

Skiptir það  t.d. meira máli að fá nokkur hundruð króna lækkun á álögur á hvern íbúa en að hér sé veitt sjálfsögð og lögbundin þjónusta?

Skiptir það almennt máli að hér búa Hafnfirðingar sem eru á biðlistum eftir félagslegu húsnæði  eða skiptir það bara máli fyrir þá sem um ræðir?

Skiptir það máli að barnafólk sem flytur hingað úr öðrum sveitafélögum kemur börnunum sínum seinna inn á leikskóla en ef það hefði ekki flutt og að þess séu dæmi að foreldrar þurfi að reiða sig á barnapössun hjá skyldmennum til að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og þess að fá leikskólapláss?

Skiptir það okkur máli að í Hafnarfirði er skortur á úrræðum fyrir eldri borgara sem þurfa á nauðsynlegri aðstoð að halda?

VG vill að lögð verði áhersla á að eyða biðlistum eftir sjálfsagðri þjónustu því annað er brot á jafnrétti og lögbundinni skyldu sveitarfélaga.

Hafnarfjörður hefur allt sem þarf til að íbúum geti liðið vel. Sem dæmi má nefna að hér eru góðir leik- og grunnskólar og tveir öflugir skólar fyrir nemendur á framhaldsskólaaldri.

Hér er iðandi menning, blómlegt íþrótta- og tómstundastarf  og nánast hægt að sækja allar nauðsynjar og  þjónustu innan bæjarmarka.

Það á að vera gott að búa í Hafnarfirði fyrir okkur öll  en það verður ekki fyrr en við leggjum áherslu á að sinna betur innviðum bæjarins. Þá fyrst getum við sagt að bærinn sé í allra fremstu röð sveitafélaga og að hér sé gott að búa.

Gerum betur – kjósum VG

Kristrúnu Birgisdóttir skipar þriðja sæti á lista VG í Hafnarfirði

 

Börnin okkar dýrmætu og skólakerfið

Nær daglega berast fréttir af vaxandi vandamálum tengdum skólakerfinu. Kennaraskortur er yfirvofandi og starfandi kennarar flosna upp úr starfi m.a. vegna álagstengdra veikinda og lágra launa. Af þessum sökum næst ekki að manna stöður með menntuðum

kennurum og störfum kennara er sinnt í auknum mæli af leiðbeinendum í þeirra stað.

Í nýlegri skýrslu Menntamálastofnunar um uppgefnar ástæður brotthvarfs úr framhaldsskólum má sjá að meginástæður þess að nemendur á skólaskyldualdri hættu í námi voru andleg veikindi, áhugaleysi og brottrekstur vegna brots á mætingareglum. Dæmi eru um að nemendur á grunnskólaaldri mæti ekki í skólann vegna veikinda og/eða vegna óútskýrðra fjarvista sem í einhverjum tilvikum má rekja til áhugaleysis, en það síðarnefnda ætti í engum tilvikum að viðgangast án þess að afhafst sé í málinu. Orsök kvíða eða áhugaleysis hjá nemendum má rekja til ýmissa þátta svo og vandamála sem tengjast kennaraskorti. Til að mæta ólíkum þörfum grunnskólabarna þarf klárlega að auka stuðning við kennara.

Algerlega er nauðsynlegt að tryggja öllum börnum tækifæri strax í fyrsta bekk kennslu í lífsleikni þar sem unnið er með þætti eins og samskipti, samúð, sjálfstraust, framkomu og aðra þætti sem ýta undir seiglu og sterkari sjálfsmynd. Frá upphafi þarf að tryggja að lögð sé áhersla á styrkleika nemenda og að allir hafi aðgang að fjölbreyttu námi og kennsluaðferðum sem henta hverjum og einum. Leggjum áherslu á að börn fái að prófa sem mest til að útvíkka áhugasvið þeirra. Aðstoðum þau við að velja sér nám að loknum grunnskóla með því t.d. að gefa þeim tækifæri á áhugasviðskönnun og hætta að tala niður iðnmenntun.

Hvernig förum við að þessu?

Það þarf að gera kennarastarfið og störf annara er koma að uppeldi barna eftirsóknarverðara. Það þarf að meta fólk að verðleikum og hafa að leiðarljósi að börnin eru okkar dýrmætasta auðlind. Sýnum því ást og umhyggju okkar fyrir þeim í verki, ekkert skiptir meira máli. Það þarf að tryggja aðgengi barna að námsráðgjöfum, sálfræðiþjónustu, þroskaþjálfum og iðjuþjálfum innan skólanna. Það þarf að stórefla náms- og starfsfræðslu sem mörg börn verða af þrátt fyrir að um sé að ræða lögbundna þjónustu. Auka þarf framboð á verklegum greinum í grunnskóla og hafa vinnusmiðjur þannig úr garði gerðar að börnum séu fundin verkefni sem hvetja þau áfram og kveikja þeim. Það þarf að ýta undir samskipti í raunheimum þ.e. að börn læri að tala hvort við annað, taki eftir hvert öðru, læri að setja sig í spor annarra og hafi gaman af og njóti samskipta sem eiga sér stað annarsstaðar en í rafrænum heimi. Þá þarf að sjá til þess að börn stundi námið sitt og mæti í skólann. Það er barnaverndarmál ef börn hætta að mæta í grunnskóla. Tryggja þarf stuðning heim til þeirra sem þess þurfa, þ.e. styðja forráðamenn sem ekki hafa tök á að sinna börnum sínum sem skyldi og stórauka aðstoð til fjölskyldna sem hafa ekki íslensku sem fyrsta mál. Þá er afar mikilvægt að tryggja að öll börn njóti sömu réttinda þegar kemur að hlutum sem eiga að vera sjálfsagðir s.s. heitur matur í hádeginu þeim algerlega að kostnaðarlausu, að öllum standi til boða að stunda í það minnsta eina tómstund án kostnaðar og leggja þarf mikla áherslu á að það skapist samfella milli skóla og frístunda. Fjárfestum í skólakerfinu og mikilvægustu auðlind okkar, börnunum, það mun án nokkurs vafa skila sér í hamingjusamari nemendum og betri sýn barna okkar á lífið og framtíð sína.

Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir iðjuþjálfi, með MA í heilbrigðisvísindum og skipar sjöunda sæti VG í Hafnarfirði.

,

Kveðjur heilbrigðisráðherra til ljósmæðra og BHM

Heilbrigðisráðherra sagði í umræðum á Alþingi í gær að hún teldi vinnuframlag ljósmæðra sérstaklega mikilvægt og það beri að meta að verðleikum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra var spurð að því í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær hvort hún „telji starfs- og kjaraumhverfi ljósmæðra ásættanlegt og eðlilegt með tilliti til sex ára háskólamenntunar og mikillar sérhæfingar og hvort brugðist verði við af hálfu stjórnvalda, hvernig það verði gert og hvort eitthvert viðbúnaðarplan sé til staðar ef ekki semst.” Í svari sínu sagði ráðherra meðal annars að hún væri þeirrar skoðunar að meta eigi vinnuframlag ljósmæðra til launa og til samfélagslegrar virðingar: „Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að vinnuframlag og starf ljósmæðra væri sérstaklega mikilvægt. Þarna er um að ræða kvennastétt sem sinnir konum á gríðarlega dýrmætum og mikilvægum tíma í lífi þeirra og mér finnst að það eigi að meta að verðleikum.“ Ráðherra sagðist enn fremur hafa beitt sér í máli ljósmæðra í gegnum forstjóra Landspítalans, til að freista þess að gera það sem hægt sé til að bæta starfsumhverfi og mögulega vaktaumhverfi ljósmæðra. Það hefði verið gert og því spilað inn í kjaraviðræðurnar og vonandi gæti það orðið til að leysa þessa viðkvæmu deilu.

Í dag sendi Ljósmæðrafélag Íslands og Bandalag háskólamanna frá sér yfirlýsingu þess efnis að heilbrigðisráðherra hefði sent þeim kaldar kveðjur í fyrrnefndum fyrirspurnartíma á Alþingi þar sem fallið hefðu orð sem mætti skilja þannig að ráðherra teldi ljósmæður geta sjálfum sér um kennt að þær lækki í launum við að bæta við sig í námi.

„Yfirlýsing ljósmæðra og BHM er að mínu mati bæði óskiljanleg og tilhæfulaus og ég hafna þeirri túlkun á mínum orðum sem þar kemur fram“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. „Ég ber hag heilbrigðisstétta fyrir brjósti, ljósmæðra sem annarra, enda veit ég að gott heilbrigðiskerfi verður ekki rekið nema þessar stéttir njóti sannmælis, virðingar og launa í samræmi við ábyrgð og mikilvægi starfa þeirra.“

Heilbrigðisráðherra minnir á yfirlýsingu forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og heilbrigðisráðherra sem birt var 12. febrúar síðastliðinn í tengslum við kjarasamninga 17 aðildarfélaga Bandalags háskólamanna: „Áherslur stjórnvalda og vilji þeirra til að styrkja heilbrigðiskerfið með bættu starfsumhverfi og kjörum heilbrigðisstarfsfólks hjá ríkinu verða varla skýrari en þar kemur fram“ segir ráðherra.

,

Stórefling í geðheilbrigðisþjónustu á landsvísu

Verið er að stórefla geðheilbrigðisþjónusta á landsvísu í samræmi við aðgerðaáætlun Alþingis á sviði geðheilbrigðismála.

Ný geðheilsuteymi sem verið er að koma á fót í öllum heilbrigðisumdæmum munu veita gagnreynda, batahvetjandi meðferð og halda í heiðri hugmyndafræði valdeflingar í þágu notenda.

Velferðarráðuneytið vill koma því skýrt til skila að ákvörðun um að leggja niður teymið Geðheilsu-eftirfylgd sem starfað hefur innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins frá árinu 2003 í nánum tengslum við félagasamtökin Hugarafl mun ekki leiða til þjónustuskerðingar eins og skilja hefur mátt á opinberri umræðu að undanförnu.

Þvert á móti er verið að ráðast í stórfelldar skipulagsbreytingar með stofnun nýrra geðheilsuteyma um allt land sem fela í sér stórsókn til bættrar geðheilbrigðisþjónustu við landsmenn óháð búsetu. Þeir sem verið hafa hjá Geðheilsu-eftirfylgd fá áfram þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins hjá nýjum geðheilsuteymum.

Gera þarf greinarmun á Geðheilsu-eftirfylgd og starfsemi félagasamtakanna Hugarafls

Félagasamtökin Hugarafl voru stofnuð árið 2003 og hafa frá upphafi gegnt mikilvægu hlutverki sem virkur hópur fagfólks og notenda geðheilbrigðiþjónustunnar með hugmyndafræði notendasamráðs og valdeflingar að leiðarljósi. Forsvarsmenn Hugarafls áttu ríkan þátt í því að innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins var sett á fót teymið Geðheilsa-eftirfylgd sem hefur frá upphafi verið rekið fyrir opinbert fé en í tengslum við félagasamtökin Hugarafl. Auður Axelsdóttir, forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar er einn af stofnendum Hugarafls og situr í stjórn þess. Starfsemi Hugarafls hefur jafnframt verið rekin í sama húsnæði og Geðheilsa-eftirfylgd og hefur Hugarafl haft þá aðstöðu án endurgjalds.

Hugarafl er eitt af mörgum þekktum dæmum um frjáls félagasamtök sem hafa beitt sér fyrir þjónustu sem felur í sér nýmæli og mætt tilteknum þörfum notenda sem hið opinbera hefur ekki sinnt sem skyldi. Með ályktun Alþingis um stefnu og aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára sem samþykkt var í apríl 2016 liggur fyrir skýr áætlun um uppbyggingu og eflingu geðheilbrigðisþjónust á landsvísu sem þegar er komin vel á veg. Stöðum sálfræðinga  hefur verið fjölgað til muna innan heilsugæslunnar. Geðheilsuteymi sem þjónar íbúum Reykjavíkur austan Elliðaáa hefur þegar tekið til starfa, annað teymi fyrir íbúa Reykjavíkur vestan Elliðaáa tekur til starfa innan skamms, það þriðja í Kraganum í byrjun næsta árs og á Austurlandi er slíkt teymi þegar starfrækt. Fyrir lok næsta árs verða þverfagleg geðheilbrigðisteymi orðin hluti af opinberri heilbrigðisþjónustu með starfrækslu þeirra í öllum heilbrigðisumdæmum landsins. Fjármögnun þessarar sóknar í geðheilbrigðisþjónustu birtist í fjármálaáætlun stjórnvalda sem nú er til umfjöllunar á Alþingi.

Samráðsvettvangur geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu

Nýlega barst heilbrigðisráðherra erindi frá samráðsvettvangi geðúrræða á höfuðborgarsvæðinu þar sem óskað er eftir „nánara samstarfi og samfellu milli frjálsra úrræða á geðheilbrigðissviði, heilsugæslu og félagsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu“. Að samráðsvettvangnum standa fulltrúar Dvalar í Kópavogi, Geðhjálpar, Geðverndarfélags Íslands, Hlutverkaseturs, Klúbbsins Geysis, Lækjar í Hafnarfirði og Vinjar í Reykjavík.

Frjáls félagasamtök og sjúklingasamtök hafa í gegnum tíðina gegnt mikilvægu hlutverki í samfélaginu, bæði með stuðningi og ýmis konar þjónustu við félagsmenn sína, en einnig með því að veita stjórnvöldum aðhald og stuðla að framþróun og nýjungum á sviði þjónustu og meðferðar segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Þetta frumkvöðlastarf sé mikils virði en það sé bæði rétt og skylt að hið opinbera axli ábyrgð á að veita almenningi geðheilbrigðisþjónustu og að hún sé hluti af almennri grunnþjónustu heilsugæslunnar. „Ég fagna erindi samráðsvettvangsins sem býður fram þekkingu sína og vilja til samvinnu í því skyni að stuðla að heildstæðari þjónustu innan málaflokksins með áherslu á samfellu milli ólíkra úrræða heilsugæslu og félagsþjónustu. Samvinna og samráð er yfirleitt lykillinn að góðum árangri og ég vona að félagasamtökin Hugarafl séu einnig reiðubúin til að taka þátt í samráði og samstarfs á þessum vettvangi.

Arndís Pétursdóttir kosningastjóri – opið hús í Strandgötu

VG í Hafnarfirði hefur ræður Arndísi Pétursdóttir sem kosningastýru. Arndís er fædd og uppalin í Hafnarfirði, hún gekk í Öldutúnsskóla og síðan í Flensborg. Eftir Flensborg lærði hún bókmenntafræði og ritlist við Háskóla Íslands. Arndís rekur nú Vintage búðina í húsnæði VG að Strandgötu 11 í Hafnarfirði. Barátta fyrir réttlátara samfélag, umhverfisvernd og hag fjölskyldunnar hefur alltaf verið Arndísi hugleikin og því samþykkti Arndís að taka að sér kosningastjórn fyrir VG í Hafnarfirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Elva Dögg Ásu og Kristinsdóttir, oddviti VG í Hafnarfirði og fleiri frambjóðendur og VG félagar í bænum verða með opið VG á Strandgötunni alla fimmtudaga frá klukkan 17.00 fram að kosningum.

VG listi í Árborg – Halldór Pétur Þorsteinsson leiðir.

Halldór Pétur Þorsteinsson, verkfræðingur á Eyrarbakka, leiðir lista Vinstri grænna í Árborg en listinn var samþykktur á félagsfundi Vinstri grænna í Árborg í gærkvöldi.

Í öðru sæti er Anna Jóna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Selfossi og í þriðja sæti Sigurður Torfi Sigurðsson, sjálfstæður atvinnurekandi, í Stokkseyrarseli.

Vinstri grænir fengu 4,2% atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og náðu ekki inn bæjarfulltrúa.

 

Frambjóðendur Vinstri grænna í Árborg eru eftirfarandi:
1. Halldór Pétur Þorsteinsson, 61 ára, Eyrarbakka Verkfræðingur
2. Anna Jóna Gunnarsdóttir 54 ára Selfossi Hjúkrunarfræðingur
3. Sigurður Torfi Sigurðsson 49 ára Stokkseyrarseli Sjálfstæður atvinnurekandi
4. Guðbjörg Eva Guðbjartsdóttir 31 ára Eyrarbakka Ferðamálafræðingur
5. Guðbjörg Grímsdóttir 49 ára Selfossi Framhaldsskólakennari
6. Jóhann Óli Hilmarsson 64 ára Stokkseyri Fuglafræðingur
7. Guðrún Runólfsdóttir 24 ára Selfossi Förðunarfræðingur
8. Pétur Már Guðmundsson 42 ára Stokkseyri Bókmenntafræðingur
9. Þórdís Eygló Sigurðardóttir 67 ára Selfossi Forstöðumaður
10. Einar Sindri Ólafsson 24 ára Selfossi Jarðfræðingur
11. Nanna Þorláksdóttir 67 ára Selfossi Skólafulltrúi
12. Valgeir Bjarnason 64 ára Selfossi Fagsviðsstjóri
13. Margrét Magnúsdóttir 63 ára Selfossi Garðyrkjufræðingur
14. Þorsteinn Ólafsson 71 ára Selfossi Dýralæknir
15. Alda Rose Cartwright 37 ára Stokkseyri Myndlistamaður og kennari
16. Þórólfur Sigurðsson 22 ára Stokkseyrarseli Nemi
17. Kristbjörg Árný Jenssen 32 ára Stokkseyri Verslunarstarfsmaður
18. Jón Hjartarson 74 ára Selfossi Fyrrverandi bæjarfulltrúi

Listi Vinstri-grænna í Mosfellsbæ

  

Framboðslisti Vinstri-grænna í Mosfellsbæ                           

fyrir  sveitarstjórnarkosningar 26. maí 2018

 

 1. Bjarki Bjarnason, rithöfundur og forseti bæjarstjórnar.

 

 1. Bryndís Brynjarsdóttir, grunnskólakennari og myndlistarkona.

 

 1. Valgarð Már Jakobsson, framhaldsskólakennari.

 

 1. Katrín Sif Oddgeirsdóttir, deildarstjóri í Leirvogstunguskóla.

 

 1. Bjartur Steingrímsson, heimspekinemi.

 

 1. Rakel G. Brandt, félagssálfræðinemi og afgreiðsludama.

 

 1.  Björk Ingadóttir, framhaldsskólakennari og jafnréttisfulltrúi.

 

 1. Una Hildardóttir, upplýsingafulltrúi og varaþingmaður.

 

 1. Guðmundur Guðbjarnarson, símsmiður.

 

 1. Marta Hauksdóttir, sjúkraliði.

 

 1. Gunnar Kristjánsson, prófastur emeritus.

 

 1. Jóhanna B. Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur.

 

 1. Karl Tómasson, tónlistarmaður.

 

 1. Kolbrún Ýr Oddgeirsdóttir, flugumferðarstjóri.

 

 1. Gísli Snorrason, verkamaður.

 

 1. Örvar Þór Guðmundsson, atvinnubílstjóri.

 

 1. Elísabet Kristjánsdóttir, kennari.
 2. Ólafur Gunnarsson, vélfræðingur.

Halldóra Lóa leiðir VG í Borgarbyggð

 

 

Framboðslisti Vinstri grænna í Borgarbyggð var samþykktur á félagsfundi fyrr í kvöld vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk. Listann leiðir Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, bóndi og náms- og starfsráðgjafi, en hún hefur gengt fjölda trúnaðarstarfa fyrir VG í gegnum tíðina og á kjörtímabilinu

sem er að líða hefur hún verið fulltrúi í fræðslunefnd Borgarbyggðar. Í öðru sæti er Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, sviðsstjóri auðlindasviðs Skógræktarinnar og sveitarstjórnarfulltrúi, en hún var einnig í öðru sæti í síðustu kosningum. Nýr í þriðja sæti er Eiríkur Þór Theódórsson, móttöku- og sýningastjóri, en hann tekur þátt á listanum sem óháður frambjóðandi. Eiríkur hefur í gegnum tíðina gegnt ýmsum ábyrgðarhlutverkum í félagsstörfum, og er m.a. varaformaður ungliðahreyfingar ASÍ og meðstjórnandi í stjórn Stéttarfélags Vesturlands.

V-listinn í Borgarbyggð í heild sinni:

 1. Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir. 36 ára. Bóndi og náms- og starfsráðgjafi. Reykholti
 2. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir. 44 ára. Sviðsstjóri auðlindasviðs Skógræktarinnar. Borgarnesi
 3. Eiríkur Þór Theódórsson. 28 ára. Móttöku- og sýningastjóri. Hvanneyri
 4. Friðrik Aspelund. 55 ára. Skógfræðingur og leiðsögumaður. Hvanneyri
 5. Brynja Þorsteinsdóttir. 39 ára. Leiðbeinandi á leikskóla. Borgarnesi
 6. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir. 31 árs. Líffræðingur og kennari. Kleppjárnsreykjum
 7. Stefán Ingi Ólafsson. 39 ára. Rafvirki og veiðimaður. Borgarnesi
 8. Ása Erlingsdóttir. 47 ára. Grunnskólakennari. Laufskálum 2
 9. Rúnar Gíslason. 21 árs. Lögreglumaður. Borgarnesi
 10. Unnur Jónsdóttir. 30 ára. Íþróttafræðingur. Lundi
 11. Flemming Jessen. 71 árs. Fv. skólastjóri. Hvanneyri
 12. Eyrún Baldursdótir. 24 ára. Hjúkrunarfræðinemi. Borgarnesi
 13. Sigurður Helgason. 77 ára. Eldri borgari og fv. bóndi. Hraunholti
 14. Hildur Traustadóttir. 63 ára. Framkvæmdastjóri. Hvanneyri
 15. Kristberg Jónsson. 60 ára. Fyrrverandi verslunarmaður. Litla-Holti
 16. Bjarki Þór Grönfeldt Gunnarsson. 23 ára. Sálfræðinemi. Brekku
 17. Vigdís Kristjánsdóttir. 84 ára. Eftirlaunaþegi. Borgarnesi
 18. Guðbrandur Brynjúlfsson. 69 ára. Bóndi. Brúarlandi