Fundur á Selfossi í kvöld

Vinstri græn boða til opins fundar á Selfossi í kvöld, mánudaginn 6. febrúar kl. 20:00 í herminjasafninu á Selfossflugvelli.

Gestir fundarins verða Katrín Jakobsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Svandís Svavarsdóttir.

Fundargestum gefst kostur á að skoða einstakt herminjasafn Einars Elíassonar.

Pólitík og ný stjórn VG í Kópavogi

Aðalfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Kópavogi 2017 var haldinn 17. janúar.

 

Í stjórn voru kosin:

 

Arnþór Sigurðsson, formaður

Amid Derayat

Einar Ólafsson

Gísli Baldvinsson

Margrét Júlía Rafnsdóttir

 

Varamenn:

Helgi Hrafn Ólafsson

Svava H. Guðmundsdóttir

 

Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir:

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, sendir sjómönnum stuðningskveðjur í kjarabaráttu þeirra og verkfalli. Á sjötta ár er liðið síðan kjarasamningar sjómanna runnu út. Á þessum árum hafa sjávarútvegsfyrirtæki skilað miklum hagnaði og eigendum sínum umtalsverðum arðgreiðslum samtímis því sem veiðigjöld hafa verið lækkuð. Fundurinn skorar á útvegsmenn að ganga til samninga við sjómenn.

 

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, varar við áformum um grundvallarbreytingar á heilbrigðisþjónustu sem felast í einkavæðingu sjúkrahúsþjónustu. Slíkt mun skaða heilbrigðiskerfið í heild og þjónar ekki hagsmunum almennings.

 

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, hvetur til að sett að verði stefna um að útrýma fátækt á Íslandi í náinni framtíð. Nauðsynlegt er að setja fram áætlun um að uppræta fátækt til frambúðar. Efnahagsleg staða á Íslandi er nú með þeim hætti að fátækt er óásættanleg og í raun pólitísk ákvörðun.

Aðalfundur VG í Kópavogi

Aðalfundur VG í Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 31. jan. kl. 20:00 í Auðbrekku 16 í Kópavogi.

Dagskrá : Venjuleg aðalfundarstörf.

Kaffi og meðlæti á boðstólnum.

Stjórnin VG í Kópavogi.

Ný stjórn kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var haldin á Sel-hóteli í Mývatnssveit laugardaginn 21. janúar sl. Fundinn sóttu félagar víðsvegar úr kjördæminu. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem rædd var kosningabarátta okkar framboðs við síðustu alþingiskosningar. Einnig fluttu ávörp þingmenn VG í Norðausturkjördæmi, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. VG er nú næststærsti stjórnmálaflokkur landsins og var almenn ánægja með vel heppnaða kosningabaráttu sem var bæði vel skipulögð og rekin af fjárhagslegri festu og ábyrgð.

Ný stjórn kjördæmisráðs var kjörin á aðalfundinum. Nýr formaður er Edward H. Huijbens (Akureyri), en aðrir í stjórn eru Guðrún Þórsdóttir (Akureyri), Inga Eiríksdóttir (Fjallabyggð), Óli Halldórsson (Húsavík), Aðalbjörn Jóhannsson (Þingeyjarsýslu) Ingibjörg Þórðardóttir (Neskaupsstað), Hrafnkell Lárusson (Breiðdal). Til vara eru Berglind Häsler (Djúpavogi) og Vilberg Helgason (Akureyri)

Dagskrá aðalfundar kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 21. janúar nk. í Sel-hóteli í Mývatnssveit.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og áætluð fundarlok eru kl. 15:00.

Dagskrá:

 1.    Fundarsetning og skipan starfsmanna fundarins
  2.    Skýrsla stjórnar
  3.    Reikningar kjördæmisráðs
  4.    Umræða um skýrslu og afgreiðsla reikninga
  5.    Lagabreytingar
  6.    Skýrsla kosningastjóra
  7.    Ávörp þingmanna
  8.    Almennar umræður
  9.    Kosningar
  10.  Önnur mál

 

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Minnt er á að hvert svæðisfélag innan kjördæmisráðsins á samkvæmt lögum VG rétt á að tilnefna á aðalfund kjördæmisráðsins einn fulltrúa fyrir hverja fimm félaga eða brot úr þeirri tölu.
Stjórn kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi

Fundir í næstu viku

Þingmenn Vinstri grænna halda áfram að ferðast um landið og hitta félagsmenn. Dagskrá funda næstu viku má finna hér að neðan, og einnig fundarboð aðalfundar kjördæmisráðs NA-kjördæmis.
Mánudagur 16. janúar
Egilsstaðir, Gistihúsi Egilsstaða, kl. 20:00. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir mæta.

Ung vinstri græn, Hallveigarstöðum, kl. 20:00. Þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og varaþingmaðurinn Iðunn Garðarsdóttir mæta.

Þriðjudagur 17. janúar
Norðfjörður, á Hótel Hildibrandi, kl. 12:00. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir mæta.

Húsavík, í sal Framsýnar, kl. 20:30. Þingmennirnir Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir mæta.

Mosfellsbær, í Hlégarði, 2. hæð, kl. 20:00. Þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Steinunn Þóra Árnadóttir mæta.

Miðvikudagur 18. janúar
Siglufjörður, á Sigló Hótel, kl. 12:00. Þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Lilja Rafney Magnúsdóttir mæta.

Kópavogur, Auðbrekku 16, kl. 20:00. Katrín Jakobsdóttir, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Andrés Ingi Jónsson mæta.

Fimmtudagur 19. janúar
Hafnarfjörður, Strandgötu 11, kl. 20:00. Þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir, Rósa Björk Bryjólfsdóttir og Svandís Svavarsdóttir mæta.

Einnig verður fundur í Vestmannaeyjum kl. 20:00. Meira um þann fund síðar.
Aðalfundur kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 21. janúar nk. í Sel-hóteli í Mývatnssveit.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og áætluð fundarlok eru kl. 15:00.

Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf og uppgjör kosningabaráttu VG í Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninganna 29. október 2016.

Einnig munu þingmenn kjördæmisins fara yfir hina pólitísku stöðu.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Minnt er á að hvert svæðisfélag innan kjördæmisráðsins á samkvæmt lögum VG rétt á að tilnefna á aðalfund kjördæmisráðsins einn fulltrúa fyrir hverja fimm félaga eða brot úr þeirri tölu.

Stjórn kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi

Fundur í Grindavík fellur niður

Af óviðráðanlegum ástæðum verður að fella niður fund sem átti að vera í Grindavík í kvöld.

Fundir í vikunni

Fundaröð þingflokks VG hófst í gær á kröftugum aðalfundi VG í Reykjavík. Í vikunni verða samtals níu fundir og álíka margir í næstu viku. Dagskrá dagsins í dag og út vikuna er sem hér segir:

 

Þriðjudagur 10. janúar
Akranes, Café Kaja, kl. 18:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Jónsson.
Akureyri, Brekkugötu 7, kl. 20:00
Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir mæta á félagsfund VG á Akureyri.
Borgarnes, Landnámssetri, kl. 20:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Jónsson
Keflavík, Café Petit, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé  og Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Miðvikudagur 11. janúar
Grundarfjörður, Kommakoti, Borgarbraut 1a, kl. 20:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson

Höfn í Hornafirði, fyrirlestrarsal Nýheima, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Andrés Ingi Jónsson, Katrín Jakobsdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir

 

Fimmtudagur 12. janúar
Grindavík, Verkalýðshúsinu Víkurbraut 46, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon

Sauðárkrókur, Kaffi Krók, kl. 20:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Bjarni Jónsson

 

Álfheiður er nýr formaður VGR

Aðalfundur VG í Reykjavík var haldinn í kvöld á Vesturgötu 7 en fundinum stýrði Drífa Snædal. Um 40 félagar mættu á fundinn. Benóný Harðarson, fráfarandi formaður félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Álfheiður Ingadóttir kjörin formaður samhljóða. Ný í stjórn voru kjörin Orri Páll Jóhannsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Þóra Magnea Magnúsdóttir. Silja Snædal Drífudóttir og Heimir Björn Janusarson voru kjörin varamenn. Fyrir í stjórn sitja Steinar Harðarson, Auður Alfía Ketilsdóttir og Ragnar Karl Jóhannsson, en þau voru kosin til tveggja ára á aðalfundi í fyrra og sitja því áfram. Að loknu stjórnarkjöri og framlögn ársreikninga og skýrslu stjórnar voru þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir með framsögur.