Fundur í Grindavík fellur niður

Af óviðráðanlegum ástæðum verður að fella niður fund sem átti að vera í Grindavík í kvöld.

Fundir í vikunni

Fundaröð þingflokks VG hófst í gær á kröftugum aðalfundi VG í Reykjavík. Í vikunni verða samtals níu fundir og álíka margir í næstu viku. Dagskrá dagsins í dag og út vikuna er sem hér segir:

 

Þriðjudagur 10. janúar
Akranes, Café Kaja, kl. 18:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Jónsson.
Akureyri, Brekkugötu 7, kl. 20:00
Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir mæta á félagsfund VG á Akureyri.
Borgarnes, Landnámssetri, kl. 20:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Jónsson
Keflavík, Café Petit, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé  og Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Miðvikudagur 11. janúar
Grundarfjörður, Kommakoti, Borgarbraut 1a, kl. 20:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson

Höfn í Hornafirði, fyrirlestrarsal Nýheima, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Andrés Ingi Jónsson, Katrín Jakobsdóttir og Rósa Björk Brynjólfsdóttir

 

Fimmtudagur 12. janúar
Grindavík, Verkalýðshúsinu Víkurbraut 46, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon

Sauðárkrókur, Kaffi Krók, kl. 20:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Bjarni Jónsson

 

Álfheiður er nýr formaður VGR

Aðalfundur VG í Reykjavík var haldinn í kvöld á Vesturgötu 7 en fundinum stýrði Drífa Snædal. Um 40 félagar mættu á fundinn. Benóný Harðarson, fráfarandi formaður félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Álfheiður Ingadóttir kjörin formaður samhljóða. Ný í stjórn voru kjörin Orri Páll Jóhannsson, Þóra Kristín Ásgeirsdóttir og Þóra Magnea Magnúsdóttir. Silja Snædal Drífudóttir og Heimir Björn Janusarson voru kjörin varamenn. Fyrir í stjórn sitja Steinar Harðarson, Auður Alfía Ketilsdóttir og Ragnar Karl Jóhannsson, en þau voru kosin til tveggja ára á aðalfundi í fyrra og sitja því áfram. Að loknu stjórnarkjöri og framlögn ársreikninga og skýrslu stjórnar voru þingmennirnir Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir með framsögur.

Þingmenn VG funda víða um land

Þingmenn Vinstri grænna munu á næstu tveimur vikum halda fundi með svæðisfélögum Vinstri grænna vítt og breitt um landið. Hér verður birtur listi yfir fyrstu þrjá fundardagana, en enn er unnið að því að fullklára dagskrána.

 

Mánudagur 9. janúar
Reykjavík, Vesturgötu 7, kl. 20:00
Þingmenn Reykjavíkur mæta á aðalfund VGR. Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir verða með framsögur.

Þriðjudagur 10. janúar
Akranes, Café Kaja, kl. 18:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Jónsson.
Akureyri, Brekkugötu 7, kl. 20:00
Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir mæta á félagsfund VG á Akureyri.
Borgarnes, Landnámssetri, kl. 20:30
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Andrés Ingi Jónsson, Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Jónsson
Keflavík, Café Petit, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé  og Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Miðvikudagur 11. janúar
Grundarfjörður, Kommakoti, kl. 20:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Bjarni Jónsson

Höfn í Hornafirði, fyrirlestrarsal Nýheima, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Andrés Ingi Jónsson, Rósa Björk Brynjólfsdóttir

 

Fimmtudagur 12. janúar

Grindavík, Verkalýðshúsinu Víkurbraut 46, kl. 20:00
Ari Trausti Guðmundsson, Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon

Sauðárkrókur, Kaffi Krók, kl. 20:00
Lilja Rafney Magnúsdóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé og Bjarni Jónsson

Birt með fyrirvara um breytingar.

Aðalfundur VGR

Framhaldsaðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík verður haldinn mánudaginn 9. janúar n.k. að Vesturgötu 7 og hefst kl. 20.

Dagskrá skv. samþykkt aðalfundar 26. september s.l.:

1. Lokaskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár kynnt og afgreidd.

2. Ársreikningar VGR fyrir árið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.

3. Kosning formanns til eins árs.

4. Kosning 3ja stjórnarmanna til tveggja ára í stað þeirra sem ganga úr stjórn.

5. Kosning 2ja varamanna til eins árs.

Að loknum aðalfundarstörfum verður rætt um pólitík! Framsögu hafa Katrín Jakobsdóttir og Svandís Svavarsdóttir.

Stjórn VGR.

Aðalfundur kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 21. janúar nk. í Sel-hóteli í Mývatnssveit.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og áætluð fundarlok eru kl. 15:00.

Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf og uppgjör kosningabaráttu VG í Norðausturkjördæmi vegna alþingiskosninganna 29. október 2016.

Einnig munu þingmenn kjördæmisins fara yfir hina pólitísku stöðu.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Minnt er á að hvert svæðisfélag innan kjördæmisráðsins á samkvæmt lögum VG rétt á að tilnefna á aðalfund kjördæmisráðsins einn fulltrúa fyrir hverja fimm félaga eða brot úr þeirri tölu.

Stjórn kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi

Jólakveðja

VG vikan 16.12.16

Þingflokkur VG reynir nú að hafa áhrif á pólitíkina í fjárlagafrumvarpinu, síðustu dagana fyrir jól og tryggja aukið fjármagn í velferðar- og menntamál. Nefndarfundir verða í  fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd um helgina.  Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir situr þar fyrir VG. Líkur eru á að fjárlagafrumvarpið,  verði afgreitt úr nefnd til annarrar umræðu í byrjun næstu viku. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fjallar nú m frumvarp um jöfnun lífeyrisréttinda, en þar situr Katrín Jakobsdóttir, fyrir VG. Stefnt er að afgreiðslu frumvarpsins fyrir árslok. Enn er deilt um hvort réttur opinberra starfsmanna sé tryggður. Hvort þing starfar milli jóla og nýjárs skýrist ekki fyrr en í næstu viku. Þingmenn VG tóku upp margvísleg mál í umræðum um störf þingsins í vikunni, sem finna má á heimasíðu Alþingis, en mörg þeirra voru líka í fréttum í vikunni. Nánar um þetta allt á lokaðri facebook síðu félaga í VG.

Á mánudag slitnaði upp úr stjórnarmyndunarviðræðum fimm flokka og framan af viku voru uppi ásakanir frá hinum flokkunum um að viðræðuslitin væru alfarið á ábyrgð VG. Staðreyndir um hvað bar á milli hafa smám saman komið fram, td í viðtali Fréttatímans við Katrínu Jakobsdóttur og í pistlum Kolbeins Óttarssonar Proppé á heimasíðu VG.

Eldri vinstri græn VG, voru fyrst til að fara jákvæðum orðum um hlut VG í stjórnarviðræðunum, en á jólafundi þeirra um miðja vikuna voru samþykktar sérstakar þakkir til formanns og þingflokks fyrir að halda uppi baráttunni fyrir réttlátara þjóðfélagi. Fleiri þingmenn skrifuðu pistla um gang mála og mættu á fundi, til að skýra stöðuna. Það gerði Ari Trausti Guðmundsson á jólafundi VG í Árnessýslu á miðvikudagskvöldið.  Og þótt nú sé aðeins vika til jóla, verður áfram líf í pólitíkinni í  næstu viku. Þá halda Ung vinstri græn jólafund sem auglýstur verður á heimasíðunn í vikunni. Nýr málefnahópur Vinstri grænna um neytendamál er einnig að stíga sín fyrstu skref og hefur stefnt til sín, fulltrúum frá Alþýðusambandinu og nýjum formanni Neytendasamtakanna.

Og að lokum – til hliðar við pólitíkina. Dregið var í kosningahappdrætti VG á mánudaginn í þessari viku. Það er reyndar rammpólitískt.  Þið finnið  vinningsnúmerin finnið  hér á heimasíðunni, undir flipanum fréttir.

Jólablað VG í Vestmannaeyjum komið á netið

Jólablað 14. árgangs VG blaðsins í Vestmannaeyjum er komið út.  Að vanda er þar fjölbreytt efni, hugvekjur, skemmtisögur og ýmis konar fróðleikur.

Blaðið er aðgengilegt hér.