Happdrætti – dregið í dag

Dregið verður í kosningahappdrætti Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs hjá sýslumanninum í Reykjavík eftir hádegi í dag, mánudaginn 12. desember.  Vinningsnúmer verða birt á miðlum hreyfingarinnar, á heimasíðu vg.is –  nú síðdegis.  Og þeir sem eru á póstlista fá númerin líka þar.

Á annan tug vinninga var í boði að heildarverðmæti rúmlega 1.4 milljónir króna.  Dregið er úr seldum miðum.  Heppnir vinningshafar geta gefið sér tíma talsvert fram á næsta ár til að vitja vinningana, því frestur til þess er fram til 17. febrúar næstkomandi.

Upplýsingar um vinningsnúmer og vinninga má fá hjá Björgu Evu og Bjarka á skrifstofu Vinstri grænna. Í síma 552 8872.

,

Rósa Björk gestur VG í Mosfellsbæ

Aðalfundur Vg í Mosfellsbæ verður haldinn nú á fimmtudagskvöldið, áttunda desember. Klukkan 17.30 í Hlégarði í Mosfellsbæ, á annarri hæð.  Frá því dagskráin var kynnt fyrst er orðin á henni sú markverða breyting að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Suðvesturkjördæmis, verður sérstakur gestur fundarins. Og mun eflaust hafa frá mörgu að segja eftir margra vikna stjórnarmyndunarstreð.

Annars hefðbundin aðalfundardagskrá og hvatning til allra sem vilja um að taka þátt og bjóða sig fram til starfa.

  1. Lokaskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár kynnt og afgreidd.
    2.    Ársreikningar VG Mos fyrir árið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.
  2. Kosning formanns til eins árs og fjóra meðstjórnendur og tveggja varamanna til eins árs.

Að loknum aðalfundarstörfum verður rætt um pólitík.

Viltu vinna með VG Mosfellsbæ?

Stjórn VG Mosfellsbæ auglýsir eftir áhugasömum félögum sem vilja bjóða sig fram til setu í stjórn eða vinna á annan hátt með félaginu á næsta starfsári.  Spennandi ár framundan.

 

Sendu okkur póst á olafursnorri@gmail.com

Óformlegar viðræður VG og Sjálfstæðisflokks

Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálfstæðisflokksins, hittast í dag til þess að kanna hvort grundvöllur geti verið fyrir samstarfi flokkanna tveggja í ríkisstjórn.

Viðræðurnar eru óform­leg­ar, og fara fram á milli flokkanna tveggja og án aðkomu annarra flokka á þessu stig. Til þeirra er boðað í framhaldi af samtali sem Bjarni og Katrín áttu í gær.  Í yfirlýsingu forsetaembættisisn eftir að formennirnir upplýstu hann um málið, kemur fram að fari svo að sátt náist milli flokkanna tveggja muni þeir í beinu framhaldi leita viðræðna við aðra stjórnmálaflokka um aðild.

 

Aðalfundi Reykjavíkurfélags frestað fram í janúar

Áður auglýstum framhaldsaðalfundi Vinstri grænna í Reykjavík er frestað til mánudagsins 9. janúar n.k.

Fundarstaður verður auglýstur síðar.
Stjórn VGR.

Katrín skilar umboðinu

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, hitti forseta Íslands kl. 10:00 í morgun, og skilaði umboði til stjórnarmyndunar.

Viðræðum um ríkisstjórn slitið

Undanfarna daga hafa Vinstri græn, Viðreisn, Björt framtíð, Píratar og Samfylkingin átt í formlegum viðræðum um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Að þeim hafa komið komið yfir þrjátíu manns fyrir hönd flokkanna sem lagt hafa fram mikla vinnu við að skapa grundvöll fyrir samstarfi þeirra í ríkisstjórn. Góður andi var í viðræðunum og fyrir lá að víða var ágætur samhljómur um málefni.

 

Frá upphafi var þó ljóst að töluvert langt var á milli flokkanna í ýmsum málefnum, ekki síst hvað varðar fjármögnun nauðsynlegrar uppbyggingar í heilbrigðisþjónustu og menntamálum. Í dag kom í ljós að ekki voru allir flokkarnir með sannfæringu fyrir því að halda viðræðunum áfram og það var því niðurstaða Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna að viðræðum yrði ekki fram haldið.

 

Málefnin rædd fyrir stjórnarmyndun

Formleg vinna málefnahópa flokkanna í ríkisstjórnarviðræðum Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG,  hefjst í dag kl.13.00 á nefndarsviði Alþingis.

Hóparnir eru fjórir og í hverjum þeirra verður einn fulltrúi frá frá hverjum úr fimm flokka sem taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum.

Frá Vinstrihreyfingunni – grænu framboði, verður Steingrímur J. Sigfússon í hópi um efnahagsmál. Í hópi um heilbrigðis- og menntamál verður Rósa Björk Brynjólfsdóttir, í hópi um atvinnumál Lilja Rafney Magnúsdóttir og í málefnahópnum sem fjallar um stjórnarskrá og utanríkismál situr Steinunn Þóra Árnadóttir fyrir hönd VG.

Undir kvöld hittist þingflokkur VG og fer yfir vinnu dagsins.

 

 

 

Stjórnarmyndunarviðræður

Katrín Jakobsdóttir,  formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, ræðir við formenn allra hinna flokkanna í Alþingishúsinu á dag, fimmtudaginn 17. nóvember;

 

09.30 Samfylkingin

11.30 Björt framtíð og Viðreisn

14.00 Framsóknarflokkur

15.30 Píratar

17.00 Sjálfstæðisflokkur

 

Fundirnir fara fram í forsetaherbergi Alþingis.  Katrín Jakobsdóttir svarar fyrirspurninum blaðamanna að öllum fundum loknum.

Framhaldsaðalfundur VGR

Framhaldsaðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík verður haldinn miðvikudaginn 30. nóvember n.k. á Vesturgötu 7 og hefst kl. 20.

 

Dagskrá skv. samþykkt aðalfundar 26. september s.l.:

 

  1. Lokaskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár kynnt og afgreidd.
  2. Ársreikningar VGR fyrir árið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.
  3. Kosning formanns til eins árs.
  4. Kosning 3ja stjórnarmanna til tveggja ára í stað þeirra sem ganga úr stjórn.
  5. Kosning 2ja varamanna til eins árs.

 

Að loknum aðalfundarstörfum verður rætt um pólitík! Framsögumenn verða auglýstir síðar.

 

Viltu vinna með VGR?

 

Stjórn VGR auglýsir eftir áhugasömum félögum sem vilja bjóða sig fram til setu í stjórn eða vinna á annan hátt með félaginu á næsta starfsári.

 

Sendu okkur póst á vgr@vgr.is

 

 

Með bestu kveðju,

 

stjórn VGR