Aðalfundur VG í Hornafirði

Aðalfundur Vg í Hornafirði verður haldinn sunnudaginn 18.september kl. 20:30 í sal AFLs starfsgreinafélags að Víkurbraut 4.

Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.

Hærri framlög til leik- og grunnskóla í Reykjavík.

Reykjavíkurborg ætlar að hækka framlög til ýmissa þátta í leik- og grunnskólum borgarinnar. Framlög hækka til sérkennslu, efniskostnaðar, faglegs starfs og meira fé fer til hráefniskaupa með hækkun fæðisgjalda.

Borgarráð samþykkti aðgerðaáætlun fyrir leik- og grunnskóla á fundi sínum í dag. Áætlunin er í tíu liðum.

Leik- og grunnskólar fá aukið fjármagn  vegna langtímaveikinda starfsmanna, sérkennslu og skólaaksturs. Upphæðin nemur 679 milljónum króna vegna þessa hausts. Fæðisgjald í leik- og grunnskólum verður hækkað um 100 krónur á dag frá og með næstu mánaðamótum og eiga þeir fjármunir að renna óskiptir í hráefniskaup til að bæta gæði máltíða. Í tilkynningu frá borginni segir að eftir breytinguna búi skólar í Reykjavík við sambærileg framlög og þau sveitarfélög sem mest leggja í þennan þátt.  Þá verða framlög til kaupa á námsgögnum til skapandi starfs í leikskólum hækkuð úr 1.800 krónur á barn í 3.000 krónur.

Efla á faglegt starf

Á þessu hausti ætlar Reykjavíkurborg að verja meira fjármagni, alls 24,8 milljónum króna til faglegs starfs í leikskólum, með viðbótarframlögum til undirbúnings bæði fagfólks og ófaglærðra sem og að efling faglegs starfs í leikskólum verði skoðuð við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Einnig á að veita auknu fjármagni, 60 milljónum króna, til faglegrar stjórnunar í grunnskólum nú í haust og sömuleðis verði efling faglegs starfs þar líka skoðuð við gerð næstu fjárhagsáætlunar.

Leik- og grunnskólar taka ekki halla síðasta árs með sér

Börn sem fædd eru í mars og apríl 2015 eiga að komast inn á leikskóla borgarinnar frá og með næstu áramótum, en nákvæm tímasetning verður háð rými og stöðu starfsmannamála á hverjum leikskóla fyrir sig. Einnig á að ráðast í sameiginlegt átak með fagfélögum um fjölgun leikskólakennara.  Í aðgerðaáætluninni  segir að unnið verði að nýjum úthlutunarlíkönum fyrir leik- og grunnskóla sem og frístundamiðstöðvar og eiga þau að taka gildi fyrir skólaárið 2017-2018.  Leik- og grunnskólarnir þurfa ekki að mæta halla síðasta árs á þessu ári og verður staða einstakra skóla metin í ljósin ábendinga stjórnenda um óviðráðanleg ytri skilyrði.

Auknar fjárveitingar vegna launahækkana

Fjárveitingar til skóla- og frístundasviðs verða hækkaðar vegna launahækkana samkvæmt kjarasamningum og verður það skoðað við gerð fjárhagsáætlunar. Hækkunin milli áranna 2015 og 2017 er 3,3 milljarðar króna, þar af einn milljarður vegna ársins 2016. Þessi upphæð mun hækka meira þegar samningar við grunnskólakennara hafa náðst.

Þá er gert ráð fyrir að bæta upplýsingagjöf, ráðgjöf og stuðning við stjórnendur leik- og grunnskóla sem þess óska varðandi fjárhag og rekstur.

Af RÚV

Sameiginlegur fundur stjórnarandstöðunnar með Dr. Lawrence Lessig

Dr. Lawrence Lessig er bandarískur lögfræðingur, heimspekingur og pólitískur aðgerðasinni. Hann er framkvæmdastjóri Siðfræðistofnunar Edmond J. Safra við Harvardháskóla og lagaprófessor við sama skóla.

 

Dr. Lessig heldur erindi um mikilvægi íslenska stjórnarskrárferlisins sem talið er einstakt á heimsvísu. Það fer fram í Norræna húsinu á morgun föstudag kl. 12. Athygli er vakin á því að streymt er fá fundinum.

 

Að loknu erindi munu þau, Katrín Jakobsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Theodóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir taka sæti í pallborði ásamt Dr. Lessing. Í pallborði sitja einnig þau Ragnhildur Helgadóttir, forseti lagadeildar HR og Jón Ólafsson, prófessor í heimspeki.

 

Pallborðsumræðum stýrir Katrín Oddsdóttir, hæstaréttarlögmaður.

Framboðslistar í Reykjavík samþykktir

Framboðslistar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík voru samþykktir einróma á félagsfundi í kvöld. Konur eru oddvitar beggja listanna, Katrín Jakobsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi norður og Svandís Svavarsdóttir í Reykjavíkurkjördæmi suður. Félagsfundurinn var haldinn í kosningamiðstöð VG í Reykjavík að Laugavegi 172 og var hann fjölmennur.

Listi VG í Reykjavíkurkjördæmi norður:

 1. Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður.
 2. Steinunn Þóra Árnadóttir, alþingismaður.
 3. Andrés Ingi Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur.
 4. Iðunn Garðarsdóttir, laganemi.
 5. Orri Páll Jóhannsson, þjóðgarðsvörður.
 6. Álfheiður Ingadóttir, ritstjóri.
 7. Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð.
 8. Gyða Dröfn Hjaltadóttir, háskólanemi.
 9. Ragnar Kjartansson, listamaður.
 10. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkur.
 11. Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og menntunarfræðingur.
 12. Jovana Pavlovic, háskólanemi.
 13. Atli Sigþórsson (Kött Grá Pé), tónlistarmaður.
 14. Sigríður Stefándóttir, réttarfélagsfræðingur.
 15. Ásgrímur Angantýsson, lektor.
 16. Brynhildur Björnsdóttir, leikstjóri.
 17. Meisam Rafiei, taekwondo-þjálfari.
 18. Auður Alfífa Ketilsdóttir, fjallaleiðsögumaður.
 19. Sigríður Thorlacius, söngkona.
 20. Erling Ólafsson, kennari.
 21. Birna Þórðardóttir, ferðaskipuleggjandi.
 22. Sigríður Kristinsdóttir, sjúkraliði.

Listi VG í Reykjavíkurkjördæmi suður:

 1. Svandís Svavarsdóttir, alþingismaður.
 2. Kolbeinn Óttarsson Proppé, ráðgjafi.
 3. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur.
 4. Gísli Garðarson, fornfræðingur.
 5. Ugla Stefanía Jónsdóttir, fræðslustýra Samtakanna 78.
 6. René Biasone, teymisstjóri hjá Umhverfisstofnun.
 7. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, sérfræðingur í almannavörnum hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.
 8. Alvin Níelsson, sjómaður.
 9. Elísabet Indra Ragnarsdóttir, tónlistarfræðingur.
 10. Guðmundur Ingi Þorvaldsson, leikari.
 11. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari.
 12. Indriði Haukur Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri.
 13. Guðrún Yrsa Ómarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
 14. Björgvin Gíslason, gítarleikari.
 15. Þóra Magnea Magnúsdóttir, sérfræðingur hjá Samgöngustofu.
 16. Egill Ásgrímsson, pípulagningameistari.
 17. Steinunn Rögnvaldsdóttir, mannauðsráðgjafi.
 18. Jón Axel Sellgren, mannfræðinemi.
 19. Halldóra Björt Ewen, framhaldsskólakennari.
 20. Úlfar Þormóðsson, rithöfundur.
 21. Drífa Snædal framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
 22. Jónsteinn Haraldsson, skrifstofumaður.

 

Ari Trausti er oddviti VG á Suðurlandi.

Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur verður í 1. sæti á framboðslista í Suðurkjördæmi.  Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi í 2. sæti og Daníel Arnarson, háskólanemi í 3. sæti.  Framboðslistinn var  samþykktur í dag.
Tillaga uppstillinganefndar Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi vegna Alþingiskosninga þann 29. október 2016 var samþykkt á félagsfundi í Selinu á Selfossi í dag.
Framboðslistinn er þannig skipaður:
1. Ari Trausti Guðmundsson, jarðfræðingur, Reykjavík.
2. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, sauðfjárbóndi og sveitarstjórnarfulltrúi, Skaftárhreppi.
3. Daníel E. Arnarsson, háskólanemi, Hafnarfjörður.
4. Dagný Alda Steinsdóttir, innanhúsarkitekt, Reykjanesbæ.
5. Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, Vestmannaeyjar.
6. Þorvaldur Örn Árnason, eftirlaunamaður, Reykjanesbæ.
7. Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir, nemi, Höfn í Hornafirði.
8. Gunnar Þórðarson, tónskáld, Reykjavík.
9. Hildur Ágústsdóttir, kennari, Rangárþing eystra.
10. Gunnhildur Þórðardóttir, myndlistarmaður, Reykjanesbæ.
11. Einar Sindri Ólafsson, háskólanemi, Selfossi.
12. Ida Løn, framhaldsskólakennari, Ölfusi.
13. Ester Bíbí Ásgeirsdóttir, tónlistarkona, Hafnarfirði.
14. Einar Bergmundur Arnbjörnsson, þróunarstjóri, Ölfusi.
15. Anna Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Selfoss.
16. Jónas Höskuldsson, öryggisvörður, Vestmannaeyjar.
17. Steinarr Guðmundsson, verkamaður, Höfn í Hornafirði.
18 Svanborg Jónsdóttir, dósent, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
19. Björn Haraldsson, verslunarmaður, Grindavík.
20. Guðfinnur Jakobsson, bóndi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.