VinstraGrænt grill á Messanum

Vinstri græn hittast í grillveislu á morgun, laugardag 14. október, kl. 14.30-16.00 úti á Granda, nánar tiltekið á Messanum, þar verður skemmtun, stjórnmál, pulsur og gleði. Birna Þórðardóttir skipuleggur skemmtunina sem nánar má fræðast um hér.

 

 

Vinstrigræn í Reykjavík veifa grillgræjum á Messanum, Grandagarði 8 – við hliðina á Sjóminjasafninu.

 

Frambjóðendur mæta og fá örtíma – hámark tvær mínútur – til sjálfvalinnar framsagnar:

Katrín, Svandís, Kolbeinn, Eydís, Halla og Andrés Ingi sýna færni í tímamarkaðri tjáningu. Verða á staðnum til skrafs og ráðagerða, þannig að – um að gera að mæta og veita frambjóðendum stuðning og gefa góð ráð!

 

Beinar tilbúnar spurningar – tveggja mínútna svar – spurningum svara:

Indriði H. Þorláksson: Hvernig skutla menn peningum í skattaskjól?

Drífa Snædal: Hvernig er fólk flutt til landsins í þrældóm?

Úlfar Þormóðsson: Hvernig lifir maður lífið af?

 

Tónlistin á sinn sess

 

Boðið verður upp á pylsur, sætar kartöflur, gulrætur & tilheyrandi

 

Öll drykkjarföng – að undanskildu vatninu – seld á barnum

 

“Ætlarðu að nenna að gefast upp? Ekki? Fínt – þá er bara að halda áfram.”

 

Flokksráð kosið á landsfundi 2017

Talningu frambjóðenda í Flokksráð úr kosningum á Landsfundi nú um helgina lauk í gærkvöld. Eftirtaldir 40 aðalmenn og 10 varamenn voru kosnir í flokksráðið og skipa það fram að næsta landsfundi, ásamt kjörnum fulltrúum hreyfingarinnar.

 

Stefán Pálsson                                           RVK

Kristín Sigfúsdóttir                                    NA

Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir                NV

Silja Snædal Drífudóttir                           UVG

Auður Lilja Erlingsdóttir                          RVK

Berglind Häsler                                          NA

Hildur Traustadóttir                                 NV

Orri Páll Jóhannsson                               RVK

Þóra Elfa Björnsson                                 SV

Þóra Magnea Magnúsdóttir                   RVK

Einar Ólafsson                                          SV

Anna Sigríður Valdimarsdóttir             S

Bjarki Þór Grönfeldt                               UVG

Indriði Þorláksson                                  RVK

Þorvaldur Örn Árnason                         S

Hreindís Ylva Garðarsdóttir                UVG

Torfi Hjartarson                                     RVK

Dagný Alda Steinsdóttir                        S

Cecil Haraldsson                                    NA

Rósa Björg Þorsteinsdóttir                  SV

Ragnar Auðun Árnason                        UVG

Amid Derayat                                          SV

Gísli Garðarson                                      UVG

Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir     UVG

Björg Baldursdóttir                              NV

Guðný Hildur Magnúsdóttir              NV

Alfa Dröfn Jóhannsdóttir                   NA

Þórveig Traustadóttir                         NA

Steinunn Rósa Guðmundsdóttir      NV

Iðunn Garðardóttir                             RVK

Gyða Dröfn Hjaltadóttir                    UVG

Gunnhildur Þórðardóttir                   S

Sigurbjörg Gísladóttir                        RVK

Margrét Júlía Rafnsdóttir                SV

Sigrún Fossberg Arnardóttir           NV

Ásrún  Ýr Gestsdóttir                        NA

Steinar Harðarson                             RVK

Friðrik Aspelund                                NV

Bjarni Þóroddsson                             UVG

Sigmundur Sigfússon                        NA

….

Edda Björnsdóttir                              RVK

Dagrún Jónsdóttir                             UVG

Kristján Ketill Stefánsson                SV

Helgi Hrafn Ólafsson                        SV

Jakob S. Jónsson                               RVK

Ingi Hans Jónsson                             NV

Vilhelm Mikael Vestmann               UVG

Svava Hrönn Guðmundsdóttir       SV

Egill Thorlacius                                  NA

Ragnar Karl Jóhannsson                 RVK

Ályktanir landsfundar 2017

Fjöldi ályktana var samþykktur á tíunda landsfundi VG sem fram fór í Reykjavík um liðna helgi og eru þær nú allar birtar hér. Í almennri stjórnmálaályktun kallaði fundurinn eftir stefnubreytingu í íslensku samfélagi og áréttaði að fráfarandi ríkisstjórnarflokkar setti fram sína stefnu í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fyrir þingið áður en stjórnin sprakk. „Áfram stóð til að þrengja verulega að heilbrigðiskerfinu, skólunum, vegakerfinu og kjörum aldraðra og öryrkja. Stefnubreytingar er þörf í öllum þessum málaflokkum,“ segir í ályktuninni.

Tólf ályktanir voru samþykktar um umhverfismál og einnig var ályktað um jafnréttismál, alþjóða- og mannréttindamál, velferðar- og heilbrigðismál, mennta- og menningarmál, samgöngu- og sveitarstjórnarmál, atvinnumál, vinnumarkaðs- og verkalýðsmál, húsnæðismál, lækkun kosningaaldurs og jöfn tækifæri og lífsgæði fyrir ungt fólk. Þá sendi fundurinn ICAN, samtök sem berjast gegn kjarnorkuvopnum, hamingjuóskir með friðarverðlaun Nóbels.

Smelltu hér til að lesa allar samþykktar ályktanir.

Smelltu hér til að lesa nýjar stefnur sem voru samþykktar á fundinum.

Smelltu hér til að lesa kosningaáherslur VG 2017.

  Nýkjörinn varaformaður VG í baráttusæti í NA-kjördæmi

             

 

Framboðslisti Vinstri grænna í NA-kjördæmi var samþykktur einróma á aukafundi kjördæmisráðs á Akureyri í kvöld.

 

 

 

 1. Steingrímur Jóhann Sigfússon, alþingismaður, Gunnarsstöðum.

 

 1. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, Ólafsfirði.

 

 1. Ingibjörg Þórðardóttir, framhaldsskólakennari, Neskaupstað.

 

 1. Edward H. Huijbens, varaformaður Vinstri grænna, prófessor, Akureyri.

 

 1. Óli Halldórsson, forstöðumaður og sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.

 

 1. Berglind Häsler, bóndi og matvælaframleiðandi, Djúpavogshreppi.

 

 1. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi, Akureyri.

 

 1. Sindri Geir Óskarsson, guðfræðingur, Dæli.

 

 1. Þuríður Skarphéðinsdóttir, hjúkrunarfræðingur, Egilsstöðum.

 

 1. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari, Reyðarfirði.

 

 1. Aðalbjörn Jóhannsson, nemi, Húsavík.

 

 1. Helgi Hlynur Ásgrímsson, sjómaður, Borgarfirði eystri.

 

 1. Jóna Björg Hlöðversdóttir, bóndi og varaformaður Ungra bænda,        Björgum.

 

 1. Tryggvi Kristbjörn Guðmundsson, smiður, Dalvík.

 

 1. Sif Jóhannesdóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og     sveitarstjórnarfulltrúi, Húsavík.

 

 1. Björn Halldórsson, bóndi, Akri, Vopnafirði.

 

 1. Þórunn Hrund Óladóttir, kennari, Seyðisfirði.

 

 1. Hrafnkell Freyr Lárusson, doktorsnemi, Breiðdalsvík.

 

 1. Þorsteinn V. Gunnarsson, sérfræðingur hjá Rannís og fyrrv. rektor, Akureyri.

 

 1. Kristín Sigfúsdóttir, fyrrv. framhaldsskólakennari og bæjarfulltrúi, Akureyri.

Gerum betur – kosningaáherslur Vinstri grænna

„Við tölum fyrir samfélagi fyrir alla og hluti af því er að skattkerfið sé réttlátt, að almenningur í þessu landi geti lifað góðu lífi á sanngjörnum launum sem duga til að ná endum saman og innviðirnir standi undir nafni,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna þegar hún kynnti kosningaáherslur hreyfingarinnar á komandi kosningum á landsfundi í dag. „Í velferðinni sem við eigum saman felast verðmætin fyrir fjölskyldunar í landinu. Það eru verðmætin að geta gengið að heilbrigðisþjónustu og menntun – að geta treyst því að samfélagið grípi fólk. Þetta verður stóra málið ásamt metnaðarfullum markmiðum í umhverfismálum,“ sagði Katrín. Kosningaáherslurnar má finna hér í heild sinni.

Landsfundi Vinstri grænna var slitið klukkan 16 í dag.

,

Stjórnmálaályktun frá landsfundi VG

Landsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs haldinn á Grand hótel 6.-8. október undirstrikar að komandi kosningar eru ákall um stefnubreytingu í íslensku samfélagi.

Ríkisstjórnarflokkarnir lagt fram fjárlagafrumvarp en í því má sjá stefnu fráfarandi ríkisstjórnarflokka. Áfram stóð til að þrengja verulega að heilbrigðiskerfinu, skólunum, vegakerfinu og kjörum aldraðra og öryrkja. Stefnubreytingar er þörf í öllum þessum málaflokkum.

Meiri þunga þarf að leggja í raunverulegar úrbætur í umhverfis- og náttúruverndarmálum þar sem stefnt skal að kolefnishlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Það er bæði raunhæft og skýrt markmið sem hægt er að ná í samvinnu við sveitarfélögin og atvinnulífið.

Það þarf stefnubreytingu í kynferðisbrotamálum, en stjórnarslitin spruttu ekki síst af háværri umræðu brotaþola kynferðisbrota og aðstandenda þeirra sem kröfðust þess að uppreist æra brotamanna yrði endurskoðið. Í kjölfar þessa hljótum við að horfa til þess að styrkja stöðu brotaþola umtalsvert í samfélaginu öllu en ekki síst í réttarkerfinu. Breyting á hegningarlögum á nýliðnu þingi þar sem uppreist æra var felld úr lagatextanum er fyrsta skrefið af mörgum til úrbóta í þessum málaflokki.

Ný stefna er það sem íslenskt samfélag þarf og á skilið. Vinstri græn bjóða nú fram sterka lista með skýra stefnu í þágu fólksins í landinu.

 • Við viljum samfélag þar sem arðurinn af auðlindunum á að renna í sameiginlega sjóði og skattkerfið á að nýta til að jafna kjör.
 • Við viljum samfélag þar sem allir eiga möguleika á að njóta hæfileika sinna og taka þátt á eigin forsendum.
 • Við viljum samfélag þar sem ákvarðanir eru gagnsæjar, rekjanlegar og skiljanlegar öllum almenningi.
 • Við viljum samfélag þar sem efnahagur kemur aldrei í veg fyrir að fólk geti lært það sem hugur þess stendur til.
 • Við viljum samfélag þar sem enginn þarf að neita sér um heilbrigðisþjónustu eða lyf vegna fátæktar.
 • Við viljum samfélag þar sem húsnæði er til fyrir alla og þar sem ungar fjölskyldur sjá fjölda spennandi möguleika til að vaxa og dafna.
 • Við viljum samfélag þar sem matvælaframleiðsla er í sátt við umhverfið og vistspor er í lágmarki.
 • Við viljum samfélag þar sem búseta er um allt land og atvinnulífið einkennist af nýsköpun og fjölbreytni.
 • Við viljum samfélag þar sem stjórnvöld eru traustsins verð og standa með almenningi í landinu.
 • Við viljum réttlátt samfélag fyrir fólkið í landinu.
 • Við viljum leiða góða ríkisstjórn fyrir fólkið í landinu, fyrir náttúruna og framtíðina.

 

Nýjar stefnur í sex málaflokkum

Vinstri græn samþykktu nýja stefnu í sex málaflokkum á landsfundi sínum um helgina. Nú standa yfir umræður um ályktanir sem verða birtar hér á síðunni strax eftir helgina. Á landsfundinum hafa Vinstri græn áréttað stefnu sína um að byggja upp heilbrigt atvinnulíf og öflugt velferðar-, heilbrigðis- og menntakerfi. Sjálfbærni og félagslegt réttlæti eru meginstef í allri stefnumótun VG.

Smelltu hér til að lesa nýja stefnu í atvinnumálum, efnahagsmálum, neytendamálum orkumálum, sjávarútvegsmálum og vinnumarkaðs- og verkalýðsmálum.

Smelltu hér til að lesa eldri stefnur VG.

Síðar í dag verða kosningaáherslur VG 2017 birtar hér á síðunni.

Kveðja á landsfund frá Birni Val Gíslasyni

Kveðja frá Birni Val Gíslasyni.

Ágætu landsfundargestir.

Ég þakka formanni og fráfarandi stjórn samstarfið á liðnum árum og óska jafnframt nýrri stjórn og framvarðasveit Vinstri grænna alls hins besta í sínum störfum.

Ég vænti þess að Vinstri græn fái góða kosningu síðar í mánuðinum. Það mun hinsvegar ekki gerast af sjálfu sér. Stjórnmál mega aldrei verða að notalegu hjali milli pólitískra andstæðinga, heldur verða alltaf að eiga sér stað átök um stefnur og pólitískar áherslur. Því hvet ég ykkur öll, sem og félaga okkar um land allt til að vera föst fyrir og órög að efna til pólitískra átaka um stefnumál Vinstri grænna á þeim fáu dögum sem eftir eru til kosninga og skerpa þannig á valkostunum sem kjósendur standa frammi fyrir.

Þjóðin á það skilið að Vinstrihreyfingin – grænt framboð verði í forsæti nýrrar ríkisstjórnar að loknum kosningum.

Ég bið ekki um meira – í bili.

Bestu kveðjur til ykkar allra.

Niður með íhaldið.

Björn Valur Gíslason

 

 

 

 

Edward Huijbens kjörinn varaformaður

„Það mikilvægasta sem stjórnmálamaðurinn býr að er traust, og þið hafið sýnt mér mikið traust hér í dag kæru félagar og það umboð mun ég fara vel með,“ sagði Edward Hákon Huijbens nýkjörinn varformaður Vinstri grænna í þakkarræðu sinni á landsfundi í dag. „Ég er kominn til þess að vinna fyrir hreyfinguna, málstaðinn og framtíðina.“

Edward, sem er 41 árs prófessor við Háskólann á Akureyri, hlaut 148 atkvæði en Óli Halldórsson 70 og fimm atkvæði voru auð. Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörin formaður Vinstri grænna rétt eins og Elín Oddný Sigurðardóttir í stöðu ritara og Una Hildardóttir í stöðu gjaldkera.

Einnig voru kjörnir sjö meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna og fjórir til vara.  Þau Ingibjörg Þórðardóttir (200 atkvæði), Óli Halldórsson (199), Rúnar Gíslason (161), Daníel E Arnarson (158), Álfheiður Ingadóttir (156), Anna Guðrún Þórhallsdóttir (135) og Margrét Pétursdóttir (129) voru kjörnir meðstjórnendur. Þeir Bjarni Jónsson (103), Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson (92), Ingvar Arnarson (90) og Ragnar Karl Jóhannsson (63) og voru kjörnir varamenn.

Ný stjórn Vinstri grænna er því eftirfarandi:

 • Katrín Jakobsdóttir formaður.
 • Edward Hákon Huijbens varaformaður.
 • Elín Oddný Sigurðardóttir ritari.
 • Una Hildardóttir gjaldkeri.
 • Ingibjörg Þórðardóttir.
 • Óli Halldórsson.
 • Rúnar Gíslason.
 • Daníel E Arnarson.
 • Álfheiður Ingadóttir.
 • Anna Guðrún Þórhallsdóttir.
 • Margrét Pétursdóttir.

Varmenn í stjórn:

 • Bjarni Jónsson.
 • Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson.
 • Ingvar Arnarson.
 • Ragnar Karl Jóhannsson.