Listi VG í Hafnarfirði samþykktur

Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Hafnarfirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.
Samþykktur á félagsfundi þann 19. mars 2018.
1. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Fjölnir Sæmundsson, lögreglufulltrúi og varaþingmaður
3. Kristrún Birgisdóttir, sérfræðingur í framhaldsskólamálum
4. Júlíus Andri Þórðarson, laganemi
5. Valgerður Bláklukka Fjölnisdóttir, hjúkrunarnemi
6. Davíð Arnar Stefánsson, verkefnastjóri hjá Landgræðslu ríkisins
7. Elsa Sigríður Þorvaldsdóttir, iðjuþjálfi
8. Daníel E. Arnarsson, framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78
9. Agnieszka Sokolowska, bókasafnsfræðingur
10. Árni Áskelsson, tónlistarmaður
11. Þórdís Andrésdóttir, íslenskunemi
12. Christian Schultze, umhverfis- og skipulagsfræðingur
13. Jóhanna Marín, sjúkraþjálfi og leiðsögumaður
14. Árni Stefán Jónsson, formaður SFR
15. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði
16. Þorbjörn Rúnarsson, áfangastjóri og tenór
17. Hlíf Ingibjörnsdóttir, leiðsögumaður
18. Sigurbergur Árnason, arkítekt og leiðsögumaður
19. Damian Davíð Krawczuk, túlkur og hundaræktandi
20. Birna Ólafsdóttir, skrifstofustjóri
21. Gestur Svavarsson, bankamaður
22. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri ASÍ og fyrrverandi bæjarstjóri

Stjórnmál í sveit og borg – spjalltímar

 

Stjórnmálamenn VG stefna að víðtæku samtali við félaga í VG og allan almenning nú í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga. Opið hús er í höfuðstöðvunum á Hallveigarstöðum, þar sem verðandi og verandi sveitarstjórnarfulltrúar og þingmenn taka á móti gestum í kaffispjall.  Á Hallveigarstöðum eru spjallið frá 17 – 19.  Sami háttur verður hafður á víða um land, td. er opið hús í Brekkugötu sjö á Akureyri, alla miðvikudaga á milli klukkan 15.00 og 18.00. Þar er öllum velkomið að yfirheyra bæjarfulltrúa VG á Akureyri um pólitíkina framundan! Kosningaskrifstofur opnast svo ein af annarri og verður frá því greint sérstaklega, á kosningasíðunni x18.vg.is.

Í dag er opið hús á Akureyri, þar tekur Sóley Björk Stefánsdóttir, formaður sveitarstjórnarráðs á móti gestum, en á Hallveigarstöðum í Reykjavík verða Elín Oddný Sigurðardóttir, fulltrúi VG í borginni og 2. á lista fyrir borgarstjórnarkosningar, ásamt Lilju Rafneyju Magnúsdóttur.

OPNU HÚSIN eru á tveimur stöðum í dag.  MIÐVIKUDAG.

, ,

Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Kópavogi

Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.
Samþykktur á félagsfundi þann 6. mars 2018

1. Margrét Júlía Rafnsdóttir, f. 1959 bæjarfulltrúi, umhverfisfræðingur og kennari
2. Amid Derayat, f. 1964, fiskifræðingur
3. Rósa Björg Þorsteinsdóttir, f. 1956, kennari, M.ed. í fjölmenningarfræðum
4. Pétur Fannberg Víglundsson, f. 1983, verslunarstjóri
5. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, f. 1982, félagsráðgjafi
6. Hreggviður Norðdahl, f. 1951, jarðfræðingur
7. Bragi Þór Thoroddsen, f. 1971, lögfræðingur
8. Helgi Hrafn Ólafsson, f. 1988 íþróttafræðingur
9. Anna Þorsteinsdóttir, f. 1983, landvörður og leiðsögumaður
10. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, f. 1976, uppeldis- menntunar- og fjölskyldufræðingur
11. Rakel Ýr Ísaksen, f. 1976, leikskólakennari, sérkennslustjóri í leikskóla
12. Margrét S. Sigbjörnsdóttir, f. menntaskólakennari
13. Einar Ólafsson, f. 1949, rithöfundur og fyrrverandi bókavörður
14. Mohammed Omer Ibrahim, f. 1960, jarðfræðingur og sjálfboðaliði hjá Rauða kross Íslands
15. Helga Reinhardsdóttir,f. 1949, skjalavörður
16. Signý Þórðardóttir, f. 1961, þroskaþjálfi,
17. Gísli Baldvinsson, f. 1948 kennari og stjórnmálfræðingur
18. Gísli Skarphéðinsson, f. 1944, fyrrverandi skipstjóri
19. Þuríður Backman, f. 1948, fyrrverandi alþingismaður
20. Þóra Elfa Björnsson, f. 1939, setjari
21. Steinar Lúðvíkson, f. 1936, ellilífeyrisþegi
22. Ólafur Þór Gunnarsson, f. 1963, öldrunarlæknir og þingmaður

,

Markviss nýting fjármuna. Heilbrigðisráðherra skrifar.

Ríkisendurskoðun birti í vikunni skýrslu til alþingis um Sjúkratryggingar Íslands sem kaupanda heilbrigðisþjónustu. Skýrslan inniheldur ábendingar af ýmsum toga, en einkum ábendingar er snúa að því að gera þurfi ráðstafanir til að bæta samninga Sjúkratrygginga Íslands. Skýrslan verður að minni beiðni rædd á vettvangi alþingis á næstu vikum.
Það er mat Ríkisendurskoðunar að umræddir samningar tryggi ekki nægilega markviss kaup ríkisins á heilbrigðisþjónustu. Þar af leiðandi verði ekki séð að samningarnir nái því markmiði að stuðla að skilvirkni og markvissri nýtingu fjármagns í heilbrigðiskerfinu.
Skýrslan inniheldur einnig ábendingar til velferðarráðuneytisins. Ábendingar Ríkisendurskoðunar varða annars vegar stefnumörkun og hins vegar verkaskiptingu við gerð samninga. Að mati Ríkisendurskoðunar þarf að marka heildstæða stefnu um heilbrigðisþjónustu, sem Sjúkratryggingar Íslands geta byggt á við gerð samninga. Ákveða þurfi hvaða þjónustu heilbrigðisstofnanir ríkisins eiga að veita og hvaða þjónustu eigi að kaupa af öðrum aðilum, og í hvaða magni.
Ábending Ríkisendurskoðunar sem snýr að stefnumörkun í heilbrigðiskerfinu er réttmæt og góð brýning fyrir heilbrigðisráðuneytið. Nú þegar er hafin vinna við gerð heilbrigðisstefnu innan heilbrigðisráðuneytisins. Ég hef áður talað fyrir því að góð heilbrigðisþjónusta byggi á skýrri heilbrigðisstefnu, sem sé hluti af samfélagssáttmálanum.
Stefnu sem lifir af kosningar og breytingar í landsstjórninni og snýst um jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu án tillits til efnahags eða búsetu og þar sem almannafé er skynsamlega ráðstafað. Ábendingar Ríkisendurskoðunar eru því í fullu samræmi við mínar áherslur og forgangsröðun í embætti heilbrigðisráðherra.
Ríkisendurskoðun beinir því einnig til ráðuneytisins að tryggja þurfi eðilega verkaskiptingu við gerð samninga. Styðja þurfi við Sjúkratryggingar Íslands sem faglegan samningsaðila á grundvelli heildstæðrar stefnumörkunar ráðuneytisins. Líkt og fram hefur komið af hálfu ráðuneytisins hefur verið unnið að því á síðustu misserum að skerpa á verkaskiptingu og ábyrgðarskilum við gerð samninga og mun ráðuneytið halda þeirri vinnu áfram í samstarfi við Sjúkratryggingar Íslands. Ráðuneytið muni í því sambandi taka athugasemdir og ábendingar Ríkisendurskoðunar sem fram koma í skýrslu stofnunarinnar til skoðunar.
Gerð heildstæðrar heilbrigðisstefnu, sem samþykkt verður á alþingi í þverpólitískri sátt af hálfu allra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á þinginu, er því bæði gott og nauðsynlegt skref í átt að bættri heilbrigðisþjónustu fyrir alla, og góðri nýtingu fjármagns í heilbrigðiskerfinu.

VG stillir upp í Árborg

Félagsfundur VG í Árnessýslu ákvað á fundi í gærkvöld að stilla upp á lista í Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Margrét Magnúsdóttir, Einar Sindri Ólafsson, Anna Gunnarsdóttir, Einar Bergmundur Þorgerðar og Bóasarson og Almar Sigurðsson voru kosin í uppstillingarnefnd. Sá síðastnefndi er formaður.

Almar segir stefnt að því að kynna framboðslistann 5. apríl. Á fundinum var einnig ákveðið að vinna að opnun kosningamiðstöðvar á Selfossi um mánuði fyrir kosningar, þegar framboðslistinn liggur fyrir.

 

, ,

Niðurstöður forvals hjá VG í Reykjavík

Í dag fór fram rafrænt forval hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 1700. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí næstkomandi. Atkvæði greiddu 493, tvö atkvæði voru auð og tvö ógild.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti Líf Magneudóttir.
2. sæti Elín Oddný Sigurðardóttir.
3. sæti Þorsteinn V. Einarsson.
4. sæti Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm.
5. sæti René Biasone.

Atkvæði skiptust með eftirfarandi hætti á milli frambjóðenda í hvert sæti:
1. sæti
Líf Magneudóttir fékk flest atkvæði, 401, í 1. sæti. Næst var Elín Oddný Sigurðardóttir með 36 atkvæði.
2. sæti
Elín Oddný Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í 1. til 2. sæti, 311 atkvæði, og hlýtur því annað sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 99 atkvæði.
3. sæti
Þorsteinn V. Einarsson hlaut flest atkvæði í 1. til 3. sæti, 164 atkvæði, og hlýtur því þriðja sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 127 atkvæði.
4. sæti
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm hlaut flest atkvæði í 1. til 4. sæti, 210 atkvæði, og hlýtur því fjórða sæti. Næstur varGústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 163 atkvæði.
5. sæti
René Biasone hlaut flest atkvæði í 1. til 5. sæti, 218 atkvæði, og hlýtur því fimmta sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 181 atkvæði í 1. til 5. sæti. Þar á eftir kom Björn Teitsson, Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, Hermann Valsson, Ragnar Karl Jóhansson og Jakob S. Jónsson.

Valið er leiðbeinandi og leggur kjörnefnd endanlegan lista með 46 frambjóðendum fyrir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

,

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur skipað stýrihóp um heildstæðar úrbætur að því er varðar kynferðislegt ofbeldi. Meginhlutverk hópsins er að beita sér fyrir framsæknum og samhæfðum aðgerðum stjórnvalda gegn kynferðislegu ofbeldi og kynferðislegri og kynbundinni áreitni og að Ísland sé í fremstu röð í baráttunni gegn hvers kyns kynbundnu ofbeldi.

Viðfangsefni stýrihópsins verður meðal annars að gera tillögur um útfærslu á aðgerðum sem kveðið er á um í nýrri aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins og taka afstöðu til frekari úrbóta. Einnig skal stýrihópurinn fylgjast með framkvæmd áætlunarinnar og beita sér fyrir fullnægjandi fjármögnun hennar. Þá mun stýrihópurinn beita sér fyrir fullgildingu samnings Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi (Istanbúl-samningsins) og gera tillögu um samræmd viðbrögð stjórnvalda við #metoo-byltingunni, bæði er lýtur að samfélaginu í heild og að Stjórnarráðinu og stofnunum þess sem vinnuveitanda. Loks er hópnum falið að móta stefnu um aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi.

Stýrihópurinn mun vera forsætisráðherra og ráðherranefnd um jafnréttismál til ráðgjafar í stefnumótun er lýtur að kynferðislegu ofbeldi, kynbundnu ofbeldi og kynferðislegri áreitni í íslensku samfélagi og jafnframt er gert ráð fyrir að allt að 5 milljónum kr. verði varið í sérstök forgangsverkefni sem stýrihópurinn mun vinna að á þessu ári.

Formaður hópsins er Halla Gunnarsdóttir, fulltrúi forsætisráðuneytis, en auk hennar eiga sæti í stýrihópnum fulltrúar dómsmálaráðuneytis, velferðarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og utanríkisráðuneytis.

Gert er ráð fyrir að hópurinn skili verkáætlun til þriggja ára, ásamt yfirliti yfir stöðu verkefnanna og eftir atvikum tillögum um úrbætur og verkefni, til ráðherranefndar um jafnréttismál, eigi síðar en 1. september nk.

, ,

Langtímasýn um fjöregg þjóðarinnar.

Einn mesti auður Íslendinga felst í náttúru landsins. Hún er og hefur verið undirstaða velmegunar, atvinnulífs og afkomu þjóðarinnar um aldir. Þá hefur hún mikið aðdráttarafl fyrir þá sem vilja njóta þeirrar ómetanlegu fegurðar sem landslag, jarðmyndanir, gróður, lífríki og önnur undur íslenskrar náttúru hafa upp á að bjóða. Stöðugur og sívaxandi straumur ferðamanna á náttúrusvæðum landsins er ein skýrasta birtingarmynd þessa.

Öll höfum við notið góðs af þeirri hagsæld sem auknar heimsóknir ferðamanna hingað til lands hafa haft í för með sér. Á sama tíma er brýnt að gæta að því að aukið álag vegna heimsókna ferðamanna valdi því ekki að náttúran beri skaða af. Það þarf að gæta fjöreggsins af kostgæfni.

Nýrri landsáætlun um uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum, til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum, er einmitt ætlað að takast á við þetta verkefni. Drög að áætluninni voru lögð fram til kynningar á nýrri samráðsgátt Stjórnarráðsins á dögunum en um er að ræða stefnumarkandi áætlun til tólf ára sem gert er ráð fyrir að verði samþykkt sem þingsályktun frá Alþingi síðar í vor. Samhliða áætluninni er einnig í kynningu þriggja ára verkefnaáætlun, þar sem settar eru fram tillögur að verkefnum á ferðamannastöðum, sem lagt er til að njóti fjárstuðnings á árunum 2018-2020, auk tillagna um eflda landvörslu. Einnig verður fjármagni veitt í að leiðbeina við gerð innviða svo þeir falli sem best að landslagi og náttúru.

Um tímamót er að ræða því þetta er í fyrsta sinn sem tekið er á auknu álagi á náttúru landsins af völdum aukins ferðamannaþunga með heildstæðum og samræmdum hætti og með langtímamarkmið að leiðarljósi. Þannig er áætluninni ætlað að veita yfirsýn yfir brýnustu verkefnin á þessu sviði og tryggja að því fjármagni sem ætlað er til innviðauppbyggingar sé varið með sem skilvirkustum hætti. Ég vil hvetja alla til að kynna sér drögin að lands­áætluninni á samradsgatt.island.is, en þar má einnig skila umsögnum til 26. febrúar næstkomandi.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.

Viðtalstími – á Hallveigarstöðum

Þingmennirnir Kolbeinn Óttarsson Proppé og Una Hildardóttir, sem nú situr inni á þingi sem varamaður fyrir Ólaf Þór Gunnarsson, í SV-kjördæmi,  ræða stjórnmálin við gesti og gangandi í fyrsta viðtalstíma ársins í höfuðstöðvum Vinstri grænna á Hallveigarstöðum klukkan fimm í dag.  Viðtalstímar stjórnmálamanna verða fastir  liðir fram að sveitarstjórnarkosningum á hálfsmánaðarfresti.

Allir eru velkomnir að Túngötu 14, í dag þar sem færi gefst á að spyrja stjórnmálamennina um allt milli himins og jarðar.  Friðrik Dagur Arnarson, félagi í Vinstri grænum í Reykjavík, stjórnar umræðunum og sér til þess að gestir komi sínum málum að í umræðunum.