Listi NV samþykktur í Bjarkalundi.

​ ​ Fjölmennur fundur kjördæmisráðs VG í Norðvesturkjördæmi, haldinn á Hótel Bjarkalundi, samþykkti rétt í þessu eftirfarandi framboðslista, að tillögu kjörnefndar, vegna komandi alþingiskosninga:

 

 1. Lilja Rafney Magnúsdóttir, alþingismaður, Suðureyri.
 2. Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi og forstöðumaður, Skagafirði.
 3. Rúnar Gíslason, háskólanemi, Borgarnesi.
 4. Dagrún Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðingur og yfirnáttúrubarn, Hólmavík.
 5. Dagný Rósa Úlfarsdóttir, bóndi á Ytra-hóli og kennari, Skagabyggð.
 6. Hjördís Pálsdóttir, safnstjóri, Stykkishólmi.
 7. Reynir Eyvindsson, verkfræðingur, Akranesi.
 8. Þröstur Þór Ólafsson, framhaldsskólakennari, Akranesi.
 9. Sigríður Gísladóttir, dýralæknir, Ísafirði.
 10. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir, kennari, Reykholtsdal, Borgarbyggð.
 11. Bjarki Hjörleifsson, athafnamaður, Stykkishólmi.
 12. Eyrún Baldursdóttir, hjúkrunarfræðinemi, Borgarnesi.
 13. Matthías Sævar Lýðsson, bóndi á Húsavík, Strandabyggð.
 14. Lárus Ástmar Hannesson, kennari og sveitarstjórnarfulltrúi, Stykkishólmi.
 15. Guðný Hildur Magnúsdóttir, félagsmálastjóri, Bolungarvík.
 16. Guðbrandur Brynjúlfsson, bóndi á Brúarlandi, Mýrum í Borgarbyggð.

Sex efstu í forvali í SV

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, er áfram oddviti SV-kjördæmis eftir yfirburðasigur í forvali í Flensborgarskóla í kvöld. Ólafur Þór Gunnarsson, læknir, hélt öðru sætinu, en fjórir buðu sig fram í það sæti.  Ólafur hlaut meirihluta atkvæða strax í fyrstu umferð. Una Hildardóttir, hélt þriðja sætinu en mjótt var á munum milli hennar og Esterar Bíbí Ásgeirsdóttur, og var kosið í tveimur umferðum.  Fjölnir Sæmundsson varð í fjórða sæti, en Ester Bíbí Ásgeirsdóttir í fimmta.  Margrét Pétursdóttir, var kosin í sjötta sæti listans. Gengið verður frá uppröðun í neðri sæti listans á morgun.

Listar VG í Reykjavík kynntir í nýrri kosningamiðstöð.

Framboðslistar VG

Listar VG í Reykjavíkurkjördæmunum verða kynntir á félagsfundi VGR, miðvikudaginn 4. október. Fundurinn verður haldinn í nýju kosningamiðstöðinni, Þingholtsstræti 27. Fyrsti framboðslisti VG var samþykktur um helgina, forval er í Suðvesturkjördæmi í kvöld 2. október, þar sem kosið er um sex efstu sætin.  Listi NV-kjördæmis verður lagður fram til samþykktar á morgun í Bjarkalundi 3 október. Og síðasti listinn til samþykktar er listi Norðvesturkjördæmis sem verður lagður fram mánuadaginn 9. október. SEm er daginn eftir landsfund hreyfingarinnar sem haldinn verður á Grand Hótel í Reykjavík. 6 – 8 október.

Listi VG í Suðurkjördæmi

Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður, leiðir áfram lista VG í Suðurkjördæmi fyrir Alþingiskosningarnar. Kjördæmisráðið samþykkti listann á Selfossi nú um helgina og er þetta fyrsti listi VG sem birtur er fyrir þessar kosningar. Sömu einstaklingar og áður skipa efstu sæti listans, en næst á eftir koma nýir frambjóðendur inn. Heiða Guðný Ásgeirsdóttir er í öðru sæti, Daníel E. Arnarson í þriðja og Dagný Alda Leifsdóttir í skipar fjórða sætið.  Listar VG birtast einn af öðrum á næstu dögum. Forval verður í SV-kjördæmi um sex efstu sætin þar, listi NV-kjördæmis verður borinn upp til samþykktar á þriðjudag og í dag var ákveðið að listi Norðausturkjördæmis yrði borinn upp 9. oktober. Daginn eftir landsfund.

 

Framboðslisti Suðurkjördæmi
Ari Trausti Guðmundsson Jarðfræðingur
Heiða Guðný Ásgeirsdóttir Sauðfjárbóndi
Daníel E. Arnarsson Framkvæmdastjóri
Dagný Alda Steinsdóttir Innanhúsarkitekt
Helga Tryggvadóttir Náms- og starfsráðgjafi
Gunnar Marel Eggertsson Skipasmíðameistari
Sigríður Þórunn Þorvarðardóttir Nemi
Gunnar Þórðarson Tónskáld
Hildur Ágústsdóttir Kennari
Gunnhildur Þórðardóttir Myndlistamaður
Einar Sindri Ólafsson Háskólanemi
Ida Løn Framhaldsskólakennari
Hólmfríður Árnadóttir Skólastjóri
Einar Bergmundur Arnbjörnsson Þróunarstjóri
Anna Gunnarsdóttir Hjúkrunarfræðingur
Jónas Höskuldsson Öryggisvörður
Steinarr Guðmundsson Verkamaður
Svanborg Jónsdóttir Dósent
Ragnar Óskarsson Eftirlaunamaður
Guðfinnur Jakobsson Bóndi

Ársreikningur VG fyrir árið 2016

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur skilað ársreikningi 2016 til Ríkisendurskoðanda, degi fyrir
síðasta skilafrest.
Tap varð af rekstri flokksins á árinu 2016 nam 19,5 milljónum króna samkvæmt rekstrarreikningi.
Árið 2016 var kosningaár, en þá var kosið til Alþingis og skýrist neikvæð staða í árslok af því. Skuldir
vegna kosninganna voru greiddar upp að fullu í febrúar. Nú réttu ári síðar eru Alþingiskosningar að
nýju og stefnir því aftur í tap á árinu 2017.
Framlög Alþingis til VG á síðasta ári námu rúmum 43 milljónum króna. Framlög frá einstaklingum
voru tæpar 12 milljónir en frá lögaðilum 6.7 milljónir.
Ársreikningur Vinstri grænna er endurskoðaður af KPMG endurskoðun. Hann hefur verið samþykktur
og undirritaður af stjórn hreyfingarinnar og af félagslegum endurskoðendum flokksins.

Hér má sjá ársreikninginn í heild sinni.
VG ársreikningur 2016

Kjörfundur í Suðvesturkjördæmi

 

Vinstrihreyfingin – grænt framboð. Suðvesturkjördæmi boðar tvo fundi í Flensborgarskóla í Hafnarfirði, mánudaginn 2. október.  

 

Kjörfundur

Mánudaginn 2. október kl. 18:00

í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði

 

Kjördæmisráðsfundur

Mánudaginn 2. október kl. 21:00

í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði

 

Boðað er til kjörfundar mánudaginn 2. október 2017 kl. 18:00 í Flensborgarskólanum í Hafnarfirði þar sem kosið verður um sex efstu sæti lista VG í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi Alþingiskosningar sem fara fram 28. október. Kjörstjórn leggur tillögu sína að framboðslista fram til samþykktar á kjördæmisráðsfundi sama dag kl. 21:00.

 

Á fundi kjördæmisráðs VG í suðvesturkjördæmi þann 25. september 2017 var samþykkt að halda kjörfund mánudaginn 2. október 2017 þar sem kosið verður um sex efstu sæti lista VG fyrir alþingiskosningar sem fara fram 28. október 2017. Á fundi kjördæmisráðsins var einnig samþykkt að fela kjörstjórn að sjá um uppstillingu frá 7. sæti til 26. sæti.

 

Framboðsfrestur

Kjörstjórn tekur við framboðum frá frambjóðendum. Framboðsfrestur er fram að kosningu í þau sæti sem kosið verður um á kjörfundinum. Hægt er að senda framboð með því að senda póst á juliusandri@gmail.com eða með því að hringja í síma 868 3091.

 

Áhugasamir félagar eru hvattir til að senda ábendingar á netfangið juliusandri@gmail.com eða hafa samband í síma 868 3091 fyrir kl. 18:00 mánudaginn 2. október.

 

Allir skráðir félagar í svæðisfélögum VG í suðvesturkjördæmi sem skráðir eru fyrir 26. september 2017 hafa kosningarétt á kjörfundinum.

 

Atkvæðisbærir á kjördæmisráðsfundinum, sem hefst kl. 21:00, eru kjörnir fulltrúar í kjördæmisráði.

 

 

Nánari upplýsingar:

 

Um framkvæmd kjörfundarins:

 

Hver frambjóðandi fær 4 mínútur til þess að kynna sig og sín málefni á fundinum fyrir atkvæðagreiðslu. Frambjóðandi fær einungis að halda eina kynningu gefi hann kost á sér í fleiri en eitt sæti.

 

Frambjóðendur hafa heimild til þess að gefa kost á sér eins oft og sætin eru mörg sem kosið er um.

 

Við kosningu skal fyrst kjósa um 1. sætið, síðan um 2. sætið og svo koll af kolli til sjötta sætis. Um er að ræða leynilega kosningu í efstu sex sætin.

 

Kjörgengnir félagar fá kjörseðlar með mismunandi lit sem notaðir verða fyrir hverja umferð í hvert sæti. Skrifa skal fullt nafn þess frambjóðanda sem kosinn er. Sé annar texti eða fleiri nöfn á kjörseðlinum telst hann ógildur.

 

Við talningu á kjörseðlum skal fylgja reglum um kynjahlutföll samkvæmt lögum flokksins.

 • Sé einn frambjóðandi í framboði til tiltekins sætis telst hann sjálfkjörinn.
 • Sá frambjóðandi sem hlýtur meirihluta atkvæða í það sæti sem hann gefur kost á sér, er kjörinn í það sæti.
 • Séu fleiri en tveir í framboði um sæti og enginn þeirra hlýtur meirihluta atkvæða skal kjósa aftur á milli þeirra tveggja sem hlutu felst atkvæði.
 • Þegar kosið er á milli tveggja frambjóðenda og þeir hljóta jöfn atkvæði skal framkvæma kosninguna að nýju milli þeirra tveggja.

 

 

 

Nú leggjumst við öll á eitt!

Kosningabaráttan er komin á fullt skrið og nú á laugardag ætlum við að ganga í hús og ræða við kjósendur. Þetta verður stór liður í þessari snörpu kosningabaráttu og við hvetjum alla félaga sem vettlingi geta valdið til að taka þátt. Við hefjum leika í Reykjavík, á Akureyri, á Selfossi og í Hafnarfirði.

Smelltu hér til að skrá þig til leiks!

Áttu erfitt með að komast frá en vilt samt leggja baráttunni lið? Smelltu hér til að styðja við baráttuna. Öll framlög skipta máli.

Í morgun fór töluvpóstur á póstlistann okkar með hvatningu um að við tökum öll þátt í þessari baráttu svo hér megi vera félagshyggjustjórn eftir kosningar. Smelltu hér til að framsenda póstinn á vini á vandamenn, því nú þurfum við á öllum kröftum að halda.

Katrín og Lilja Rafney á Ísafirði í kvöld

Katrín Jakobsdóttir, mætir á opinn félagsfund Vinstri Grænna í Edinborg Bistró á Ísafirði í kvöld, ásamt Lilju Rafneyju Magnúsdóttur, þingmanni Norðvesturkjördæmis. Á fundinum verður rætt um stöðu Vestfjarða í atvinnumálum og samfélaginu, um kosningabaráttuna framundan og um framtíðina á Vestfjörðum á umbrotatímum.  Fundurinn hefst klukkan 20.30. Missið ekki af mikilvægum fundi með formanni og þingmönnum Vinstri grænna.

Val á framboðslista

 

 

Kjördæmisráð Suðvesturkjördæmis hittist í Hafnarfirði annað kvöld, (mánudag 25. sept) og verður þar tekin ákvörðun um aðferð til að velja á framboðslista fyrir komandi Alþingiskosningar. Þrjár tillögur liggja fyrir fundinum: 1. Uppstilling, 2. óbreyttur listi, 3. kjörfundur þar sem allir félagsmenn velja efstu sæti listans.

Kjördæmisráð VG koma nú saman eitt af öðru til að ræða um tilhögun vals á framboðslista fyrir kosningar. Reykjavíkurkjördæmin bæði ákváðu uppstillingu á félagsfundi í vikunni.  Og var ákveðið að fela fimm manna kjörnefnd að gera tillögu um lista og leggja fyrir félagsfund í byrjun október. Kjördæmisráð Norðvesturkjördæmis ræðir málin í dag sunnudag.  Kjördæmisþing VG í Norðausturkjördæmi verður haldið í Mývatnssveit 1. oktober. Og stjórn kjördæmisráðs Suðurkjördæmis er að störfum.