Aðalfundur VG í Hafnarfirði

Aðalfundur VG í Hafnarfirði fer fram 23. febrúar nk. kl. 20:00 að Strandgötu 11. Nýir félagar boðnir velkomnir!

Þingmenn Reykjavíkur til viðtals

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Reykjavíkur norður, og Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Reykjavíkur suður, boða til opinna viðtalstíma í kjördæmaviku sem nú fer fram á Alþingi. Kolbeinn verður til viðtals á skrifstofu sinni í dag (Austurstræti 14, 5. hæð), mánudag og á morgun, þriðjudag, á milli klukkan 10:30 og 12:30 og á fimmtudag og föstudag frá 16:30 – 18:00. Andrés Ingi boðar til þingspjalls á morgun, þriðjudag, á Kaffi Laugalæk frá 14:00 – 19:00.

Reykjavík stækkar – öruggt skjól fyrir alla!

Vinstri græn í Reykjavík halda félagsfund um húsnæðismál nk. þriðjudag (14. febrúar) kl. 20. Fundurinn fer fram á Vesturgötu 7.

Stuttar framsögur flytja:
Guðrún Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi VG og forseti borgarstjórnar
Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða

Við spyrjum: Hvernig hefur t.d. stúdentum tekist í mörg ár að byggja og reka leiguíbúðir án hagnaðarsjónarmiða? Hvað er borgin að gera í húsnæðis- og lóðamálum? Til hvers eru Félagsbústaðir? Og hvernig er líf leigjandans í Reykjavík núna?

Hvað: Félagsfundur um húsnæðismál
Hvar: Vesturgötu 7
Hvenær: Þriðjudaginn 14. febrúar kl. 20.

Á Vesturgötu er aðgengi gott fyrir fatlaða.
Sjáumst þriðjudagskvöldið 14. febrúar kl. 14

 

Síðdegissamtöl við þingmenn VG í hverjum mánuði fram til vors

Þingmenn VG auglýsa opna samtalstíma  um stjórnmál og samfélag,  einu sinni í mánuði fram til vors.   Viðtalstímarnir hefjast klukkan 16.00 síðdegis og lýkur 17.30 og verða á fimmtudögum.  Þingmennirnir mæta tveir og tveir saman og til að ræða almenna pólitík og svara spurningum stöðu stjórnmálanna í þinginu, hver út frá sínu sérsviði.  Umsjónarmaður samtalsfundanna er Friðrik Dagur Arnarson, náttúrufræðingur og framhaldsskólakennari sem lengi hefur verið virkur í grasrót hreyfingarinnar. Til að tryggja að gestir komi sínu að eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu VG í vikunni fyrir fund og láta vita hvað þeir vilja ræða.

9. febrúar: Katrín Jakobsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson.

Katrín er formaður VG og situr í efnahags-og viðskiptanefnd og á Evrópuráðsþinginu. Ari Trausti í umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Íslandsdeildar Norðurskautsráðsins.

2. mars: Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.

Bjarkey situr í fjárlaganefnd og Rósa Björk í utanríkismálanefnd.

6. apríl: Andrés Ingi Jónsson og Lilja Rafney Guðmundsdóttir.

Andrés á sæti í allsherjar og menntamálanefnd. Lilja situr í atvinnuveganefnd og í Vestnorræna ráðinu.

4. maí: Svandís Svavarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur situr í forsætisnefnd og í velferðarnefnd, og í Norðurlandaráði. Svandís er þingflokksformaður og situr í stjórnskipunar og eftirlitsnefnd og í þingmannanefnd Efta og EES.

1. júní: Kolbeinn Óttarsson Proppé og Steinunn Þóra Árnadóttir.

Kolbeinn situr í umhverfi-s og samgöngunefnd og Steinunn Þóra Árnadóttir í utanríkismálanefnd.

Þeir sem vilja koma og spjalla um stjórnmálin við þingmenn á þessum opnu samtalsfundum eru hvattir til að hafa samband við skrifstofu og/eða Friðrik Dag með tölvupósti  fridrikd@kvenno.is og vg@vg.is og láta vita af sér og sínum hugðarefnum fyrirfram. Það er til þess að þingmenn geti mætt betur undirbúnir og skrifstofan geti gert viðeigandi ráðstafanir ef fjöldi gesta stefnir í að fara úr böndum. Fundirnir eru þó opnir öllum, líka þeim sem ekki hafa látið vita af sér og þess er ekki krafist að fólk sýni flokkskírteini við innganginn. Fyrirvari er gerður á að dagsetningar geta breyst ef eitthvað alldeilis bráðnauðsynlegt hindrar þingmenn í að mæta, en þeir munu þó af alefli forgangsraða í þágu félaganna og mæta ef stætt er.

Fundur á Selfossi í kvöld

Vinstri græn boða til opins fundar á Selfossi í kvöld, mánudaginn 6. febrúar kl. 20:00 í herminjasafninu á Selfossflugvelli.

Gestir fundarins verða Katrín Jakobsdóttir, Ari Trausti Guðmundsson og Svandís Svavarsdóttir.

Fundargestum gefst kostur á að skoða einstakt herminjasafn Einars Elíassonar.

Pólitík og ný stjórn VG í Kópavogi

Aðalfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboð í Kópavogi 2017 var haldinn 17. janúar.

 

Í stjórn voru kosin:

 

Arnþór Sigurðsson, formaður

Amid Derayat

Einar Ólafsson

Gísli Baldvinsson

Margrét Júlía Rafnsdóttir

 

Varamenn:

Helgi Hrafn Ólafsson

Svava H. Guðmundsdóttir

 

Fundurinn samþykkti eftirfarandi ályktanir:

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, sendir sjómönnum stuðningskveðjur í kjarabaráttu þeirra og verkfalli. Á sjötta ár er liðið síðan kjarasamningar sjómanna runnu út. Á þessum árum hafa sjávarútvegsfyrirtæki skilað miklum hagnaði og eigendum sínum umtalsverðum arðgreiðslum samtímis því sem veiðigjöld hafa verið lækkuð. Fundurinn skorar á útvegsmenn að ganga til samninga við sjómenn.

 

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, varar við áformum um grundvallarbreytingar á heilbrigðisþjónustu sem felast í einkavæðingu sjúkrahúsþjónustu. Slíkt mun skaða heilbrigðiskerfið í heild og þjónar ekki hagsmunum almennings.

 

 

Aðalfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Kópavogi, haldinn 31. janúar 2017, hvetur til að sett að verði stefna um að útrýma fátækt á Íslandi í náinni framtíð. Nauðsynlegt er að setja fram áætlun um að uppræta fátækt til frambúðar. Efnahagsleg staða á Íslandi er nú með þeim hætti að fátækt er óásættanleg og í raun pólitísk ákvörðun.

Aðalfundur VG í Kópavogi

Aðalfundur VG í Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 31. jan. kl. 20:00 í Auðbrekku 16 í Kópavogi.

Dagskrá : Venjuleg aðalfundarstörf.

Kaffi og meðlæti á boðstólnum.

Stjórnin VG í Kópavogi.

Ný stjórn kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs var haldin á Sel-hóteli í Mývatnssveit laugardaginn 21. janúar sl. Fundinn sóttu félagar víðsvegar úr kjördæminu. Á fundinum fóru fram venjuleg aðalfundarstörf auk þess sem rædd var kosningabarátta okkar framboðs við síðustu alþingiskosningar. Einnig fluttu ávörp þingmenn VG í Norðausturkjördæmi, Steingrímur J. Sigfússon og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. VG er nú næststærsti stjórnmálaflokkur landsins og var almenn ánægja með vel heppnaða kosningabaráttu sem var bæði vel skipulögð og rekin af fjárhagslegri festu og ábyrgð.

Ný stjórn kjördæmisráðs var kjörin á aðalfundinum. Nýr formaður er Edward H. Huijbens (Akureyri), en aðrir í stjórn eru Guðrún Þórsdóttir (Akureyri), Inga Eiríksdóttir (Fjallabyggð), Óli Halldórsson (Húsavík), Aðalbjörn Jóhannsson (Þingeyjarsýslu) Ingibjörg Þórðardóttir (Neskaupsstað), Hrafnkell Lárusson (Breiðdal). Til vara eru Berglind Häsler (Djúpavogi) og Vilberg Helgason (Akureyri)

Dagskrá aðalfundar kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 21. janúar nk. í Sel-hóteli í Mývatnssveit.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og áætluð fundarlok eru kl. 15:00.

Dagskrá:

 1.    Fundarsetning og skipan starfsmanna fundarins
  2.    Skýrsla stjórnar
  3.    Reikningar kjördæmisráðs
  4.    Umræða um skýrslu og afgreiðsla reikninga
  5.    Lagabreytingar
  6.    Skýrsla kosningastjóra
  7.    Ávörp þingmanna
  8.    Almennar umræður
  9.    Kosningar
  10.  Önnur mál

 

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Minnt er á að hvert svæðisfélag innan kjördæmisráðsins á samkvæmt lögum VG rétt á að tilnefna á aðalfund kjördæmisráðsins einn fulltrúa fyrir hverja fimm félaga eða brot úr þeirri tölu.
Stjórn kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi