FLOKKSRÁÐSFUNDUR VG 27. janúar

FLOKKSRÁÐSFUNDUR VG

Grand Hótel í Reykjavík, 27. Janúar 2018

 Dagskrá fundarins:

 09.30 – 10.00              Morgunkaffi og spjall

10.00 – 10.15              Edward Hujbens, varaformaður VG setur fundinn

10.15 – 10.25              Ályktanir kynntar

10.25 – 12.00              Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og forsætisráðherra fer yfir stjórnarsamstarfið og stöðuna í stjórnmálum. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, sitja fyrir svörum

12.00- 13.00                Hádegismatur

13.00 – 15.00              Sveitastjórnarkosningarnar, um hvað eiga þær að snúast?

Hópavinna og niðurstöður hópavinnu.

15.00 – 15.30             Kaffihlé.

15.30  – 15.45              Afgreiðsla ályktana

15.45 – 16.15              Allir hressir inn í sveitastjórnarkosningar.

16.15                           Edward Hujibens. Lokaorð og fundarslit

 

 

 

Síðdegishressing og samverustund í lokin.

Dagskrá flokksráðsfundar

Skráning á flokksráðsfund hér.

Skráning á flokksráðsfund 27. janúar 2018

Stefnuræða umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar á 148. löggjafarþingi 14. desember 2017

Hæstv. forseti. Góðir landsmenn.

Í stjórnarsáttmála Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er lögð rík áhersla á umhverfis- og náttúruvernd og þið verðið að fyrirgefa þótt ég tali aðallega um hana hér í kvöld.
Markmiðið um kolefnishlutlaust Ísland árið 2040 er stórtíðindi. Sá metnaður hefur nú þegar vakið athygli út fyrir landsteinana. Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum mun líta dagsins ljós á næsta ári. Slík áætlun er mikilvæg, enda erum við í ábyrgðarhlutverki gagnvart bæði umheiminum og komandi kynslóðum.
Áhersla verður lögð á að ná samdrætti í útlosun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á sem flestum sviðum, t.d. með rafbílavæðingu í samgöngum. Efnahagslegur ábati fylgir mörgum þessara aðgerða, þ.e. það er einfaldlega hagkvæmt að ráðast í þær. Þá telja Vinstri græn brýnt að ráðast í heildarendurskoðun á grænum sköttum sem stuðla að og hvetja til loftslagsvænna ákvarðana. Hækkun kolefnisgjalds um 50% er fyrsti áfanginn á þeirri vegferð.
Lykilatriði til að ná kolefnishlutleysinu er hins vegar að vinna heildstæða áætlun vegna bindingar kolefnis úr andrúmslofti. Slíkar aðgerðir munu ríða baggamuninn ef þetta markmið á að nást.
Góðir landsmenn. Við getum öll glaðst yfir því að stofna á þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Þverpólitískri nefnd verður komið á laggirnar í kringum það verkefni og víðtækt samráð haft við sveitarfélög, almannasamtök og hagsmunaaðila. Þjóðgarður á miðhálendinu verður stærsta skref sem stigið hefur verið í náttúruvernd á Íslandi og mun spila stórt hlutverk fyrir ímynd Íslands sem ferðaþjónustulands. Með svæðaskiptingu innan þjóðgarðs má tryggja að sum svæði njóti meiri verndar meðan á öðrum svæðum yrðu leyfðar hefðbundnar nytjar, svo sem sjálfbær beit og veiðar. Þjóðgarðar eru ekki afgirt virki þar sem allt er bannað, enda er eitt af markmiðum þeirra að miðla og fræða um náttúruna og styðja við magnaða náttúruupplifun — eða unaðsstundir eins og Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur orðaði það.
Góðir landsmenn. Ég hef lengi undrast að umhverfismálum og efnahagsmálum sé stillt upp sem andstæðum án þess að greiningar liggi þar að baki. Í því samhengi eigum við hiklaust að bera saman efnahagsleg áhrif virkjunarframkvæmda og þjóðgarða eða annarra friðlýstra svæða. Máli mínu til stuðnings nefni ég nýútkomna rannsókn meistaranema í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands. Neminn rannsakaði efnahagsleg áhrif þjóðgarðsins Snæfellsjökuls sem reyndust vera 3,9 milljarðar íslenskra króna á ári og þar af verður 1,8 milljarðar eftir á Snæfellsnesi. Skatttekjur þjóðarbúsins af gestum þjóðgarðsins eru 14-faldur sá kostnaður sem notaður er til að reka hann á ári. Það er uppörvandi að í rannsókninni kemur fram að fyrir hverja krónu sem lögð er í rekstur þjóðgarðs á Snæfellsnesi fær þjóðarbúið 58 kr. til baka.
Þessar niðurstöður sýna auðvitað að náttúruvernd og náttúrumiðuð ferðaþjónusta er efnahagslega sterkur valkostur við nýtingu náttúruauðlinda. Þjóðgarðar eru efnahagsleg tækifæri fyrir byggðaþróun í landinu.
Góðir landsmenn. Ríkisstjórnin hyggst ráðast í mjög svo tímabæra gerð heildstæðrar langtímastefnumótunar í orkumálum. Við þurfum að greina orkuþörf næstu áratugina og í hvað við viljum verja orkunni. Í þessu samhengi er mikilvægt að fara vel yfir samspil vinnunnar við gerð orkustefnunnar og þeirra ákvarðana sem þarf að taka á grunni rammaáætlunar um hvar megi virkja og hvar beri að vernda.
Góðir landsmenn. Þegar andstæð öfl í pólitík mætast við ríkisstjórnarborðið eins og nú er höfum við einstakt tækifæri til að vinna að meiri sátt í náttúru- og umhverfismálum. Þess vegna ákvað ég að ganga til liðs við ríkisstjórnina. Sjálfur ætla ég að reyna að finna kjarkinn til þess að brjótast út úr átakastjórnmálunum og beina orku minni í að leita lausna með ykkur öllum. Megi mér farnast sú vegferð vel ásamt ykkur öllum og óska ég landsmönnum öllum og þingheimi gleðilegra jóla og farsæls nýs árs.

ELDRI VINSTRI GRÆN Í DESEMBER Síðasti fundur ársins er í kvöld 6. des. kl. 20 að Stangarhyl 4.

ELDRI VINSTRI GRÆN Í DESEMBER

Síðasti fundur ársins er í kvöld 6. des. kl. 20 að Stangarhyl 4.
Dagskrá:

1. Leitin að klaustrunum – Steinunn Kristjánsdóttir, fornleifafræðingur.
2. Sonur iðnaðarmanns (um Grím Thomsen á Bessastöðum) – Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ.
3. Óvæntur gestur.
4. Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna.

Allir að mæta.

Undirbúningshópurinn: Bryndís 861 9186; Ragnheiður 864 3543; Sigurður Ingi Georgsson 8963940; Svanhildur 863 2354; Þóra Elfa 824 6518.

Samstarf um sterkara samfélag

30. nóvember 2017
Fréttatilkynning frá Framsóknarflokknum, Sjálfstæðisflokknum og Vinstrihreyfingunni – grænu framboði

Sáttmáli_ríkisstjórnarsamstarf

Sáttmáli  Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs um ríkisstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis verður undirritaður í Listasafni Íslands í dag.

 

Í sáttmálanum eru sett fram metnaðarfull og framsýn markmið um velferð, mannréttindi og loftslagsmál, eflingu Alþingis og aukið þverpólitískt samráð, stórsókn í uppbyggingu á innviðum um allt land og eflingu heilbrigðis- og menntakerfa.

 

Um 100 aðgerðir og áherslumál er að finna í sáttmálanum í þágu þessara markmiða og annarra verkefna.

 

Stjórnin er skipuð þremur stærstu þingflokkunum sem spanna hið pólitíska litróf frá vinstri til hægri. Þeir eru samstíga um að bæta lífskjör og lífsgæði á Íslandi, stuðla að samfélagslegri sátt og búa þannig um hnútana að allir fái notið jafnra tækifæra.

 

Íslenskt samfélag stendur á tímamótum nú þegar tekist hefur að rétta við efnahag landsins og ná jafnvægi í ríkisfjármálum. Ríkisstjórnin mun nýta þessa sterku stöðu til að bæta samfélagið. Hún mun leggja áherslu á að varðveita efnahagslegan stöðugleika, lækka skatta á launafólk og renna stoðum undir samkeppnishæfni landsins til framtíðar, ekki síst með auknum stuðningi við menntun og nýsköpun.

 

 

Áherslur og aðgerðir í stjórnarsáttmálanum eru meðal annars þessar:

 

 • Efling Alþingis er eitt af forgangsmálum ríkisstjórnarflokkanna. Sjálfstæði þingsins verður styrkt, meðal annars með auknum stuðningi við nefndastarf og þingflokka.

 

 • Í þágu aukins samráðs og breiðari samstöðu verða þverpólitískir hópar settir á fót um nokkur veigamikil verkefni, svo sem stofnun miðhálendisþjóðgarðs, mótun orkustefnu og nýsköpunarstefnu og endurskoðun stjórnarskrárinnar.

 

 • Heilbrigðiskerfið á að standast samanburð við það sem best gerist í heiminum og allir landsmenn eiga að fá notið góðrar þjónustu, óháð efnahag og búsetu. Átak verður gert í uppbyggingu hjúkrunarrýma, heilbrigðisstefna fyrir Ísland fullunnin, dregið úr greiðsluþátttöku sjúklinga og geðheilbrigðisáætlun hrint í framkvæmd.

 

 • Hafin verður stórsókn í menntamálum. Stefnt verður að því að fjármögnun háskólastigsins nái meðaltali OECD-ríkjanna fyrir árið 2020. Iðnnám og verk- og starfsnám verður eflt. Framhaldsskólum verður tryggt fjármagn og frelsi til eigin stefnumótunar innan ramma framhaldsskólalaganna. Brugðist verður við yfirvofandi kennaraskorti í samstarfi við sveitarfélögin.

 

 • Uppbyggingu í vegamálum verður hraðað, bæði nýframkvæmdum og viðhaldi. Stutt verður við borgarlínu. Ljósleiðaravæðingu landsins verður lokið 2020, afhendingaröryggi raforku aukið og átak gert í fráveitumálum í samstarfi við sveitarfélög. Sóknaráætlanir landshlutanna verða styrktar.

 

 • Lögð verður áhersla á ábyrg ríkisfjármál og efnahagslegan stöðugleika. Til að styðja við farsæla niðurstöðu kjarasamninga hyggst ríkisstjórnin leggja áherslu á lækkun tekjuskatts í neðra skattþrepi. Þá er það einnig forgangsmál á kjörtímabilinu að lækka tryggingagjald.

 

 • Áform um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu verða lögð til hliðar. Fjármagnstekjuskattur verður hækkaður í 22% samhliða því að skattstofn fjármagnstekna verður tekinn til endurskoðunar. Kolefnisgjöld verða hækkuð um 50% fyrst um sinn. Virðisaukaskattur af bókum verður afnuminn.

 

 • Farið verður í endurskipulagningu á fjármálakerfinu og markviss skref tekin til að afnema verðtrygginguna á neytendalánum. Leitað verður leiða til að draga úr eignarhaldi ríkisins á fjármálafyrirtækjum. Gerð verður hvítbók um framtíðarsýn fyrir íslenskan fjármálamarkað og hún lögð fyrir Alþingi.

 

 • Unnið verður með aðilum vinnumarkaðarins að ábyrgum vinnumarkaði. Innleidd verða ákvæði um keðjuábyrgð í ólíkum atvinnugreinum, unnið gegn kynbundnum launamun, félagslegum undirboðum, mansali og kennitöluflakki og vinnueftirlit eflt.

 

 • Stuðlað verður að bættu aðgengi landsmanna að öruggu húsnæði með eflingu stuðningskerfa, samræmdri stefnumörkun í uppbyggingu félagslegs húsnæðis og auknu gagnsæi á leigumarkaði. Þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn verður lækkaður. Skoðaðir verða möguleikar á að nýta lífeyrissparnað til þessa.

 

 • Markviss skref verða tekin á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum og samhliða hugað að mótvægisaðgerðum í þágu ungs fólks og tekjulágra.

 

 • Frítekjumark atvinnutekna aldraðra verður hækkað í hundrað þúsund krónur strax um næstu áramót. Gjaldskrá vegna tannlækninga aldraðra og örorkulífeyrisþega verður uppfærð til að lækka kostnað þessara hópa. Samráð verður haft við heildarsamtök örorkulífeyrisþega um umbætur á almannatryggingakerfinu í þeirra þágu.

 

 • Gerð verður úttekt á kjörum tekjulægstu hópanna í íslensku samfélagi, tillögur til úrbóta settar fram og þeim fylgt eftir.

 

 • Í loftslagsmálum verður stefnt að því að gera betur en Parísarsamkomulagið segir til um. Stefnt verður að kolefnishlutlausu Íslandi í síðasta lagi árið 2040 og 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir 2030. Loftslagsráð verður sett á laggirnar og aðgerðaáætlun um samdrátt í losun verður tímasett og fjármögnuð.

 

 • Þjóðarsjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Afmarkaður hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins verður notaður til að efla nýsköpun og ráðast í átak í uppbyggingu hjúkrunarrýma.

 

 • Ísland á að vera leiðandi í framleiðslu á heilnæmum landbúnaðarafurðum. Lögð verður áhersla á nýsköpun og vöruþróun í landbúnaði til að stuðla að byggðafestu, auka verðmætasköpun og nýta tækifæri sem felast í áhuga á matarmenningu með sjálfbærni og gæði að leiðarljósi. Innleiddir verða sérstakir aðlögunarsamningar um nýja starfsemi til sveita.

 

 • Tryggja þarf samkeppnishæfni sjávarútvegs, leggja þarf áfram áherslu á sjálfbæra auðlindanýtingu og efla hafrannsóknir. Veiðigjald á að tryggja þjóðinni réttlátan hlut í arðinum af auðlindinni ásamt því að endurspegla afkomu greinarinnar. Fiskeldi er vaxandi atvinnugrein sem felur í sér tækifæri til atvinnuuppbyggingar en þarf að byggja upp með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna.

 

 • Mörkuð verður langtímastefna í ferðaþjónustu í samvinnu við hagsmunaaðila. Stutt verður við rannsóknir í greininni og innviðauppbyggingu.

 

 • Heildstæð nýsköpunarstefna fyrir Ísland verður mótuð í samstarfi við fulltrúa stjórnmálaflokka og í nánu samráði við atvinnulífið og vísindasamfélagið. Hún verður samþætt við framtíðarsýn í menntamálum, frá leikskóla til háskóla, í samráði við skólasamfélagið.

 

 • Umhverfi fyrir rannsóknir og þróun á að vera framúrskarandi. Fyrirkomulag endurgreiðslna vegna rannsókna og þróunar verður endurskoðað í því skyni að afnema þak sem verið hefur á slíkum endurgreiðslum.

 

Aðgerðaáætlun um úrbætur í meðferð kynferðisbrota verður framfylgt og hún fjármögnuð að fullu. Innviðir réttarvörslukerfisins verða efldir til að styrkja stöðu brotaþola innan þess og efla og samhæfa þjónustu við brotaþola á landsvísu, ekki síst í heilbrigðiskerfinu.

Flokksráðsfundur á miðvikudag

Flokksráð Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur verið kallað saman til fundar í Reykjavík síðdegis á miðvikudag. Þar verður ríkisstjórnarsáttmáli Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks borinn upp til samþykktar. Fundurinn er opinn öllum félögum í VG.  Allir félagar hafa málfrelsi og tillögurétt á flokksráðsfundum, en aðeins fulltrúar í flokksráði hafa atkvæðisrétt.  Dagskrá er að neðan

Flokksráðsfundur VG  29. nóvember 2017

Staður: Grand Hótel, Háteigur, salur á fjórðu hæð.

Stund: 17.00 – 21.00.

 

Flokksráðsfundur VG  29. nóvember 2017

Staður: Grand Hótel, Háteigur, salur á fjórðu hæð.

Stund: 17.00 – 21.00.

 

Fundarefni:  Ríkisstjórnarsáttmáli Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks.

Dagskrá:

 1. Edward Hujibens, varaformaður VG og formaður flokksráðs setur fundinn og framkvæmdastjóri VG, Björg Eva Erlendsdóttir, fer yfir lög um flokksráð og Edward yfir reglur fundarins.
 2. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og Svandís Svavarsdóttir, þingflokksformaður VG, segja frá stjórnarmyndunarviðræðum og kynna ríkisstjórnarsáttmála og fyrstu skref fyrirhugaðrar ríkisstjórnar.
 3. Umræður og afgreiðsla.
 4. Katrín Jakobsdóttir um niðurstöðuna.
 5. Fundi slitið.

 

Boðið verður upp á kvöldhressingu á fundinum.

Hámarksræðutími í umræðum er þrjár mínútur í fyrstu umferð og ein mínúta taki fólk aftur til máls. Þar sem fundartími er knappur er fundarmenn hvattir til að ydda mál sitt svo allir komist að með góðu móti.

Flokksráðsfulltrúar sem ferðast um langan veg geta sótt um ferðastyrki til miðlægrar skrifstofu, aki þeir á eigin bíl, eða kaupi flugfar. Nánari upplýsingar fást hjá Björgu Evu í síma 8961222.

 

 

 

NA-framboð. Opinn fundur á Laugum.

Frambjóðendur í Norðausturkjördæmi halda opinn fund í Dalakofanum á Laugum klukkan 16.00 Sunnudaginn. 22.10

 

NA-framboð á ferð og flug

Frambjóðendur í NA-kjördæmi halda opna fundi:

Sunnudagur:

Laugar: Dalakofanum klukkan 16.00

Mývatnssveit: Sel hótel klukkan 20.00

 

Mánudagur

Neskaupsstaður: Opnun kosningamiðstöðvar í anddyri Nesbakka verslunar, klukkan 17.00 – 19.00.

Akureyri: Kosningamiðstöð VG, Brekkugötu 7a opin frá klukkan 12.00-18.00.

Ólafsfjörður; Opinn fundur á Ólafsfirði, Kaffi Klara klukkan 2ö.00

 

Þriðjudagur

Eyjafjörður: Súpufundur á Kaffi Kú, klukkan 12.00-13.00.

Neskaupsstaður: Kosningamiðstöð VG í anddyri Nesbakka verslunar, opin frá 17.00 – 19.00.

 

Miðvikudagur

Húsavík: Salur stéttarfélaganna, kosningagleði VG klukkan 20.00

Neskaupsstaður: Kosningamiðstöð VG í anddyri Nesbakka verslunar, klukkan 17 – 19.00

Djúpivogur: Kosningamiðstöð VG í Hammersminni 2b klukkan 17 -19.00

Akureyri: Kosningamiðstöð VG, Brekkugötu  7a klukkan 12.00 – 18.00.

 

FImmtudagur

Húsavík: Kosningaspjall VG í sal stéttarfélganna klukkan 20.00 – 22.

Neskaupsstaður: Kosningamiðstöð í anddyri Nesbakka verslunar klukkan 17 – 19.

DJúpivogur: Kosningamiðstöð í Hammersminni 2b, klukkan 17 – 19.

Akureyri: Kosningamiðstöð, Brekkugötu

7a. Klukkan 12 -18.

Hérað: Frambjóðendur og stuðningsfólk VG verða á Bókakaffi Fellabæ, klukkan 16.- 18.00

Seyðisfjörður: Kosningamiðstöð á Vesturvegi 4, frá klukkan 20 – 22.

 

Föstudagur

Húsavík: Kosningaspjall VG í sal stéttarfélaganna frá klukkan 20 – 22.

Neskaupsstaður: Kosnignamiðstöð í anddyri Nesbakka verslunar, klukkan 17.00 – 19.00

Djúpivogur: kosningamiðstöð í Hammersminni 2b, klukkan 17-19

Akureyri: Kosningamiðstöð í Brekkugötu 7a opin frá klukkan 12-18.

Hérað: Frambjóðendur og stuðningsfjólk VG verða á B’okakaffi, Fellabæ, frá klukkan 16-18.

Seyðisfjörður: Kosningamiðstöð á Vesturvegi 4 frá klukkan 20 – 22.

 

Akureyri: Kosningaupplyfting VG staðsetning auglýst síðar, frá klukkan 21.00.

Hermann Arason, trúbador, VIlhjálmur B Bragason, rithöfundur og vandræðaskáld, dj Hressler: Berglind Häsler, bóndi og kosningastjóri VG spilar lög með Vinstri grænu ívafi.

Laugardagur – Kjördagur.

Kosningakaffi.

Neskaupsstað, slysavarnarhúsinu, klukkan 14 – 18.

Hérað: Bókakaffi, Fellabæ, klukkan 11 – 14.

Seyðisfjörður: Öldutún, frá klukkan 11.

Djúpivogur: Hammersminni 2a,  11- 20

Húsavík: Salur stéttarfélaganna kl. 14-18

Akureyri: Brekkugötu 7a klukkan 12 – 18.

 

KOSNINGAVAKA: Staðsetning auglýst síðar.