,

Gerum betur – Landsfundur VG settur

„Gerum betur er slagorð okkar Vinstri grænna í þessum kosningum; því það þarf að gera svo miklu betur á svo mörgum sviðum og við treystum okkur til þess,“ sagði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í setningarræðu landsfundar. Á fjórða hundrað eru saman komin á landsfundinum sem haldin eru um helgina á Grand hóteli í Reykjavík.

Katrín sagði  stóra verkefni næstu ríkisstjórnar vera að koma á alvöru stöðugleika fyrir fólkið í landinu. „Og þegar ég segi alvöru stöðugleiki, þá á ég við öfluga uppbyggingu fyrir atvinnulífið og byggðirnar, menntakerfið og heilbrigðisþjónustuna, aldraða og öryrkja og svo mætti lengi telja. Það er enginn stöðugleiki fólginn í því að láta innviði landsins mæta afgangi í miðju góðæri. En það er nú samt einmitt það sem síðustu tvær ríkisstjórnir hafa gert.

Gerum betur.“

Katrín minnti á að flokkarnir þrír sem mynda fráfarandi ríkisstjórn hafi sýnt fyrirætlanir sínar í fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram þremur dögum áður en stjórnin sprakk. Þar hafi stjórnarflokkarnir ekki staðið við loforð um að stórauka framlög til heilbrigðismála, sýnt algjört metnaðarleysi í menntamálum og boðað þá eina lausn í samgöngumálum að leggja á vegtolla.

Þá áréttaði Katrín að Ísland geti tekið á móti miklu fleira flóttafólki og innflytjendum. „Við getum gert miklu betur og leyfum engum að stilla upp innflytjendum og flóttafólki sem andstæðingum einhverra annarra sem eiga undir högg að sækja. Við erum öll saman í þessu samfélagi.”

Smelltu hér til að nálgast ræðu Katrínar Jakobsdóttur í heild sinni.

Ung Vinstri græn og Ungir jafnaðarmenn, áskorun.

Ung vinstri græn og Ungir jafnaðarmenn senda eftirfarandi áskorun til þingflokka: Í dag er ákveðin óvissa sem við lifum við í íslenskum stjórnmálum. Við vitum að við göngum til kosninga. Við vitum ekki um hvað tekur við fram að kosningum, hvernig gengi stjórnmálaflokka mun verða í kosningunum eða hver mun taka við stjórn í landinu. En áður en farið er af stað í kosningabaráttu af fullum krafti er eitt sem verður að huga að – óvissa sem hægt er að eyða. Nú bíða tvær ungar stúlkur eftir vernd eða höfnun frá íslenska ríkinu. Sú óvissa sem þær lifa við akkúrat núna er vart hægt að ímynda sér, óvissa sem gæti snúist um líf eða dauða. Óvissa um hvort þeim muni bíða heimili til frambúðar eða áframhaldandi flótti um heiminn. Ung vinstri græn og Ungir jafnaðarmenn skora á sína eigin þingflokka jafnt sem aðra flokka að grípa til aðgerða áður en það verður um seinan. Annaðhvort verður að setja frumvarp Samfylkingarinnar um ríkisborgararétt Mary og Haniye í forgang á næstu dögum, eða leggja fram frumvarp til breytingar á útlendingalögum sem að nær yfir þeirra mál. Nú reynir á að sýna samstöðu á óvissutímum, virða barnasáttmála sameinuðu þjóðanna og tryggja þessum stúlkum heimili til frambúðar.

Frá VGR um landsfund

Félagið í Reykjavík á 168 sæti (!) á landsfundi hreyfingarinnar sem haldinn verður 6. – 8. október. Við göngum frá fulltrúatalinu á aðalfundi 18. september n.k. Ef þú býrð í Reykjavík og hefur áhuga á að sitja fundinn sendu þá endilega póst á formanninn (alfheidur.ingadottir@gmail.com) fyrir 15. september n.k.

 

,

Hættiði þessu rugli

Ég er blá­eygur og barna­legur bjáni. Maður sem hefur ekki opnað augun fyrir raun­veru­leik­an­um, heldur lifir í ein­hvers konar sápu­kúlu. Og gott ef ég er ekki á móti Íslend­ingum sem búa við skort, eru fátæk­ir. Allt þetta, og meira til, má lesa út úr þeirri orð­ræðu sem verður sífellt hávær­ari, nefni­lega að þau sem telja að Ísland eigi að leggja meira af mörkum til að aðstoða flótta­fólk og hæl­is­leit­endur séu á móti Íslend­ingum sem lifa við fátækt.

Þetta, kæri les­andi, er bull. Lýð­skrum. Ein af stærstu lygum sam­tím­ans ein­göngu sett fram til að spila á til­finn­ing­ar, bæði jákvæðar og nei­kvæð­ar. Jákvæðar til­finn­ingar um sam­hug gagn­vart löndum okkar sem lifa við skort. Nei­kvæðar til­finn­ingar um ótta við breyt­ing­ar, hið óþekkta.

Ef ein­hver segir þér að það sé ein­hver teng­ing á milli þess sem við sem sam­fé­lag eyðum í aðstoð við flótta­fólk og hæl­is­leit­endur og þess að við eyðum ekki nægu fjár­magni í hús­næði, félags­að­stoð og stuðn­ing við fátæka Íslend­inga, þá er við­kom­andi að ljúga að þér. Hann, eða hún, er á lymsku­legan máta að tengja saman mál sem tengj­ast ekki á nokkurn ein­asta hátt. Ekki frekar en það hvað stjórn­ar­ráð Íslands eyðir í ljós­rit­un­ar­kostnað teng­ist því hvort mal­bikað er í Beru­fjarð­ar­botni eður ei.

Sá, eða sú, sem heldur þessu fram, hefur hins vegar rétt fyrir sér með annan hluta þess­arar fárán­legu jöfnu; nefni­lega það að við sem sam­fé­lag stöndum okkur ömur­lega í því að huga að þeim verst settu. Við eigum ekki að líða það að fólk lifi á lús­ar­launum eða enn lægri bót­um. Við eigum að berj­ast með kjafti og klóm fyrir því að allir hafi aðgang að mann­sæm­andi hús­næði, eigi í sig og á og meira en það; hafi tóm til að sinna sjálfum sér og sín­um, ekki bara skrimta. En þetta hefur nákvæm­lega ekk­ert að gera með flótta­fólk og hæl­is­leit­end­ur, ekki neitt.

Eyðum smá tíma til að fara yfir sög­una. Ætli ein­hvern tím­ann hafi verið það skeið á Íslandi að ein­hverjir bjuggu ekki við sult og seyru, áttu ekki þak yfir höf­uð­ið, þurftu að þræla fyrir lúsa­laun, voru fátækir? Hvernig skýrum við hús­næðiseklu síð­ustu ára­tuga og alda? Hvernig stóð á því að fátækt fólk bjó í bröggum og kart­öflu­geymslum um miðja síð­ustu öld? Í hreysum um miðja þar síð­ustu öld? Voru þrælar vist­ar­bands­ins þar á und­an? Hefur þetta eitt­hvað með flótta­fólk og hæl­is­leit­endur að gera? Nei, nákvæm­lega ekki neitt, ekki frekar en sú ömur­lega stað­reynd að enn lifir fólk við fátækt hefur ekk­ert með flótta­fólk og hæl­is­leit­endur að gera í dag. Ekki neitt.

Þetta hefur hins vegar allt með ósann­gjarna sam­fé­lags­gerð að gera. Með launa­mun. Aðstöðumun. Með það að skatt­kerf­inu sé ekki beitt til jöfn­uð­ar. Með það að sumir græða á tá og fingri, á meðan aðrir lifa við fátækt. Með það að það þyki eðli­legt að launa­munur sé mældur í marg­feldi tuga í verstu til­fell­un­um. Með stjórn­völd sem með aðgerðum sínum ýta undir þau sem best hafa það.

Með síð­ustu rík­is­stjórn, sem breytti skatt­kerf­inu í þágu þeirra sem best stóðu. Með núver­andi rík­is­stjórn, sem við­heldur skatt­kerfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hönn­uðu fyrir þau ríku.

Með þá stjórn­mála­flokka sem hafa ekki áhuga á að hafa þrepa­skipt skatt­kerfi, svo t.d. ég sem þing­maður borgi hærra hlut­fall af laun­unum mínum í skatt en kenn­ari. Með þá rík­is­stjórn­ar­flokka sem dettur ekki í hug að setja upp þrepa­skiptan fjár­magnstekju­skatt svo þau sem hafa tug­millj­ónir króna í tekjur af fjár­magn­inu sínu borgi hærra hlut­fall í skatt en ung­mennið sem erfði hluta­bréf í Diskó­kúlu­fram­leiðslu Dal­víkur frá afa gamla.

Þetta hefur allt með það að gera að stjórn­mála­flokkar sem eru við völd og hafa verið við völd vilja ekki vinna að auknum jöfn­uði. Finnst í lagi að sjúk­lingar borgi fyrir að vera veik­ir. Að biðlistar séu eftir félags­legu hús­næði. Að hús­næð­is­kostn­aður sé að sliga fólk. Að leigj­endur verði að treysta á vel­vilja leigu­sala. Og þetta hefur allt með þá kjós­endur sem kjósa umrædda flokka að gera.

Fátækt er ekki nátt­úru­lög­mál, þó hún hafi fylgt mann­inum ansi lengi. Hún byggir á þeirri stað­reynd að gæðum sam­fé­laga er mis­skipt, að sumt fólk hefur meira á milli hand­anna en annað fólk. Það er hlut­verk rík­is­valds­ins að sporna gegn fátækt, að vinna að jöfn­uði, að stuðla að vel­ferð. Til þess þarf vilja og kjark.

En það hefur nákvæm­lega ekk­ert að gera með það fólk sem hrekst hingað yfir hálfan heim­inn og leitar hæl­is. Ekki neitt.

Ef þú trúir því, ertu nefni­lega að við­halda því kerfi ójöfn­uðar sem við búum við í dag. Þú ert að ýta undir þá skoðun að afkoma fátæks fólks á Ísland, mögu­leikar þeirra á betra lífi, hafi eitt­hvað með flótta­fólk og hæl­is­leit­endur að gera. Þú ert að draga úr umfangi vand­ans, þú ert að gefa stjórn­völdum afsökun til að gera ekki neitt. Til að stuðla ekki að auknum jöfn­uði. Til að leggja ekki auknar álögur á þau sem best hafa það, á útgerð­ina, á stærri iðn­fyr­ir­tæki, á þau sem eiga nóg af pen­ing­um. Þú ert að gefa afsökun fyrir þessu öllu sam­an. Þú ert að við­halda ástand­inu.

Og þú ert að fara með bull og fleip­ur. Bull sem bygg­ist á hættu­legri afstöðu, því að flótta­fólk og hæl­is­leit­endur eru útlend­ing­ar. Hafðu í það minnsta döngun í þér til að halda fátæku fólki utan við þína for­dóma. Því að þessi skoðun ýtir undir útlend­inga­andúð.

Skömm þeim sem það gera, hvort sem er í stefnu stjórn­mála­flokka eða spjalli fólks sín á milli.

Kolbeinn Óttarsson Proppé

Greinin birtist fyrst í Kjarnanum  

Af sannfæringu og svikabrigslum

Þetta eru skrýtnir tímar á þinginu. Enginn starfhæfur meirihluti og þingmenn verða að semja sig í gegnum málin. Það varð m.a. til þess að í fjárlaganefnd skapaðist samstaða um að afgreiða fjárlögin út samhljóða. Flokkar urðu ásáttir um að betra væri að ná saman, ekki fengju allir sitt, en allir fengju þó eitthvað. Það væri þó skömminni skárra en að halda sig við óbreytt fjárlagafrumvarp fjármálaráðherra. Það samkomulag náði þó ekki yfir bandorminn, þ.e. tekjuhliðina. Við í Vinstri grænum ítekuðum að þar myndum við leggja fram okkar tillögur; tillögur sem miðuðu að því að afla tekna í anda ábyrgrar fjármálastjórnunar og hefðu jöfnuð í för með sér. Það virðist hafa farið öfugt ofan í marga aðra þingmenn.

Ég verð að játa að ég klóra mér í höfðinu yfir nýafstaðinni atkvæðagreiðslu. Þingmenn komu upp í pontu og lýstu sig sammála þeim breytingum sem við lögðum til, en þó gætu þeir ekki stutt tillögurnar. Það olli mér sérstaklega miklum vonbrigðum að Samfylkingin gæti t.d. ekki stutt tillögur um hækkun barna- og vaxtabóta, hækkun sem flokkurinn studdi þó á síðasta ári. Og tal um að síðan tökum við höndum saman um að berjast fyrir þessu er hálfmarklaust, er þá ekki rétt að berjast saman fyrir því núna?

Annars finnst mér línur vera að skýrast nokkuð. Mikill samhljómur var á milli núverandi stjórnarflokka og Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Sérstaklega viritst það fara í taugarnar á Bjartri framtíð að við skyldum leggja fram okkar tillögur og sá grunur læðist að manni að á bak við tjöldin sé að fæðast sú stjórn sem afgreiðsla bandormsins sýndi.

Þingmönnum ber að greiða atkvæði eftir sannfæringu sinni. Samkomulag um afgreiðslu fjárlaga trompar ekki þá sannfæringu þegar kemur að afgreiðslu bandormsins, allra síst þegar ekkert samkomulag var um að leggja ekki fram tillögur þar.

,

Rósa Björk gestur VG í Mosfellsbæ

Aðalfundur Vg í Mosfellsbæ verður haldinn nú á fimmtudagskvöldið, áttunda desember. Klukkan 17.30 í Hlégarði í Mosfellsbæ, á annarri hæð.  Frá því dagskráin var kynnt fyrst er orðin á henni sú markverða breyting að Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Suðvesturkjördæmis, verður sérstakur gestur fundarins. Og mun eflaust hafa frá mörgu að segja eftir margra vikna stjórnarmyndunarstreð.

Annars hefðbundin aðalfundardagskrá og hvatning til allra sem vilja um að taka þátt og bjóða sig fram til starfa.

  1. Lokaskýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár kynnt og afgreidd.
    2.    Ársreikningar VG Mos fyrir árið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.
  2. Kosning formanns til eins árs og fjóra meðstjórnendur og tveggja varamanna til eins árs.

Að loknum aðalfundarstörfum verður rætt um pólitík.

Viltu vinna með VG Mosfellsbæ?

Stjórn VG Mosfellsbæ auglýsir eftir áhugasömum félögum sem vilja bjóða sig fram til setu í stjórn eða vinna á annan hátt með félaginu á næsta starfsári.  Spennandi ár framundan.

 

Sendu okkur póst á olafursnorri@gmail.com

Neytendahópur VG stofnaður

 

 

Stjórn Vinstri grænna hefur stofnað starfshóp til að móta stefnu í málefnum neytenda.  Markmiðið er að koma á framsækinni neytendastefnu undir merkjum sjálfbærni, jöfnuðar og umhverfisverndar.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður, Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður og Ingimar Karl Helgason, fréttamaður sitja í starfshópnum, sem er að hefja störf. Eitt af forgangsmálunum verður að tryggja að neytendur geti leitað réttar síns.

Neytendur þurfa að geta treyst eftirlitsstofnunum til að veita réttar upplýsingar um aðbúnað og umhverfi dýra og plantna og uppruna allrar vöru í matvælaframleiðslu. Neysla hefur áhrif á umhverfið og ef neytendur eiga að geta haft áhrif í með ábyrgu vali á vörum og þjónustu, verður að vera hægt að treysta því að þær upplýsingar sem fram koma í kynningu á vörunni standist, sem því miður er ekki raunin.

Nýlegar uppljóstranir í fréttum sýna  að þörf er á að setja á laggirnar Umboðsmann neytenda eins og lagt var til í þingsályktunartillögu sem þverpólitískur þingmannahópur skilaði af sér síðastliðið sumar. Mikilvægt er einnig að tryggja upplýsingagjöf á mörgum fleiri sviðum en í matvælaframleiðslu.  Nefna má fjármálamarkaðinn, tryggingar og skilarétt og ýmis fleiri svið, til að virkja það mikilvæga hlutverk neytenda sem er að veita seljendum aðhald.

,

Baráttudagur kvenna

Baráttudagur kvenna er í dag  – Baráttufundur Vinstri grænna í kvöld –

 

Kvennafrí í dag. Konur ganga út þegar vinnu lýkur klukkan 14.38.  Konur í VG mæta allar sem mögulega og næstum ómögulega geta, á Austurvöll klukkan 15:15!

VG konur verða með  borð og gefa súpu og dreifa málefnablaði um kvenfrelsi.

Á meðan munu karlkyns frambjóðendurnir okkar manna vinnustaðafundi og kosningamiðstöðina á Laugavegi.

 Baráttu- og gleðifundur í Kosningamiðstöðinni Laugavegi 170 – klukkan 20.00

Frambjóðendur og félagar í VG halda svo áfram um kvöldið og hittast á Laugavegi á baráttu- og gleðifundi.  Frambjóðendur ræða við gesti.   Björgvin Gíslason, Gunnar Þórðarson, Þórður Högnason og Sigríður Thorlacius, sjá um tónlistina. Allir velkomnir.

Úrslit úr forvali í Norðvesturkjördæmi

Atkvæði voru talin í forvali Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi í kvöld. Alls voru 859 atkvæði greidd, þar af 787 gild atkvæði. Á kjörskrá voru 1102, sem jafngildir 78% kjörsókn. Kjörstjórn mun leggja tillögu að heildarlista á fundi á Hvanneyri næstkomandi fimmtudag kl. 20:00.

Niðurstöður forvalsins voru eftirfarandi:

  1. Lilja Rafney Magnúsdóttir
  2. Bjarni Jónsson
  3. Dagný Rósa Úlfarsdóttir
  4. Lárus Ástmar Hannesson
  5. Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir
  6. Rúnar Gíslason

 

Atkvæði féllu svo:

1 2 3 4 5 6 Samtals
Berghildur Pálmadóttir 0 20 23 44 129 166 382
Bjarki Hjörleifsson 0 15 19 68 43 29 174
Bjarni Jónsson 307 52 29 29 14 11 442
Dagný Rósa Úlfarsdóttir 1 102 256 108 72 37 576
Hjördís Pálsdóttir 1 14 31 42 149 145 382
Ingi Hans Jónsson 1 10 86 43 59 77 276
Lárus Ástmar Hannesson 112 174 57 60 28 50 481
Lilja Rafney Magnúsdóttir 328 119 37 29 11 16 540
Reynir Eyvindsson 0 100 50 73 92 114 429
Rúnar Gíslason 37 133 140 51 58 45 464
Þóra Geirlaug Bjartmarsd. 0 48 59 240 131 97 575
787 787 787 787 786 787

 

Athugið að eitt atkvæði vantar í 5. sætið, en kjörstjórn sammæltist um að birta ofangreindar tölur með þeim fyrirvara, enda hefði það ekki áhrif á úrslit forvalsins.