Framhaldsaðalfundi í Kópavogi frestað

Ákveðið hefur verið að fresta framhaldsaðalfundi félags Vinstri grænna í Kópavogi sem halda átti  fimmtudaginn 16. október.

Félagsfundur verður haldinn fyrir mánaðamót, fundartími og dagskrá auglýst á næstu dögum

Stjórn Vinstri grænna í Kópavogi

Varamenn taka sæti á Alþingi

Þann 13. október tóku eftirtaldir varamenn Vinstri grænna sæti á Alþingi: Álfheiður Ingadóttir fyrir Svandísi Svavarsdóttur og Björn Valur Gíslason fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur.

Ársreikningar Vinstri grænna

Vinstihreyfingin – grænt framboð skilaði ársreikningum til Ríkisendurskoðunar. Útdráttur úr ársreikningi hreyfingarinnar hefur verið birtur á heimasíðu Ríkisendurskoðunar, www.rikisendurskodun.is.

Ársreikningar munu birtast í heild sinni hér á heimasíðunni á allra næstu dögum.

Útdráttur Ríkisendurskoðunar

Ályktanatillögur flokksráðsfundar

Nú geturðu sótt ályktanatillögur flokksráðsfundar á PDF-skjali.

Smelltu hér

Vetrardagskrá kynnt

Vetrardagskrá var kynnt með pompi og prakt síðastliðinn föstudag.

Þar gefur að líta viðburði á vegum Vinstri grænna: Hugmyndasmiðjur, fjölskyldukaffi, íþróttahreyfingin grænt framboð, skemmtikvöld og fleira.

Dagskrá má nálgast hér

Sumarferð Vinstri grænna

Kæru félagar.

Senn líður að sumarferðinni okkar. Eins og fram hefur komið, verður henni heitið á Snæfellsnesið að þessu sinni. Á vg.is hefur verið hægt að nálgast allar upplýsingar um ferðina en nú bætum við við nokkrum mikilvægum upplýsingum.

LAGT VERÐUR AF STAÐ FRÁ KJARVALSSTÖÐUM, LAUGARDAGINN 16. ÁGÚST KL. 09.00!

Stefnan tekin á Borgarnes, hvar félagar í Borgarbyggð munu taka á móti okkur í Ljómalind, sveitamarkaði sem er við afleggjarann út á Snæfellsnes. Þar fáum við morgunkaffi og hægt verður að skoða þann dásamlega varning sem Borgfirðingar bjóða upp á.
Þá liggur leið í Stykkishólm þar sem Lárus Ástmar mun leiða okkur í létta göngu um Hólminn og við svo gæða okkur á gómsætri sjávarréttarsúpu á veitingastaðnum Plássinu.
Eftir súpuna liggur leið okkar í Bjarnarhöfn, þar sem félögum gefst kostur á að skoða Hákarlasafnið og gæða sér á því lostæti sem hákarlinn er.
Félagi Ingi Hans tekur svo á móti okkur í Grundarfirði og segir sögu eða tvær stuttar, þar bjóðum við upp á kaffi og pönnukökur.
Loks er ferðinni heitið á Djúpalónssand þar sem fram fer almenn aflraunakeppni fyrir þá sem vilja. Steintök voru mikið stunduð og gefum við aflraunafólk í VG ekki eftir í þeim efnum. Amlóðinn er ekki nema 23 kg og Hálfdrættingur 49 kg. Sá félagi sem fer í Hálfsterkan ( 140kg) hlýtur að sjálfsögðu verðlaun fyrir vikið.

Ef tími gefst til og veður gott þá er stefnt að því að ganga frá Hellnum yfir á Arnarstapa. Leiðin er 2,5 km og ljúf gönguleið í alla staði.

Ferðin endar í Langaholti, þar sem við höldum veislu. Við bjóðum upp á grillað lambalæri, með heimagerðu karteflusalati og sósu. Desertinn kemur svo á óvart.
Ferðalangar taka með sín eigin drykkjarföng, þó verður gert ráð fyrir gosi handa þeim sem ekki drekka áfengt.
Í Langaholti munum við reisa samkvæmistjald, þar sem veislan fer fram.

Ferðin kostar 5000 kr. á mann, 2500 kr. fyrir börn undir 16 ára. Innifalið í verði: Rúta, hádegisverður, Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn, rútusnarl og kvöldverður.

Hver og einn greiðir sína gistingu, verðið á hótelgistingu, með afslætti og morgunmat er eftirfarandi;
16.740 kr fyrir eins manns herbergi
22.320 kr fyrir tveggja manna herbergi
29.760 kr fyrir þriggja manna herbergi
Og verð á tjaldsvæðið er 1000 kr per pers (14 ára og eldri) .

AÐ lokum ítrekum við óskir um að fá upplýsingar um þau ykkar sem ekki borða lambakjöt, til að geta gert viðeigandi ráðstafanir.

Enn eru laus pláss í ferðina, skráið ykkur sem allra fyrst og ekki hika við að hafa samband við Lísu (8999225) eða Daníel (7700218) ef eitthvað er óskýrt.

Málefnastarf á flokksráðsfundi

Á flokksráðsfundi Vg í dag var hópastarf um framtíðarstefnu Vg. Málefnastarf á flokksráðsfundinum fór fram í fjórum málstofum. Sú fyrsta þeirra fjallaði um lýðræði og eflingu þess. Bent var á nauðsyn þess að þróa ný verkfæri til að auka þátttöku almennings í allri ákvarðanatöku. Mikilvægt væri að þróa nýjar leiðir til að efla lýðræði, ekki aðeins í stjórnmálum heldur líka á öðrum vettvangi; ekki síst innan atvinnulífsins og því væri mikilvægt að skapa farvegi fyrir lýðræðisleg fyrirtæki.

Önnur málstofan fjallaði um fjölmenningu og velferð. Fjallað var um styttingu vinnuvikunnar sem mikilvægt langtímamarkmið til að auka frítíma fólks og lífsgæði. Ræddar voru hugmyndir um lágmarksframfærslu og skattkerfisbreytingar til að jafna tekjumun. Aðgerðir gegn innflytjendaandúð voru mikið ræddar, þar á meðal hugmyndir um að auka aðgengi nýbúa að menntun og annarri þjónustu.

Fjallað var um alþjóðamál og loftslagsmál í þriðju málstofunni. Rætt var um framtíð umhverfisverndarstefnu í íslenskum stjórnmálum, um nauðsyn þess að vera leiðandi afl í loftslagsmáum hér eftir sem hingað til. Umhverfisvernd sé ekki andstæða atvinnuuppbyggingar heldur þurfi að byggja upp umhverfisvænt atvinnulíf. Einnig var fjallað um mikilvægi þess að leggja áherslu á loftslagsbreytingar í öllu alþjóðastarfi.

Í fjórða og síðasta hópnum var rætt um grænan vöxt, samfélagsþróun og menntun. Ítrekuð var mikilvægi þess að jafa jöfnuð að leiðarljósi í atvinnustefnu og menntastefnu. Fjallað var um skapandi greinar í víðum skilningi í samhengi við menntastefnu þar sem allir geta lært án kostnaðar. Talað var um mikilvægi þess að fólk hefði raunverulegt val um búsetu hvar sem er á landinu, og í því samhengi var minnt á mikilvægi almenningssamgangna um allt land sem þyrfti að byggja upp á næsta áratug.

Flokksráðsfundur

Boðað er til flokksráðsfundar laugardaginn 21. júní 2014. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í sal Fjölbrautaskólans við Ármúla.
Skráning á fundinn: Mikilvægt er að skrá sig á fundinn fyrir miðnætti 18. júní, en það er hægt að gera á hér. Einnig er hægt að hringja í síma 552-8872 (milli kl. 9 og 16 virka daga) eða senda tölvupóst á vg@vg.is. Boðið verður upp á hádegisverð á staðnum fyrir 1.000 kr. Vinsamlegast takið fram við skráningu hvort þið hyggist vera í mat.

Dagskrá flokksráðsfundar
10:00: Björn Valur Gíslason, formaður flokksráðs, setur fund og flytur ávarp.
10:20: Vg í hugum fólks. Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði.
11:00: Sveitarstjórnarkosningar 2014: Örerindi frá frambjóðendum og umræður í sal.
12:00: Hvað gekk best í kosningabaráttunni? Örerindi frá kosningastjórum og umræður í sal.
12:45: Matarhlé.
13:30: Katrín Jakobsdóttir, formaður Vg, ávarpar fundinn og varpar fram spurningum um framtíðina.
14:00: Vinstri græn framtíð: Drög að nýrri sókn!
Hópastarf um framtíðarstefnumótun Vg fyrir landsfund haustið 2015.
16:15: Safnast saman og farið yfir niðurstöður hópastarfs.
17:00: Fundi slitið.

Athugið að þessi flokksráðsfundur er ekki hugsaður sem ályktanafundur heldur vinnufundur og ekki er gert ráð fyrir sérstökum umræðum um ályktanir. Ef flokksráðsfulltrúar vilja skila inn ályktunum þarf að skila þeim inn þremur sólarhringum fyrir fundardag eða í síðasta lagi á miðnætti 18. júní. Skal það gert  hér.

Opnunartími skrifstofu í júní

Lokað verður í júní vegna flutninga.

Vinstrihreyfingin grænt framboð mun flytja höfuðstöðvar sínar í Hamraborg 1-3 í júní.

Við minnum á tölvupóstinn vg@vg.is og símann 552-8872 en þar mun Finnur Dellsén taka við símtölum vegna sumarfrís starfsmanns Vinstri grænna.

Gleðilegt sumar og sjáumst í Hamraborg.