Stórfundur VG með verkalýðsforystunni

Svæðisfélög Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu boða til opins fundar um verkalýðsmál.

Frummælendur á fundinum verða:

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra
Drífa Snædal, forseti ASÍ
Sonja Ýr Þorbergsdótti, formaður BSRB
og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar

Fundarstjóri verður Ögmundur Jónasson, fyrrv. innanríkisráðherra og fyrrv. formaður BSRB

Fundurinn hefst kl. 11.00 og miðað er við að honum ljúki kl. 13.00

Boðið verður uppá súpu að fundi loknum.

Áfram opið á athugasemdir um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til að skila inn umsögnum um aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030 til 15. nóvember næstkomandi.Upphaflegur frestur til að senda inn athugasemdir var til 1. nóvember síðastliðinn, en ákveðið var að verða við óskum um framlengdan frest.

Umsögnum skal skilað í gegn um Samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum 2018 – 2030 í Samráðsgátt

Veltiár framundan

Okkur jarðarbúum gengur of hægt við að efla viðbrögð gegn hraðri hlýnun loftslags á heimsvísu. Þau snúast um að minnka losun gróðurhúsalofttegunda og samtímis að binda sem mest af kolefni. Breyttur landbúnaður, minni flutningar, minni skógvinnsla í stórum stíl en meiri skógrækt eru meðal lykilverkefna. Enn eitt lykilverkefnið er sjálfbærari orkuframleiðsla en nú tíðkast og tæknilegri stóriðja sem minnkar losun frá verksmiðjum.

Rýrnun jökla og hafíss er verulegt áhyggjuefni. Við það minnkar endur­varp sólgeislunar og dökkt land og haf drekkur í sig æ meiri varma.

Margt af þessu og skyldum efnum enduróma á ráðstefnum og fundum, t.d. skoðana- og fræðslutorginu sem opið er í Hörpu ár hvert: Arctic Circle. Þar kemur líka oft fram að rannsóknir eru orðnar nægar til þess að við getum aðhafst af skynsemi – að verkin eigi að tala án þess að rannsóknir minnki.

Markmið íslenskra stjórnvalda eru metnaðarfull. Að standa við skuldbindingar Parísarsamkomulagsins og gera auk þess Ísland kolefnishlutlaust fyrir árið 2040. Bæði eiga þau að hljóta þverpólitískt fulltingi þó svo menn greini á um leiðir. Þær finnum við með umræðum og virðingu fyrir staðreyndum. Fjármögnun aðgerða sem til þarf til þess að ná markmiðunum verður að ganga fyrir sumu af því sem við erum vön að vilja fjármagna. Neyslumynstur verður að breytast að ýmsu leyti.

Norðurslóðir eru lykilsvæði í andófinu gegn loftslagsbreytingum og við hér á landi í miðri hringiðunni. Á norðurslóðum verður að hægja á vinnslu jarðefnaeldsneytis og takmarka hana við 20% þekktra birgða í jörðu. Á heimsvísu verður að láta ? þekktra birgða liggja kyrrar. Um leið er afar brýnt að Norður-Íshafið og aðliggjandi haf- og strandsvæði verði virt sem vopnlaust svæði með alþjóðlegum samningum – svæði þar sem öryggi, leit og björgun er tryggð en hernaðaruppbygging látin eiga sig. Hafsvæði utan 200 mílna lögsögu verði undir alþjóðlegri stjórn og auðlindanýting þar sömuleiðis.

Norðurskautsráðið verður undir íslenskri stjórn frá 2019-2021 og þá hægt að komu mörgu góðu til leiðar eins og um verður búið í verkefnaskrá sem unnið hefur verið að.

Rafbílavæðing Reykjavíkur – fundur á eftir

Umræður um rafbílavæðingu Reykjavíkur á eftir, kl17 á Hallveigarstöðum

Guðmundur Ingi, umhverfis- og auðlindaráðherra,
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi og formaður umhverfis og heilbrigðisráðs
Guðmundur Benedikt Friðriksson, skrifstofustjóri umhverfismála Rvk.

Öll velkomin

Skráning í málefnahópa

Málefnahópar sem munu starfa fyrir landsfund 2019.

Tillaga lögð fyrir flokksráðsfund í október 2018.

Bakhópur um stjórnarskrármál er þegar starfandi.

Tölvupóstfang

Símanúmer

Ég vil skrá mig í málefnahópinn:

Jafnréttismál
Matvælamál
Umhverfis- og orkumál
Heilbrigðismál
Kjaramál (Verkalýðs og Húsnæðismál)
Menntamál
Ungt fólk að borðinu

Drög að stefnu gegn áreitni og ofbeldi

Flokksráðsfundur vísaði drögum að stefnu og aðgerðaráætlun Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs gegn kynferðislegri áreitni og kynbundinni áreitni og ofbeldi til nýskipaðrar jafnréttisnefndar. Mun nefndin fullvinna drögin fram að landsfundi hreyfingarinnar 2019.

Skráning í nefndina fer fram með því að senda póst á vg@vg.is

Sjá drög hér.

 

 

Húsfyllir á ráðherrafundi – Skagafjörður í dag

Um sjötíu manns, þar á meðal sveitarstjórnarfólk af Snæfellsnesi og víðar úr NV-kjördæmi sóttu opinn fund ráðherra og þingmanna VG í Stykkishólmi í gærkvöld. Rætt var um heilbrigðis- og umhverfismál og stöðuna í stjórnmálum undir ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Mikil áhersla var að jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu, sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu. Þá kom fram sterk áhersla á Snæfellsþjóðgarð og ósk um að hann verði efldur og stutt við hann fjárhagslega til jafns við aðra þjóðgarða.

Þing kjördæmisráðs NV var haldið á undan ráðherrafundinum, ársreikningar samþykktir og stjórn endurkjörin með styrkingu.

Fundaherferð ráðherra og þingmanna VG í kjördæmaviku heldur áfram í dag og verður farið um Skagafjörð í dag og opinn fundur haldinn á Kaffi Krók klukkan átta í kvöld.

Öll velkomin.

Brugðist við röngum staðhæfingum varðandi sérgreinalækna

Þrír læknar birta grein í Morgunblaðinu í dag þar sem þeir halda því meðal annars fram að heilbrigðisráðherra ætli sér að færa þjónustu sérgreinalækna að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildir sjúkrahúsa. Eftirfarandi eru athugasemdir ráðherra við megininntak greinarinnar, þar sem læknarnir fara rangt með staðreyndir.

Eins og fram kemur í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey; Lykill að fullnýtingu tækifæra Landspítalans hefur orði veruleg aukning á stofurekstri sjálfstætt starfandi sérgreinalækna síðustu ár og starfsemi þeirra færst að sama skapi út af Landspítalanum. Í skýrslunni segir að þessi þróun hafi átt sér stað, án tillit til þess hvort um sé að ræða sérgreinar sem eðlis síns vegna ættu frekar að vera innan sjúkrahússins eða ekki. Þá hefur Ríkisendurskoðun bent á hvernig fjármunir hafa á liðnum áratug færst frá opinberu heilbrigðisþjónustunni inn í einkarekna hluta heilbrigðiskerfisins.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur lýst þeirri stefnu ítrekað að hún hyggist styrkja opinbera heilbrigðiskerfið og vinna að þeirri stefnu sem byggist á almennri sátt í samfélaginu og felst meðal annars í því að efla heilsugæsluna til muna með þverfaglegri mönnun heilbrigðisstétta og vinna að því að jafna aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag og búsetu. Það hefur hins vegar komið skýrt fram af hálfu ráðherra að það sé alls ekki stefna eða markmið að fyrirbyggja starfsemi sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks á stofum með greiðsluþátttöku hins opinbera:

„Það sem skiptir máli og hefur margsinnis verið bent á, bæði af hálfu erlendra ráðgjafafyrirtækja, Ríkisendurskoðunar og fleiri bærra aðila, er að ríkið axli ábyrgð sína sem kaupandi þjónustu fyrir almannafé. Fjármunir til heilbrigðisþjónustu eru ekki ótakmarkaðir, ekki fremur en til annarra verkefna. Þess vegna þarf að skilgreina hvaða þjónustu vantar og í hvaða mæli og sjá til þess að þeir sem á þjónustunni þurfa að halda geti fengið hana. Það er óvenjulegt við rekstur íslenska heilbrigðiskerfisins að ekki skuli vera fyrir hendi þjónustustýring varðandi starfsemi sérgreinalækna og á það hefur verði bent margsinnis. Þessu þarf að breyta. Það er hins vegar alröng fullyrðing sem fram kemur í grein læknanna þriggja, þeirra Högna Óskarssonar, Sigurðar Árnasonar og Sigurðar Guðmundssonar, að ég ætli að færa þjónustu sjálfstætt starfandi sérgreinalækna „að miklu leyti eða alfarið inn á göngudeildar sjúkrahúsanna“ og mér finnst það áhyggjuefni að rangfærslur sem þessar séu ítrekað settar fram í umræðunni.“

,

Stórsókn í loftslagsmálum

Loftslagsbreytingar eru stærsta sameiginlega viðfangsefni mannkyns og brýnt að bregðast við þeim af festu. Sjö ráðherrar kynntu á mánudag umfangsmikla aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Íslands. Aldrei áður hefur viðlíka fjármagn verið sett í loftslagsmál og nú.

Við setjum markið hátt. Við ætlum að ráðast í viðamikið átak í kolefnisbindingu – endurheimta votlendi, birkiskóga og kjarrlendi, berjast gegn jarðvegseyðingu og rækta skóg. Orkukerfi heimsins eru drifin áfram af jarðefnaeldsneyti og þar þarf kerfisbreytingu. Þarna ætlum við að beita okkur af krafti og ná fram orkuskiptum í vegasamgöngum. Við viljum hætta að brenna mengandi og innfluttum orkugjöfum og nota heldur innlenda, endurnýjanlega orku – rétt eins og við gerðum þegar við innleiddum hitaveituna. Við viljum vinna með sveitarfélögum að því að styrkja almenningssamgöngur, gera fólki kleift að lifa bíllausum lífsstíl og hætta að keyra bílaflotann okkar áfram á mengandi eldsneyti.

Út með olíuna

Hvar getum við Íslendingar dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til að standast markmið Parísarsáttmálans? Stóriðjan fellur ekki undir þær skuldbindingar sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, heldur heyrir undir evrópskt kerfi með losunarheimildir sem ætlað er að draga úr losun frá starfsemi hennar. Alþjóðaflug fellur sömuleiðis ekki undir skuldbindingar einstakra ríkja og um landnotkun gilda sérstakar reglur. Hvar eru þá helstu tækifæri okkar?

Svarið liggur í olíu. Notkun hennar orsakar stærsta hluta þeirrar losunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Og um 60% af olíunni eru notuð í vegasamgöngum. Stærsta verkefnið framundan er því stórfelld rafvæðing samgangna og stefnan skýr: Að helminga notkun jarðefnaeldsneytis í vegasamgöngum fyrir árið 2030.

Í aðgerðaáætluninni eru auðvitað fjölmargar aðrar aðgerðir sem stuðla að samdrætti í losun annarra geira, og sérstök áhersla er á nýsköpun. Fyrsta útgáfa áætlunarinnar í loftlagsmálum liggur nú fyrir. Framundan er samráð sem ég bind miklar vonir við.

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra.