,

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 er hafin.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 er hafin.

Fyrst um sinn verður kosið á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað.
Upplýsingar um annan tíma eða aðra staði þar sem greiða má atkvæði verða færðar inn fyrir hvern landshluta.
Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má finna á vefnum kosning.is

Meiri upplýsingar hér:

 

,

Framboðslisti VG í Rvk Samþykktur

Aukin lífsgæði og bætt kjör kvennastétta
Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík samþykktur
Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík ætlar að leggja höfuðáherslu á að stórbæta kjör fjölmennra kvennastétta hjá borginni, halda áfram að lækka útgjöld barnafjölskyldna og bæta lífsgæði í borginni með því að minnka álag á fólk og umhverfi.

Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík samþykkti í kvöld framboðslista hreyfingarinnar til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum.

„Við ætlum að halda áfram að auka lífsgæði borgarabúa og minnka álag á fólk og umhverfi með því m.a. að lækka álögur á barnafjölskyldur en við ætlum líka að stórbæta kjör og starfsaðstæður fjölmennra kvennastétta” segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna. „Stórefldar og tíðari almenningssamgöngur eiga eftir að minnka álag á fólk og umhverfi og með þeim getum við bætt loftgæði, stytt ferðatíma borgarbúa og sparað fjölskyldum miklar fjárhæðir sem ella færu í rekstur einkabíla.”
Framboðslisti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur 2018:
1. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
2. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúiá
3. Þorsteinn V Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð
4. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leiklistarkennari og flugfreyja
5. René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
6. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki
7. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar
8. Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari
9. Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðinemi
10. Sigrún Jóhannsdóttir, líffræðingur
11. Torfi Hjartarson, lektor
12. Ewelina Osmialowska, grunnskólakennari
13. Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur
14. Elva Hrönn Hjartardóttir, stjórnmálafræðinemi og flugfreyja
15. Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður
16. Anna Friðriksdóttir, lyfjafræðingur
17. Baldvin Már Baldvinsson, starfsmaður á leikskóla
18. Ólína Lind Sigurðardóttir, stjórnmála- og kynjafræðinemi
19. Daði Arnar Heiðrúnarson Sigmarsson, stuðningsfulltrúi
20. Þórhildur Heimisdóttir, landfræðinemi
21. Bryngeir Arnar Bryngeirsson, gönguleiðsögumaður og tómstundafræðingur
22. Áslaug Thorlacius, skólastjóri
23. Stefán Pálsson, sagnfræðingur
24. Sigríður Pétursdóttir, kennari
25. Styrmir Reynisson, forstöðumaður í Selinu
26. Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri
27. Guy Conan Stewart, kennari
28. Edda Björnsdóttir, kennari
29. Jakob S Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri
30. Bergljót María Sigurðardóttir, sálfræðinemi
31. Toshiki Toma, prestur
32. Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur
33. Þröstur Brynjarsson, kennari
34. Thelma Rut Óskarsdóttir, menntaskólanemi
35. Friðrik Dagur Arnarson, framhaldsskólakennari
36. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur
37. Guðmundur J Kjartansson, landvörður
38. Jóhanna Bryndís Helgadóttir, náms- og starfsráðgjafi
39. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur
40. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
41. Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi
42. Þorgerður H Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur
43. Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistamaður
44. Úlfar Þormóðsson , rithöfundur
45. Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
46. Gunnsteinn Gunnarsson, barna- og unglingageðlæknir

, ,

Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Kópavogi

Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.
Samþykktur á félagsfundi þann 6. mars 2018

1. Margrét Júlía Rafnsdóttir, f. 1959 bæjarfulltrúi, umhverfisfræðingur og kennari
2. Amid Derayat, f. 1964, fiskifræðingur
3. Rósa Björg Þorsteinsdóttir, f. 1956, kennari, M.ed. í fjölmenningarfræðum
4. Pétur Fannberg Víglundsson, f. 1983, verslunarstjóri
5. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, f. 1982, félagsráðgjafi
6. Hreggviður Norðdahl, f. 1951, jarðfræðingur
7. Bragi Þór Thoroddsen, f. 1971, lögfræðingur
8. Helgi Hrafn Ólafsson, f. 1988 íþróttafræðingur
9. Anna Þorsteinsdóttir, f. 1983, landvörður og leiðsögumaður
10. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, f. 1976, uppeldis- menntunar- og fjölskyldufræðingur
11. Rakel Ýr Ísaksen, f. 1976, leikskólakennari, sérkennslustjóri í leikskóla
12. Margrét S. Sigbjörnsdóttir, f. menntaskólakennari
13. Einar Ólafsson, f. 1949, rithöfundur og fyrrverandi bókavörður
14. Mohammed Omer Ibrahim, f. 1960, jarðfræðingur og sjálfboðaliði hjá Rauða kross Íslands
15. Helga Reinhardsdóttir,f. 1949, skjalavörður
16. Signý Þórðardóttir, f. 1961, þroskaþjálfi,
17. Gísli Baldvinsson, f. 1948 kennari og stjórnmálfræðingur
18. Gísli Skarphéðinsson, f. 1944, fyrrverandi skipstjóri
19. Þuríður Backman, f. 1948, fyrrverandi alþingismaður
20. Þóra Elfa Björnsson, f. 1939, setjari
21. Steinar Lúðvíkson, f. 1936, ellilífeyrisþegi
22. Ólafur Þór Gunnarsson, f. 1963, öldrunarlæknir og þingmaður

,

Listi VG á Akureyri samþykktur.

Í gær lagði uppstillingarnefnd fyrir félagsfund tillögu að lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.

Listinn var samþykktur.

1. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, söngkona og starfsmaður bílaleigu
3. Edward H. Huijbens, prófessor við HA
4. Inga Elísabet Vésteinsdóttir, landfræðingur hjá Þjóðskrá
5. Finnur Dúa, grafískur hönnuður
6. Þuríður Sólveig Árnadóttir, sjúkraþjálfari
7. Valur Sæmundsson, kennari og tölvunarfræðingur
8. Ásrún Ýr Gestsdóttir, starfar við umönnun
9. Hermann Arason, framkvæmdastjóri
10. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, sérfræðingur í félagsmálum barna
11. Einar Gauti Helgason, matreiðslunemi
12. Anna María Hjálmarsdóttir, ráðgjafi
13. Ólafur Kjartansson, vélvirki
14. Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastýra
15. Wolfgang Frosti Sahr, framhaldsskólakennari
16. Arnfríður Kjartansdóttir, sálfræðingur
17. Sigmundur Sigfússon, geðlæknir
18. Hildur Friðriksdóttir, bókavörður og verkefnastjóri í VMA
19. Samúel Lúkas Rademaker, sjálfstætt starfandi
20. Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari
21. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður
22. Kristín Sigfúsdóttir, fv. Bæjarfulltrúi

Við tökum undir orð Sóleyjar Bjarkar oddvita en hún er ánægð með þennan lista því á honum er mjög reynslumikið fólk í bland við nýja þátttakendur. Sérstaklega er það ánægjulegt hversu margar ungar konur gáfu kost á sér og sóttust eftir sætum ofarlega á listann, það segir mér að kvennabyltingar undanfarinna mánaða og ára hvetji konur til að láta til skarar skríða. Karlar á öllum aldri og með fjölbreytta reynslu koma einnig sterkir inn og í raun alveg frábært, og þakkar vert, hversu mikið af hæfileikaríku fólki er tilbúið til að láta til sín taka í pólitík.

 

, ,

Niðurstöður forvals hjá VG í Reykjavík

Í dag fór fram rafrænt forval hjá Vinstri grænum í Reykjavík og lauk því klukkan 1700. Valið var í efstu fimm sæti framboðslista hreyfingarinnar í borgarstjórnarkosningunum sem fara fram 26. maí næstkomandi. Atkvæði greiddu 493, tvö atkvæði voru auð og tvö ógild.

Niðurstaða forvalsins er eftirfarandi:

1. sæti Líf Magneudóttir.
2. sæti Elín Oddný Sigurðardóttir.
3. sæti Þorsteinn V. Einarsson.
4. sæti Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm.
5. sæti René Biasone.

Atkvæði skiptust með eftirfarandi hætti á milli frambjóðenda í hvert sæti:
1. sæti
Líf Magneudóttir fékk flest atkvæði, 401, í 1. sæti. Næst var Elín Oddný Sigurðardóttir með 36 atkvæði.
2. sæti
Elín Oddný Sigurðardóttir hlaut flest atkvæði í 1. til 2. sæti, 311 atkvæði, og hlýtur því annað sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 99 atkvæði.
3. sæti
Þorsteinn V. Einarsson hlaut flest atkvæði í 1. til 3. sæti, 164 atkvæði, og hlýtur því þriðja sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 127 atkvæði.
4. sæti
Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm hlaut flest atkvæði í 1. til 4. sæti, 210 atkvæði, og hlýtur því fjórða sæti. Næstur varGústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 163 atkvæði.
5. sæti
René Biasone hlaut flest atkvæði í 1. til 5. sæti, 218 atkvæði, og hlýtur því fimmta sæti. Næstur var Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson með 181 atkvæði í 1. til 5. sæti. Þar á eftir kom Björn Teitsson, Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, Hermann Valsson, Ragnar Karl Jóhansson og Jakob S. Jónsson.

Valið er leiðbeinandi og leggur kjörnefnd endanlegan lista með 46 frambjóðendum fyrir félagsfund Vinstri grænna í Reykjavík í samræmi við lög og stefnu hreyfingarinnar.

Ég á hana!

Ég fór í bíó um síðustu helgi með sex ára syni mínum. Sáum teiknimynd um lítinn karlkyns fuglsunga sem horfði upp á föður sinn drepinn, var rænt af óhugnanlegum ketti og svo yfirgefinn af fjölskyldu sinni. Áður en að þeim hörmungum kom kynntist unginn kvenkyns unga og úr því var gerð rómantísk sena, þau kysstust og urðu auðvitað ástfangin. Skýr skilaboð um að stelpa og strákur eigi að verða ástfangin, þau geta ekki bara verið vinir. Myndin er stútfull af skaðlegum stöðluðum karlmennskuímyndum, sem mig langar aðeins að velta fyrir mér í femínísku ljósi.
Skaðleg karlmennska byggist til dæmis upp á skorti á tilfinninganæmni. Það er akkúrat það sem einkennir ungann. Hann er staðráðinn í að bjarga fjölskyldu sinni og ástinni og syrgir aldrei pabba sinn né það að vera yfirgefinn. Annað dæmi um skaðlega karlmennsku er að karlmenn eigi að bjarga sér og öðrum. Þriðja dæmið er fyrirhafnarlaus snilli: að að þurfa ekki að æfa sig og leggja mikið á sig til að ná árangri, heldur sé dyggð karlmennskunnar að vera fæddur sigurvegari. Læra ekkert fyrir próf en fá samt 9. Unginn leyfir okkur að njóta allskonar fyrirhafnarlausrar snilli sinnar í gegnum teiknimyndina.
Fjórða dæmið og það allra versta var þó þegar unginn sagði reiðilega: „ÉG Á HANA! ÉG Á HANA!” um vinkonu sína þegar hann sá hana fyrir sér með öðrum strák. Þessi sjúka ást, reiði og afbrýðisemi er síðan það sem fær ungann til að læra að fljúga og vera hugrakkan. Hræðileg framsetning og hræðileg skilaboð. Þarna er gefið í skyn að afbrýðisemi sé eðlileg birtingarmynd ástar og að eignarhald karlkyns yfir kvenkyni sé í lagi. Strax í teiknimyndum er byrjað að undiskipa konur. Feðraveldið er mætt.
Þessi birtingarmynd á karlmennskunni er síendurtekið þrástef í miklu barnaefni og skapar þannig hugmyndir barna um það sem telst gott og rétt. Allt frá því að við höfum varla hugmynd um hver við erum. Karlmennskan, kynjatvíhyggjan, gagnkynhneigðarhyggjan og mismununin er búin til í teiknimyndum og viðhaldið af okkur sjálfum í algjöru andvaraleysi. Af því að hún er svo ótrúlega samofin veruleika okkar. Mér hefði þótt gaman að sjá karlkyns og kvenkyns ungann verða góða vini, sleppa þessari rómantík hjá ungunum. Það hefði mátt gefa tilfinningum ungans meiri gaum, ekki sýna hann sem nánast tilfinningalausa hetju sem heldur áfram sama á hverju dynur, drifinn áfram af afbrýðisemi og mikilmennsku. Fyrir utan að það hefði auðvitað mátt hafa kvenkyns ungann sem aðalsöguhetjuna eða allavega sýna tvær kvenkyns persónur tala saman um annað en karlkyn. Mér finnst að ábyrgð þeirra sem búa til teiknimyndir fyrir börn þurfi að vera meiri en sú að ala á skaðlegum staðalmyndum. Af því að það er akkúrat þessi framsetning karlmennskunnar sem á þátt í afbökuðum samskiptum kynja. Þetta er karlmennskumein sem við þurfum að taka ábyrgð á í sameiningu, að byggja upp betri karlmennsku. Það er eftirspurn eftir henni.
Þorsteinn V. Einarsson, er frambjóðandi í forvali VG í Reykjavík.

Vatnsból í hættu

Við vitum öll að vatn er ein af okkar mikilvægustu auðlindum, undirstaða alls lífs á jörðinni og að án þess gætum við ekki lifað. Við sem búum á Íslandi njótum þeirra forréttinda að hafa aðgang að einna hreinasta og besta vatni í heimi. Því þurfum við að vera vakandi fyrir öllu því sem kann að hafa áhrif á vatnsból okkar, hafa með þeim reglulegt og virkt eftirlit og gera ríkar kröfur um að vernda grunnvatn vatnsverndarsvæða.

Risaframkvæmd innan vatnsverndarsvæðis

Um langt skeið hefur Landsnet verið að undirbúa lagningu háspennulína yfir vatnsverndarsvæði alls höfuðborgarsvæðisins, svokallaðrar Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1). Slíkri framkvæmd fylgir stórfellt og óafturkræft rask og hættan á því að vatnsból okkar mengist getur orðið veruleg. Það er líka í andstöðu við ákvæði reglugerðar nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns en þar segir í 13. gr. um grannsvæði: „Á þessu svæði skal banna notkun á hættulegum efnum og birgðageymslu slíkra efna. Hér er m.a. átt við olíu, bensín og skyld efni, salt, eiturefni til útrýmingar á skordýrum eða gróðri og önnur efni sem mengað geta grunnvatn, auk efna sem sérstaklega eru tilgreind í reglugerð um neysluvatn.“

Framkvæmdaleyfi línunnar byggir á umhverfismati sem er nær tíu ára gamalt og samkvæmt dómi Hæstaréttar uppfyllti matsferlið og umhverfisskýrslan sem lá framkvæmdunum til grundvallar ekki þann áskilnað sem gerður er í lögum um mat á umhverfisáhrifum. Það hlýtur því að vera ófrávíkjanleg lágmarkskrafa að nýtt umhverfismat fari fram fyrir nýjum línulögnum þegar vatnsvernd meirihluta landsmanna er í húfi.

Nú hafa öll nágrannasveitarfélög Reykjavíkur, sem fara með skipulagsvald á svæðinu, gefið út framkvæmdaleyfi, þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa og umhverfisverndarsamtaka. Það segir sína sögu að nánast öll framkvæmdaleyfin hafa verið kærð.

Óþörf stórframkvæmd

Forsendurnar fyrir framkvæmdum háspennulínanna sem lengi hafa verið á teikniborðinu eru brostnar. Uppbyggingaráform um álbræðslu í Helguvík virðast hafa verið blásin af, engin stækkun hefur átt sér stað í Straumsvík og illa er komið fyrir kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík. Fjölgun netþjónabúa virðist einnig vera fjarlægur draumur. Þá má nefna að Hverahlíðarvirkjun og Bitruvirkjun eru ekki lengur á dagskrá og ekki heldur stækkun Reykjanesvirkjunar og virkjun í Eldvörpum. Frá því að umhverfismatið var gert fyrir tæpum tíu árum hafa ný lög um náttúruvernd tekið gildi og einnig ný samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla fyrir höfuðborgarsvæðið. Þetta skiptir allt máli þegar málið er skoðað í dag í nýju ljósi.

Það liggur því í augum uppi að ekki þarf að ana að neinu í lagningu línanna. Í þessu máli þarf að gæta sérstakrar og fyllstu varúðar og aðhafast ekkert sem setur vatnsból okkar í hættu. Af framangreindu má sjá að gera þarf nýtt umhverfismat og endurskoða þetta mál heildstætt og frá grunni. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa allra þeirra sem drekka vatn úr Gvendarbrunnum að svo sé gert?

Höfundur er forseti borgarstjórnar og oddviti Vinstri grænna 

, ,

Fundur á Selfossi um sveitarstjórnarmál í gær.

Ari Trausti Guðmundsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu sveitarstjórnarmàl á góðum fundi á Selfossi í gærkvöld. Framtíð íslenskunar, samgöngumál, heilbrigðismál og menntamál voru meðal umræðuefna. Katrín fór hratt yfir sögu hvernig hún hefur farið úr 18. sæti á lista VG í borginni yfir í forsætisráðuneytið og hvatti fundargesti til þátttöku í sveitarstjórnum. Allt geti gerst í stjórnmálum og það sé það sem geri starfið svo skemmtilegt.

 

 

,

Fundur með Katrínu á Hótel Selfossi þriðjudagskvöldið 13. febrúar.

Vilt þú taka þátt í að móta þitt nærsamfélag?
Hefur þú áhuga á skipulagsmálum, fræðslumálum, menningarmálum, málefnum eldri borgara eða öðrum sveitarstjórnarmálum?
Við ætlum að hefja undirbúning fyrir sveitastjórnarkosningar og blásum til fundar þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:30 á Hótel Selfoss.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra verður gestur fundarins og ætlar að segja frá sínum afskiptum af sveitastjórnarmálum og hvernig við getum öll haft áhrif.
Fundarstjóri: Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Vertu með í að móta framtíðina.
Öll velkomin!