, ,

Fundur á Selfossi um sveitarstjórnarmál í gær.

Ari Trausti Guðmundsson og Katrín Jakobsdóttir ræddu sveitarstjórnarmàl á góðum fundi á Selfossi í gærkvöld. Framtíð íslenskunar, samgöngumál, heilbrigðismál og menntamál voru meðal umræðuefna. Katrín fór hratt yfir sögu hvernig hún hefur farið úr 18. sæti á lista VG í borginni yfir í forsætisráðuneytið og hvatti fundargesti til þátttöku í sveitarstjórnum. Allt geti gerst í stjórnmálum og það sé það sem geri starfið svo skemmtilegt.

 

 

,

Fundur með Katrínu á Hótel Selfossi þriðjudagskvöldið 13. febrúar.

Vilt þú taka þátt í að móta þitt nærsamfélag?
Hefur þú áhuga á skipulagsmálum, fræðslumálum, menningarmálum, málefnum eldri borgara eða öðrum sveitarstjórnarmálum?
Við ætlum að hefja undirbúning fyrir sveitastjórnarkosningar og blásum til fundar þriðjudagskvöldið 13. febrúar kl. 20:30 á Hótel Selfoss.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra verður gestur fundarins og ætlar að segja frá sínum afskiptum af sveitastjórnarmálum og hvernig við getum öll haft áhrif.
Fundarstjóri: Ari Trausti Guðmundsson þingmaður VG í Suðurkjördæmi.
Vertu með í að móta framtíðina.
Öll velkomin!

,

Uppstillingarnefnd í Hafnarfirði

Á fundi Hafnarfjarðar félagsins þann 22. janúar var samþykkt að uppstillingarnefnd myndi stilla upp á lista flokkins fyrir bæjarstjórnakosningar nú í vor í bæjarfélaginu. Í uppstillinganefnd voru kosin Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Gestur Svavarsson og Birna Ólafsdóttir.