Íbúalýðræði

Ýmislegt kemur upp í hugann þegar ég hugsa um mitt nánasta umhverfi, Skagafjörðinn. Margt af því sem er að gerast í kringum okkur er framúrskarandi, annað síður en svo. Hægt væri að ræða fjölmörg verkefni og ýmsar áskoranir sem við íbúarnir stöndum nú frammi fyrir, en það sem sækir hvað fastast að mér þessa stundina er hugtakið íbúalýðræði.

 

 

Íbúalýðræði

Hugtakið lýðræði þekkja flestir, en þá liggur vald í stjórnskipulagslegum skilningi á einn eða annan hátt hjá almenningi. Gunnar Helgi Kristinsson fjallar um íbúalýðræði í ritinu Leiðsögn um lýðræði í sveitarfélögum. Hann segir: „Íbúalýðræði er samheiti yfir þær aðferðir sem notaðar eru við að virkja íbúa til þátttöku í einstökum málefnum eða málaflokkum sveitarfélaga.“ (bls. 12). Tilgangur þess er að opna íbúum leiðir til þess að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á undirbúning og ákvarðanatöku eða einstök málefni. Samráð við íbúa má greina í þrjá flokka. Í fyrsta lagi er kynning, þar sem áætlanir eru kynntar fyrir íbúum og þeir fá tækifæri til að gera athugasemdir þó þeir hafi ekki endilega vald til að breyta ákvörðunum. Í öðru lagi er samstarf, en þá fá íbúar tækifæri til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og virkilega hafa áhrif, t.d. með ráðgefandi atkvæðagreiðslum. Í þriðja lagi er valdaframsal sveitarstjórnar, en þá láta kjörnir fulltrúar valdið í hendur íbúa eða samráðsvettvangs í ákveðnum málum (valdaframsal er þó bundið takmörkunum skv. lögum). Markmið íbúalýðræðis er að færa íbúum hlutdeild í ákvarðanatöku sem hefur áhrif á líf þeirra og nærumhverfi. Með samvinnu milli kjörinna fjölltrúa í sveitarstjórn og íbúanna getur náðst betri sátt um framkvæmdir og ákvarðanaferli, sem leiðir af sér meiri ánægju meðal íbúa.

 

102-108 gr. sveitarstjórnarlaga fjallar um samráð við íbúa í lagalegu samhengi. Er það margt áhugaverð lesning og rímar að miklu leyti við þá umfjöllun sem hér kom á undan. Þar segir m.a. “Sveitarstjórn skal upplýsa íbúa sína um áætlanir sem sveitarfélag hefur til meðferðar og ákvörðunar og varða þá með almennum hætti. Sama gildir um einstök mál sem hafa verulega þýðingu fyrir sveitarfélagið. Sveitarstjórn skal leitast við að veita íbúum upplýsingar um áhrif slíkra mála og áætlana á þjónustu sveitarfélags til skemmri og lengri tíma, fjárhag sveitarfélagsins, umhverfi og markmið sem að er stefnt.” (Sveitarstjórnarlög nr. 138/2011,10. Kafli/103 gr.)

 

Hvers vegna viljum við íbúalýðræði?

Nú kunna einhverjir að spyrja, hvers vegna skiptir þetta okkur máli? Hvers vegna finnst okkur mikilvægt að geta komið skoðunum okkar á framfæri og haft áhrif á það umhverfi og málefni sem okkur snertir og breytingar sem að okkur snúa? Ég hafði satt að segja ekki hugleitt þetta mikið þar til í vetur, þegar valdið til að taka þátt í ákvarðanaferlum var tekið af mér. Þegar ég og samstarfsfólk mitt, stóðum allt í einu í þeim sporum að fá ekkert um aðstöðu, framgang eða framtíð vinnustaðarins að segja. Þegar við æptum út í tómið og fengum aðeins bergmál til baka. Ég er hér að vísa til stöðu Byggðasafns Skagfirðinga. Safnsins OKKAR. Við fengum ekki að vera þátttakendur í þeim breytingum sem yfirmenn okkar í sveitarfélaginu hrintu í framkvæmd. Við fengum ekki að fylgjast með framgangi þeirra áætlana og breytinga sem okkur snerti. Í stað þess að fá upplýsingar frá sveitarstjórninni, fréttum við það í fjölmiðlum að safnið okkar á Sauðárkróki væri gott sem heimilislaust til næstu ára. Hvar var upplýsingagjöfin? Hvar var samvinnan? Hvar var kynning á breytingunum, áhrifum þeirra og markmiðum? Hvar var samráðið? Hvar var lýðræðið?

 

Hvað er til ráða?

Á tímum upplýsingasamfélagsins gengur ekki að leyna upplýsingum og vinna mál sem snerta almenning fyrir luktum dyrum. Sveitarstjórnarmenn eru þjónar íbúanna. Vinnum af heiðarleika. Opnum umræðuna og tölum við þá sem málin snerta. Köllum til samráðs og samvinnu við íbúa svæðisins. Krefjumst þess að upplýsingar um verkefni og fjármögnun þeirra séu okkur aðgengilegar. Þetta kemur okkur við.

 

Við getum gert betur. Við verðum að gera betur. Við munum gera betur.

 

Höfundur skipar 6. sæti VG og óháðra.

 

Fjölbreytnin liggur í grasrótinni

Framtíð Reykjanesbæjar byggist á jöfnum tækifærum, virðingu fyrir náttúrunni og gróskunni sem þrífst í fjölbreytninni en ekki í stórum heildarlausnum. Reykjanesbær þarf að styðja og styrkja grasrótina til að viðhalda heilbrigðri stjórnsýslu og hvetja íbúa unga sem aldna til þátttöku í mótun samfélagsins.

Grasrótar samtök spretta fram þegar íbúar taka til sín ýmis verkefni sem ætlað er að þjóna samfélaginu. Skoðum tvö nærtæk dæmi:

Verndun menningarminja. Grasrótarhópar eins og “Björgum Sundhöll Keflavíkur” á sér mikla hefð í sögu húsverndar á íslandi og hafa oft gegnt lykilhlutverki við björgun bygginga. Því miður hafa bæjaryfirvöld ekki haft frumkvæði að farsælli lausn  og hafa samtökin þess í stað fundið vini hjá Minjastofnun Íslands sér til halds og trausts.

Náttúru-og umhverfisvernd. Grasrótarsamtök sem vinna að verndun náttúru hafa mikil áhrif en því miður oft í óþökk yfirvalda.
Samtökin “Andstæðingar stóriðju í Helguvík” er hópur sem berst fyrir grundvallarrétti bæjarbúa til að geta andað að sér hreinu lofti. Þau  krefjast þess að kísilverskmiðjum eins og United Silicon verði lokað. Skemmst er frá því að segja að baráttan hófst löngu áður en verksmiðjan var opnuð þar sem íbúar töldu sig sjá ýmsa vankanta í hönnun byggingarinnar og í umhverfismati.  Því miður létu bæjaryfirvöld þetta engu varða og héldu ótrauð áfram að styðja framkvæmdirnar sem hafa síðan kostað bæjarsjóð  hundruð miljóna.
Þegar yfirvaldið kýs að sniðganga raddir íbúa sem þeim er ætlað að þjóna sýnir það hroka sem skapar vantraust og sundrung í samfélaginu.

Bæjaryfirvöld eiga að umvefja frumkvæði íbúa sem sýna umhverfinu sínu áhuga og vinna með grasrótinni til að finna farsælar lausnir. Einnig ætti bæjarsjóður að leggja til ákveðið fjármagn til úthlutunar sem menningarstyrkir til grasrótarhreyfinga sem um það sækja. Menning er skilgreind sem list og listsköpun en oft vill gleymast að menning felst í mannauði.

Dagný Alda Steinsdóttir, oddviti Vinstri grænna og óháðra í Reykjanesbæ.

Litlar breytingar geta breytt miklu fyrir marga

 

 

Eftir tíu ára fjarveru og tvær háskólagráður flutti ég aftur á heimaslóðir í Skagafirði árið 2007. Ég var efins í fyrstu, hélt að hér væri lítið að gerast og ætlaði að stoppa stutt. Annað kom á daginn, hér er ég enn, horfi á börnin mín blómstra í námi, íþróttum og tómstundum og er sjálf í frábæru starfi á góðum og framsæknum vinnustað, Árskóla.

 

En sem einstæð þriggja barna móðir veit ég hvað kostar að reka fjölskyldu í sveitarfélaginu Skagafirði. Hækkanir á leikskólagjöldum og skólamáltíðum skipta sveitafélagið kannski ekki miklu máli í stóra samhenginu, en þessar hækkanir koma sannarlega við fjölskyldufólk. Almennt gjald fyrir átta tíma vistun er 11.415 krónum dýrara á mánuði hér en í Reykjavík. Einstæðir, öryrkjar og námsmenn greiða 12.741 krónu meira á mánuði fyrir sömu vistun í okkar sveitarfélagi en í Reykjavík. Ég veit ekki með aðra, en mig munar um þessar tæpu 153.000 krónur á ári.

 

Framsókn lofaði fjölskylduvænu samfélagi fyrir síðustu kosningar en meirihlutinn hækkaði leikskólagjöld tvisvar á kjörtímabilinu. Nú eru hér einna dýrustu leikskólagjöld landsins og fá einstæðir foreldrar, öryrkjar og nemar hlutfallslega lægri afslátt af vistunargjöldum en víða annarsstaðar. Aðkeyptar skólamáltíðir hafa einnig hækkað og væri ákjósanlegt að nýta eldhús í Árskóla og Ársölum til þess að elda hollar máltíðir fyrir börnin okkar á staðnum, eins og gert er í hinum grunnskólum og leikskólum Skagafjarðar.

 

Hvatapeningar til niðurgreiðslu tónlistar, íþrótta og annarra tómstunda eru frábært framtak en þeir hafa ekki hækkað frá því þeir voru settir á árið 2007. Sambærilegir tómstundastyrkir eru allt upp í 60.000 krónur í öðrum sveitarfélögum en 8.000 krónur hér. Á tímum leikjatölva og snjalltækja hefur aldrei verið meiri ástæða til að hvetja börn til íþrótta- og tómstundaiðkunnar. Það er mikilvægt að öll börn hafi jöfn tækifæri til þeirrar iðkunnar óháð fjárhagsstöðu heimila, því þarf að hækka hvatapeninga verulega og tryggja fjölbreytt val afþreyingar. Ekki einungis er íþróttaiðkun ein besta forvörnin, heldur er fátt sem þjappar samfélaginu saman líkt og íþróttirnar gera. Það geta allir sameinast um að halda með sínu liði og er stemmingin í Síkinu að undanförnu sönnun þess.

 

Talsvert vantar upp á að skólahúsnæði allra grunnskólanna í héraðinu sé viðunandi. Fáir vinnustaðir myndu sætta sig við þá vinnuaðstöðu sem börnunum okkar er boðið í Grunnskólanum austan Vatna, í Varmahlíðarskóla og í A-álmu Árskóla. Um leið þarf að bæta starfsumhverfi kennara t.d. með meiri sérfræðiþjónustu. Enginn Náms- og starfsráðgjafi er starfandi í héraðinu og bið er eftir tímum hjá sálmeðferðaraðila. Skortur á slíkri þjónustu bæði eykur álag á kennara og bitnar á þeim börnum sem þurfa sannarlega á þessari þjónustu að halda. Síðast en ekki síst þá þarf að leysa leikskóla- og dagvistunarúrræði sem fyrst í héraðinu öllu og er mikilvægt að vinna að lausnum á slíkum málum í samvinnu við íbúa.

 

Ég býð fram krafta mína til að vinna af raunsæi að því að gera sveitarfélagið okkar eftirsóknarverðara með góðri grunnþjónustu og traustu samfélagi.

Það er hægt með því að breyta mörgum litlum hlutum sem breyta miklu fyrir marga.

Álfhildur Leifsdóttir

Höfundur skipar 2. sæti VG og óháðra

 

Byggðasafn Skagfirðinga flaggskip í héraði

 

Byggðasafn Skagfirðinga hefur með starfi sínu og uppbyggingu verið eitt helsta flaggskip íslenskra safna á undanförnum árum. Þar hefur safnstjórinn unnið brautryðjendastarf með því öfluga teymi sem með henni hefur starfað í gegnum árin. Það var því ánægjuleg viðurkenning þegar safnið fékk íslensku safnaverðlaunin árið 2016 fyrir framúrskarandi starfsemi. Það var hátíðleg stund þegar Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri Bygggðasafnsins um áratugi veitti þessum verðskuldaða heiðri viðtöku.

Það þarf því ekki að koma á óvart að það umrót og óvissa sem verið hefur um stöðu og framtíð safnsins og sýninga á þess vegum, ásamt samningum um safnastarfsemi í Glaumbæ að undanförnu, valdi áhyggjum hjá þeim sem unna Byggðasafninu og hafa lengi fylgst með farsælu starfi þess og láta sig það varða.

Það er mikilvægt að Sveitarfélagið Skagafjörður sýni hug sinn í verki og standi vörð um Byggðasafnið  og treysta framtíð þess eins gert hefur verið síðustu áratugi. Byggðsafnið  með öflugt fagfólk í forystu  hefur átt ríkan  þátt í að skapa Skagfirðingum þá sérstöðu  sem héraðið hefur öðlast á sviði safnamála og menningtengdar ferðaþjónustu. Hróður þess  og orðspor nær langt útfyrir landsteinana.

Byggðasafnið í Glaumbæ og sterkt safnastarf í héraðinu er  stolt okkar Skagfirðinga

 

Gleðilegt sumar

Bjarni Jónsson, VG og óháðum

Kosningamiðstöðvar opna 1. maí

VG-framboð víða um land opna kosningamiðstöðvar sínar á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Miðstöðvar verða opnaðar á Selfossi, Húsavík, Akureyri, í Kópavogi og Reykjanesbæ þennan dag og eru allir VG félagar hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Oddvitar framboða verða á staðnum.

Í Reykjavík var kosningamiðstöð opnuð í Þingholtsstræti 27 í gærkvöld að viðstöddu fjölmenni. Líf Magneudóttir, oddviti í Reykjavík fór yfir málin og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók þátt. Reykjavíkurfélagið heldur hádegisfund í nýopnaðri kosningamiðstöð á morgun laugardag.

,

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 er hafin.

Atkvæðagreiðsla utan kjörfundar vegna sveitarstjórnarkosninga 26. maí 2018 er hafin.

Fyrst um sinn verður kosið á skrifstofum og útibúum sýslumanna á afgreiðslutíma á hverjum stað.
Upplýsingar um annan tíma eða aðra staði þar sem greiða má atkvæði verða færðar inn fyrir hvern landshluta.
Nánari upplýsingar um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar má finna á vefnum kosning.is

Meiri upplýsingar hér:

 

,

Framboðslisti VG í Rvk Samþykktur

Aukin lífsgæði og bætt kjör kvennastétta
Framboðslisti Vinstri grænna í Reykjavík samþykktur
Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík ætlar að leggja höfuðáherslu á að stórbæta kjör fjölmennra kvennastétta hjá borginni, halda áfram að lækka útgjöld barnafjölskyldna og bæta lífsgæði í borginni með því að minnka álag á fólk og umhverfi.

Félagsfundur Vinstri grænna í Reykjavík samþykkti í kvöld framboðslista hreyfingarinnar til borgarstjórnar Reykjavíkur í komandi borgarstjórnarkosningum.

„Við ætlum að halda áfram að auka lífsgæði borgarabúa og minnka álag á fólk og umhverfi með því m.a. að lækka álögur á barnafjölskyldur en við ætlum líka að stórbæta kjör og starfsaðstæður fjölmennra kvennastétta” segir Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna. „Stórefldar og tíðari almenningssamgöngur eiga eftir að minnka álag á fólk og umhverfi og með þeim getum við bætt loftgæði, stytt ferðatíma borgarbúa og sparað fjölskyldum miklar fjárhæðir sem ella færu í rekstur einkabíla.”
Framboðslisti Vinstri grænna til borgarstjórnar Reykjavíkur 2018:
1. Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi
2. Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúiá
3. Þorsteinn V Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð
4. Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leiklistarkennari og flugfreyja
5. René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
6. Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi í heimspeki
7. Guðrún Ágústsdóttir, formaður öldungaráðs Reykjavíkurborgar
8. Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari
9. Ragnar Auðun Árnason, stjórnmálafræðinemi
10. Sigrún Jóhannsdóttir, líffræðingur
11. Torfi Hjartarson, lektor
12. Ewelina Osmialowska, grunnskólakennari
13. Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur
14. Elva Hrönn Hjartardóttir, stjórnmálafræðinemi og flugfreyja
15. Þráinn Árni Baldvinsson, tónlistarmaður
16. Anna Friðriksdóttir, lyfjafræðingur
17. Baldvin Már Baldvinsson, starfsmaður á leikskóla
18. Ólína Lind Sigurðardóttir, stjórnmála- og kynjafræðinemi
19. Daði Arnar Heiðrúnarson Sigmarsson, stuðningsfulltrúi
20. Þórhildur Heimisdóttir, landfræðinemi
21. Bryngeir Arnar Bryngeirsson, gönguleiðsögumaður og tómstundafræðingur
22. Áslaug Thorlacius, skólastjóri
23. Stefán Pálsson, sagnfræðingur
24. Sigríður Pétursdóttir, kennari
25. Styrmir Reynisson, forstöðumaður í Selinu
26. Ísold Uggadóttir, kvikmyndaleikstjóri
27. Guy Conan Stewart, kennari
28. Edda Björnsdóttir, kennari
29. Jakob S Jónsson, leiðsögumaður og leikstjóri
30. Bergljót María Sigurðardóttir, sálfræðinemi
31. Toshiki Toma, prestur
32. Sigurbjörg Gísladóttir, efnafræðingur
33. Þröstur Brynjarsson, kennari
34. Thelma Rut Óskarsdóttir, menntaskólanemi
35. Friðrik Dagur Arnarson, framhaldsskólakennari
36. Hildur Knútsdóttir, rithöfundur
37. Guðmundur J Kjartansson, landvörður
38. Jóhanna Bryndís Helgadóttir, náms- og starfsráðgjafi
39. Magnús Sveinn Helgason, sagnfræðingur
40. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari
41. Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi
42. Þorgerður H Þorvaldsdóttir, sagn- og kynjafræðingur
43. Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistamaður
44. Úlfar Þormóðsson , rithöfundur
45. Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur
46. Gunnsteinn Gunnarsson, barna- og unglingageðlæknir

, ,

Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Kópavogi

Listi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs í Kópavogi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018.
Samþykktur á félagsfundi þann 6. mars 2018

1. Margrét Júlía Rafnsdóttir, f. 1959 bæjarfulltrúi, umhverfisfræðingur og kennari
2. Amid Derayat, f. 1964, fiskifræðingur
3. Rósa Björg Þorsteinsdóttir, f. 1956, kennari, M.ed. í fjölmenningarfræðum
4. Pétur Fannberg Víglundsson, f. 1983, verslunarstjóri
5. Ásta Kristín Guðmundsdóttir, f. 1982, félagsráðgjafi
6. Hreggviður Norðdahl, f. 1951, jarðfræðingur
7. Bragi Þór Thoroddsen, f. 1971, lögfræðingur
8. Helgi Hrafn Ólafsson, f. 1988 íþróttafræðingur
9. Anna Þorsteinsdóttir, f. 1983, landvörður og leiðsögumaður
10. Guðrún Ágústa Ágústsdóttir, f. 1976, uppeldis- menntunar- og fjölskyldufræðingur
11. Rakel Ýr Ísaksen, f. 1976, leikskólakennari, sérkennslustjóri í leikskóla
12. Margrét S. Sigbjörnsdóttir, f. menntaskólakennari
13. Einar Ólafsson, f. 1949, rithöfundur og fyrrverandi bókavörður
14. Mohammed Omer Ibrahim, f. 1960, jarðfræðingur og sjálfboðaliði hjá Rauða kross Íslands
15. Helga Reinhardsdóttir,f. 1949, skjalavörður
16. Signý Þórðardóttir, f. 1961, þroskaþjálfi,
17. Gísli Baldvinsson, f. 1948 kennari og stjórnmálfræðingur
18. Gísli Skarphéðinsson, f. 1944, fyrrverandi skipstjóri
19. Þuríður Backman, f. 1948, fyrrverandi alþingismaður
20. Þóra Elfa Björnsson, f. 1939, setjari
21. Steinar Lúðvíkson, f. 1936, ellilífeyrisþegi
22. Ólafur Þór Gunnarsson, f. 1963, öldrunarlæknir og þingmaður

,

Listi VG á Akureyri samþykktur.

Í gær lagði uppstillingarnefnd fyrir félagsfund tillögu að lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs á Akureyri fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor.

Listinn var samþykktur.

1. Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi
2. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, söngkona og starfsmaður bílaleigu
3. Edward H. Huijbens, prófessor við HA
4. Inga Elísabet Vésteinsdóttir, landfræðingur hjá Þjóðskrá
5. Finnur Dúa, grafískur hönnuður
6. Þuríður Sólveig Árnadóttir, sjúkraþjálfari
7. Valur Sæmundsson, kennari og tölvunarfræðingur
8. Ásrún Ýr Gestsdóttir, starfar við umönnun
9. Hermann Arason, framkvæmdastjóri
10. Alfa Dröfn Jóhannsdóttir, sérfræðingur í félagsmálum barna
11. Einar Gauti Helgason, matreiðslunemi
12. Anna María Hjálmarsdóttir, ráðgjafi
13. Ólafur Kjartansson, vélvirki
14. Kristín Þóra Kjartansdóttir, félagsfræðingur og framkvæmdastýra
15. Wolfgang Frosti Sahr, framhaldsskólakennari
16. Arnfríður Kjartansdóttir, sálfræðingur
17. Sigmundur Sigfússon, geðlæknir
18. Hildur Friðriksdóttir, bókavörður og verkefnastjóri í VMA
19. Samúel Lúkas Rademaker, sjálfstætt starfandi
20. Dýrleif Skjóldal, leikskólakennari og sundþjálfari
21. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður
22. Kristín Sigfúsdóttir, fv. Bæjarfulltrúi

Við tökum undir orð Sóleyjar Bjarkar oddvita en hún er ánægð með þennan lista því á honum er mjög reynslumikið fólk í bland við nýja þátttakendur. Sérstaklega er það ánægjulegt hversu margar ungar konur gáfu kost á sér og sóttust eftir sætum ofarlega á listann, það segir mér að kvennabyltingar undanfarinna mánaða og ára hvetji konur til að láta til skarar skríða. Karlar á öllum aldri og með fjölbreytta reynslu koma einnig sterkir inn og í raun alveg frábært, og þakkar vert, hversu mikið af hæfileikaríku fólki er tilbúið til að láta til sín taka í pólitík.