Listi samþykktur í Norðurþingi

V-listi samþykkti á opnum fundi 8. apríl 2014 framboðslista fyrir
sveitarstjórnarkosningar í sveitarfélaginu Norðurþingi vorið 2014.

v_listi_nordurthing_hopmynd

Listann
skipa 18 manns með ólíkan bakgrunn, 9 konur og 9 karlar.

 1. Óli Halldórsson, forstöðumaður, Húsavík
 2. Sif Jóhannesdóttir, þjóðfræðingur, Húsavík
 3. Trausti Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri, Húsavík
 4. Aðalbjörn Jóhannsson, frístundafulltrúi, Reykjahverfi
 5. Kolbrún Ada Gunnarsdóttir, kennari, Húsavík
 6. Stefán Leifur Rögnvaldsson, bóndi, Öxarfirði
 7. Dögg Stefánsdóttir, forstöðumaður, Húsavík
 8. Ásrún Ósk Einarsdóttir, framhaldsskólanemi, Húsavík
 9. Röðull Reyr Kárason, ferðaþjónustustarfsmaður, Húsavík
 10. Ólöf Traustadóttir, framhaldsskólanemi, Húsavík
 11. Sigurður Ágúst Þórarinsson, bóndi, Reykjahverfi
 12. Sigríður Hauksdóttir, forstöðumaður, Húsavík
 13. Guðmundur H. Halldórsson, málarameistari, Húsavík
 14. Guðrún Sigríður Grétarsdóttir, stuðningsfulltrúi, Húsavík
 15. Aðalsteinn Örn Snæþórsson, líffræðingur, Kelduhverfi
 16. Sólveig Mikaelsdóttir, sérkennari, Húsavík
 17. Þórhildur Sigurðardóttir, kennari, Húsavík
 18. Kristján Pálsson, símvirki, Húsavík

Sveitarstjórnaráðstefna 2014

Sveitarstjórnaráðstefna Vinstri grænna fer fram laugardaginn 12.apríl og hefst klukkan 9.30 í Flensborgarskólanum Hafnarfirði. Öll velkomin!

Skráðu þig á ráðstefnuna hér

Dagskrá

09.30
Í upphafi kosningabaráttu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG.

10.00
Framtíðarhlutverk sveitarfélaga í umhverfismálum. – Helena Óladóttir.

10.40
Hin hljóða markaðsvæðing, skólakerfi á krossgötum! – Kristín Dýrfjörð

11.20
Samspil fjölmiðlunar og lýðræðis – Hrafnkell Lárusson.

12.00 – 13.00
Hádegishlé – Veitingastaðurinn Gló í Hafnarfirði býður 10 % afslátt fyrir þátttakendur sveitarstjórnarráðstefnunnar.

13.00
Áherslur VG í sveitastjórn, umræður og afgreiðsla. – Sóley Tómasdóttir.

14.30
„Hvernig er best að nýta félagsmiðla í kosningabaráttunni?“
Magnús Sveinn Helgason og Una Hildardóttir fjalla um hvernig er best að nýta félagsmiðla í kosningabaráttu, hvað ber að varast og algengustu mistökin.
Þátttakendur verða leiddir í gegnum notkun á helstu félagsmiðlum, skref fyrir skref. Fjallað verður um Facebook, Twitter, Instagram, Tumblr og Wikipediu og athugasemdakerfi fjölmiðlanna.

15.15
Kaffihlé

15.30
Talað af reynslu… Núverandi sveitarstjórnarmeðlimir segja frá góðum málum og árangri Vg í sveitarstjórn. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Edward Huijbens, Bjarni Jónsson og Þröstur Þór Ólafsson.

16.00
Lokaveganesti inn í kosningabaráttuna!

16.30
Dagskrárlok.

Fundarstjórar: Sóley Björk Stefánsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson.

VGR býður öllum þátttakendum til samsætis í Suðurgötu 3 um kvöldið. Þar verður boðið upp á matarmikið og gómsætt grænmetisréttahlaðborð Dóru í Culina á 1000 kr. Drykkjarföng á staðnum á viðráðanlegu verði. Húsið er opnað 19.00 og samsætið hefst 19.30 og lýkur á miðnætti.

,

Ríkisstjórnin gengur erinda atvinnurekenda

Stjórn Vinstri hreyfingarinnar-græns framboðs í Reykjavík mótmælir harðlega lögum þeim sem ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur sett í vinnudeilu starfsmanna Herjólfs og Eimskips.

Það eru grundvallarréttindi vinnandi fólks að semja um kaup og kjör án þess að ríkisvaldið grípi inn í og dragi þannig taum atvinnurekenda.

Engir almannahagsmunir voru fyrir hendi sem réttlættu lagasetningu enda voru daglegir flutningar milli lands og eyja enn fyrir hendi.

Með rökstuðningi sínum leggur ríkisstjórn Íslands grunninn að lagasetningu gegn hverju einasta verkfalli sem einhver óþægindi skapa í samfélaginu.  Þar með hefur verkfallsrétturinn í raun verið afnuminn.

Stjórn VGR lýsir yfir samstöðu með öllu vinnandi fólki sem á í kjaradeilum og fordæmir harðlega  lagasetningu af þessu tagi.

,

Listi samþykktur í Hafnarfirði

V-listi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Hafnarfirði var samþykktur nú fyrir stuttu á félagsfundi á Strandgötu.

Listann skipa:

 1. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, Bæjarstjóri
 2. Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir, Lögmaður
 3. Sverrir Garðarsson, Háskólanemi og knattspyrnumaður
 4. Júlíus Andri Þórðarson, Verkefnastjóri og Háskólanemi
 5. Birna Ólafsdóttir, Skrifstofustjóri sjúkraliðafélags Íslands
 6. Gestur Svavarsson, Bankamaður
 7. Valgerður Fjölnisdóttir, Nemi
 8. Þorbjörn Rúnarsson, Framhaldsskólakennari
 9. Ragnheiður Gestsdóttir, Rithöfundur
 10. Daníel Haukur Arnarsson, Starfsmaður Vinstri grænna
 11. Birna Dís Bjarnadóttir, Leikskólakennari
 12. Hlynur Guðlaugsson, Prentari
 13. Fjölnir Sæmundsson, Rannsóknarlögreglumaður
 14. Ragnheiður Hjálmarsdóttir, Grunnskólakennari
 15. Árni Stefán Jónsson, Formaður SFR
 16. Elísabet Brand, Leiðsögumaður og íþróttakennari
 17. Sigurbergur Árnason, Arkítekt og leiðsögumaður
 18. Árni Áskelsson, Tónlistarmaður
 19. Hlíf Ingibjörnsdóttir, Framkvæmdarstjóri
 20. Kristbjörn Gunnarsson, Upplýsingatækniráðgjafi
 21. Jón Ólafsson, Framhaldsskólakennari og húsasmiður
 22. Rannveig Traustadóttir, Prófessor
,

Jórunn leiðir Eyjalistann

Jórunn Einarsdóttir, grunnskólakennari leiðir lista Eyjalistans sem býður fram í bæjarstjórnarkosningunum 31. maí næstkomandi.  Listinn býður fram undir listabókstafnum E.  Að Eyjalistanum standa Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri hreyfingin – grænt framboð og óflokksbundnir og óháðir.  „Allir sem að Eyjalistanum standa eiga það sameiginlegt að vilja vinna að bættum hag Vestmannaeyja með sérstakri áherslu á jöfnuð og samvinnu á öllum sviðum. Hagsmunir heildarinnar verða það viðfangsefni sem listinn mun hafa að leiðarljósi,“ segir m.a. í tilkynningu frá Eyjalistanum,

Eyjalistinn:
1. Jórunn Einarsdóttir grunnskólakennari
2. Stefán Óskar Jónasson verkstjóri
3. Jóhanna Ýr Jónsdóttir sagnfræðingur
4. Gunnar Þór Guðbjörnsson tæknimaður
5. Auður Ósk Vilhjálmsdóttir rekstraraðili
6. Georg Eiður Arnarson sjómaður
7. Sonja Andrésdóttir matráður
8. Guðjón Örn Sigtryggsson bifreiðastjóri
9. Sigurlaug Björk Böðvarsdóttir sjúkraliði
10. Drífa Þöll Arnardóttir tvíburamóðir
11. Haraldur Ari Karlsson kvikmyndagerðarmaður
12. Hulda Sigurðardóttir húsmóðir
13. Jónatan Guðni Jónsson grunnskólakennari
14. Bergvin Oddsson skipstjóri

Reykjavíkurborg í átak gegn heimilisofbeldi

Reykjavíkurborg hefur samþykkt að ráðast í átak gegn heimilisofbeldi eftir að tillaga Vinstri grænna var samþykkt samhljóða í borgarstjórn. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, lagði tillöguna fram. Umfjöllunarefni tillögunnar er að berjast gegn heimilisofbeldi með breyttu og bættu verklagi. Til þess að það megi ná fram að ganga skuli borgin leita samstarfs við önnur sveitarfélög, lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu, Lögregluskólann og grasrótar- og stuðningssamtök. Horft verður sérstaklega til þess árangurs sem náðst hefur á Suðurnesjum og víða á Norðurlöndum.

Þegar Sóley mælti fyrir tillögu Vinstri grænna sagði hún:

„Áhrif heimilisofbeldis snúast ekki bara um líkamlega áverka, heldur einnig andlega líðan og sjálfsmynd og tækifæri fólks til atvinnuþátttöku, félagsstarfs og almennrar virkni í samfélaginu. Þannig verður að líta á heimilisofbeldi í samfélagslegu samhengi, það þarf að skoða þjóðhagsleg áhrif ofbeldisins og það þurfa allar stofnanir samfélagsins að vinna saman að því að uppræta það“.

Enn fremur sagði Sóley að brýn þörf væri á því að reikna út og kortleggja skaðann sem hlýst af heimilisofbeldi, ekki einungis þann andlega og líkamlega heldur einnig fjárhagslegan og þjóðfélagslegan skaða.

„Það er umhugsunarefni hvað er samfélagslega viðurkennt sem áhrifavaldar – og áhugavert að velta því fyrir sér hvaða þjóðhagslegu áhrif við könnum og hvaða áhrif við könnum ekki. Við vitum hver þjóðhagslegur kostnaður er af völdum umferðarslysa, við reiknum út þjóðhagslegan ávinning af því að flytja flugvelli og hver áhrif skuldaniðurfelling ríkisstjórnarinnar geta orðið á fjárhag sveitarfélaganna. En við reiknum ekki út áhrif heimilisofbeldis, sem eru augljós.“

,

Af framboðsmálum í Kópavogi

Vinstri græn munu bjóða fram í samstarfi við félagshyggjufólk í Kópavogi í komandi bæjarstjórnarkosningunum. Með því að efna til slíks samstarfs vilja Vinstri græn leggja sitt af mörkum til að vera vettvangur þeirra sem vilja ekki binda sig á flokkslista, en telja að sjónarmið félagshyggju, velferðar, umhverfisverndar og kvenfrelsis falli að sínum skoðunum. Vinstri græn vilja að við stjórn bæjarmála getum við komist upp úr flokkspólitískum hjólförum, án þess að slá af í baráttu okkar fyrir betra samfélagi.  Við viljum leitast við að ná samstöðu um lausnir á verkefnum bæjarins. Listinn býður fram undir listabókstafnum V, en á listanum er reynslumikið fólk, í bland við nýtt fólk í bæjarmálum.

Við erum staðráðin í að koma fram sem þjónandi forysta, kosin af bæjarbúum fyrir bæjarbúa.  Við viljum efla þátttöku íbúa í ákvörðunum með aukinni áherslu á rafrænt lýðræði og opna stjórnsýslu. Við viljum gefa íbúum kost á að segja álit sitt og taka ákvarðanir um málefni og framkvæmdir á milli kosninga, en ekki einungis á fjögurra ára fresti.

Kópavogur er fyrir okkur öll, hér eiga allir að geta notið sín, óháð þeim þáttum sem við notum því miður oft til að sundurgreina ólíka hópa. Bærinn á að efla íbúana til þátttöku og hvetja til samfélagslegrar fjölbreytni.

Við viljum efla samstarf sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, til að mynda í húsnæðis og skipulagsmálum. Það samstarf er ekki aðeins í sparnaðarskyni heldur einnig til að bæta þjónustu við þá sem hér búa.

Vinstri græn og félagshyggjufólk munu vinna af heilindum að málefnum bæjarbúa. Málefnavinna er hafin, og málefnaskrá byggð á grunngildum VG og félagshyggju verður kynnt innan tíðar.

sex efstu VG og felagshyggjufólk_kopavogur

Sex efstu sætin á listanum skipa:

Ólafur Þór Gunnarsson, öldrunarlæknir og bæjarfulltrúi

Margrét Júlía Rafnsdóttir, umhverfisfræðingur og varabæjarfulltrúi

Sigríður Gísladóttir,  dýralæknir

Arnþór Sigurðsson, forritari og varabæjarfulltrúi

Signý Þórðardóttir, þroskaþjálfi

Gísli Baldvinsson, náms-og starfsráðgjafi og nemi

,

Listi samþykktur í Stykkishólmi

L – listinn í Stykkishólmi hélt forvalskosningar laugardaginn 23. febrúar í Freyjulundi.

Bæjarbúar gátu valið milli tuttugu einstaklinga.  Þátttaka í forvalinu var með ágætum en alls kusu 122. Þegar kjörstjórn hafði talið atkvæði og tekið tillit til reglna framboðsins lá listinn fyrir lítið breyttur miðað við útkomu kosninganna. Listinn var samþykktur á fundi félagsins sem haldinn var í Plássinu þriðjudaginn 25. febrúar 2014. Gaman er að segja frá því að fyrsta sæti listans skipar Lárus Ástmar Hannesson, varaþingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðvesturkjördæmi.

Listinn er sem hér segir:

1. Lárus Ástmar Hannesson

2. Ragnar Már Ragnarsson

3. Helga Guðmundsdóttir

4. Davíð Sveinsson

5. Berglind Axelsdóttir

6. Dagbjört Höskuldsdóttir

7. Baldur Þorleifsson

8. Kolbrún Ösp Guðrúnardóttir

9. Bjarki Hjörleifsson

10. Birta Antonsdóttir

11. Jón Einar Jónsson

12. Hrefna Frímannsdóttir

13. Guðmundur Helgi Þórsson

,

Listi samþykktur í Mosfellsbæ

Framboðslisti Vinstri grænna fyrir væntanlegar sveitarstjórnarkosningar var samþykktur einróma á fjölmennum félagsfundi í Hlégarði þann 10. mars sl.

frambodsmyndvg_moso_2014-1024x701

Þetta er í þriðja sinn sem vinstri-græn bjóða fram undir eigin merkjum í Mosfellsbæ en listinn er þannig í heild sinni:

1. Bjarki Bjarnason, rithöfundur og framhaldsskólakennari.

2. Bryndís Brynjarsdóttir, varabæjarfulltrúi, grunnskólakennari og myndlistarkona.

3. Ólafur Snorri Rafnsson, íþróttakennari.

4. Íris Hólm Jónsdóttir, tónlistarkona og textasmiður.

5. Bragi Páll Sigurðarson, skáld og sjómaður.

6. Halla Fróðadóttir, lýtalæknir.

7. Högni Snær Hauksson, fisksali.

8. Harpa Lilja Júníusdóttir, BA í uppeldis- og menntunarfræði, starfsmaður á leikskóla.

9. Magnús Örn Friðjónsson, sjúkraþjálfari.

10. Jóhanna B. Magnúsdóttir, garðyrkjufræðingur.

11. Höskuldur Þráinsson, prófessor.

12. Katharina Knoche, deildarstjóri í ferðaþjónustu.

13. Ólafur Gunnarsson, véltæknifræðingur, formaður VG-Mos.

14. Þórhildur Pétursdóttir, þjóðfræðinemi.

15. Guðmundur Rúnar Guðbjarnarson, símsmiður.

16. Marta Hauksdóttir, sjúkraliði.

17. Elísabet Kristjánsdóttir, kennari.

18. Karl Tómasson, forseti bæjarstjórnar og tónlistarmaður.