VG – stjórn þingflokks fordæmir morð í Palestínu

Stjórn þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fordæmir atburðina í Palestínu á liðnum dögum og vikum, þar sem ísraelskir hermenn hafa myrt fjölda mótmælenda með köldu blóði. Þessi grimmilegu viðbrögð Ísraelsstjórnar við fyrirsjáanlegum mótmælum vegna vanhugsaðrar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að flytja sendiráð sitt til Jerúsalem eru ólíðandi, en íslensk stjórnvöld vöruðu einmitt við þeirri ákvörðun.

 

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn þess að leitað verði friðsamlegra lausna í deilum fyrir botni Miðjarðarhafs. Raunverulegur friður getur aldrei komist á með vopnavaldi og kúgun. Minnt er á mikilvægi þess að standa vörð um alþjóðalög og að ekki sé brotið á mannréttindum íbúa svæðisins.

 

Stjórn þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs minnir jafnframt á samþykkt Alþingis Íslendinga frá 2011 um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

Kosningabaráttan – Yfirlýsing

 

Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúð á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.

 

Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum samkvæm svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast.  Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi,  erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.

 

Kosningabarátta er margslungið samtal þjóðarinnar og þar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir.  Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.

 

Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.  Það er von framkvæmdastjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokkunum sem undir þetta rita um það markmið.

 

Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna.

Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustj.  Samfylkingar.

Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Viðreisnar.

Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins.

Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.

Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.

Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins. .

Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálfstæðisflokksins.

 

Forseti Alþingis um gagnsæi og starfsgreiðslur þingmanna

Tilkynning frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis í tilefni af starfsgreiðslum þingmanna

„Alþing­is­mönn­um hafa síðustu daga borist marg­vís­leg­ar fyr­ir­spurn­ir um greiðslur tengd­ar starfi þeirra á Alþingi. Af því til­efni vill for­seti Alþing­is koma því á fram­færi að til skoðunar hef­ur verið á und­an­förn­um mánuðum, og rætt m.a. í for­sæt­is­nefnd Alþing­is, að auka upp­lýs­inga­gjöf um kjör og starfs­kostnaðargreiðslur alþing­is­manna þannig að aðgang­ur að þeim verði öll­um auðveld­ur og þær birt­ar á vef þings­ins. Fyr­ir hafa legið í drög­um regl­ur um fyr­ir­komu­lagið og hef­ur í þeim efn­um verið horft til þess hvernig önn­ur þing haga upp­lýs­ing­um um þessi mál. Mark­miðið er að eng­in leynd sé yfir neinu sem varðar al­menn kjör og greiðslur til þing­manna og full­komið gagn­sæi ríki. – Þing­mönn­um er að auðvitað í sjálfs­vald sett hvaða upp­lýs­ing­um þeir koma sjálf­ir á fram­færi um sín kjör, eins og verið hef­ur.

Alþingi hef­ur með mark­viss­um hætti reynt að skapa góða um­gjörð störf og kjör þing­manna, þar á meðal með siðaregl­um og regl­um um hags­muna­skrán­ingu þing­manna sem eru á vef þings­ins. Sú aukna upp­lýs­inga­gjöf sem í vænd­um er mun bæt­ast þar við.“

 

Ellefu í forvali VG í Reykjavík. Líf Magneudóttir býður sig fram í 1. sæti

Framboðsfrestur í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fyrir borgarstjórnarkosningar 28. maí næstkomandi rann út á miðnætti 3. febrúar.
Kjörnefnd bárust eftirfarandi framboð:

 

Björn Teitsson, blaðamaður, býður sig fram í 3. sæti.

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti.

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, býður sig fram í 3.-5. sæti.

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi, býður sig fram í 2-4. sæti.

Hermann Valsson, grunnskólakennari, býður sig fram í 3. sæti.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, býður sig fram í 4. sæti.

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður, býður sig fram í 4-5. sæti.
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, býður sig fram í 1. sæti.

Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur, býður sig fram í 4.-5. sæti.

René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, býður sig fram í 4. sæti.

Þorsteinn V. Einarsson, æskulýðsfulltrúi, býður sig fram í 3. sæti.
Forvalið fer fram laugardaginn 24. febrúar næstkomandi.

Kveðja
Kjörnefndin

Aðalfundi VGR frestað til þriðjudagsins 5. desember.

 

Áður auglýstum framhaldsaðalfundi Vinstri grænna í Reykjavík er frestað. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. desember n.k. kl. 19:30 að Vesturgötu 7.

Á dagskrá er: 1. Skýrsla stjórnar og fjárhagslegt uppgjör kosninganna. 2. Kjör formanns til eins árs, þriggja stjórnarmanna til 2ja ára og 2ja varamanna til eins árs. Öðrum aðalfundarstörfum var lokið á aðalfundi í september.

Að loknum aðalfundinum innleiða þau Katrín, Svandís, Steinunn Þóra, Kolbeinn og Andrés Ingi, þingmenn VG í Reykjavík, almennar umræður um stjórnmálin.

 

Stjórn VGR.

Yfirlýsing: Björn Valur Gíslason, varaformaður VG

Forystuskipti urðu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ársbyrjun 2013 er Katrín Jakobsdóttir var kjörin formaður. Á sama tíma var ég kjörinn varaformaður Vinstri grænna og hef gegnt því embætti síðan. Frá þeim tíma hefur hreyfingin styrkt stöðu sína verulega og eru Vinstri græn í dag helsta hreyfiaflið í íslenskum stjórnmálum. Er það ekki síst að þakka traustri forystu formannsins Katrínar Jakobsdóttur, öflugri sveit þing- og sveitarstjórnarmanna og sterkri málefnalegri stöðu Vinstri grænna.

Um helgina fer fram flokksráðsfundur Vinstri grænna og landsfundur hreyfingarinnar verður haldinn helgina 6. til 8. október næstkomandi. Á þessum tímapunkti tel ég rétt að lýsa því yfir að ég mun ekki gefa kost á mér til varaformennsku á komandi landsfundi.

Landsfundur – mikilvægar dagsetningar

Landsfundur – mikilvægar dagsetningar

Landsfundur VG 2017 nálgast óðfluga! Það er því vert að huga að mikilvægum dagsetningum í aðdraganda fundar.

25. ágúst rennur út frestur til að skila inn lagabreytingartillögum.

8. september rennur út frestur til að skila inn ályktunum og öðrum tillögum.

15. september verða fundargögn birt opinberlega og heimasíða landsfundar fer í loftið.

22. september þurfa svæðisfélög að skila inn kjörbréfum. Formenn allra svæðisfélaga hafa fengið send bréf með upplýsingum um kosningu aðal- og varafulltrúa á landsfund, en þá þarf að kjósa á löglega boðuðum félagsfundi.

22. september opnar fyrir skráningu á landsfund. Athugið að kjörnir fulltrúar þurfa eftir sem áður að skrá sig í gegnum heimasíðuna.

22. september þurfa óskir um táknsmálstúlkun á landsfundi að berast skrifstofu í síðasta lagi.

2. október lýkur skráningu á landsfund og á landsfundargleði.

Frestur til að bjóða sig fram til formanns, varaformanns, gjaldkera og ritara rennur út að kvöldi föstudags 6. október.

Frestur til að bjóða sig fram til flokksráðs rennur út að kvöldi laugardags, 7. október.

Sjáumst á Grand hóteli í Reykavík 6. október! Afhending fundargagna hefst kl. 15:30 og fundur verður settur kl. 16:15.

Kjördæmisráð NV boðar til fundar 10. ágúst

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi verður haldinn fimmtudaginn 10. ágúst nk. í félagsheimilinu Hvammstanga.

Fundurinn hefst kl. 18:00 og áætluð fundarlok eru kl. 21:00.

Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Fundarmönnum stendur til boða léttur kvöldverður, súpa og brauð á krónur 1500. Tilgreina þarf þátttöku í kvöldverði fyrir 3. ágúst til stjórnar.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Minnt er á að hvert svæðisfélag innan kjördæmisráðsins á samkvæmt lögum VG rétt á að tilnefna á aðalfund kjördæmisráðsins einn fulltrúa fyrir hverja fimm félaga.

Stjórn kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi/Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, formaður kjördæmisráðs.