Forseti Alþingis um gagnsæi og starfsgreiðslur þingmanna

Tilkynning frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis í tilefni af starfsgreiðslum þingmanna

„Alþing­is­mönn­um hafa síðustu daga borist marg­vís­leg­ar fyr­ir­spurn­ir um greiðslur tengd­ar starfi þeirra á Alþingi. Af því til­efni vill for­seti Alþing­is koma því á fram­færi að til skoðunar hef­ur verið á und­an­förn­um mánuðum, og rætt m.a. í for­sæt­is­nefnd Alþing­is, að auka upp­lýs­inga­gjöf um kjör og starfs­kostnaðargreiðslur alþing­is­manna þannig að aðgang­ur að þeim verði öll­um auðveld­ur og þær birt­ar á vef þings­ins. Fyr­ir hafa legið í drög­um regl­ur um fyr­ir­komu­lagið og hef­ur í þeim efn­um verið horft til þess hvernig önn­ur þing haga upp­lýs­ing­um um þessi mál. Mark­miðið er að eng­in leynd sé yfir neinu sem varðar al­menn kjör og greiðslur til þing­manna og full­komið gagn­sæi ríki. – Þing­mönn­um er að auðvitað í sjálfs­vald sett hvaða upp­lýs­ing­um þeir koma sjálf­ir á fram­færi um sín kjör, eins og verið hef­ur.

Alþingi hef­ur með mark­viss­um hætti reynt að skapa góða um­gjörð störf og kjör þing­manna, þar á meðal með siðaregl­um og regl­um um hags­muna­skrán­ingu þing­manna sem eru á vef þings­ins. Sú aukna upp­lýs­inga­gjöf sem í vænd­um er mun bæt­ast þar við.“

 

Ellefu í forvali VG í Reykjavík. Líf Magneudóttir býður sig fram í 1. sæti

Framboðsfrestur í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fyrir borgarstjórnarkosningar 28. maí næstkomandi rann út á miðnætti 3. febrúar.
Kjörnefnd bárust eftirfarandi framboð:

 

Björn Teitsson, blaðamaður, býður sig fram í 3. sæti.

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti.

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, býður sig fram í 3.-5. sæti.

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi, býður sig fram í 2-4. sæti.

Hermann Valsson, grunnskólakennari, býður sig fram í 3. sæti.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, býður sig fram í 4. sæti.

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður, býður sig fram í 4-5. sæti.
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, býður sig fram í 1. sæti.

Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur, býður sig fram í 4.-5. sæti.

René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, býður sig fram í 4. sæti.

Þorsteinn V. Einarsson, æskulýðsfulltrúi, býður sig fram í 3. sæti.
Forvalið fer fram laugardaginn 24. febrúar næstkomandi.

Kveðja
Kjörnefndin

Aðalfundi VGR frestað til þriðjudagsins 5. desember.

 

Áður auglýstum framhaldsaðalfundi Vinstri grænna í Reykjavík er frestað. Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 5. desember n.k. kl. 19:30 að Vesturgötu 7.

Á dagskrá er: 1. Skýrsla stjórnar og fjárhagslegt uppgjör kosninganna. 2. Kjör formanns til eins árs, þriggja stjórnarmanna til 2ja ára og 2ja varamanna til eins árs. Öðrum aðalfundarstörfum var lokið á aðalfundi í september.

Að loknum aðalfundinum innleiða þau Katrín, Svandís, Steinunn Þóra, Kolbeinn og Andrés Ingi, þingmenn VG í Reykjavík, almennar umræður um stjórnmálin.

 

Stjórn VGR.

Yfirlýsing: Björn Valur Gíslason, varaformaður VG

Forystuskipti urðu á landsfundi Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í ársbyrjun 2013 er Katrín Jakobsdóttir var kjörin formaður. Á sama tíma var ég kjörinn varaformaður Vinstri grænna og hef gegnt því embætti síðan. Frá þeim tíma hefur hreyfingin styrkt stöðu sína verulega og eru Vinstri græn í dag helsta hreyfiaflið í íslenskum stjórnmálum. Er það ekki síst að þakka traustri forystu formannsins Katrínar Jakobsdóttur, öflugri sveit þing- og sveitarstjórnarmanna og sterkri málefnalegri stöðu Vinstri grænna.

Um helgina fer fram flokksráðsfundur Vinstri grænna og landsfundur hreyfingarinnar verður haldinn helgina 6. til 8. október næstkomandi. Á þessum tímapunkti tel ég rétt að lýsa því yfir að ég mun ekki gefa kost á mér til varaformennsku á komandi landsfundi.

Landsfundur – mikilvægar dagsetningar

Landsfundur – mikilvægar dagsetningar

Landsfundur VG 2017 nálgast óðfluga! Það er því vert að huga að mikilvægum dagsetningum í aðdraganda fundar.

25. ágúst rennur út frestur til að skila inn lagabreytingartillögum.

8. september rennur út frestur til að skila inn ályktunum og öðrum tillögum.

15. september verða fundargögn birt opinberlega og heimasíða landsfundar fer í loftið.

22. september þurfa svæðisfélög að skila inn kjörbréfum. Formenn allra svæðisfélaga hafa fengið send bréf með upplýsingum um kosningu aðal- og varafulltrúa á landsfund, en þá þarf að kjósa á löglega boðuðum félagsfundi.

22. september opnar fyrir skráningu á landsfund. Athugið að kjörnir fulltrúar þurfa eftir sem áður að skrá sig í gegnum heimasíðuna.

22. september þurfa óskir um táknsmálstúlkun á landsfundi að berast skrifstofu í síðasta lagi.

2. október lýkur skráningu á landsfund og á landsfundargleði.

Frestur til að bjóða sig fram til formanns, varaformanns, gjaldkera og ritara rennur út að kvöldi föstudags 6. október.

Frestur til að bjóða sig fram til flokksráðs rennur út að kvöldi laugardags, 7. október.

Sjáumst á Grand hóteli í Reykavík 6. október! Afhending fundargagna hefst kl. 15:30 og fundur verður settur kl. 16:15.

Kjördæmisráð NV boðar til fundar 10. ágúst

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi verður haldinn fimmtudaginn 10. ágúst nk. í félagsheimilinu Hvammstanga.

Fundurinn hefst kl. 18:00 og áætluð fundarlok eru kl. 21:00.

Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

Fundarmönnum stendur til boða léttur kvöldverður, súpa og brauð á krónur 1500. Tilgreina þarf þátttöku í kvöldverði fyrir 3. ágúst til stjórnar.

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Minnt er á að hvert svæðisfélag innan kjördæmisráðsins á samkvæmt lögum VG rétt á að tilnefna á aðalfund kjördæmisráðsins einn fulltrúa fyrir hverja fimm félaga.

Stjórn kjördæmaráðs VG í Norðvesturkjördæmi/Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, formaður kjördæmisráðs.

Stjórn VG á Suðurnesjum gegn mengandi stóriðju

Yfirlýsing: FRÁ VG Á SUÐURNESJUM

Umhverfistofnun hefur brugðist hlutverki sínu við náttúru og almenning og ekki starfað samkvæmt lögum.

 

Með því að beita sér ekki til að tryggja heilnæmt umhverfi er Umhverfisstofnun að bregðast hlutverki sínu gagnvart almenningi á Suðurnesjum.

UST bregst hlutverkinu sem henni er ætlað að starfa eftir, samkvæmt lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, með því að stöðva ekki iðnað sem veldur tjóni og hefur neikvæð áhrif á heilsufar almennings og röskun lífríkis og umhverfi.

Hlutverk Umhverfisstofnunar er að stuðla að velferð almennings með því að beita sér fyrir heilnæmu umhverfi.

Stofnunin starfar samkvæmt lögum nr. 90/2002 um hollustuhætti og mengunarvarnir sem hljóða svo:  Með mengun er átt við það þegar örverur, efni og efnasambönd og eðlisfræðilegir þættir valda óæskilegum og skaðlegum áhrifum á heilsufar almennings, röskun lífríkis eða óhreinkun lofts, láðs eða lagar. Mengun tekur einnig til ólyktar, hávaða, titrings, geislunar og varmaflæðis og ýmissa óæskilegra eðlisfræðilegra þátta. (1998nr. 7 12. Mars)

UST hefur sýnt einstakt ábyrgðarleysi gagnvart íbúum Reykjanesbæjar með því að veita starfsleyfi til tveggja kísilverksmiðja kilometra frá íbúarbyggð.

Mengandi iðjuver á Suðurnesjum bera einhliða ábyrgð á umhverfisvöktun á eigin mengun samkvæmt starfsleyfum sem UST gefur út og ber ábyrgð á.

 

Umhverfisstofnun vinnur því gegn lagalegri skyldu sinni þar sem allt vöktunarferlið er á forræði iðjuveranna sem stöðugt senda eiturefni út í andrúmsloftið án eftirlits eða ábyrgðar.

Vinstri hreyfingin Grænt framboð á Suðurnesjum mun berjast gegn mengandi stóriðju á Suðurnesjum til framtíðar.

Stjórn VG á Suðurnesjum

Yfirlýsing stjórnarandstöðu vegna fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar

Sameiginleg yfirlýsing þingflokka Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknar og Samfylkingar við upphaf umræðu um fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er aukin velsæld, jöfnuður og brýn uppbygging innviða samfélagsins ekki í forgangi. Það er ámælisvert, sérstaklega í ljósi þess að eftir mörg mögur ár frá bankahruni hefur myndast svigrúm til þess að gera betur. Þessi ríkisstjórn hyggst ekki nýta sér það svigrúm til hagsbóta fyrir alla.

Áætlunin endurspeglar fjármálastefnuna þar sem sett er svokallað útgjaldaþak og boðuð sveltistefna í velferð og menntun, sem og öðrum mikilvægum málaflokkum. Ríkisstjórnin horfist ekki í augu við nauðsyn þess að styrkja tekjustofna ríkisins með réttlátum hætti þannig að skattkerfið og arður af auðlindum tryggi í senn öflugt samfélag og auki jöfnuð. Skattlagning er sett upp sem andstaða frelsis sem lýsir þeim anda nýfrjálshyggju sem fjármálaáætlunin endurspeglar.

  • Heilbrigðismál; aukning til heilbrigðismála er fyrst og fremst í byggingu nýs Landspítala, sem þegar hafði verið ákveðið að ráðast í, þar er því ekki verið að leysa viðvarandi og aðsteðjandi vanda heilbrigðisþjónustunnar
  • Samgöngumál; framlög hækka um fimm milljarða á föstu verðlagi og verður það að teljast hláleg upphæð í ljósi þess að við afgreiðslu síðustu fjárlaga kom í ljós að 12-15 milljarða vantaði til að fjármagna þegar samþykkta samgönguáætlun
  • Menntamál; aukningu til menntamála má fyrst og síðast skýra með byggingu Húss íslenskra fræða; háskólastigið er undirfjármagnað og framlög til framhaldsskóla dragast saman
  • Húsnæðismál; þau eru ekki nefnd í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og kemur því ekki á óvart að gert er ráð fyrir að húsnæðisstuðningur dragist saman á tímabilinu með því að halda viðmiðunarfjárhæðum vaxtabótakerfisins óbreyttum á tímabilinu og þær verða því í raun skertar
  • Kjör aldraðra og öryrkja; erfitt er að sjá að tíu milljarða aukning á tímabilinu dugi til þess að örorkulífeyrir dugi til framfærslu en bæði þarf að hækka grunnframfærsluna og auka möguleika öryrkja á að afla sér tekna; sömu áskoranir blasa við þegar kemur að kjörum aldraðra.