Skráning á flokksráðsfund 12 & 13 október

Hér með er boðað til flokksráðsfundar 12 – 13. október næstkomandi. Fundurinn verður að þessu sinni haldinn í Kópavogi, í sal Breiðbliks í Smáranum, og áætlað er að hann hefjist klukkan 17 á föstudegi og ljúki formlega um hádegi á laugardeginum 13.október.

Nauðsynlegt er að skrá þátttöku á fundinn í síðasta lagi fyrir 9. október. með því að fylla út skráningarformið:

Eitthvað annað sem við þurfum að vita?

Yfirlýsing forsætisráðherra vegna athugasemda ASÍ

Alþýðusamband Íslands talar um það að ég hafi farið með rangt mál í Kastljósi gærkvöldsins þegar ég benti á að meðaltalslaunaþróun þeirra sem heyra undir kjararáð verði sambærileg við aðra hópa frá árinu 2013 til 2018 svo fremi sem laun þeirra breytist ekki frekar á þessu ári og verði fryst út árið. Er það í samræmi við niðurstöður skýrslu sem unnin var í samráði stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins og kom út í febrúar á þessu ári en þar segir orðrétt:

„Ef ekki verður um frekari endurskoðanir að ræða á árinu 2018, þ.e. laun haldist óbreytt frá síðustu úrskurðum kjararáðs til ársloka 2018, yrði launaþróun kjararáðshópsins að meðaltali við þau mörk sem rammasamkomulagið setti og að framan hafa verið metin á bilinu 43-48%. Eins og fram kemur í skýrslunni er launaþróun innan hópsins mjög ólík. Til dæmis hafa héraðsdómarar fengið 35% hækkun en ráðherrar 64% hækkun á sama tímabili. Ef litið er til lengri tíma, t.d. starfstíma kjararáðs frá árinu 2006, blasir við önnur mynd en á því tímabili hafa laun þessara starfsgreina þróast með svipuðum hætti.“

Skýrsluna má finna hér: Starfshópur um málefni kjararáðs

Rétt er að halda til haga að fulltrúi ASÍ skilaði minnihlutaáliti um þessi mál í skýrslunni en í nefndinni sátu þrír fulltrúar ríkisins og þrír fulltrúar launafólks og atvinnurekenda auk Jóhannesar Karls Sveinssonar lögmanns sem var formaður nefndarinnar. Þær breytingar sem gerðar hafa verið og verða gerðar á fyrirkomulagi launa þeirra hópa sem áður heyrðu undir kjararáð byggja á niðurstöðu meirihluta nefndarinnar.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.

VG á Akureyri – opið hús í hverri viku.

Bæjarfulltrúi VG á Akureyri og bæjarmálahópur hreyfingarinnar ætlar að hafa opið hús á skrifstofunni alla miðvikudaga í vetur frá klukkan 16 – 18. Þessir samtalsfundir hefjast í dag, miðvikudaginn 22. ágúst 2018 eins og sjá má á eftirfarandi tilkynningu.

Í dag og alla miðvikudaga í vetur, ætlum við í VG að hafa skrifstofuna okkar opna kl. 16-18

Við vonum að íbúar nýti sér þetta til að setjast niður með okkur, spjalla og miðla hugmyndum og málefnum sem við ættum að beita okkur fyrir.

Við erum svo heppin að hafa mjög öflugan hóp sem hefur tekið að sér að sinna nefndarstarfi næstu fjögur árin, sum eru nýgræðingar í pólitík en önnur hafa áður tekið þátt, en fyrir okkur öll er afskaplega mikilvægt að heyra í félögum og öðrum sem brenna fyrir réttlæti og jöfnuð og fá ábendingar um mál sem þarf að skoða, ýta eftir eða ræða inni í stjórnkerfi Akureyrarbæjar.

Bæjarfulltrúinn okkar mun vera til staðar á skrifstofunni á þessum tíma þegar mögulegt er en ef hún þarf að vera annarsstaðar á fundum mun annað nefndarfólk vera til staðar.

Við vonumst til að sjá ykkur sem flest, þó ekki sé nema bara í spjall og kaffi eða te

Landsfundur UVG 1-2. september

Nú líður senn að árlegum landsfundi UVG. Fundurinn verður haldinn helgina 1.-2. september að Strandgötu 24 í Hafnafirði (húsnæði Rauða Krossins). Gott aðgengi er í húsnæðinu.

Dagskrá landsfundar verður með sama sniði og fyrri ár, með stjórnmálaumræðum, málefnastarfi, gestafyrirlestrum og almennum gleðskap. Fullbúna dagskrá má nálgast á facebook síðu UVG  á næstu dögum.

Landsfundur UVG er tilvalin leið fyrir áhugasama til þess að kynnast starfi UVG og við hvetjum sérstaklega nýja félaga til þess að mæta. Allir félagar í VG fædd á árunum 1988-2002 eru félagar í UVG.

Rúmri viku fyrir landsfund, þann 22. ágúst kl. 20, verður haldið nýliðakvöld þar sem starf UVG verður kynnt og farið verður yfir tillögur að stefnubreytingum, lagabreytingum og ályktunum fyrir landsfund. Nýliðakvöldið verður haldið á skrifstofu VG á Hallveigarstöðum, Túngötu 14.

Tillögur að lagabreytingum, stefnubreytingum og ályktunum fyrir landsfund skulu berast í tölvupósti fyrir kl. 19 þann 22. ágúst (stjorn@vinstri.is). Á landsfundi verður kosið í framkvæmdastjórn og landstjórn UVG, og hvetjum við áhugasama til þess að bjóða sig fram í stjórn. Frestur til stjórnarframboða rennur ekki út fyrr en á fundinum sjálfum. Fyrir þau sem ekki komast á landsfund en vilja bjóða sig fram í stjórn geta haft samband í gegnum tölvupóst (stjorn@vinstri.is).

Skráðu þig hér

 

 

Persónuvernd VG

Persónuvernd VG

Vinstrihreyfingin – grænt framboð er umhugað um persónuvernd og réttindi félaga varðandi meðferð og skráningu persónuupplýsinga. Þannig leggur VG ríka áherslu á að persónuupplýsingar séu unnar með lögmætum og gegnsæjum hætti og að ekki sé gengið lengra í söfnun persónuupplýsinga en nauðsynleg þörf krefur hverju sinni vegna starfsemi hreyfingarinnar.

Upplýsingagjöf til félaga og persónuupplýsingar í félagatali:

VG er afar umhugað um að upplýsa félaga um málefni og fundi hreyfingarinnar og það sem er að gerast á vettvangi hreyfingarinnar á hverjum tíma. Í þeim tilgangi stendur flokkurinn fyrir víðtækri upplýsingamiðlun til félaga sinna, m.a. í gegn um netfangapóstlista.

Við skráningu í hreyfinguna er einungis safnað þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar til þess að skrá félaga í félagatalið, þ.e. nafn, heimilisfang og kennitölu, auk þess sem boðið er upp á að skrá símanúmer og netfang félaga í þeim tilgangi að hreygingin geti miðlað mikilvægum upplýsingum vegna funda og starfsemi hreyfingarinnar.

Aðgangur að persónuupplýsingum

Félagsmenn geta óskað eftir aðgangi að persónuupplýsingum sem veittar hafa verið hreyfingarinnar eða VG hefur aflað sér. Beiðni um aðgang að upplýsingum er hægt að koma í farveg með því að:

Koma á skrifstofu flokkins að Túngötu 14, 101 Reykjavík og fylla út þar til gert eyðublað. Nauðsynlegt er að hafa persónuskilríki meðferðis.

Þegar beiðnin hefur borist mun móttaka hennar verða staðfest og upplýsingar gefnar um næstu skref. Að jafnaði berst svar innan 30 daga frá móttöku beiðninnar.

Persónuverndarfulltrúi

Persónuverndarfulltrúi flokksins svarar öllum spurningum sem kunna að vakna varðandi persónuvernd gegnum netfangið vg@vg.is

Félagatal:

Félagatal er vistað hjá skrifstofu og hafa einungis starfsmenn (framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri) aðgang að því. Félagatalið er samkeyrt við heimilisfangaskrá Þjóðskrár einu sinni á mánuði.

VG ábyrgist að gæta upplýsinga um félaga sína vandlega og fara með þær sem trúnaðarupplýsingar, líkt og lög félagsins kveða á um

VG afhendir ekki samskiptaupplýsingar félaga til þriðja aðila og notar sjálft upplýsingarnar aðeins til nauðsynlegra samskipta við félaga. Formenn/gjaldkerar svæðisfélaga hafa aðgang að félagatali á sínu svæði.

Frambjóðendur í forvali geta fengið útprentað félagatal með nöfnum, heimilisfangi og símanúmerum. Það er afhent við undirritun drengskaparheits, og er skilað að forvali loknu aftur á skrifstofu og því eytt.

Tölvupóstlisti:

Félagar sjálfir ákveða hvort þeir vilji fara á tölvupóstlista félagsins, en það er sérlisti ótengdur félagatalinu sjálfu. Á póstlista VG eru þeir sem hafa skráð sig á listann og eru nöfn ykkar og netföng geymd í skrá sem alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki heldur utan um. Fyrirtækið heitir MailChimp og sér um póstsendingar fyrir ófá íslensk fyrirtæki og er mjög stórt á alþjóðavísu. Þar hafa menn unnið hart að því að því að standa vörð um allar upplýsingar. Póstlistann notum við einungis til þess að senda upplýsingar til okkar félaga.

Í póstsendingum er alltaf hlekkur neðst þar sem hægt er að afskrá sig og þannig verður það áfram.

Þannig að ef þú vilt ekki lengur fá fréttabréfin þá einfaldlega afskráir þú þig hér.

 

 

, ,

Líf Magneudóttir formaður Umhverfis og heilbrigðisráðs

Vinstri græn í Reykjavík eru í meirihluta í höfuðborginni en meirihlutasáttmála Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna sem undirritaður var í dag af oddvitum flokkanna.

Meðal áhersluatriða Vinstri grænna sem koma fram í meirihlutasáttmálanum er:

•Frá og með ára­mótum 2019 munu barna­fjölskyldur ein­ungis þurfa að borga náms­gjald fyrir eitt barn, þvert á skóla­stig.

•Frá og með ára­mótum 2021 skulu þær mest greiða fæð­is­gjöld fyrir tvö börn, þvert á skóla­stig.

•Við ætlum að vinna með hús­næð­is­sam­vinnu­fé­lögum sem ekki eru rekin
í hagn­að­ar­skyni og lofar því að fjölga stúd­enta­í­búð­um, íbúðum eldra fólks og leigu­í­búðum verka­lýðs­fé­laga.

•Því er lofað að fjölga félags­legum íbúðum í eigu borg­ar­innar um 500 á
kjör­tíma­bil­inu og íbúðum fyrir sér­tæk búsetu­úr­ræði um að minnsta kosti 100.

•Meiri­hlut­inn lofar því að eyða launa­mun kynj­anna hjá starfs­fólki borg­ar­inn­ar. Laun kvenna­stétta verða leið­rétt.

•Lofts­lags­mál, loft­gæði, úrgangs­mál, sorp­hirða, mál­efni grænna svæða og umhirða, ásamt mál­efnum heil­brigð­is­nefndar munu heyra undir nýtt umhverf­is- og heil­brigð­is­mál undir stjórn Líf Magneudóttir

 

Úr inngangi:

Reykjavík er falleg og lifandi borg í örum vexti. Við eigum öll að geta fundið okkar stað í tilverunni í Reykjavík. Til að svo megi vera þarf að hlúa að öllu því sem gerir borg og mannlíf aðlaðandi og eftirsóknarvert þar sem við höfum jöfn tækifæri til lífs og leiks, vinnu og menntunar. Það verður bæði að hlúa að því manngerða en líka náttúrunni og dýralífinu.

Við sem myndum meirihluta fjögurra flokka: Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna, höfum sammælst um að gera góða borg betri. Við ætlum að leggja alúð við verkefnin framundan enda snerta þau fólk og umhverfi beint, með einum eða öðrum hætti, og hafa áhrif á líf okkar, heilsu og vellíðan.

Við ætlum að byggja öflugt og þétt borgarlíf fyrir okkur öll með nægu framboði af húsnæði, sjálfbærum hverfum, heilnæmu umhverfi, skilvirkum samgöngum, fjölbreyttu atvinnulífi og einfaldri, aðgengilegri og lýðræðislegri umsýslu. Við ætlum að auka lífsgæði fólks og búa til borg þar sem það er gott að vera og gera.

Við sem myndum meirihluta borgarstjórnar á kjörtímabilinu spönnum breitt pólitískt litróf. Við höfum fjölbreytta sýn og ólíkar áherslur en það sem sameinar okkur eru hagsmunir og lífsgæði borgarbúa og skynsamleg uppbygging Reykjavíkur til framtíðar.

Að því marki stefnum við í þessum sáttmála

Sáttmálinn í heild

VG – stjórn þingflokks fordæmir morð í Palestínu

Stjórn þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fordæmir atburðina í Palestínu á liðnum dögum og vikum, þar sem ísraelskir hermenn hafa myrt fjölda mótmælenda með köldu blóði. Þessi grimmilegu viðbrögð Ísraelsstjórnar við fyrirsjáanlegum mótmælum vegna vanhugsaðrar ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að flytja sendiráð sitt til Jerúsalem eru ólíðandi, en íslensk stjórnvöld vöruðu einmitt við þeirri ákvörðun.

 

Vinstrihreyfingin grænt framboð hefur alla tíð lagt áherslu á nauðsyn þess að leitað verði friðsamlegra lausna í deilum fyrir botni Miðjarðarhafs. Raunverulegur friður getur aldrei komist á með vopnavaldi og kúgun. Minnt er á mikilvægi þess að standa vörð um alþjóðalög og að ekki sé brotið á mannréttindum íbúa svæðisins.

 

Stjórn þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs minnir jafnframt á samþykkt Alþingis Íslendinga frá 2011 um viðurkenningu á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

Kosningabaráttan – Yfirlýsing

 

Framkvæmdastjórar allra flokka sem sæti eiga í nefnd forsætisráðherra um fjármál stjórnmálaflokka, lýsa andúð á óhróðri og undirróðursstarfsemi í kosningabaráttu og ásetja sér að vinna gegn slíku.

 

Kosningabarátta í aðdraganda kosninga er lykilþáttur í lýðræðislegri stjórnskipan og mikilvægt að hún sé málefnaleg og reglum samkvæm svo að kjósendur geti tekið upplýsta ákvörðun. Nafnlaus óhróður eða undir fölsku flaggi á ekki að líðast.  Við framkvæmdastjórar eða fulltrúar flokkanna átta sem sæti eiga þingi,  erum sammála um að girða þurfi fyrir að áróður og óhróður, sem enginn veit hver hefur í frammi eða kostar, birtist um alla samfélags- fjölmiðla- og myndbandaveitur, án þess að hægt sé að kalla neinn til ábyrgðar.

 

Kosningabarátta er margslungið samtal þjóðarinnar og þar eiga stjórnmálaflokkarnir alls ekki að vera einráðir.  Lög um hvernig kosningabarátta er rekin og fjármögnuð, þurfa því að ná yfir alla sem heyja slíka baráttu, en ekki aðeins flokkana sjálfa, enda séu lögin í samræmi við tjáningarfrelsisákvæði og góða lýðræðisvenju. Það er markmið okkar að finna leiðir í þeirri vinnu sem við eigum fyrir höndum til að auka gagnsæi og ábyrgð allra sem vilja hafa áhrif á kosningar.

 

Nú er hafin barátta fyrir sveitarstjórnarkosningar á Íslandi.  Það er von framkvæmdastjóra flokkanna að sú barátta verði sönn, gegnsæ og málefnaleg og að öll framboð taki stöðu með flokkunum sem undir þetta rita um það markmið.

 

Björg Eva Erlendsdóttir, form. frkvstj. Vinstri grænna.

Þorgerður Jóhannsdóttir, skrifstofustj.  Samfylkingar.

Birna Þórarinsdóttir, frkvstj. Viðreisnar.

Hólmfríður Þórisdóttir, fulltrúi. Miðflokksins.

Erla Hlynsdóttir, frkvstj. Pírata.

Helgi Haukur Hauksson, frkvstj. Framsókn.

Magnús Þór Hafsteinsson, fulltrúi. Flokks fólksins. .

Þórður Þórarinsson, frkvstj. Sjálfstæðisflokksins.

 

Forseti Alþingis um gagnsæi og starfsgreiðslur þingmanna

Tilkynning frá Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis í tilefni af starfsgreiðslum þingmanna

„Alþing­is­mönn­um hafa síðustu daga borist marg­vís­leg­ar fyr­ir­spurn­ir um greiðslur tengd­ar starfi þeirra á Alþingi. Af því til­efni vill for­seti Alþing­is koma því á fram­færi að til skoðunar hef­ur verið á und­an­förn­um mánuðum, og rætt m.a. í for­sæt­is­nefnd Alþing­is, að auka upp­lýs­inga­gjöf um kjör og starfs­kostnaðargreiðslur alþing­is­manna þannig að aðgang­ur að þeim verði öll­um auðveld­ur og þær birt­ar á vef þings­ins. Fyr­ir hafa legið í drög­um regl­ur um fyr­ir­komu­lagið og hef­ur í þeim efn­um verið horft til þess hvernig önn­ur þing haga upp­lýs­ing­um um þessi mál. Mark­miðið er að eng­in leynd sé yfir neinu sem varðar al­menn kjör og greiðslur til þing­manna og full­komið gagn­sæi ríki. – Þing­mönn­um er að auðvitað í sjálfs­vald sett hvaða upp­lýs­ing­um þeir koma sjálf­ir á fram­færi um sín kjör, eins og verið hef­ur.

Alþingi hef­ur með mark­viss­um hætti reynt að skapa góða um­gjörð störf og kjör þing­manna, þar á meðal með siðaregl­um og regl­um um hags­muna­skrán­ingu þing­manna sem eru á vef þings­ins. Sú aukna upp­lýs­inga­gjöf sem í vænd­um er mun bæt­ast þar við.“