Ný stjórn VG á Suðurnesjum

Á aðalfundi VG á Suðurnesjum var kjörin ný stjórn. Stjórnina skipa:

Bjarni Þórisson, formaður

Þórunn Friðrisdóttir, ritari

Þorvaldur Örn Árnason, gjaldkeri

Agnar Sigurbjörnsson, meðstjórnandi.

Jónatan J. Stefánsson, meðstjórnandi

Varamenn: Þormóður Logi Björnsson og Þorvarður Bryjólfsson

Skoðunarmenn reikninga: Hólmar Þráinn Magnússon og Jakob Jónatansson

Styðjum baráttu launafólks

Samþykkt á flokksráðsfundi í febrúar sl. – Styðjum baráttu launafólks!

Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs styður framkomnar launakröfur verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst réttlátar kröfur um hækkun lægstu taxta, og leggur áherslu á að í góðu samfélagi verður fólk að geta lifað af dagvinnulaunum sínum. Nýjar kannanir ASÍ hafa sýnt að lægstu laun á Íslandi eru um 30% lægri en laun í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Lágmarkslaun dagvinnu á Íslandi duga einfaldlega ekki fyrir brýnustu þörfum.

Tekjuskipting hefur jafnast lítillega á síðustu árum en sá árangur er í hættu. Rannsóknir sýna að æ færri einstaklingar í samfélaginu sitja að auði og afrakstri þjóðarinnar og misskipting fer hraðvaxandi. Það er ekki fátækt íslensks samfélags sem veldur of lágum launum og sárri fátækt þúsunda landsmanna heldur misskipting auðsins. Aðgerðir núverandi ríkisstjórnar miða allar að því að auka þessa misskiptingu, m.a. með afnámi auðlegðarskatts, hækkun matarskatts og boðuðum aðgerðum um að afnema þrepaskipt skattkerfi.

Láglaunastefnan er grundvallarþáttur í bágum kjörum almennings. Í komandi kjarasamningum verður tekist á um hana og stefnir í hörð átök. En ýmislegt fleira kemur til, svo sem ófremdarástand á húsnæðismarkaði, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðis- og menntakerfinu og stytting atvinnuleysisbótatímabilsins og ófullnægjandi lífeyrir. Úrbætur í þeim efnum eru brýnar en eiga þó ekki að verða skiptimynt í kjarasamningum.

Stjórnarandstaðan vill þjóðaratkvæðagreiðslu

Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lagt fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þau vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla 26. september 2015 um hvort halda skuli áfram aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið.

Tillöguna má lesa hér.

Amid Derayat er nýr formaður í Kópavogi

Amid er fæddur og uppalin í Kermanshah sem er í Kúrdíska hluta Írans. Amid er með BA-gráðu í umhverfis-og náttúrufræði frá Háskólanum í Gorgon, sem er í Norður Íran. Amid fluttist til Íslands haustið 1995 og árið 2000 nam hann fiskifræði við Háskóla Íslands og er með MA-gráðu þaðan. Áratug síðar fékk hann doktorsgráðu í sjávarvistfræði frá Háskólanum í Sterling, Skotlandi.

Amid er kvæntur Guðrúnu Eddu Gunnarsdóttir og eiga þau saman tvö börn sem eru ellefu og níu ára.

Amid hefur unnið margvísleg störf á síðustu árum t.d. hjá Stofnfiski, Hafrannsóknarstofnun og nú síðast hjá Matorku.

Amid flutti í vesturbæ Kópavogs árið 2006, þykir honum sannarlega gott að búa í Kópavogi. Amid hefur spilað blak frá árinu 1996 með ÍS og er stoltur að segja frá því að lið hans hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari í blaki. Síðustu sex ár hefur hann einnig tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoni þar sem honum hefur gengið vel.

Áhugi Amids á pólitík kviknaði á unglingsaldri en árið 1979 var Íranska byltingin og hafði hún mikil samfélagsleg áhrif á Miðausturlöndin. Þar má nefna átta ára stríð Íraks og Írans, innrás Íraka í Kúveit sem leiddi af sér Persaflóastríðið og stanslaust stríðsástand í Miðausturlöndunum.

Lesa má ítarlegt viðtal Atla Þórs Fanndal við Amid í fréttablaðinu Kópavogur sem kom út 13. mars sl. Smelltu hér.

Ný stjórn í Kópavogi

Aðalfundur Vinstri grænna í Kópavogi var haldinn þann 17. febrúar s.l.

Amid Derayat var kjörinn formaður félagsins og ásamt honum voru fjórir aðrir kjörnir í stjórn og tveir í varastjórn. Stjórn skipti með sér verkum þann 2. mars s.l. og er hún því eftirfarandi:

Formaður: Amid Derayat
Varaformaður: Einar Ólafsson
Gjaldkeri: Helgi Hrafn Ólafsson
Ritari: Ingibjörg Sveinsdóttir
Meðstjórnandi: Arnþór Sigurðsson
Varamenn: Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þóra Elfa Björnsson

Stjórn þakkar fráfarandi stjórnarmönnum störf sín.

Sameiginlegur fundur stjórnarandstöðunnar

Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð og Píratar efna til opins umræðufundar um gjaldeyrishöftin og losun þeirra sem er eitt stærsta viðfangsefni íslensks efnahagslífs um þessar mundir. Flokkarnir sem standa að fundinum telja grundvallaratriði að fram fari málefnaleg umræða um þetta mikilvæga mál fyrir opnum tjöldum.

Frummælendur;

Sigríður Benediktsdóttir, hagfræðingur hjá Seðlabankanum – „Fjármagnshöft og fjármálastöðugleik.i“
Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði – „Nú er tíminn.“
Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ – „Trúverðugleiki hagkerfisins og höftin.“

Fundarstýra;

Þóra Arnórsdóttir, fréttamaður á RÚV

Fundarstaður/tími:

Iðnó, fimmtudaginn 26.febrúar, kl. 12.00 – 13.15

Flokksráðsfundi lokið

Flokksráðsfundi Vinstri grænna lauk síðdegis í dag, en hann var haldinn á Iðnó í Reykjavík. Á fundinn mættu um hundrað flokksráðsfulltrúar, þar á meðal þingmenn, sveitarstjórnarfulltrúar, formenn svæðisfélaga og fulltrúar kjörnir á landsfundi. Tilgangurinn með fundinum var ekki síst að vinna að endurnýjun á stefnu Vinstri grænna sem lögð verður fram á landsfundi næsta haust.

Sex ályktanir voru samþykktar á fundinum. Í ályktuninni Styðjum baráttu launafólks segir m.a.: „Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs styður framkomnar launakröfur verkalýðshreyfingarinnar, ekki síst réttlátar kröfur um hækkun lægstu taxta, og leggur áherslu á að í góðu samfélagi verður fólk að geta lifað af dagvinnulaunum sínum. Nýjar kannanir ASÍ hafa sýnt að lægstu laun á Íslandi eru um 30% lægri en laun í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Lágmarkslaun dagvinnu á Íslandi duga einfaldlega ekki fyrir brýnustu þörfum.“

Einnig var samþykkt ályktun um einkavæðingu opinberra háskóla: „Flokksráðsfundur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs varar við stefnu menntamálaráðherra um að breyta rekstrarfyrirkomulagi Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og Háskólans á Hólum og sameina þessa skóla Háskólanum á Bifröst undir hatti einnar sjálfseignarstofnunar. Ekki hafa verið færð nein fagleg rök fyrir þessari sameiningu og í raun virðist hún fyrst og fremst eiga að fækka opinberum stofnunum og einkavæða tvo opinbera háskóla. Landbúnaðarháskóli Íslands er ein af grunnstoðum landbúnaðar í landinu auk þess að hafa á undanförnum áratugum skapað sér sérstöðu með kennslu í umhverfis- og náttúrufræði. Mikilvægt er að stjórn hans og umsýsla sé í höndum ríkisins en ekki einkaaðila. Sömu rök eiga við um Hólaskóla, eina elstu menntastofnun landsins.”

Allar ályktanir má lesa og sækja hér.

Rósa Björk tekur sæti á Alþingi

Rósa Björk Brynjólfsdóttir tók sæti á Alþingi, fyrir Ögmund Jónasson, við upphaf þingfundar í dag.

Björn Valur tekur sæti á Alþingi

Björn Valur Gíslason, varaformaður VG, tekur sæti á Alþingi í dag, fyrir Katrínu Jakobsdóttir.