,

Yfirlýsing þingflokks VG vegna hræðilegra stríðsátaka fyrir botni Miðjarðarhafs

Yfirlýsing þingflokks VG vegna hræðilegra stríðsátaka fyrir botni Miðjarðarhafs

 

Þingflokkur VG harmar hið mikla mannfall sem orðið hefur í hræðilegum stríðsátökum í Sýrlandi, Írak og Jemen undanfarin misseri, nú siðast í loftárásum á borgina Idlib. Ljóst er að alþjóðalög um vernd almennra borgara á átakatímum eru þverbrotin af stríðsaðilum í þessum löndum, ekki síst með loftárásum sem fara ekki í manngreinarálit. Þingflokkur VG hvetur íslensk stjórnvöld að nýta hvert tækifæri til að koma á framfæri mótmælum sínum vegna mannfalls almennra borgara, þar á meðal barna, í þessum löndum og annars staðar. Sérstaklega fordæmir þingflokkurinn notkun efnavopna sem er skýlaust brot á alþjóðlegum sáttmálum en sterkar vísbendingar eru um að þeim hafi nú verið beitt í Sýrlandi.  Þingflokkur VG áréttar jafnframt þá skyldu Íslands að axla ábyrgð í því að veita þolendum stríðsátaka skjól og vernd. Í Miðausturlöndum verður ekki komið á friði með vopnavaldi, drápum og stigmögnun ofbeldis. Samningar eru alltaf rétta leiðin til að ná markmiðinu um frið og jafnvægi.

 

Hægt er að ná í fulltrúa VG í utanríkismálanefnd til viðtals um yfirlýsinguna. Þær eru Rósa Björk Brynjólfsdóttir, s. 824-6743 og Steinunn Þóra Árnadóttir s. 690-2592.

 

Tilkynning vegna flokksráðsfundar

Frestur til að skila inn ályktunum fyrir flokksráðsfundinn 4. mars rennur út á miðnætti á miðvikudagskvöldið 1. mars og skulu berast í tölvupósti á vg@vg.is. Í lögum er kveðið á um „vikufrest, verði því við komið“. Ekki var minnst á ályktanaskil í boðsbréfi á flokksráðsfund, enda er þessi fundur er starfsfundur, en ekki ályktanafundur, svo tími til afgreiðslu ályktana er takmarkaður í dagskrá.

Til að bregðast við framkomnum óskum, er frestur auglýstur, sem áður segir, á miðnætti 1. mars  Tillögurnar verða sendar fulltrúum í flokksráði, til kynningar, í tölvupósti á fimmtudag.   Samþykktar ályktanir verða birtar á heimasíðu VG að loknum flokksráðsfundi.

Úr lögum um flokksráð:

VIII. Flokksráð

29. grein

Flokksráð mynda aðalmenn í stjórn, þingflokkur og sveitarstjórnarfulltrúar hreyfingarinnar, formenn kjördæmisráða, formenn svæðisfélaga og fulltrúi ungliðahreyfingar flokksins. Í forföllum taka varamenn í viðkomandi trúnaðarstörfum sæti.

Auk þess eru 40 flokksráðsfulltrúar og 10 til vara kjörnir sérstaklega á landsfundi. Varamenn í flokksráði taka sæti í forföllum aðalmanna í þeirri röð sem þeir eru kjörnir. Varaformaður hreyfingarinnar er jafnframt formaður flokksráðs.

Tillögur sem leggja skal fyrir flokksráð skal skila til stjórnar  hreyfingarinnar viku fyrir fund, verði því við komið. Fundir flokksráðs skulu vera opnir öllum félögum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Almennir félagar skulu hafa málfrelsi og tillögurétt, en ekki atkvæðisrétt.

30. grein

Flokksráð hefur æðsta vald í öllum málefnum Vinstri grænna á milli landsfunda.

31. grein

Fundir stjórnar hreyfingarinnar og flokksráðs eru lögmætir þegar meirihluti fulltrúa er viðstaddur. Flokksráðsfundi skal halda eigi sjaldnar en tvisvar á ári. Flokksráð setur sér fundarsköp og skal fundum þess stjórnað samkvæmt þeim.

Óski 25 flokksráðsfulltrúar eftir fundi skal hann boðaður svo fljótt sem verða má og eigi síðar en innan þriggja vikna frá því að skrifleg beiðni þar um er send formanni flokksráðs.

32. grein

Á síðasta fundi flokksráðs fyrir landsfund gerir stjórn hreyfingarinnar grein fyrir afdrifum ályktana síðasta landsfundar.

 

,

Breyting á dagskrá flokksráðsfundar

Jafnréttismál í stað alþjóðastjórnmála

Áður boðaður gestur flokksráðsfundar Guðmundur Hálfdánarson, sem ætlaði að ræða alþjóðastjórnmálin í erindi á fundinum, er  forfallaður af óviðráðanlegum ástæðum.
Jafnréttismál og jafnlaunavottun er eitt af heitu málunum í umræðu dagsins  sem ákveðið hefur verið að taka til umræðu á flokksráðsfundi í staðin. Sérstakir gestir fundarins, verða Maríanna Traustadóttir, fulltrúi ASÍ í aðgerðahóp stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti og Hannes G. Sigurðsson, fulltrúi atvinnurekenda í sama hópi. Þau nálgast málin frá ólíku sjónarhorni og munu svara fyrirspurnum  í lok erinda þeirra.

Flokksráðsfundargestum er bent á að alþjóðamálin verða tekin fyrir á vegum VG á opnum fundi í Norræna húsinu 28. mars.  Jafnframt er bent á að eftir sem áður verður starfshópur um alþjóðastjórnmál, eins og áður var boðað.

Yfirlýsing frá þingflokki VG

 

Nýliðnar stjórnarmyndunarviðræður hafa verið gagnlegar þrátt fyrir að ekki hafi náðst samstaða um að halda þeim áfram að sinni.

Þingflokkur Vinstri grænna hefur í viðræðum um stjórnarmyndun frá kosningum og nú í tengslum við umfjöllun um fjárlagafrumvarpið fyrir árið 2017 talið brýnt að gerðar verði breytingar í þágu nauðsynlegra umbóta í heilbrigðismálum, menntamálum, velferðarmálum og uppbyggingu innviða. Það er mat þingflokksins að til að mæta lágmarksþörfum og koma til móts við ákall úr samfélaginu í þessum efnum þurfi, varlega áætlað, á þriðja tug milljarða króna.

Ennfremur verður að takast á við raunverulega uppbyggingu á þessum sviðum í ríkisfjármálaáætlun til næstu fimm ára. Mikil samstaða var um mikilvægi þessara áherslna í aðdraganda kosninga enda um afar brýn verkefni að ræða. Umbæturnar þarf að fjármagna með ábyrgum hætti í tekjuöflunarfrumvarpinu sem liggur fyrir þinginu og í framhaldinu liggi fyrir áætlanir um tekjuöflun til næstu fimm ára.

Aðalfundur VG í Reykjavík

Tilkynning frá Vinstri grænum í Reykjavík:

 

Aðalfundur félagsins verður haldinn þriðjudaginn 27. september nk. í kosningamiðstöðinni, Laugavegi 170  í Reykjavík.

Fundurinn hefst kl. 20.00 og ráðgert að honum ljúki kl. 22.

Dagskrá:

 

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  2. Fundargerð síðasta aðalfundar.
  3. Tillaga stjórnar um að fresta stjórnarkjöri og afgreiðslu á skýrslu stjórnar þar til að afloknum kosningum og að haldinn verði framhaldsaðalfundur eigi síðar en mánuði eftir kjördag. Á þeim fundi verða tvö mál á dagskrá: Skýrsla stjórnar og kjör formanns og stjórnar.
  4. Skýrsla stjórnar.
  5. Ársreikningar fyrir almanaksárið 2015 kynntir og bornir upp til samþykktar.
  6. Ársreikningar fyrir fyrri hluta þessa árs kynntir.
  7. Félagsgjöld ákveðin.
  8. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga.
  9. Tillögur að lagabreytingum þurfa að hafa borist stjórn a.m.k. viku fyrir aðalfund.

Að loknum aðalfundarstörfum:

  1. Önnur mál. – Farið yfir áherslur í kosningabaráttu, kosningastjóri kynntur.

 

Við bjóðum upp á kaffi og kleinur og kosningasjóðurinn verður á sínum stað. Við hlökkum til að sjá ykkur á fundinum.

 

Tilkynningu VGR auk laga félagsins má finna í heild sinni hér.

 

Stjórn fiskveiða og jöfnuður í Færeyjum – Færeyskir ráðherrar heimsækja VG 

Sjávarútvegsráðherra, fjármálaráðherra og innanríkis- og velferðarráðherra Færeyja úr Þjóðveldisflokknum heimsækja VG á Íslandi alla næstu helgina. Rætt verður um stefnu og markmið færeysku ríkisstjórnarinar sem er að tryggja að arðurinn af auðlindunum komi öllu samfélaginu að gagni.

Færeysku ráðherrarnir, Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra, Kristína Háfoss, fjármálaráðherra og Sirið Stenberg, innanríkis- og velferðarráðherra, fara yfir þessi meginmarkmið færeysku ríkisstjórnarinnar á ráðstefnu í Norræna húsinu á laugardaginn, 10. september, frá klukkan eitt til fimm. Henni lýkur með pallborði þar sem ráðherrarnir þrír og Katrín Jakobsdóttir, formaður VG sitja fyrir svörum. Jóhann Hauksson, fréttamaður stýrir umræðunum.

Högni Höydal, sjávarútvegsráðherra og formaður Þjóðveldisflokksins, systurflokks VG, heldur svo til Akureyrar á sunnudeginum 11. september og kynnir fiskveiðistjórnun á umræðufundi málstofu auðlindadeildar og lögfræðitorgs Háskólans á Akureyri. Fundurinn þar ber heitið „Stjórn fiskveiða í Færeyjum og uppboðsleiðin „uppboðsroyndirnar““.


Háskólinn á Akureyri

Stjórn fiskveiða í Færeyjum og útboðsleiðin
Sameiginlegur umræðufundur málstofu auðlindadeildar og lögfræðitorgs

Hvenær: Sunnudaginn 11. september kl. 14.00
Hvar: í stofu M102 (við aðalinngang HA) Sólborg v/Norðurslóð
Fyrirlesari: Högni Hoydal sjávarútvegsráðherra Færeyja

Sjávarútvegur er burðarstoð í færeysku efnahagslífi og hafa Færeyingar því líkt og við Íslendingar reynt ýmsar leiðir til að hámarka afrakstur sjávarauðlinda sinna. Nú síðast var gerð tilraun með að bjóða út hluta af aflaheimildunum og hefur það vakið talsverða athygli hér á landi. Á þessum fyrirlestri mun Högni fara yfir hvernig útboðs aflaheimilda var útfærð. Högni Höydal er formaður Þjóðveldisflokksins í Færeyjum og sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Landsfundur Ungra vinstri grænna 2016

Landsfundur Ungra vinstri grænna verður haldinn helgina 2.-4. september í húsnæði Lionsklúbbsins Hængs á Akureyri. Allir félagar UVG hafa atkvæðisrétt á fundinum en önnur áhugasöm eru að sjálfsögðu hjartanlega velkomin.

Tillögur og ályktanir sem liggja fyrir fundinum eru aðgengilegar hér:

Tillögur að ályktunum.

Stefnubreytingartillögur

Tillögur að lagabreytingum
Farið verður með hópferðabílum til Akureyrar frá Reykjavík og gist í félagsheimilinu. Sendið póst á stjorn@vinstri.is eða hringið í Bjarka (s. 616-7417) ef ykkur vantar far!

ATHUGIÐ: Nauðsynlegt er að taka með sér dýnur og svefnpoka/sængur.

Skráning fer fram hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSePWT4iRy1EubdIBPiYHuTCL0JCENO5_IvmPFG2ND5sQ14Osg/viewform

Dagskrá fundarins:

Dagskrá landsfundar UVG á Akureyri 2-4.september 2016

Föstudagurinn 2.september
12:00 Fyrstu bílar fara frá Reykjavík.
16:00 Áætluð koma fyrstu bíla. Viðtaka lykla, undirbúningur kvöldmatar.
21:00 Landsfundur formlega settur.
21:05 Ávarp aldursforseta framkvæmdarstjórnar.
21:10 Ársskýrsla framkvæmdarstjórnar. Kynnt og lögð fram til samþykktar.
21:20 Ársreikningar. Kynntir og lagðir fram til samþykktar.
21:30 Stjórnmálaumræður.
22:30 Setningarhátíð, fundi frestað til morguns.

Laugardagurinn 3.september
10:00 Landsfundur hefst að nýju.
10:05 Kynning á lagabreytingatillögum og umræður.
10:30 Kynning á ályktanatillögum og umræður.
11:15 Kynning á stefnuskrábreytingatillögum og umræður.
11:45 Málefnahópar um stefnuyfirlýsingarbreytingatillögur taka til starfa.
12:45 Hádegishlé.
Frestur til að skila inn breytingartillögum við stefnuyfirlýsingarbreytingartillögur rennur út.
Frestur til að skila inn framboðum til stjórnar rennur út.
13:30 Afgreiðsla lagabreytingatillagna.
14:05 Kynning á niðurstöðum málefnahópa um stefnuyfirlýsingarbreytingar.
14:30 Myndband og kynning á ferð UVG á Warsaw Pride.
14:50 Kaffihlé.
15:00 Afgreiðsla á stefnuyfirlýsingarbreytingatillögum.
15:20 Kosningar.
17:00 Hinsegin Norðurland flytja erindi.
17:30 Fundi frestað til morguns.
18:00 Landsfundargleði
Út að borða 18:30-20:00
Gleði að félagsmiðstöðinni (Vædol, pub quiz og að sjálfsögðu Suðræn þægindi) 21:00

Sunnudagurinn 4.september
10:00 Landsfundur hefst að nýju.
10:05 Málefnahópar um ályktanatillögur taka til starfa.
12:10 Kynning á niðurstöðum málefnahópa um ályktanatillögur.
12:30 Kaffihlé.
Frestur til að skila inn breytingatillögum við ályktanir rennur út.
13:00 Afgreiðsla ályktanna.
13:45 Landsfundi slitið.

 

 

Óskar eftir fundi um lækkun afurðaverðs

Lilja Rafney Magnúsdóttir, varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis, hefur óskað eftir því að nefndin ræði lækkun afurðaverðs til sauðfjárbænda en afurðastöðvar hafa boðað lækkun til bænda sem nemur um 10 af hundraði.
Enn fremur munu framtíðarhorfur á kjötmarkaði innanlands og starfsskilyrði og búsetuöryggi bænda verða til umfjöllunar á fundinum.
Lilja Rafney hefur óskað eftir því að fundurinn verði haldinn hið fyrsta.

Opinn framboðsfundur í Norðvesturkjördæmi

Kjördæmisráð Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi boðar til opins fundar vegna forvalsins sem fer fram nú í haust. Fundurinn hefst í Alþýðuhúsinu í Borgarnesi, Sæunnargötu 2a, laugardaginn 27. ágúst kl. 14:00. Á fundinum munu frambjóðendur kynna sig og stefnumál sín, allir eru velkomnir. Kjördæmisráð mun einnig gefa út kynningarbækling á rafrænu formi í aðdraganda forvalsins.

Forvalið sjálft fer fram í póstkosningu 31. ágúst – 5. september.

 

ATHUGIÐ! Áður hafði verið gefin út önnur dagsetning á fundinn, þ.e. 24. ágúst, en ákveðið var að seinka fundinum um nokkra daga, og því er ný tímasetning laugardaginn 27. ágúst kl. 14:00.