Dagskrá aðalfundar kjördæmisráðs Norðausturkjördæmis

Aðalfundur kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi verður haldinn laugardaginn 21. janúar nk. í Sel-hóteli í Mývatnssveit.

Fundurinn hefst kl. 11:00 og áætluð fundarlok eru kl. 15:00.

Dagskrá:

 1.    Fundarsetning og skipan starfsmanna fundarins
  2.    Skýrsla stjórnar
  3.    Reikningar kjördæmisráðs
  4.    Umræða um skýrslu og afgreiðsla reikninga
  5.    Lagabreytingar
  6.    Skýrsla kosningastjóra
  7.    Ávörp þingmanna
  8.    Almennar umræður
  9.    Kosningar
  10.  Önnur mál

 

Félagar eru hvattir til að fjölmenna.

Minnt er á að hvert svæðisfélag innan kjördæmisráðsins á samkvæmt lögum VG rétt á að tilnefna á aðalfund kjördæmisráðsins einn fulltrúa fyrir hverja fimm félaga eða brot úr þeirri tölu.
Stjórn kjördæmaráðs VG í Norðausturkjördæmi