Daníel til Samtakanna 78

Daníel Arnarson, stjórnarmaður í VG og varaþingmaður, sem stýrði skrifstofu Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs frá 2014 – 16, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtakanna 78.  Daníel Arnarsson hefur nýlokið námi við Háskóla Íslands en hann útskrifast þaðan með BA gráðu í félagsfræði. Daníel hefur verið virkur í félagastarfi síðan 2007, bæði í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði sem og í Samtökunum ’78. Hann hefur tekið þátt í ungliðastarfi og kosningabaráttu árin 2009, 2013 og 2016. Daníel er vel kunnugur rekstri en hann var framkvæmdastjóri VG frá 2014-2016 og rak áður kaffihús Te & Kaffi ásamt öðrum.