Edward Huijbens kjörinn varaformaður

„Það mikilvægasta sem stjórnmálamaðurinn býr að er traust, og þið hafið sýnt mér mikið traust hér í dag kæru félagar og það umboð mun ég fara vel með,“ sagði Edward Hákon Huijbens nýkjörinn varformaður Vinstri grænna í þakkarræðu sinni á landsfundi í dag. „Ég er kominn til þess að vinna fyrir hreyfinguna, málstaðinn og framtíðina.“

Edward, sem er 41 árs prófessor við Háskólann á Akureyri, hlaut 148 atkvæði en Óli Halldórsson 70 og fimm atkvæði voru auð. Katrín Jakobsdóttir var sjálfkjörin formaður Vinstri grænna rétt eins og Elín Oddný Sigurðardóttir í stöðu ritara og Una Hildardóttir í stöðu gjaldkera.

Einnig voru kjörnir sjö meðstjórnendur í stjórn Vinstri grænna og fjórir til vara.  Þau Ingibjörg Þórðardóttir (200 atkvæði), Óli Halldórsson (199), Rúnar Gíslason (161), Daníel E Arnarson (158), Álfheiður Ingadóttir (156), Anna Guðrún Þórhallsdóttir (135) og Margrét Pétursdóttir (129) voru kjörnir meðstjórnendur. Þeir Bjarni Jónsson (103), Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson (92), Ingvar Arnarson (90) og Ragnar Karl Jóhannsson (63) og voru kjörnir varamenn.

Ný stjórn Vinstri grænna er því eftirfarandi:

 • Katrín Jakobsdóttir formaður.
 • Edward Hákon Huijbens varaformaður.
 • Elín Oddný Sigurðardóttir ritari.
 • Una Hildardóttir gjaldkeri.
 • Ingibjörg Þórðardóttir.
 • Óli Halldórsson.
 • Rúnar Gíslason.
 • Daníel E Arnarson.
 • Álfheiður Ingadóttir.
 • Anna Guðrún Þórhallsdóttir.
 • Margrét Pétursdóttir.

Varmenn í stjórn:

 • Bjarni Jónsson.
 • Einar Bergmundur Þorgerðarson Bóasarson.
 • Ingvar Arnarson.
 • Ragnar Karl Jóhannsson.