Eflum landsbyggðirnar

Lilja Rafney Magnúsdóttir stóð fyrir sérstakri umræðu um vanda veikra byggða í dag. Til svara var Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra. Til grundvallar umræðunni var þingsályktunartillaga sem Lilja Rafney, Steingrímur og Steinunn Þóra hafa lagt fram og er um eflingu brothættra byggða og byggðafestu aflaheimilda.

Tillagan eykur vöxt byggðanna

Í þingsályktunartillögunni er lagt til að ráðherra verði falið að vinna að framtíðarstefnumörkun um eflingu brothættra byggða í samráði við Byggðastofnun og aðra hagsmunaaðila. Gagnvart sjávarbyggðunum verði m.a. lögð til grundvallar byggðafesta aflaheimilda ásamt því að skoða hvaða stuðningsúrræði dugi best svo auka megi vöxt og stöðugleika í veikum byggðum þar sem landbúnaður, matvælaframleiðsla eða ferðaþjónusta er grunnur byggðar.

Eina sem þarf er vilji

Lilja Rafney lagði áherslu á að aðgerðir í þágu þessa byggða þyldi enga bið og byggðafesta aflaheimilda væri leið sem myndi skila sér strax til að treysta grundvöll sjávarbyggðanna og atvinnuöryggi fólks. Þessar byggðir vilja engar ölmusugjafir heldur vilja þau lifa á landsins gæðum og geta framfleytt sér með sjálfbærum hætti og njóta sömu grunnþjónustu og aðrir landsmenn.
Lilja Rafney sagði jafnframt að vilji sé allt sem þarf, og að sú þingsályktunartillaga sem þingmenn Vinstri grænna hafa flutt sé mál sem allir flokkar ættu að geta sameinast um og sýna þar með viljann í verki.