Ellefu í forvali VG í Reykjavík. Líf Magneudóttir býður sig fram í 1. sæti

Framboðsfrestur í forvali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs fyrir borgarstjórnarkosningar 28. maí næstkomandi rann út á miðnætti 3. febrúar.
Kjörnefnd bárust eftirfarandi framboð:

 

Björn Teitsson, blaðamaður, býður sig fram í 3. sæti.

Elín Oddný Sigurðardóttir, varaborgarfulltrúi, býður sig fram í 2. sæti.

Guðbjörg Ingunn Magnúsdóttir, grunnskólakennari, býður sig fram í 3.-5. sæti.

Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson, doktorsnemi, býður sig fram í 2-4. sæti.

Hermann Valsson, grunnskólakennari, býður sig fram í 3. sæti.

Hreindís Ylva Garðarsdóttir Holm, leikkona, býður sig fram í 4. sæti.

Jakob S. Jónsson, leiðsögumaður, býður sig fram í 4-5. sæti.
Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi, býður sig fram í 1. sæti.

Ragnar Karl Jóhannsson, uppeldis- og tómstundafræðingur, býður sig fram í 4.-5. sæti.

René Biasone, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, býður sig fram í 4. sæti.

Þorsteinn V. Einarsson, æskulýðsfulltrúi, býður sig fram í 3. sæti.
Forvalið fer fram laugardaginn 24. febrúar næstkomandi.

Kveðja
Kjörnefndin