Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

EVG fundur

08/03/2017 - kl.20:00 - 22:00

Góði félagi

 

Með hækkandi sól horfum við til vorsins og þann 8. mars höldum við fund kl. 20:00 í Stangarhyl 4, húsi eldri borgara í Reykjavík.

Við sveiflum okkur fyrst alla leið til Suðurpólsins með Ara Trausta og kynnumst aðstæðum á þeim afar fjarlægu slóðum.  Eftir kaffið lærum svo eitt og annað um býflugnaræktun með Steinari Harðarsyni.

 

  1. Suður um höf –  Ari Trausti Guðmundsson,  jarðeðlisfræðingur og alþingismaður.
  2. Bý er betra en mý Steinar Harðarson, vinnuverndarráðgjafi og býflugnabóndi.
  3. Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna og Sigrún V. Gestsdóttir velur og leiðir.

 

Kaffihlé og kleinur um 9-leytið.  –  Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir.

Hittumst heil,

Undirbúningshópurinn:

Bryndís 861 9186; Inga Björk 866 7915; Ragnheiður 864 3543; Sigurður 554 4705;

Svanhildur 863 2354; Þóra Elfa 824 6518.

 

 

 

 __________________________

Almennt um fundina:

Eldri vinstri (EVG) græn hafa frá því í des. 2005 haldið hópinn og hist reglulega einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina. Sjálfboðaliðar hafa undirbúið fundina og lagt áherslu á að  – auk spjalls yfir kaffibolla – sé jafnan eitthvað til fróðleiks og skemmtunar. Þessi tilhögun hefur mælst vel fyrir – Starfssvæði hópsins er óskilgreint, engin félagsgjöld en frjáls framlög í kaffisjóð til að standa undir útlögðum kostnaði. – Tilgangurinn er fyrst og fremst að miðla fróðleik og rifja upp ýmis áhugaverð efni sem liggja til hliðar við eða sem aðeins óbeint tengjast hinni daglegu pólitísku umræðu. Hér má nefna ýmis menningarmál, málefni sem tengjast baráttu launafólks, útgáfumál, bókmenntir og listir, menntamál, þjóðfrelsismál, alþjóðamál o. fl. – Skemmtiatriði af ýmsu tagi eru fastur liður, svo sem tónlistarflutningur og fjöldasöngur. – Stefnt er að því að fundunum ljúki að jafnaði um kl. 22.

Details

Date:
08/03/2017
Time:
20:00 - 22:00