Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

EVG Fundur

14 February - kl.20:00 - 22:00

Eldri vinstri græn halda fyrsta fund ársins þann 14. febrúar nk. kl. 20 að Stangarhyl 4 í Reykjavík.
Ýmislegt gerum við okkur til skemmtunar og fróðleiks og er þetta helst:

1. Systkinin frá Grafardal – Þóra Elfa Björnsson tekur upp þráðinn frá fyrri fundi með myndum og sögum.

2. Rímur – Aðalsteinn Eyþórsson málfræðingur kveður rímur m.a. eftir Sveinbjörn Beinteinsson.
3. Eitt ljóð – í flutningi Ragnheiðar Jónsdóttur.
4. Íslendingasögurnar í nútímanum – Ármann Jakobsson fer yfir stöðuna.
5. Og söngur eins og ævinlega – Reynir Jónasson og Björgvin Gíslason leika undir söngvum sem auðvitað allir kunna.

Kaffihlé og kleinur um 9-leytið. – Sem fyrr er fólk minnt á að taka með sér gesti því fundirnir eru öllum opnir. Næsti fundur er 14. mars 2018.

Bestu kveðjur frá undirbúningshópunum: Bryndís 861 9186; Ragnheiður 864 3543; Sigurður Ingi Georgsson 8963940; Svanhildur 863 2354 og Þóra Elfa 824 6518.

Details

Date:
14 February
Time:
20:00 - 22:00

Venue

Stangarhyl 14