Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Félagsfundur VG í Kópavogi

12/09/2017 - kl.20:00 - 22:00

Félagsfundur VG í Kópavogi verður haldinn þriðjudaginn 12. september kl. 20:00 að Auðbrekku 16 í Kópavogi. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG í suðvesturkjördæmi, verður gestur fundarins.

Dagskrá
1. Lagður fram listi yfir landsfundarfulltrúa til samþykktar vegna landsfundar VG 6-8 október 2017.
2. Tillaga stjórnar um uppröðuna á  framboðslista VG i Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar í Maí 2018.
3. Önnur mál.

Tillaga stjórnar er svo hljóðandi:
Tillaga um uppstillingu á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Kópavogi fyrir komandi Sveitarstjórnarkostningar 2018.

Lagt er til að kosin sé þriggja manna uppstillingarnefnd.

Hlutverk uppstillingarnefndar.

Nefndin skal auglýsa eftir einstaklingum sem hafa áhuga á því að sitja framboðslistann.
Einnig skal nefndin auglýsa eftir tillögum frá félagsmönnum í Kópavogi um ábendingar um einstaklinga sem mögulega hafa áhuga á því að skipa framboðslistann.
Nefndinni er einnig frjálst að hafa samband beint við einstaklinga sem hún telur vera frambærilega eða áhugasama til að taka sæti á listanum.
Nefndin skal leggja fram til samþykktar á félagsfundi lista yfir sex efstu sem skipa framboðslistann eigi síðar en 1. Nóvember 2017
Framboðslistann í heild sinni skal leggja fram til samþykktar á félagsfundi eigi síðar en 31. Janúar 2018.

Félagar, fjölmennum á fundinn.
Stjórn VG í Kóapvogi.

Með kveðju.
Arnþór Sig.

Details

Date:
12/09/2017
Time:
20:00 - 22:00
Event Category:

Venue

Auðbrekka 16