Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Framboðslisti í Borgarbyggð

3 April - kl.20:00

Kæru félagar, 

Þá hefur uppstillinganefnd lokið vinnu sinni þetta árið og búið er að skipa flottan lista sem mun vonandi skila okkur áhrifum á næsta kjörtímabili. Það hafa farið margir fundir í undirbúning fyrir sveitastjórnarkosningar og minna borið á almennum félagsfundum sem við vonum að þið virðið við okkur. Það er heilmikið verk að fara í kosningabaráttu og sömuleiðis að sitja í sveitastjórn og því hvetjum við alla til að leggja lóð á vogarskálirnar með okkur til að áherslur VG geti fengið notið sín sem mest. 

Listinn er að sjálfsögðu ósamþykktur enn og því verður boðað til fundar þann 3. apríl nk. kl. 20:00 í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Það er gríðarlega mikilvægt að sem flestir komist á fundinn enda viljum við sýna fram á að stemmingin sé okkar megin og krafturinn. 

Hvet ykkur til að svara póstinum, hvort sem þið mætið eða ekki.

Fyrir hönd stjórnar VG í Borgarbyggð, 

Rúnar Gíslason

Details

Date:
3 April
Time:
20:00
Event Category:

Venue

Landnámssetrið, Borgarnesi
Brákarbraut 13-15
Borgarnes, 310 Iceland
+ Google Map