Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Orðið er laust – með Katrínu og Ara Trausta

09/02/2017 - kl.16:00 - 18:00

Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun boða til opinna samtalsfunda með þingmönnum fram eftir vori. Fundirnir fara fram á skrifstofu VG, að Hallveigarstöðum á Túngötu 14. Þingmennirnir mæta tveir og tveir saman og til að ræða almenna pólitík og svara spurningum um stöðu stjórnmálanna í þinginu, hver út frá sínu sérsviði. Allir eru velkomnir, skráðir félagar sem og aðrir.

Fimmtudaginn 9. febrúar frá kl. 16:00 – 17:30 verða Katrín Jakobsdóttir og Ari Trausti Guðmundsson til viðtals, en Katrín er formaður VG og situr í efnahags-og viðskiptanefnd og á Evrópuráðsþinginu. Ari Trausti er í umhverfis- og samgöngunefnd og er formaður Íslandsdeildar Norðurskautsráðsins.

Til að tryggja að gestir komi sínu að eru þeir vinsamlegast beðnir um að hafa samband við skrifstofu VG í vikunni fyrir fund og láta vita hvað þeir vilja ræða.


*Gott hjólastólaaðgengi.

Details

Date:
09/02/2017
Time:
16:00 - 18:00