Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Staða vinstrisins og hnattrænar áskoranir: Viðbrögð við loftslagsbreytingum og félaglegum ójöfnuði á afturhaldstímum

9 February - kl.12:30 - 14:30

Málþing: Staða vinstrisins og hnattrænar áskoranir: Viðbrögð við loftslagsbreytingum og félaglegum ójöfnuði á afturhaldstímum

–English below–

Loftslagsbreytingar og félagslegur ójöfnuður eru ekki lengur málefni sem rædd eru í afmörkuðum hópum stjórnmálamanna, aðgerðasinna eða fræðimanna. Sífellt fleiri viðurkenna að tímabært sé að snúa af braut ósjálfbærni og byggja upp samfélög hagsældar og velferðar. En hvaða leiðir eru bestar?
Hvert er hlutverk vinstrisins í heimi hraðra tæknibreytinga og hvernig má efla alþjóðlega samvinnu til að sporna gegn uppgangi valdboðsstjórnmála, afturhalds og þjóðernishyggju?

Í tengslum við tuttugu ára afmæli VG er efnt til opins málþings laugardaginn 9. febrúar á Grand hótel, Reykjavík, kl. 12:30.

Málþingið fer fram á ensku og er öllum opið.

Frummælendur eru:

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG: „Alþjóðleg samvinna í þágu sjálfbærni og velferðar“

Ed Miliband, þingmaður og fyrrum leiðtogi breska Verkamannaflokksins: „Er ástæða til glaðværðar á vinstri vængnum?“

Ed Miliband er þingmaður og fyrrum formaður breska Verkamannaflokksins. Hann hefur setið á þingi frá árinu 2006 og var, sem formaður Verkamannaflokksins, leiðtogi stjórnarandstöðunnar frá 2010-2015, en sagði þá af sér sem formaður í kjölfar taps Verkamannaflokksins í kosningum. Miliband heldur úti hlaðvarpsþættinum Reasons to be cheerful, ásamt útvarpsmanninum Geoff Lloyd en í þættinum leitast þeir við að greina hugmyndir sem geta byggt upp betri heim.

Miatta Fahnbulleh, hagfræðingur og framkvæmdastjóri New Economics Foundation: „Skref í átt að nýju hagkerfi“

Miatta Fahnbulleh er hagfræðingur og framkvæmdastjóri New Economics Foundation (NEF), sem er hugveita sem sérhæfir sig í leiðum til að byggja upp réttlátt og sjálfbært hagkerfi. Fahnbulleh hefur unnið að rannsóknum og stefnumótun innan hugveitna, stjórnmála og á vettvangi hins opinbera. Hún hefur m.a. leitt stefnumótunarvinnu um valddreifingu, hagvöxt sveitarfélaga, húsnæðismál, orku- og loftslagmál og samgöngumál. Hún varði átta árum í forsætisráðuneyti Bretlands, þar á meðal sem forstöðumaður stefnumótundeildar sveitarfélaga. Miatta hefur meistara- og doktorsgráðu í efnahagsþróun frá LSE og BA í stjórnmálum, heimspeki og hagfræði frá Oxford.

Kristina Háfoss, hagfræðingur, lögfræðingur og fjármálaráðherra Færeyja: „Litla er hið nýja stóra“

Kristína Háfoss hefur setið á færeyska Lögþinginu frá árinu 2011. Hún hefur verið fjármálaráðherra frá síðastu kosningum, en aftur verður kosið í Færeyjum á þessu ári. Kristina er fædd 1975, gift Ronnie Háfoss og á fjögur börn, Hildi, Hákon, Erlend og Höllu.  hún er varaformaður Tjóðveldisfélags Suður Straumeyjar. Hún er hagfræðingur og lögfræðingur að mennt og hefur unnið fjölbreytt stjórnunarstörf í færeyskum bönkum. Kristína á einnig að baki feril í keppnisíþróttum og var í landsliði Færeyja í sundi.

Beatrix Campbell, rithöfundur og aðgerðarsinni: „Geta femínísk fjármál bjargað heiminum?“

Beatrix Campbell er rithöfundur og sjálfstætt starfandi blaðamaður en einnig róttæklingur, femínisti og aðgerðasinni.  Hún hefur skrifað Wigan Pier Revisited, nýja nálgun á bók George Orwells, The Road to Wigan Pier, þar sem hún skrásetti stöðu og aðstæður verkafólks í Bretlandi. Beatrix hefur m.a. krufið hættulega staði Bretlands, skoðað líf og dauða Díönu prinsessu og rannsakað friðarsamning Norður-Írlands í bókaskrifum sínum. Síðasta bókin hennar, Endir jafnréttis (End of Equality), er gagnrýni á vaxandi misrétti, kynferðislegt áreiti og ofbeldi. Hún hefur verið í framboði fyrir Græna flokkinn í Bretlandi.

Málþinginu verður stýrt af John Nichols, blaðamanni hjá bandaríska tímaritinu The Nation

Progressive Politics and Global Challenges: Confronting Climate Change and Social Inequalities in an Age of Reaction.

Climate change and social inequality are no longer topics for fringe conversations between politicians, activists or academics. The importance of replacing unsustainability with wellbeing and prosperity is increasingly acknowledged. But how should that be done? What is the role of the Left in a world of rapid technology developments and how can transnational cooperation serve as a resistance to reactionary politics, nationalism and the radical right?

This open seminar is held in relation to the Left Green’s 20th birthday celebration. It takes place at Grand Hótel, Reykjavík, 9 February at 12:30.

The seminar is in English and is open to everyone.

Speakers:
Katrín Jakobsdóttir, Prime Minster and Leader of the Left Greens: “Transnational cooperation as a route to sustainability and welfare“

Ed Miliband MP, Member of Parliament for Doncaster North and former Leader of the Labour Party from 2010 until 2015: “Does the Left have reasons to be cheerful?”

Miatta Fahnbulleh, economist and Chief Executive of the New Economics Foundation (UK): “Stepping stones to a new economy”

Kristina Háfoss, economist, lawyer and Minister of Finance, the Faroe Islands: “Small is the New Big”

Beatrix Campbell, writer and feminist activist: “Can feminist economics save the world?”

Chair: John Nichols, National Affairs Correspondent for the Nation

Allt áhugafólk um stjórnmál og samfélagsmál boðið velkomið.

Kynntu þér dagskrá afmælishátíðar á vg.is

Details

Date:
9 February
Time:
12:30 - 14:30

Venue

Grand Hótel