Loading Events

« All Events

  • This event has passed.

Súpufundur VGR: Hatursorðræða – hver er okkar ábyrgð?

18/03/2017 - kl.11:00 - 13:00

Laugardaginn nk. (18. mars) ætlum við að hittast á Vesturgötu 7 klukkan 11, fá okkur súpu um leið og við ræðum hatursorðræðu.

Í lagalegum skilningi er hatursorðræða skilgreind sem hver sú orðræða, bending eða atferli, skrif eða tjáning, sem er bönnuð sökum þess að hún kann að hvetja til ofbeldis eða saknæms athæfis gegn einstaklingi eða hópi sem nýtur verndar laganna, eða sökum þess að er lítillækkandi eða ógnandi fyrir slíkan einstakling eða hóp.

Við erum svo heppin að fá til okkar þrjá mæta sérfræðinga á þessu sviði. Þetta eru þau:

Kinan: ,,I’m born and raised in Syria but in 2011 I applied for asylum in Belgium. For the first two years I lived in an asylum center but from they day I got my asylum status in Belgium I’ve been volunteering with the Belgian red cross. I went to Greece several times to help refugees there and for a while I worked with doctors without borders in Greece.”

Anna Lára Steindal er heimspekingur sem rannsakað hefur forsendur, möguleika og áskoranir í fjölmenningarsamfélögum út frá sjónarhóli heimspeki og siðfræði. Þá hefur hún einnig um árabil starfað að verkefnum í beinum samskiptum við innflytjendur, flóttafólk og hælisleitendur. Nú starfar Anna Lára sem verkefnistjóri í málefnum flóttamanna hjá Rauða krossinum í Reykjavík og við fyrirlestrahald.

Eyrún Eyþórsdóttir starfar sem lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem hún sér um rannsóknir á hatursglæpum, tengsl við minnihlutahópa og fræðslu um fjölbreytni samfélagsins. Eyrún hefur lokið M.A. prófi í félagsfræði og leggur nú stund á doktorsnám í mannfræði meðfram starfi sínu hjá lögreglunni.

Aðgengi fyrir fatlaða.

Sjáumst á laugardag!

Details

Date:
18/03/2017
Time:
11:00 - 13:00
Event Category: