EVG sendir formanni og þingflokki kveðjur

Eldri vinstri græn héldu jólafund sinn í Stangarhyl  i gærkvöld, 14. desember.  Þar var samþykkt eftirfarandi kveðja til formanns og þingflokks.

“Fundurinn sendi Katrínu Jakobsdóttur sínar innilegustu kveðjur og þakkar henni og þingflokknum öllum einarða baráttu fyrir réttlátara þjóðfélagi. Hugur fundarmanna var hjá þeim.”

Og hér frásögn Guðrúnar Hallgrímsdóttur, fundarstjóra:   ” fræðamenn úr ReykjavíkurAkademíunni, undir stjórn Ragnheiðar Ólafsdóttur söngkonu,  og fræðakonu kváðu, Ragnheiður Ragnheiður söng frumsamið lag við ljóð Einars Braga.  Hermann Stefánsson og Ragnheiður kváðu og sungu um ævi Látra Bjargar og kviðlinga hennar . Gunnar Hersteinn fjallaði um gildin í samfélaginu og Guðrún Hannesdóttir las yndisleg ljóð. Gestir sungu jólalög við harmonikuundirleik Reynis og gítarspil Hermanns Stefánssonar í forföllum Björgvins.”