Evrópskt samstarf um lýðræði og velferð 

Norrænir formenn vinstri grænna flokka vilja umræður um framtíð evrópskrar samvinnu

Formenn sjö vinstri grænna flokka á Norðurlöndum lýsa yfir vilja til að stefna að áframhaldandi og nánu samstarfi við Bretland eftir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Norrænu formennirnir vilja ekki reisa nýjar hindranir í veg þeirra sem vilja sækja menntun,  búa, starfa eða stunda viðskipti  yfir landamæri í álfunni.  Evrópusambandið má ekki refsa Bretlandi, heldur ber að tryggja nána samvinnu áfram.
Við viljum að Evrópusambandið nýti þennan möguleika til að bæta sambandið og rétta af  lýðræðishalla og lagfæra ýmsa bresti í samstarfinu.  Þar viljum við sérstaklega benda á réttindi launþega. Við viljum að Evrópusambandið og EES svæðið sameinist um félagslegan sáttmála sem staðfestir að ekki verði hægt samkvæmt Evrópurétti, að taka úr sambandi lög og samningsbundinn rétt launþega á vinnumarkaði. Evrópusambandið á ekki að líða félagsleg undirboð í löndum sambandsins með því að skýla sér bak við samninga við lönd utan Evrópu.
Við verðum að hefja umræður um framtíð evrópskrar samvinnu og aðlögun. Ekki síst þarf að ræða afleiðingar efnahagsstefnu Evrópusambandsins fyrir velferð og vinnumarkað. Lönd sem vilja yfirgefa evrusvæðið verða að geta tekið þátt í þeirri umræðu.
Við viljum stuðla að meira jafnrétti og lýðræðislegri leiðum í samstarfi milli Evrópusambandins og þeirra Evrópulanda sem standa utan sambandsins. Leiðir sem geta komið í staðinn fyrir núgildandi EES-saming.  Og við viljum evrópskt samstarf sem er opið gagnvart umheiminum en lokar ekki aðrar þjóðir úti.
Vinstri Grænir flokkar á Norðurlöndum styðja allar gerðir sterkrar evrópskrar samvinnu þar sem lýðræðið er haft að leiðarljósi og stuðlað að bættri velferð og jafnrétti fólks meðal þjóða heims.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna.
Högni Höydal, formaður Tjódveldis.
Sara Olsvig, formaður Inuit Ataqatigiit..
Audun Lysbakken, formaður Sosialistisk Venstreparti.
Li Anderson, formaður Vänsterforbundet.
Jonas Sjöstedt, formaður Vänsterpartiet.
Pernille Skipper, talsmaður Enhedslisten.