Jómfrúarræða Eyrúnar

Eyrún Eyþórsdóttir tók sæti á Alþingi í gær sem varamaður Steinunnar Þóru Árnadóttir, þingmanns Vinstri grænna. Eyrún flutti sína fyrstu ræðu á Alþingi, svokallaða jómfrúarræðu, í dag undir liðnum „Störf þingsins“. Í ræðu Eyrúnar segir meðal annars:

„Glimmerinn er löngu fallin af glansmyndunum núverandi ríkisstjórnar og það er komin tími til að við spyrjum okkur sem samfélag á hvaða vegferð við erum eiginlega. Munum að það var ekki neitt úrvals íslenskt eðli sem skapaði efnahagslegt góðæri heldur ímyndaðir yfirburðir Íslendinga. Þessi hugmyndafræði um íslenskan frábærleika sem var svo fastmótuð í minningarframleiðslu þjóðarinnar varð henni nefnilega að falli. Látum ekki glansmyndir ríkisstjórnarinnar um að hér er allt í góðum málum steypa okkur til sömu glötunar.

Þau þúsundir manna og kvenna sem mótmæltu ríkisstjórninni á Austurvelli í gær kalla eftir breyttu samfélagi þar sem menntun og heilbrigðisþjónusta er tryggð, þar sem ungt fólk getur stofnað fjölskyldu og aldraðir þurfi ekki að líða skort.“

Ræðan í heild sinni.