Félagsfundur VG á Suðurnesjum

Félagsfundur VG á Suðurnesjum verður í kvöld, þriðjudag, 5. september, kl. 20:00 í sal Karlakórs Keflavíkur, Vesturbraut 17 í Reykjanesbæ.

Fundarefnin eru kjör fulltrúa á landsfund VG og framboðsmál á svæðinu þar sem spurningin hvort og hvernig verður boðið fram í Reykjanesbæ er stóra málið.

Ástandið í Helguvík verður einnig rætt. Gestir fundarins verða Katrín Jakobs og Ari Trausti.

Við hvetjum alla sem mögulega geta til að mæta, hnippa í aðra félaga að gera slíkt hið sama og taka með sér nýtt fólk sem vill ganga til liðs við okkur.

 

Svokölluð like síða, VG á Suðurnesjum, er komin í loftið á facebook, þar er að finna viðburð fyrir fundinn. Endilega líkið við og deilið að vild