Félagsfundur VGR

Stjórn VGR boðar til félagsfundar mánudaginn 12. september klukkan 20.00. Staðsetning fundarins verður auglýst í næstu viku.

Dagskrá fundarins:

Tillaga uppstillingarnefndar að listum félagsins í Reykjavík norður og Reykjavík suður.

Einnig óskar stjórn félagsins eftir sjálfboðaliðum í starf félagsins, og nú sérstaklega í kringum kosningar. Áhugasamir geta haft samband við stjórn félagsins í gegnum tölvupóst á netfangið vgr@vgr.is.

Heitt á könnunni og söfnunarbaukur fyrir kosningasjóð verður á sínum stað á félagsfundinum þann 12. september.

Kær kveðja,

stjórn VGR