Félagslegar lausnir í stað leigufélaga í hagnaðarskyni

Drífa Snædal, full­trúi Vinstri­hreyf­ing­ar­inn­ar – græns fram­boðs í stjórn Íbúðalána­sjóðs, sat hjá þegar meiri­hluti stjórn­ar­inn­ar samþykkti að selja leigu­fé­lagið Klett ehf. til Al­menna leigu­fé­lags­ins, sem er í rekstri fjár­mála­fyr­ir­tæk­is­ins GAM Mana­gement.

Leigu­fé­lagið Klett­ur var stofnað árið 2013 utan um 450 leigu­íbúðir í eigu Íbúðalána­sjóðs. Fé­lagið var aug­lýst til sölu í fe­brú­ar síðastliðnum og bár­ust þrjú skuld­bind­andi til­boð í fé­lagið. Al­menna leigu­fé­lagið átti hæsta til­boð í Klett ehf. en tilboðið hljóðaði upp á 10.101 millj­ón króna. Eft­ir kaup­in á Kletti ehf. verður Almenna leigufélagið stærsta leigu­fé­lag á Íslandi sem býður al­menn­ingi upp á íbúðir í lang­tíma­leigu.

Drífa lagði ennfremur bókun um söl­una sem lesa má hér;

„Meiri­hluti stjórn­ar Íbúðalána­sjóðs hef­ur tekið ákvörðun um að selja Klett leigu­fé­lag. Leigu­markaður­inn á Íslandi er enn í mót­un, hús­næðis­verð veru­lega íþyngj­andi og nauðsyn­legt að stefna í átt að fé­lags­leg­um lausn­um í stað leigu­fé­laga sem rek­in eru í hagnaðarskyni. Með sölu á Kletti fer for­görðum tæki­færi til að efla fé­lags­legt leigu­hús­næði í sam­fé­lags­legri eigu til hags­bóta fyr­ir al­menn­ing og veg­ur það þyngra en að styrkja fjár­hags­lega af­komu sjóðsins með söl­unni. Und­ir­rituð sit­ur hjá við ákv­arðanir er varða sölu á Kletti.“