Félög á Norður- og Austurlandi halda aðalfundi

Undanfarið hafa ýmis félög Vinstri grænna haldið aðalfundi sína. Upplýsingar um stjórnir félaganna má finna inn undir “Fólkið” hér að ofan.

Svæðisfélag Vinstri grænna á Héraði og fjörðum hélt aðalfund daginn fyrir síðasta vetrardag, 18. apríl sl. Var fundurinn vel sóttur og eftir hefðbundinn aðalfundarstörf fluttu þingmenn kjördæmisins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon, framsögu um stöðu stjórnmálanna.

Svæðisfélag Vinstri grænna á Akureyri og nágrenni hélt aðalfund síðasta vetrardag, 19. apríl sl. Fundurinn var fjölmennur og eftir hefðbundinn aðalfundarstörf fluttu varaformaður hreyfingarinnar, Björn Valur Gíslason, og annar tveggja þingmanna kjördæmisins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, framsögu um stöðu stjórnmálanna.

Svæðisfélag Vinstri grænna í Þingeyjarsýslum hélt aðalfund daginn eftir baráttudag verkalýðsins, 2. maí sl. Eftir hefðbundinn aðalfundarstörf flutti þingmaður kjördæmisins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir framsögu um stöðu stjórnmálanna. Einnig var rætt um þau mál sem brenna á fólki í sýslunum og bar þar Bakki á góma, en mikilvægt er að halda áfram þeirri vegferð VG að vinda ofan af áratuga gömlum stóriðjudraumum á svæðinu.