Ferðamálastefna VG kynnt

Kynningarfundur Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs, á glænýrri ferðamálastefnu hreyfingarinnar verður í Kosningamiðstöð félagsins í Reykjavík á Laugavegi 170 í hádeginu á morgun miðvikudag. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, oddviti VG í Suðvesturkjördæmi og einn ritstjóra stefnunnar kynnir hana, en Katrín Jakobsdóttir, formaður VG verður líka á fundinum, sem og Jakob S. Jónsson, annar ritstjóri stefnunnar, en sá þriðji Edward Hujibens, er fjarstaddur í ferðalagi.

Kl. 12.00 -13.00 í kosningaskrifstofu VG að Laugavegi 170. Boðið verður upp á kjötsúpu, brauð og kaffi. Þessvegna er heppilegt að fólk skrái sig á fundinn.  Og skal það gert á bergthora@vg.is.

Vinstri græn hafa unnið að ferðamálastefnunni frá því í sumar í tengslum við endurritun á stefnu flokksins í atvinnuvega og byggðamálum.

Hlökkum til að sjá sem flesta, bæði þau sem vinna við ferðaþjónustu og annað áhugafólk um áherslur okkar í atvinnumálum og sérstaklega í þessari sívaxandi atvinnugrein. Fyrir þau sem ekki hafa tök á að komast, er rétt að minna á að stefnan verður birt hér á heimasíðunni á morgun, um leið og fundurinn hefst.