Ferðamálastefna VG kynnt

Eflum innviði og græna ferðaþjónustu í sátt við náttúruna !

 

Vinstri hreyfingin – grænt framboð kynnti í gær stefnu sína í ferðamálum.

Mikið hefur verið kallað eftir skýrari stefnumörkun og framtíðarsýn á ferðaþjónustuna, bæði frá fólki innan greinarinnar sem og frá samfélaginu öllu, því ferðaþjónustan snertir nánast alla fleti íslensk samfélags. VG tekur undir þetta ákall, enda gríðarlegir hagsmunir í húfi að vel takist til við stefnumörkun íslenskra ferðamála, bæði hvað varðar starfsumhverfi og uppbyggingu greinarinnar, en ekki síður hvað varðar umhverfisþáttinn enda er það náttúra Íslands og sérstætt landslag sem laða öðru fremur gesti hingað til lands. Framtíðarsýn VG fyrir ferðamannalandið Ísland er að vel verði haldið utan um náttúruvernd, menningararf, þjóðgarða og önnur friðlýst svæði sem skapa fjölda fólks vinnu við náttúruvernd, endursköpun og viðhald sögu okkar og menningar og sérstöðu íslenskrar náttúru.

Hér má lesa stefnuna í heild sinni.