Fjölmenni og 1. maí

Vinstri græn fjölmenntu víða um land í kröfugöngur og á opnun kosningamiðstöðva og í 1. maí kaffi víða. Fjölmenni var á Vesturgötu 7 þar sem VG í Reykjavík hélt hefðbundna kaffisamkomu. Líf Magneudóttir, forseti borgarstjórnar og oddviti VG í borginni ávarpaði samkomuna. 1. maí blaði VG, fullu af efni stjórnmál og samfélag,  sem Þóra Magnea Magnúsdóttir ritstýrði var dreift í göngunni. Í 1. maí ritinu eru greinar eftir Katrínu Jakobsdóttur, Líf Magneudóttur, Þóru Magneu Magnúsdóttur, Svandísi Svavarsdóttur, , Guðrúnu Ágústsdóttur, Elínu Oddnýju Sigurðardóttur, Guðmund Inga Guðbrandsson og René Biasone. Vinstri Græn í Reykjavík gefa blaðið út. Og hægt er að nálgast eintak í kosningamiðstöð VG í Reykjavík í Þingholtsstræti 27.